Morgunblaðið - 06.11.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.11.1956, Blaðsíða 3
ÞrffTJudagur 6. nóv. 1956 MORGTJWBLAÐIÐ 3 w Ungverski og íslenzki fáninn voru bornir fyrir mótmælasöngunni til rússneska sendiráðsins. Hér sést gangan koma niður Bankastrætið, en hún var þá þegar orðin mjög fjölmenn. Fundisr stndentca og rúthiöfunda í Gasnla Þúsundir votta Ungverjum samúð Isiendinga Hópganga fil senditáSs Rússa að loknum afar fjölmennum fundi únistum hollustu stna, jafnan stutt allar aðgerðir þeirra og ekki átt aðra ósk heitari en þá. að koma íslendingum undir komm- únisma. Ræðumaður las nokkur um- E ITT ER ÞAÐ, sem ég fæ ekki skilið, og það er hugleysið". Þessi | óskyldustu fræðigreinum. Með því hafa allar siðgæðishugsjónir vísindanna verið svívirtar og menningarframfarir heftar. Gegn þessu hlutu stúdentar að' rísa, þótt annað hefði ekki komið til. En þegar hér við bættust al- menn eymdarkjör og kúgun, var allur almenningur reiðubúinn. Hvað táknar það, er nær vopnlausir menn gera uppreisn gegn innlendri leppstjórn, sem styðst við stórveldi, er hefur her í landi þeirra, gráan fyrir járnum og búinn til bardaga? Eitt er víst: Slíkt gera menn ekki út í bláinn. Þess konar uppreisn er aðeins gerð gegn slíkri áþján, að menn telja sig engu hafa að tapa, — alit að vinna. ÓVENJULEGT AFMÆLI ÞJÓÐVILJANS Sigurður H. Líndal hélt áfram: Þegar við verðum vitni að slíku ógnarfargi þjáninga og vonleysis, sem hér lýsir sér, hlýtur hugur- inn að beinast til þeirra manna íslenzkra, sem játað hafa komm- orð ungs Ungverja rifjaði dr. Alexander Jóhannesson upp, er hann setti fundinn í Gamla Bíói s.l. sunnudag. Fundurinn og mótmælagangan að honum loknum verða eftirminnilegir atburðir fyrir þá, sem viðstaddir voru. í fundarsalinn höfðu verið borin blóm og þjóðfánar Ungverja og íslendinga. Menn úr hópi stúdenía og rithöfunda fluttu ræður, en í fundarlok voru sagðar síðustu fréttir frá Ungverjalandi og samþykkt gerð. Fundarmenn gripu þá fánana af ræðupallinuum, báru þá út og gengu með þá í fara- broddi til sendiherrabústaðar Rússa við Túngötu. Enginn lauk upp til að veita ályktun fundarins viðtöku. Formaður Stúdenta- félagsins flutti þá stut-ta ræðu, en mannfjöldinn hyllti Ungverja og lýsti andúð sinni á kúgurum þeirra. Ræðumennirnir á fundinum minntust ungversku þjóðarinnar, ræddu atburði síðustu daga í ljósi sögu hennar og menningar og brýndu fyrir fundarmönnum, að „atburðir þeir, sem orðið hafa í Ungverjalandi, eru enn ein áminningin til allra Vesturlandabúa um að standa vörð um frelsi sitt og mannréttindi“, eins og fulltrúi háskólastúdenta komst að orði og hann bætti við: „Á þetta er full ástæða til að minna enn einu sinni, ekki sízt vegna þeirra erindrekasveita, sem kúgunaröfl kommúnista eiga á íslandi." Stúdentaráð Háskóla íslands, Stúdentafélag Reykjavíkur og Félag íslenzkra rithöfunda boð- uðu til fundarins. Dr. Alexander Jóhannesson setti fundinn kl. 2 og flutti ávarp, en síðan tóku til máls Sigurður H. Líndal stud. jur., rithöfundarnir Þóroddur Guðmundsson og Guðmundur G. Hagalín og loks Tómas Guð- mundsson skáld. Alyktun sú, sem fundurinn samþykkti, var gerð eftir tillögu frá formönnum þeirra samtaka, sem efndu til fundar- ins, þeirra Bjarna Beinteinssonar stud. jur., Þóroddar Guðmunds- sonar og Barða Friðrikssonar lög- frséðings. stundum jafnvel miðstjórrnr flokksins — þótzt skera úr um réttmæti kenninga í hinum mæli úr Rétti og Landneman- um, þar sem ástandinu í Ung- verjalandi kommúnismans er lýst af fjálgri hrifningu, og minnir síðan á helztu atriðin í þeim ósannindaáróðri, sem íslenzkir