Morgunblaðið - 06.11.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.1956, Blaðsíða 10
MORGUNBL 4 ÐIÐ Þriðjudagur 6.‘ nóv. 1956 niiiiiiiiiiiiiiiinininiiiiinimiiiiiiiiiiiniiiiniiiniiiiiiiiiiiiinniiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin Illllil lllllll !!ll Sf III! 1111 II II llll 1111 II II II II 1 III III 1 1 H 1 llll III! lllllll llllill lllllll II llll 111! II II II II II 1 II II II l ! IIII 1 III llll lllllll llll lili II I! 1 II 1111 lllllll 1111111 llll llll 1' llii llll il II 1! II : 1 II II i 1 1 1III 1III Ný veraldarsaga — „Komingurinn káti” og aðrar ævisogur Rússland eftir Stalin — Þýzk skáldverk — Fráölegur hökaflokkur — Ný bók eftir La Mure — i!iiiiiimiiiiiii!iiiiiiiiiii!:iniiiii! I!!l!iil!lii!!lil!!ílillliiíiii:ii!il!l!l il!l!ll!lil!ll!ll!lll!!IHIiI!llill!!llll lllllllllllllllillllillllilllillllilllill i.iil iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini1 NÝ VERALDARSAGA NÚ ER að koma út mikil ver- aldarsaga, sem gefin er út á for- lagi Franckes í Svisslandi. Nefnist hún: „Historia Mundi“ — Saga veraldar og á að vera í 10 bindum og eru 5 þeirra þegar komin út. Saga þessi er rituð eft- ir áætlun sem þýzki sagnfræðing- urinn Fritz Kern 'hafði gert í samráði við heimskunna vísinda- menn, en entist ekki aldur til að stjóma sjálfur í framkvæmdinni. Sagam er rituð af sagnfræðingum hvaðanæfa að úr verðldinni, sem eru taldir hinir fróðustu menn, hver á sínu sviði. Sá heitir Fritz Valjavec, sem útgáfunni stjórnar og sér um samræmingu þess, sem birtist og tilvit.nanir milli hinna einstöku kafla. Rilke Fimmta bindi þessa verks er nýkomið út. Það heitir „Fruhes Mittelalter“ og fjallar um fyrri hluta miðalda. Því er skipt í 3 meginkafla, sém nefnast: Upphaf Germana, Tyrkir og Mongólar, Slavar koma til sögunnar, Arab- ar og íslam og Gnmdvöllur lagð- ur að Vesturlöndum. Svíinn Birger Nerman ritar um forna lifnaðarhætti Germana og um víkingaöldina en Hermann Schneider prófessor í Túbingen um andlegt líf meðal fomger- mannskra þjóð. Er þar m. a. komið að Eddunum og íslend- inagsögum. „Historia Mundi“ er handbók í veraldarsögu. í henni eru engar myndir en uppdrættir margir. Bindin sem komin eru heita: „Frúhe Menscheit, Grundlagen und Entfaltung der áltesten Hochkulfcuren, Der Aufetieg Europas, Römisches Weltreich und Christentum og Frúhes Mittelalter. Þessi bindi hafa hlot ið mjög góða dóma og þykir þessi nýja veraldarsaga hinn mesti bókmenntaviðburður. Bæði lærð ir og leikir geta haft hennar hin beztu not. RÚSSiiAND EFTIR STAUN Það er engin ný bóla, þó bók um Rússland konai út, þær hafa streymt á bókamarkaðinn siðustu árin. En nú hefur nýlega komið út bók eftir hinn þekkta blaða- mann Edward Crankshaw: Russia Without Stalin, The Em- er-ging Patfern (London, M. Joseph 13 sh.) Hefur þessi bók vak-ið mikla athygli. Crankshaw er heimsþekktur fyrir bækur og blaðagreinar um rússnesk mál- efni. Á stríðsárunum var hann fulltrúi í hernaðarsendinefnd Breta í Moskvu og hefur einnig dvalið þar langdvölum síðar. Hann mælir á rússneska tungu og hefur lagt mikla stund á að kynna sér rússnesk málefni. Höfundurinn tekur sér fyrir hendur að lýsa því, þegar 200 milljónir Rússa vakna skyndilega eftir martröð Stálinsáranna, þeg- ar svipa iðnvæðingar og áætlana húðflettu rússneskan almenning. Crankshaw dregur ekki dul á að Stalin hafi í öllu brjálæði sínu verið heimsöguleg persóna og muni Rússar, þó síðar verði, skipa honum á þann stað, sem honum hæfir, en þeir hafa átt marga hæfileikamikla harðstjóra. Crankshaw segir, að það hafi verið yngri kynslóðin, sem fagn- aði ákafast þegar útlit var fyrir að járngreipar Stalinismans mundu lina á takinu. Þessi kyn- slóð man ekki byltingarárið 1917, borgarastyrjöldina, hung- flestir mikið dálæti á Játvarði og Gladstone sagði um hann: ,Eng- in konungborinn maður, sem ég þekki er jafn aðlaðandi og fram- komugóður eins og pirnsinn af Wales.