Morgunblaðið - 06.11.1956, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.1956, Blaðsíða 4
4 MORCVVnLAÐIÐ ÞriSJudagar 8. nðv. 1956 í d*g er 311. lagur iniiM. l'riðjudugur 6. nóveœber. ÁrdegisflæSi kl. 8,20. Síðdegisflæði kl. 19,39. SiysavarSstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Lseknavörður L. R. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. Sími 5030. Nœtwvörður er £ Lyfjabúðinni Iðunni, sími 7911. — Ennfremur eru Hoits-apótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjar-apótek, op- in daglega til kl. 8, nema á laug- ardögum til kl. 4. Holts-apótek er opið á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Garðs-apótek er opið daglega frá kl. 9—20, nema á laugardög- um, 9—16 og á sunnudögum 13— 16. Sími 82006. Hafnarfjurðar- og Kefiavfltur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13-16. Hafnarfjörður: — Næturlæknir ar Eiríkur Björnsson, sími 9235. Akureyri: —■ Næturvörður er í Stjömu-apóteki, sími 1718. — Næturlæknir er Pétur Jónsson. □ EDDA 59561167 = 2. • Veðrið • 1 gærdag var suð-vestan þoku súld og stinningskaldi sunn- anlands en hæg suðlæg átt og snjókoma norðanl. um morg- uninn, en hlýnaði er á dag- inn leið og fór að rigna. — I Reykjavík var hiti kl. 3 í gærdag 8 stig, á Akureyri 8 stig, á Galtarvita 4 stig og á Dalatanga 3 stig. — Mestur hiti mældist ki. 3 í gærdag hér á landi 10 stig á Sauðár- króki, en minnstur 1 stig á Hólum í Hornaf irði. — í Lond on var hiti áhádegi í gær 12 stig, í París 9 stig, í Berlín 8 stig, í Stokkhólmi 2 stig, í Stokkhólmi 2 stig, í Osló 2 stig, í Kaupmannahöfn 7 st., og í New York 12 stig. • Brúðkaup • S.i. laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Garðari Þor- steinssyni, ungfrú Einey Guðríður Þórarinsdóttir og Hjalti Þórðar- son, bóndi að Bjamarstöðum í ölufsi. Heimili þeirra verður að Bjarnarstöðum. • Aímæli • 75 ára er í dag 6. nóvember, Anna Vilhjálmsdóttir frá Hnífs- dal. Nú til heimilis að Borgarhóls braut 56, Kópavogi. • Skipaíréttir • Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss fór frá Reykjavík í gærkveldi til Rostock. — Dettifoss fór frá Riga 4. þ.m. til Ventspils, Gdynia, Hamborgar og Rvíkur. Fjallfoss fer frá Rvík í kvöld til Isafjarðar, Siglufjarðar, Akureyr ar og Húsavikur. Goðafoss er í Kotka. Gullfoss fer frá Rvík kl. 19,00 í kvöld til Thorshavn, Leith, Hamborgar og Kaupniannahafn- ar. Lagarfoss fór frá New York 36. f.m. til Reykjavíkur. Reykja- foss fer frá Antwerpen í dag til Hamborgar og Rvíkur. Tröllafoss er í Reykjavík. Tungufoss fór frá Gufunesi í gærkveldi til Rvíkar og frá Rvík í kvöid til norðurlands- FERDINL.D Dagbóh Þau miklu sæmdarhjón, sem í ára raðir veittu forstöðu Verka- mannaskýlinu hér við höfnina, frú Sigríður Helgadóttir og Guð- mundur Magnússon, Höfðaborg 28, eiga gullbrúðkaup í dag. Er ekki að efa að þessum vinmörgu hjónum munu í dag berast kveðjur frá fjölda bæjarbúa, en aðrir skreppa til þess að óska þeim til hamingju með þennan merkisdag. • Flugferðix • Fiugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi fer til London kl. 08,30 í dag. Væntanleg- ur aftur til Reykjavíkur kl. 23,00 í kvöld. — Sólfaxi fer tdl Osló, — Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 08,00 í fyrramálið. — Innan- landsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, Flateyrar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja og Þingeyrar. — Á morgun er áætl- að að fljúga til Akureyrar Isa- fjatðar, Sands og Vestmannaeyja. • Blöð og tímarit Dýravcrndarinn, 6. tbl. er kom- inn út. Efni er að þessu sinni: Skemmtilegir landnemar, Hjörtur Hansson látinn, Skáldið, fuglinn og forsetinn. Skáldin á Kirkjubóli. Kindurnar og bömin og aðalfund- ur Dýraverndunarfélagsins. Orð lífsins: Fyrir yður hefur Guð fyrst upp vakið þjón sinn, . og hefur sent hann, til þess að blessa yður, með því að hver og emn yðar smú sér frá illverkum sínum. (Post. 3, 26). Kvenfél. Langholtssóknar Fundur í kvöld kl. 8,30 í ung- mennafélagshúsinu við Hoitaveg. Fél. austf. kvenna Heldur sinn árlega bazar í Góð- templarahúsinu í dag kl. 2. Kvenfélagið Edda heldur spilafund í kvöld kl. 8,30 í félagsheimili H.l.P. Sólheimadrengurinn Afh. Mbl.: Þakklát móðir krón- ur 25,00. Hallgríms- í Saurbæ hef ég nýlega móttekið kr. 50,00 frá B. R. S., Fáskrúðsfirði, afhent af vígslubiskupi Bjama Jónssyni. Matth. Þórðarson. Kvenstúdentafél. íslands heldur aðalfund sinn í Tjarnar- café, uppi, annað kvöld kl. 8,30. Rætt verður um vetrarstarfið, sölu jólakortanna o. fl. Kvenfél. Laugarnessóknar heldur fund í kýöld kí. 8,30 í fundarsal félagfiúts í kirkjukjali- aranurn. Kvenfél. Lágafellssóknar heldur fræðslufund á fimmtu- daginn að Hlégarði kl. 3. AUar konur velkomnar. Kvenfélag Háteigssóknar Fundur í kvöld kl. 8,30 í Sjó- mannaskólanum. Mæðrafélagið Saumanámskeið byrjuð. —■ félagstns eru Kvenfél. Fríkirkjunnar Munið bazar kvenfélags Frl- kirkjusafnaðarins í Góðtemplara- húsinu á morgun. Komið og gerið góð kaup. Kvenfélagið „Heimaey“ hefur ákveðið að halda bazar miðvikudaginn 14. nóv. n.k. — Fé- lagskonur eru vinsamlegast beðnar að koma munum sínum til eftir- taldra: — Júlíana Kristmundsd., Hringbraut 113. Þórdís Hannesd., Hólmgarði 5. Ásta Guðmundsd., Barónsstíg 19. Ágústa Arnbjam- ard., Nesvegi 5. Margrét Gunn- arsdóttir, Reykjahlíð 12. Sá er yður óheill, er freistar yðar með áfengum drykkjum. — Forðist slíka. — Umdæmisetúkan. Læknar fjarverandi' Bjarni Jónsson, óákveðinn tíma. Staðgengiil: Stefán Björnsson. Elías Eyvindsson læknir er hættur störfum fyrir Sjúkra&am- lagið. — Víkingur Amórsson gegn ir sjúklingum hans til áramóta. Ezra Pétursson óákveðinn tíma. Staðgengili: Jón Hjaltalín Gunn- laugsson. Hjalti Þórarinsson verður fjar- vérandi til nóvemberloka. Stað- gengill: Ólafur Jónsson, Háteigs- vegi 1. Heimasími 82708, stofu- Kristbjöm Tryggvaeon frá 11. október til 11. desember. — Stað- gengill: Ámi Bjömsson, Brött - götu 3A. Sími 82824. Viðtalstími kl. 5,30—6,30, laugard, kl. 3—4. aírai 80380. • Gengið • Gullverð ísl. krónu: 100 gullkr. = 738,95 pappírskr. 