Morgunblaðið - 06.11.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.1956, Blaðsíða 2
MORCVMtr 4Ð1B ■Þriðiudagwr 6. n&v. 1956 Egypfaiandf Framh. af bls. 1. Gaitskell fór hörðum orðum um aðgerðir Breta og Frakka í Egyptalandi og kvað þær hafa gefið Rússum hina æskilegustu af sökun á grimmdarlegu framferði þeirra í Ungverjalandi. Eden svaraði því til, að hann hefði les- ið skeytið, sem honum barst frá herstjórninni á Kýpur, og gæti hann ekki að svo stöddu sagt neitt um, til hvaða svæða vopna- hléð næði. Lloyd utanríkisráðherra tók einnig til máls og gaf skýr- ingu á því, hvers vegna Bretar sátu hjá, þegar Allsherjar- þingið greiddi atkvæði um myndun öryggissveita. Kvað hann þessar sveitir ekki lík- legar til að koma á friði við Súez-skurðinn, og ennfremur væri það Bretum á móti skapi, að stórveldin ættu ekki að eiga hermenn í þessum sveitum. Jafnframt sagði Lloyd að það væri fjarstæða að jafna saman „lögregluaðgerð- um“ Breta og Frakka við Súez-skurðinn, sem miðuðu að því að stöðva styrjöld, og árás Rússa á Ungverja, sem væri til þess faliin að koma af stað styrjöld. Gaitskell hafði áður lýst yfir því, að hver sá íhaldsmaður, sem steypti stjórn Edens og breytti wh stefnu gagnvart Egyptum, ætti vísan stuðning Verkamanna- flokksins. Talsmaður egypzku sendisveit- arkmar hjá S.Þ. mótmælti harð- lega yfirlýsingu Edens um vopna- hié í Port Said, og kvað hana upp spuna einn. Sagði hann, að kon- ur og ungir drengir og stúlkur berðust nú hraustlega gegn inn- rásarher j unum. Fyrr í dag tilkynnti herstjórn Breta og Frakka á Kýpur, að her- flutningaflugvélar hefðu farið frá Kýpur í dögun. Fallhlífasveit- irnar, sem sendar voru til Port Said, mættu nokkurri mótspyrnu, en misstu engan mann. 6 franskir fallhlíiamenn voru særðir. Fyrir landgönguna voru ekki gerðar neinar ioftárásir, þar sem egypzki flugflotinn var algerlega lamað- ur eftir loftárásir síðustu þriggja daga. Loftvarnabyssum var held- ur ekki beitt að neinu marki. Allar flugvélarnar sem fluttu fallhlífarsveitirnar til Port Said komu til baka heilu og höldnu. Keithley yfirhershöfðingi sagði fréttamönnum í morgun, að bar- dagar hefðu í fyrstu verið snarp- ir, en brezk-frönsku hersveitirn- ar hefðu fljótlega náð fótfestu og unnið bug á mótspyrnunni. Loft- árásir voru ekki gerðar, sagði hann, vegna þess að herstjórnin legði áherzlu á að vinna sem minnst tjón á lífi og eignum al- mennra borgara. Hefði hún þannig af ráðnum hug sagt skilið við eitt helzta bragð styrjalda, nefnilega skyndiárásir án fyrir- vara. íbúar landsins hefðu fengið margar viðvaranir fyrir hverja árás. Hershöfðinginn sagði, að Egyptar hefðu átt tvöfalt stærri flugflota en þann, sem Bretar og Frakkar notuðu til árása sinna, en hann hefði strax verið lamað- ur. Næsta verkefni væri að hrekja bæði Egypta og fsraels- menn tíu mílur frá skurðinum og hreinsa hann af þeim skipum, sem sökkt hefði verið í hann. Einnig mun reynt að fá heri fsraels til að