“ Um það hafa gengið sögur að Játvarður hafi átt mestan þátt í að koma á fullum sáttum og síðan bandalagi því, sem nefnt var „hjartanlega bandalagið" milli Breta og Frakka og undirritað var 1904 en það hefur raunverulega staðið síðan. Sagnfræðingar telja þó þátt Játvarðar í þessu mjög orð- um aukinn en telja samt, að vel megi vera að vinsældir hans í Frakklandi hafi ekki verið án áhrifa í þessu efni. Nú er nýlega komin út ný bók um Játvarð eftir amerísku blaða- konuna, Virginia Cowles, sem nefnist: „The gay Monarch“ eða konungurinn káti. Enska útgáf- an nefnist Edward VII and his Circle (Hamilton 25 sh.) Bókin lýsir æfi Játvarðar og samtíðar- mönnum hans mjög læsilega, enda hefur hún þegar náð mik- illi útbreiðslu, einnig í Englandi. Bókin er mjög fróðleg, höfund- urinn er laginn að draga upp skýrar myndir af persónum án þess að nota marga eða skarpa ursneyðirnar eftir 1920 og allan drætti °6 er Þessi æílsaSa sann- áróðurinn fyrir iðnvæðingunni á fyrstu áætlana-árunum. Unga kynslóðin vonast eftir meiri þægindum, minni vinnuhörku og frjálsara lífi, segir Crankshaw. Þegar nýir valdhafar tóku við af Stalin var þeim ljóst, að þeir gætu ekki haldið þrælatökum gamla harðstjórans. Sá tími var liðinn en nú þurfti að finna nýj- an bakhjarl, til að styðjast við. Þess vegna var gripið til að hefja Lenin á ný til vegs og sjálfan flokkinn, sem var orðinn hálf gleymdur undir einræði Stalins. Þess vegna var Stalin steypt en Lenin og flokkurinn settir í hans stað, segir Crankshaw. Þá er það, að almenningur vill fá betri lífsskilyrði, forustuliðið óttast herinn og lögregluna, sem hvenær sem er hefði getað lyft nýjum manni í stól Stalins. Þess vegna töldu Krúsjev og félagar hans, að það væri lífsnauðsyn að verða á undan og tryggja sér samúð hinna 200 milljón Sovét- borgara, sem eru orðnir þreyttir á hinum „föstu tökum“ og lofa þeim meiri lífsþægindum, segir Cr-ankshaw ennfremur. Crankshaw telur, að Rússar óttist hið nýja Kína í nábýli við hin strjálbýlu austursvæði Rússa veldis og telur að ferð Búlganins og Krúsjevs til Indlands og ræðu höld þeirra þar um hagsmuni Rússa í Asíu hafi ekk-i hvað sí-zt yerið eins konar varnaðarorð til Kínverja um að fara sér hægt í forustuhlutverki sínu meðal mongólsfera þjóða. Bók Crankshaw er af öllum talin mjög athyg-Usverð eg læs-i- leg. KONUNGURINN KÁTI ©G ADRAR ÆVISÖGUR Meðan Játvarður 7. Bretakóng- ur var á lífi gengu um hann margar sögur og misjafnar. Hann var haldinn stranglega af Vikt- oríu drottningu móður sinni en þar kom að hann braut af sér bönd agans og varð mikill heims- maður. Konunglegri virðingu sinni hélt hann þó ætíð. Ævintýri hans á ferðalögum víða um lönd og þá ekki sízt í Frakklandi urðu víðfræg og u-rðu mörgum góðum Breta hneykslunarhella. Móðir hans lét hann engin afskipti hafa af stjórnarstörfum með því hún áleit það ekki óhætt. Þegar Ját- varður var orðinn garnall maður komst hann loks í konungssæti eftir móður sína en þá átti hann fá ár ólifað. Brezkir stjórnmálamenn höfðu kallaður skemmtilestur, Af öðrum nýjum ævisögum má nefna bók liertogafrúarinnar af Windsor: The heart has it’s reasons (Joseph 30 sh.), sjálfs- æfisaga hins fræga teiknara David Low (Joseph 30 sh.), Toseanini, eftír Samuel Chotzi- noff (Hamilton 12 sh. 6), sem er sögð vera mjög læsileg bók, de Lesseps eftir Ch. Beatty, (Eyre and Spottiswoode 30 sh.), um manninn, sem byggði Súez-skurð inn, Jesus in His Tinie, eftir Daniel Rops (Eyre and Spottis- woode 30 sh.) NÝ BÓK EFTIR IIÖFUND „MOULIN ROUGE“ Nýlega er komln út ný skáld- saga eftir Pierre la Mure, höfund bókarinnar „Moulin Rouge“, sem hér er þekkt af kvikmyndinni með sama nafni. Fjallaði sú bók um æfi franska málarans Toul- ouse-Lautrec og var metsölubók. Hin nýja bók la Mure er skrifuð á ensku og nefnist „Beyond desire“ (Collins, 15 sh, á dönsku „Dirrende Toner“) og er um þýzka tónskáldið og hljómsveit- arstjórann Felix Mendelsohn. „Beyond desire“ er hvergi nærri eins skemmtileg og „Moulin Rauge“ en þó eru í henni góðir kaflar og ágætar mannlýsingar en þær eru hin sterka hlið þessa höiundar. ÞÝZK SKÁLDVERK Nýlega er látinn þýzki rithöf- undurinn og skáldið Bertholt Brecht. í tilefni þess að út er komin ný útgáfa af ljóðum hans: Gedichte und Lieder, Auswahl (Suhrkamp DM. 4.80) ritar blað- ið „Die Búcher — Kommentare“ á þessa leið: „Við erum nú enn orðnir fá- tækari. Nokkrum vikum eftir dauða Gottfried Benn og nærri réttu ári eftir andlát Thomas Mann ér Brecht nú látinn í Aust- ur-Berlín. Nú er ekki lengur neitt skáld í Þýzkalandi, sem er jafn þekkt meðal umheimsins og þessir menn voru. Vissulega fell- ur ekki öllum í geð skáldskapar- aðferð Brechts og enn vafasam- ari mun mörgum finnast trúar- játning hans á stjórnmálasviðinu. Margir telja líka afstöðu hans til stjórnmálaástandsins á her- KONUNGSEFNI® f SKAMMAKRÓKNUM Samkomulagið milli Játvarðar ©g Viktoríu móður hans var aldrei gott. Skopbiaðið Times birti teikninguna hér að ofan með undir- skriftinni: „The rare, rather awful visits of Albert Edward, Prince of Wales, to Windsor Castle (Hinar sjaldgæfu og heldur óhugnan- legu heimsóknir Alberts Edwards, prins af Wales, í Windsor kastala). Pierre La Mure námssvæði Rússa óskiljanlega og óafsakanlega. Vonandi gleymist það allt. En margt það, sem hann sýndi í leikritum mun lifa en þó framar öllu talsvert af því, sem hann orkti. Af ljóðum hans, sem birtast í þessu kveri er hægt að kynnast betur því sem raunveru- lega bjó í Bertold Brecht en af þeim fréttum af framkomu hans þar eystra, sem vöktu svo oft furðu okkar hér vestan megin.“ Þýzk blöð geta nú um nýja bók eftir Erich Maria Remarque: „Der schwartze Obelisk“. Það er skáldsaga, sem gerist á árun- um eftir fyrri heimsstyrjöldina og lýsir örlögufti fólks á þeim tíma, þegar peningarnir urðu að engu og fjöldi manna urðu ör- eigar. Bókin fær ekki sérstaklega góða dóma. Remarque hefur aldrei aftur getað náð þeim tök- um, sem hann fékk með fyrstu bók sinni, sem náði þegar heims- frægð og alkunnug er: Tíðinda- laust á vesturvígstöðvunum". Segir eitt bókmenntablað í sam- bandi við hjna nýju bók að hjá Remarque sé allt „tíðindalaust". Eins og sést á ummælum þýzka blaðsins, sem tilfærð eru hér að framan telja Þjóðverjar, að nú skorti þá mjög góða rithöfunda og skáld. Er það almennt álit manna þar í landi að nýr þýzkur skáldskapur hafi enn ekki náð að dafna eftir styrjöldina. En mikið er um nýjar útgáfur af þýzkum bókmenntum frá þessari öld og eldri. Nú er t. d. að koma út hjá Insel-Verlag ný heildarút- gáfa af verkum Rilkes. Rainer Maria Rilke er nú mjög í háveg- um hafður meðal bókmennta- unnenda en þó ekki síður utan Þýzkalands en innan. Má segja að um sé að ræða fullkomna Rilke-dýrkun og sægur yngri skálda í fjöldamörgum löndum er nú undir sterkum áhrifum frá ho»um. Um Rilke hefur á seioni árum feomið út fjöldi af bókum. Ein hnina þekktari: Rilke eftir Otto Friedrich Bollnow er nú feomin út í nýrr-i útgáfu (Kohl- hammer DM. 19.50). Af nýúi- komnum þýzkum skáldverkum má nefna: Richard Friedenthal: Die Welt in der Nussschale (Pip- er, DM 16.80), mikil skáldsaga, sem fjaliar um þýzka flóttamenn í Englandi, Otto Rombade: Till- mann und das andere Leben (Deutsehe Verlagsanstalt DM. 16.80), ennfremur ljóð Ingeborg Bachmann: Anrufung des gross- en Báren (Piper, ÐM. 7.50), sem vakið hafa hína meetu athygli. FRÓÐLEGUR BÓKAFLOKKUR Eftir styrjöldina hefur mjög færst í vöxt í öllum löndum út- gáfa ódýrra bóka af ..öllum teg- u-ndum. í því efni ruddu ensku Penguin-bækurnar brautina og í Englandi er slík útgáfa ódýrra bóka og bókaflokka einna fjöl- breyttust. Mikið af hinum svo- nefndu vasaútgáfum er „rusl“, Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.