Morgunblaðið - 06.11.1956, Side 9

Morgunblaðið - 06.11.1956, Side 9
ÞriðjucJagur 6. nóv. 1958 MORGXJTSBLAÐIÐ 9 Það er ekki nóg að ð/óða útlendingum andrúmsloftið BIRGIR ÞÓRHALLSSON skrif- stofustjóri Flugfélags íslands í Kaupmannahöfn ræður yfir mjög skemmtilegri bækistöð, sem félagið hefur í Vesterbrogade 6c. Það er í hjarta borgarinnar, í nýrri byggingu rétt við sjálft Ráðhústorgið. Þarna er miðstöð félagsins og þangað sækja fjölda margir íslendingar og útlend- ingar. Sendiráðin og konsúlötin ís- lenzku hafa látið í ljós mikla ánægju með starfsemi flugskrif- stofanna, sem létta af þeim ýms- um vanda og kvabbi einstakra manna. Það er líka lögð á það áherzla að afgreiðsla sé öll sem liprust. Birgir Þórhallsson er ungur maður, ættaður af Seyðisfirði Hann er mjög áhugasamur í starfi sínu og vildi koma miklu til leiðar í sambandi við aukinn ferðamannastraum til íslands en þar eru margir örðugleikar í vegi. Tíðindamaður Mbl. átti fyrir nokkru lauslegt rabb við Birgi um ýmislegt, sem að ferðamál- um lýtur, en þau eru auövitað efst í huga hans. MÖGULEIKARNIR FYRIR AUKNUM FERÐAMANNA- STRAUM Spurningunni um það hvað Birgir teldi um möguleika á auknum ferðamannastraum til landsins og gildi hans svaraði hann í þessa átt: Það þarf ekki mörgum orðum að því að eyða, að mögulegt mundi vera að auka að miklum mun aðstreymi ferðamanna til íslands. Sú staðreynd dylst eng- um, sem við þessi mál fæst. Gildi sliks iiggur auðvitað fyrst og fremst í þeim tekjum, sem ferða- lögin veita. Öll þau lönd, hverju nafni sem nefnast, sem hafa nokkra möguleika til að laða til sín ferðamenn reyna það eftir mætti og hví skyldu íslendingar ekki gera hið sama? MIKLIR ERFIÐLEIKAR Hvað er örðugast viðfangs í sambandi við ferðalög erlendra manna til íslands? Það, sem gerir okkur, sem við þessi mál fást, einna mesta erf- iðleika, er ástandið í hótelmál- unum heima. Það þarf að rísa upp hótelrekstur með nýtízku sniði. Þess er ekki að dyljast að útlendingar láta mjög misjafn- lega af hótelunum heima. M.a. er kvartað yfir því að hótelþjón- ustan sé kuldaleg og ekki nægi- leg natni gagnvart ferðamann- inum. í Reykjavík þarf að rísa upp myndarlegt nútímahótel, með öllu því, sem krafizt er af slíkum rekstri á okkar tímum. Við, sem fáumst við þessi mál gleðjumst yfir því að heyra um nýja og fallega veitinga- og gisti- staði eins og „Naustið“, „Röðul“ eða „Bifröst" og hótelið í Borgar- nesi. En það eru vonbrigði, að hótelmálin í Reykjavík, skuli ekki vera komin lengra og nýtt og veglegt gistihús risið upp. Meðan svo þröngt er um ferðamenn, Rætt v/ð Birgi Þórhallsson skrifstofu- stjóra Flugfélags íslands i Kauprnanna- höfn um feróamál eins og nú má heita alger ó- gerningur að skipuleggja ferða- lög til landsins svo nokkru nemi. Það þýðir ekki að gera átak til að hæna ferðamenn til landsins, í nokkrum verulegum mæli, meðan svona er ástatt. En það þarf auðvitað að hugsa um fleira en Reykjavík, því fæst- ir ferðamenn fara til að sjá hana eingöngu. En nú eru að rísa upp ýmsir boðlegir gististaðir utan Reykjavíkur, svo sem í Borgafirði og sú þróun mundi jafnvel halda hraðar áfram, ef séð væri vel fyrir nógu húsrúmi þar sem gestirnir stíga fyrst á land eða í Reykjavík. Það mætti margt gera til að greiða fyrir ferðamönnum úti á landi: Þar sem ekki eru gististaðir mætti taka upp skráningu herbergja á velhýstum sveitabæjum eða í þorpum, þar ætti að verðleggja þau, leiðbeina húsráðendum um viðurgerning gesta o. s. frv. Þannig mætti „opna“ ýmis falleg svæði fyrir ferðamönnum, sem nú mega heita lokuð vegna skorts á gistirúmum. LAX, SILUNGUR OG HESTAR Ferðamáijn okkar eru auðvitað næstum því ótæmandi umræðu- efni, heldur Birgir áfram, því þar er svo 'margt, sem þarf að breyta og bæta og ómögulegt að víkja að því öllu. Margir útlend- ingar spyrja t.d. um aðstöðu til lax eða silungsveiða á íslandi, en slíka aðstöðu er mjög erfitt að veita. Það er, eins og nú stendur, ekki hægt að gera veiðiréttindi að þætti í sölustarísemi á far- miðunum til fslands. Hvað sem laxveiðinni líður, sem er nú mjög upptekin af innlendum mönn- um, ætti þó að vera hægt að fá silungsveiðirétt til ráðstöfunar, en slík veiði við fallegt vatn eða á, væri eftir- sóknarverð. Þá spyrja ýmsir um ferðalög á hestum, menn hafa lesið í ferðabókum um hestferða- lög í óbyggðum og dreymir um ævintýri, sem ekki aðrir eiga völ á. Það er nefnilega hin sterka hlið okkar lands, hversu upp- runalegt og ósnortið það er. En mér er ekki kunnugt um að unnt sé að auglýsa skipulagðar ferðir á hestum um landið. Það hefur verið sagt að ísland væri seinasti „óasinn“ í Evrópu, og ef til vill er mikið satt í því. Það liggur auðvitað í aug- um uppi að það er ekki nóg að bjóða upp á andrúmsloftið, meira verður til að koma og ísland hefur meiri fjölbreyttni að bjóða en flest eða öll Evrópulönd. ÚTLENDINGARNIR OG VERDLAGIÐ Kvað segja útlendingar um verðlagið hjá okkur? Birgir Þórhalisson við skrifborð sitt. Það er skemmst af að segja, að flestum Evrópumönnum a. m. k. finnst það óbærilega hátt. Marg- ir gefast upp við íslandsferð af þeim sökum og ýmsir hafa ferð sína miklu styttri en ella mundi, vegna þess að farareyrinn endist illa þegar til íslands kemur. Það mundi bæta aðstöðuna stór lega ef tekin væri upp sérstök gegnisskráning fyrir ferðamenn, eins og dæmi eru til í mörgum löndum. ÁLIT FERÐAMANNA Á ÍSLANDI Hvernig bera erlendir ferða- menn íslandi söguna? Að því leyti, sem ég þekki til eru ferðamenn stórkostlega hrifn- ir af landinu og líkar vel við þjóðina. Sérstaklega veröur þeim tíðrætt um góð kynni af íslenzk- um almenningi. Það er sorglegt til þess að vita að við íslend- ingar skulum vera jafnaðgerða- litlir í ferðamálum, eins og víð erum. Ég efast ekki um áhuga margra manna en hjá því getur ekki farið að við, sem störfum erlendis að því að auka ferðalög til landsins séum dálítið óþolin- móðir. Við eigum líka bágt með að skilja að við íslendingar get- um leyft okkur að varpa frá okkur, eins og gert er, þeirri miklu tekjulind, sem ferðalögin. eru. Það er mikið spurt um ferðir til landsins á vegum Flug- félags íslands, sagði Birgir Þórhallsson að lokum. En ef til vill megum við Islendingar búast við að ferðamenn trén- ist upp á að spyrja ef ekki verða bráðlega sköpuð betri skilyrði til að skipuleggja ferð ir til landsins, en nú er. Það er áreiðanlega ekki hættu- iaust, ef það dregst öllu Iengur að gera verulegar umbætur á ferðamálunum heima. MURVERK Þrlr röskir múrarar geta bætt við sig verki strax. — Höfum hrærivél. Tilboð send ist blaðinu fyrir föstudag — merkt: „Múrverk — 3213“. íbúð til leigu 3 herb. og eldhús til leigu strax, í Smáíbúðarhv. Fyr- irframgreiðsla nauðsynleg. Tilb. ásamt uppl. um fjöl- skyldustærð, sendist Mbi. fyrir kl. 6 í kvöld, merkt: — „íbúð — 3216“. Tveggja berbergja ÍBÚÐ til leigu fyrir fámenna f jöl- skyldu. Tilb. sé skilað á algi Mbl. merkt: „Leiguíbúð — 3217“.— Einhleyp, reglusöm STÚLKA sem hefði sjálfstæða atvinnu og vildi tryggja sér hús- næði í vor, eða vildi taka að sér ráðskonustöðu hjá ein- hleypum reglusömum manni og hefði ástæður til að taka eða útvega honum fæði og helzt húsnæði á sama stað, til vors, þarf að hafa sér- stakt fæði. Vinsaml. sendið tilboð til blaðsins fyrir föstu dagskvöld, merkt: „Hag- kvæmt — 3215“ og verða þá veittar nánari upplýsingar. Bifreiðar til sölu Kaiser ’54; Vauxhall ’50; Citroen ’47; Oldsmobile ’41; Renault sendiferðabifreið, jninni gerð, fæst án útborg- unar. Jeppi, 1 mjög góðu á- sigkomulagi með kerru. — Greiðsluskilmálar mjög góð- ir á öllum þessum bifreiðum BifretSasalan Njálsgötu 40. Sími 1963. DÆGURLAGASCEPrftll S. K. T. Al-íslenzk skemmtun, sem enginn ætti að missa af í Austurbæjar- bíó í kvöld kl. 11,15. — Atkvæðagreiðslan um úrslitalögin. — Sigurður Ólafsson syngur: Nóttin og þú. Akranesskórnir Sonarkveðja Þú gafst mér allt Á gömlu dönsunum Svava Þorbjarnard. syngur: Heim vil ég. Adda Ömólfsd. syngur: Haukur Morthens syngur: Hvítir svanir í maí Við gluggann. Svava og Sigurður syngja: Greikkum spor. Adda og Haukur syngja: Þú ert vagga mín, haf, 6-manna hljómsveit Karls Billich aðstoðar. Bláu augun Kveðja förusveins Viltu koma? Gunnar Kristinn Guðmundsson, 20 ára, einhentur, leikur með vinstri hendi og hægri handleggsstubb á harmónikku á undraverðan hátt. Lárus íngófsson og Kar Guðmundsson, leikarar fara með svo gráthlægilegan gaman- þátt eftir Guðmund Sigurðsson, að hláturmildu fólki er ráðlagt a"o hafa með sér hláturstillandi pillur, til vonar og vara. Sigríður Hannesdóttir og Hjálmar Gíslason syngja nýjar, óbærilegar GAMANVÍSUR. Kynnir: SVAVAR GESTS Aðgöngumiðar hjá Fálkanum — Sigríði Helgadóttur — Vesturveri og í Austur- bæjarbíói.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.