hverfa inn fyrir lög- boðin landamæri sín. Frétíir seint í kvöld hermdu, að samkomulag hefði náðzt um skil- mála vopnahlésins í Port Said, að egypzki herinn hefði lagt niður vopn og að algert útgöngubann væri nú í borginni. Kairó-útvarp- ið tilkynnti hins vegar í kvöld, að fallhlífasveitir Breta og Frakka hefðu verið þurrkaðar út í Pert Said. Útvarpið hóf sendingar aft ur í ’dag eftir að það haföi verið óvirkt í 3 daga. í morgun skýrði herstjórn Frakka á Kýpur frá því, að franskar flugvélar hefðu eytt 18 egypzkum Ilj úsín-spr engjuflug- vélum, sem voru að búa sig undir að flýja til Saudi-Arabíu. Jafn- framt var tilkynnt á Kýpur í morgun, að í nótt hefðu verið gerðar öflugri loftárásir á hern- aðarmannvirki hjá Kairó og Alexandríu en nokkru siani fyrr. Það voru flugvélar frá Möltu, sem gerðu þessar árásir. Kairó-útvarpið skýrði frá því í dag, að Nasser hefði farið til Ismalíu í gærkvöldi og átt þar fundi við herforingja sína. Lét hann í ljós ánægju yfir frammistöðu hersins og fólks- ins, sem væri staðráðið að berj ast þar til yfir lyki. Hann fylgdist með fréítum frá Port Said í bækistöðvum Súez-fé- lagsins í Ismalíu og fór afíur til Kairó í morgun. Fregnir frá herjum Breta og Frakka í Port Said herma, að síðustu 48 klukkustundirnar hafi Egyptar lagt á það megináherzlu að eyðileggja allt, sem koma mætti árásarherjunum að liði. Talsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins lét svo ummælt í dag, að Bretar væru ekki í styrj- öld við Egypta, og að þeir muni þvinga ísraelsmenn til að hverfa heim strax og færi gefst. Bar hann til baka fullyrðingar Rússa þess efnis, að Bretar hafi hindrað siglingar um austanvert Miðjarð- arhaf og Súez-skurðinn. Þeir hafi ekki sett hafnbann á egypzkar hafnir, heldur ráðið erlendum skipum frá að sigla á hættusvæð- inu. Það hefur kvisazt í Tel Aviv, að ísraelsmenn hafi hertekið ým- is nýtízku rússnesk vopn, áður ó- þekkt, af Egyptum á Sínaí-skag- anum. Výjuslu fréttir LONDON, 5. nóvember: Einkaskeyti til MbL frá Reuter. SHEPILOV utanríkisráðherra Rússa hefur beðið forseta ör- yggisráðsins að kalla saraan skyndifund og jafnframt lagt fram tillögu til ályktunar, þar sem þess er krafizt, að öllum bardögum verði hætt í Egypta- landi innan 12 klukkust. og að hersveitir ísraelsmanna, Breta og Frakka verði tafarlaust kallaðar heim. Er þess farið á ielt, að öll meðlimaríkin, en fyrst og fremst Bandartkjamenn og Rússar leggi fram herstyrk til hjálpar Egypt- um, ef árásarríkin hlýðnist ekkl. Kvað hann Rússa reiðubúna að senda her á vettvang. Bandaríkin tilkynntu í kvöid, Alþýðubandalagið tekur á sig nýtt dulargervi FRÉTTATlMINN í Ríkisútvarp- inu kl. 8 í gærkvöldi hófst með því að Hermann Jónasson forsætisráðherra hélt ræðu og las upp ályktun ríkisstjómarinnar frá í gær, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Var í útvarpinu getið stuttlega um ofbeldi Einars Olgeirssonar, forseta Neðri deild- ar Alþingis, er hann neitaði