kommúnistar með ritsmiði Þjóð- viljans í fararbroddi reka um Rússland og leppríki þess. Þau hafa afsannazt hina síðustu mán- uði. f stuttu máli sagt: Það stóðst nokkurn veginn á endum, að 20 ára afmælis Þjóðviljans er minnzt með því að ómerkja obbann af skrifum blaðsins frá öndverðu. Er þetta vægast sagt óvenjuleg afmælishátíð. At- burðirnir í Ungverjalandi sýna okkur enn einu sinni hið rétta eðli kommúnismans — og um leið, að stefna vestrænna þjóða var rétt, er þær komu á stofn varnarsamtökum sínum gegn ofbeldi hans. VERUM Á VERÐI Mitt á meðal okkar halda kommúnistar uppi iðju sinni, ekki aðejns óáreittir, heldur SIÐGÆÐISHUGSJÓNIR VÍSINDANNA SVÍVIRTAR í s. 1. mánuði tóku að berast fréttir um ólgu í Ungverjalandi, sagði Sigurður H. Líndal, og skömmu eftir 20. október efndu stúdentar til mótmælafunda. Auk almennrar gagnrýni á stjórn landsins báru þeir fram ýmsar kröfur: Að fellt yrði niður skyldu nám í rússnesku, í „Marx-Lenín- isma“ og skylduæfingar í vopna- burði. Skyldunám í „Marx- Lenínisma" er undirstaða þess kerfis, sem í ríkjum kommúnista kemur í stað frjálsra vísinda. í krafti þessara „fræða“ hafa fá- vísir kommúnistaforingjar — Mannfjöldinn við rússneska sendiráðið beið þess góða stund að sendiráðherrann kærni ttí dyra, svo hægt væri að afhenda honum fundarályktunina, sem gerð var á Gamla Bíós-fundinum. Var talið að yfir 3000 manns hafi verið við bústaðinn. einnig lögverndaðir af því þjóð- félagi, sem þeir vilja tortíma. Öll réttindi sín skaðnota þessir menn til að klekkja á þessu þjóðfélagi og spilla þjóðlífinu. Og jafnframt breiða veizluglaðir kommúnistar, nýkomnir úr fagnaði kúgaranna, út ósannindi um lönd þeirra meðal saklauss fólks. En bak við tjöld þessa skrípaleiks hefur öll alþýða stunið undir okinu, flótta- mennirnir hafa streymt þúsund- um saman í leit að frelsi út úr löndunum, og að lokum leggur vopnlítið fólkið til atlögu við kúgarana. Sósíalisminn hefur skapað nýja manngerð, sagði einn af sagnfræð ingum kommúnista í tímarits- grein fyrir nokkrum árum. Ef hinir síðustu atburðir verða ekki til að opna augu allra íslendinga, hefur kommúnistum tekizt of vel að skapa „manngerð“ sína hér á landi, — manngerð, sem er mótuð af þumbaralegri, sjálfumglaðri þröngsýni, ísköldum, andlausum en þaulhugsuðum ruddaskap, ein- feldningslegri aðdáun á öllu, sem kennt verður við kommúnisma, andlegu þurftaleysi og helstirðn- uðum hugsanavenjum. Ungverjar hafa úthellt blóði sínu. Eftir er okkar hlutur, ís- lendinga. Hann er sá, að við höld- um vöku okkar og gætum og ávöxtum verðmæti menningar okkar. ÞJÓÐ SÖGU OG GLEÐI Þóroddur Guðmundsson, form. Félags íslenzkra rithöfunda, hóf ræðu sína með því að minna á friðarsamningana, sem Ungverj- ar urðu að ganga að eftir heims- styrjöldina fyrri. Þá var helm- ingur lands þeirra innlimaður i önnur ríki, og margar milljónir ungverskra manna slitnuðu úr tengslum við þjóð sína. En þrátt fyrir þessar raunir og aðrar hörmungar, sem yfir Ung- verja hafa gengið í langri og um- brotamikilli sögu þeirra, eru þek* kunnir heiminum fyrir lifsgleði sína og listhneigð og fyrir heii- brigða og trausta skaphöfn. Tón- mennt þeirra má líkja við bók- menningu okkar íslendinga. Hú« er arfur kynslóðanna ,sem þjóðin og heimurinn allur hafa notið sér til sálubóta. Ræðumaður rifjaði upp um- mæli Einars Jónssonar mynd- höggvara, sem kom til Búdapest nokkru eftir aldamótin: „Hér var sannkölluð vordraumaveröld, fuM frumrænnar og sérstæðrar fegurS ar, og fólkið sjálft var sem al-va5 af lífsþrótti og fjöri“. Framh. á bls. 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.