1 Sterlingspund .. kr. 45.70 1 Bandaríkjadollar . — 16.32 1 Kanadadollar ... — 16.40: 100 danskar kr......— 236.30 | 100 norskar kr.........— 228.50 j 100 sænskar kr. .... — 315.50 100 finnsk mörk .... — 7.09 1000 franskir frankar . — 46.63 100 belgiskir frankar . — 32.90 100 svissneskir fr. .. — 376.00 100 Gyllini .........— 431.10 100 tékkneskar kr. .. — 226.67 100 vestur-þýzk mörk — 391.30 1000 Lírux .......... —: 26.02 • Söfnin • Listasafn Ríkisins er til hús» I Þjóðminjasafninu. Þjóðminja- safnið: Opið á sunnudögum kL 13—16. N áttúrgripasaf nið: Opið 4 sunnudögum kl. 13,30—15, þriðju döguta og fimmtudögimi kl. 14— 15. Listasafn Einars Jónssonar Opið sunnudaga og ruiðvikudagu frá ki. 1,30 til 3,30. Hvað kostar undir hréFin? 1—20 grömms Flagpóstur. -— Evrópa. Danmörk ........2,30 Noregur ..•••• 2,30 Finnland .......2,76 Svíþjóð ........2,30 Þýzkaland .... 3,00 Bretland .......2,45 Frakkland .... 3,00 Irland ........ 2,65 Italía ........ 3,25 Luxemborg .... 3,00 Malta ......... 3>25 Holland ....... 3,00 Pólland ....... 3,25 Portúgal ..... 3,50 Eúmenía ........3,25 Sviss ......... 3,00 Tékkóslóvakia .. 3,00 Tyrkland .......3,50 Rússland ..... 3,25 Vatican ...... 3,25 Júgóslavía .... 3,25 Belgía ........ 3,00 Búlgaría .......3,25 Albanía ....... 3,25 Spánn ......... 3,25 Flugpóstur, 1—5 gr. />n rr- ffw¥gnnKajjifiii Þú JBWir léita fú þcp fjwrsýHÍstflcpategu. ★ Faðirinn: — Drengur minn, þeg ar ég kynntist henivi mömmu þinni hafði ég aldrei kysst stúlku. Held urðu að þú getir sagt hið sama og ég', þegar þar að kemur. Sonurinn: — Já, pabbi minn, en bara ekki með hreinni samviaku. ★ — Dóttir mín, ég neita að þú giftist þessum unga manni, hann vinnur aðeins fyrir 1.500 tar. á mánuði. — Viðgerð á smábílum Copyright P. I. B. Bo* 6 Coponhogon Dóttirin: — Það gerir ekkert tii, faðir minn, einn mánuður er svo fljótur að líða þegar maður er jafnástfanginn og viS erum. ★ — Eru þessar kjötboliur góðar, elskan mín? spurði nýgifta húsmóð irin eiginmann sinn. — Já, alveg ágætar, keyptirðu þær sjálf, ástin mín? ★ — Segðu mér eitt, hver er húa- bóndinn á þínu heimili ? — Ja, konan mín ræður yfir þjónustufóikinu, börnunum, kettin um, hundinum og. . . . — En þú sjálfur? — Eg má segja hvað sem ég vtl við blómin. ★ Héáttsettur embættismaður kom I heimsókn á geðveikrahæli. Hann ætlaði að nota síma er var þar á ganginum, en gekk illa að ná sambandi. — Hvernig stendur á því að ég fæ ekkert samband, hrópaði hann reiðilega í símann. Vitið þér hver ég er, stúlka mín? — Nei, það veit ég ekkl, svar- aði símastúlkan hæversklega, en ég veit hvar þér eruð. ★ Viðskiptavinurinn: — Sjáið þér hvernig þér hafið eyðilagt þetta? Þvottahúsmaðurinn: — Eg sé ekkert óvenjulegt við þessa blúndu Viðskiptavinurinn: — Blúndu — þetta var lak þegar það kom hingað. ★ — Manstu eftir hjónunum sem við hittum á skipinu og urðum svo hrifin .... æ-i, ég meina buð- um heim til okkar? — Já, þú ætlar þó ekki að far» að segja mér að þau. .., — Jú, heldurðu að fíflin ætH ekki að koma I kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.