Ólafi Thors, form. Sjálfstæðisflokksins um orðið. Einnig var lesin upp ályktun Alþýðuflokksins, sem fór í þá átt, að flokkurinn for- dæmdi ofbeldi Rússa í Ungverja- landi og hernað Breta og Frakka í Egyptalandi. Loks var lesin ályktun Al- þýðubandalagsins, þar sem átald- ar voru harðlega „blóðsúthell- ingar“ af völdum Breta og Frakka í Egyptalandi, og einnig vítt „íhlutun" Rússa um innan- landsmál Ungverja, eins og það var orðað. Yfirlýsing Alþýðubandalagsins er augljós tilraun til að taka upp enn einn nýjan grímubúning til að hylja hirtn raunverulega til- gang og kœræti. Vakti m. a. at- hygli, að í yfirlýsingu Alþýðu- bandalagsins voru „blóðsútheU- ingar“ Breta og Frakka í Egypta- landi ætíð nefndar á undan því, sem kallað var „íhlutun“ Rússa um mál Ungverjalands. Einnig var lögð á það sérstök áherzla, að flokksmenn Alþýðubandalags- ins hefðu algerlega frjálsar hend- ur um skoðanir sínar á þessum málum! Var ljóst, að Alþýðubandalag- ið taldi sig ekki lengur eiga ann- arra kosta völ en að fela sig bak við nýja grímu. Hitt var eftir- tektarverðara, að sjálfur forsæt- isráðherrann hafði alla tilburði í þá átt að hjálpa kommúnist- vsm við að gera þetta nýja gerfi sem áiitlegast og forða þeim, ef verða mætti, frá þeirri algera einangrun, sem isienzka þjóðin krefst nú að þeir verði settir L að þau muadu leggjast gegn þvi, að Rússar eða nokkurt annað ríki sendi herafia til Egyptalands. Síðustu fréttir herma, að Ör- yggisráðið hafi verið kvatt saman seint í kvöld, og situr það þá samtímis Allsherjarþinginu, sem kallað var til aukaf undar í kvöld, samkvæmt kröfum meðlimaríkj anna frá Asíu og Afriku. Er bú iut við að Arabaríkin leggi fram strangar kröfur um einhverjar að gerðir gegn Bretum, Frökkum og ísrae! mönnum, jafnvel að þeim verði vikið úr S.Þ. Allur hsimuriim iordæmir ofbeldisúrds Riíssu Lundúnum, 5. nóv. Frá Reuter-ivTB. A ALLS STAÐAR er árás Rússa T á ungversku þjóðina mót- mælt. í dag fóru 100 þús. Vestur- Berlínarbúar í mótmælagöngu un götur borgarinnar. A Indverska stjómin hefur sent T Sovétstjóminni harðorð mót- maeli vegna atburðanna í Ung- verjalandi. — Segir indverska •tjómin að hún hafi haldið að slík framkorna heyrði fortiðinni ta. A Hafnarverkamenn í Rotter- T dam neituðu í dag að afferma tvö rússnesk skip sem þar liggja. í Belgíu og Hollandi hafa fánar hvarvetna blakt í hálfa stöng vegna atburðanna í Ungverja- landi. — Mótmælagöngur fara fram í Haag, Amsterdam og Rotterdam á morgun. í Rotter- dam hefur hópur manna ráðizt á aðalstöðvar kommúnistaflokks- jns í borginnL Tók mikill mann- fjöldi þátt í aðgerðum þessum. Á Frá Gautaborg berast þær T fregnir að stjóm tónlistar- félagsins í borginni muni ekki *já um hljómleika rússneska fiOluleikarans Igors Oistraks, sem átti að leíka á vegum félagsins 21. nóv. næstkomandi. — í skeyti tii fiðluleikarans segir að stjóm- in taki heimboð sitt aftur vegna atburðanna í Ungverjalandi. Miklar mótmælagöngur fóru frsm í Danmörku í dag, m. a. í Esbjerg. íbúar borgarinnar mál- uðu á aðalstöðvar kommúnista- flokksins I baenum: MORÐ- INGJAR. Norræna verkalýðsnefndin heldur fund um þessar mundir í Helsingfors. Þar hefir ofbeldis- árás Rússa á Ungverja verið harðiega mótmælt. — „Hið hetju- lega frelsisstríð", segir í ályktun nefndarinnar, „sem Ungverjar heyja nú, sýnir svart á hvítu, að ofbeldið getur aldrei brotið niður frelsisþrá kúgaðra þjóða“. Verkaiýðssamband Vestur- Þýzkalands biður félaga sína, 6 milljónir að tölu, að m' ; -Ung verjalands með einnar mínútu þögn á morgun. Þúsund stúdentar fóru í mót- mælagöngu til rússneska sendi- ráðsins í París í dag. Bandaríska stórblaðið New York Times segir m. a. í dag: „Við ákærum Rússa fyrir morð. Við ákærum Rússa fyrir mestu svik, sem framin hafa verið við ungversku þjóðina — og mann- kynið. Atburðirnir í Ungverja- landi gleymast aldrei". Nýjnstu fiéttir • ANNA KETHLEY, sem sseti áttí í síðasta ráð»»eyti Nagy og verið hefur einn af leiðtogum jafnaðarmanna í Ungverjalandi, kom tii New York í dag. Hún mw fiytja Allsherjarþinginu skýrslu um athurðina í UngverjalandL — Þegar Anna Kethley keu tii New Ywk, sagði hún: „Við biðjum ekki um vopu. Við biðjum um siðferðilegan styrk frá S. Þ.“ — Þegar hún var spurð að því, hverjir hefðu einkum staðið á bak við frelsisbaráttuna í Ungverja- landi síðustu 10 daga, svaraði hún: „Æska Ungv ids hefur staðið þar í f r- brjósti. Ungir ver’ ' ungir stúdentar h stríð okkar.“ ^ Búdapestútvarpió eftir rússceskum . ingjum í Ungverjalandi í „algjör ringulreið“, eins og ... izt var aS orði, ríkti í landinu. ^ í kvöld heyrðist í stuttbylgju stöð ungversku frelsissveit- anna einhvers staðar í landinu og skýrði hún frá því að Mð úr frels- issveitunum hefði í kvöld u*n- kringt rús«aieskt fótgöngulið sem hefði veríð á leið til Búdapest. En stöðin bætti við: „Yið erum aS fyliast örvæntingu, þvi að far- ið er að ganga á sfeotfwrabúrgðir okkar“. Og enn fremur: „Rússar fremja fjöldamorð hér í Ung- v«rjaiandi“. ® í kvöld bárust þær fregnir frá Budapest að tbúar horgar hutar héldu áfram að byggja götuvigi og skriðdrekahindramr í dag. Rússneskir skriðdrekar fara aðeins um getur borgarinaar i hópum — og er augljóst að áhafnir þeirra óttast áráatr líug- verja. {£ Sfðuetu fregnlr hermdu að 15 þús. ungverskir Hóttamenn hefðu komið til Austurríkis. Þar á meðal eru mörg börn. Frétta- ritari brezfea útvarpsins skýrði frá því í kvöld að eitt barnanna hefði haft með sér mynd af föður sínum og á henni stóð nafn barns ins og svohljóðandi athugasemd: „Gætið harnsins mins“. Tónleikar Sinfóníuliljóm- sveitarinnar í gærkvöldi HLJÓMLEIKAR Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Þjóðieikhúsinu í gærkvöldi voru geysifjöimennir. Lék hljómsveRin fyrst sinfóníu nor. 6 í h-moll eftir Tsehaikovsky og síðar píanókonsert í a-moll opus J6, eftir ©rieg. Lék Árni Kristjánsson einleik. Leik hljóm- sveitarinnar og einleikara var frá beerlega vel tekið. 1 lok hijómleikanna mæiti Ragn ar Jónsson nokkur orð, þakkaítt hljómlistarmönriunum ágætan letk og minntist síðan hinnar hetjulegu baráttu Ungverja fyrir feekú sínu. Risu áheyrendur úr sætum sínum í samúðarskyni við Umgverja. Yi« útgöngudyr Þjóð- letkhússins voru hj úkrunarkonur ae*n tóku á móti samskotum til ungversku þjóðarinnar, og söfn uðust þegar bráit á fimmta þús und krónuí. — Ungveqoliuid Framh. af bls 1 Skömmu eítir kl. 6 f.h. útvarp- aði Budapestútvarpið áskorun til rússneskra hermanna þess efnis að skjóta ekki á almenna borg- ara: „Forðumst blóðsúthelling- ar“. Síðan kom önnstr orðsend- inc frá fréttastofu Szabat Nep: Nú er orrustan hafin að nýju. Skriðdrekasveitir og stórskota lið Rússa ræðst á okkur. Við höfum fengið dálitlar skot- færabirgðir, en það nægir ekki. Við þurfum vopn. Hjálp- ið okkur. Þið geíið ekkl horft aðgerðalausir á berhent fólk ráðast gegn rússneskum skrið- drckum. Hvað gera Samein- uðu þjóðirnar? — Veitið okk- ur ofurliíla hughreystingu. Hvað gerir aliur heiimirinn okkur til hjálpar? Um þetta leyti voru liðnar 48 stundir síðan Rússar höfðu reynt að fullvissa ungversku stjórnina um það, að Rauði herinn, sem til Ungverjalands streymdi, hefði ekki árás í hyggju. Þetta voru bar áttuaðferðir Hitlers, baráttuað- ferðir einræðis- og kúgunarafla. Ekki löngu síðar barst ein orðsending enn frá fréttastjóra Szabat Nep: — Mér er alveg sama um aHt. Endalokin nálg ast. Mig iangar til þess a® skjóta þessa glæpamens. Rússneskar orrustuflugvéiar skjóta á borgina. Ég sá það bæði og heyrðL Byggingar hrynja alit í kring. Hávaðinn er svo mikill, að við heyrum ekki hver til annars. Skrið- drekar hafa hafið skothríð á hús okkar, en enginn þó særzt ennþá. Rússnesku skriðdrek- arnir æða yfir allt. — Síðan hætti hann skyndilega sending unni, og kom þá stuttorð orð- sending: „Bíðið augnablik — ég ætla að fara út að gluggan- um og skjóta á fantana.“ í þessu hefur fjarritarinn eyði- lagzt, því að ekkert heyrðist til hans eftir það. Fréttaritari AP í borginni flutti hins vegar orð- sendingu frá fréttastjóra Szabat Nep til vina hans í Englandi. — Bar hún hinztu kveðjur og í lok- in segir: „Við munum berjast". ★ ★ Ungverska stjórnin hafði þá út- varpsstöðina enn á sínu valdi. Hjálparbeiðnum var útvarpað með stuttu millibili — á ýmsum tungumálum. Ættjarðarsöngvar voru leiknir — og þá „Ave Maria“ eftir Sehubert. Milli kl. 7 og 8 um morguninn var komið upp sendístöð í þinghúsinu, og hefur útvarpsstöðin þá sennilega verið failin og hún eyðilögð. Rétt fyrir kl. 8 heyrðist síðast í útvarpi frá Budapest. Það var hjálparbeiðni frá ungverska rR- höfundafélaginu — og segir þar: „VkJ eigum ekki langan tíma eftir. Hjálpið Ungverja- lancti, hjálpið ungversku þjóð- iimi — rMhöfundum, vislnda- mömium, verkamönnum, bændum og menntamönnum henrnir — HJÁLP, HJÁLP, HJÁLP." Siðan v-ar byrjað að leika hljómplötur, en skyndilega þagn aði stöðin. Klukkan var eúaa mínútu yfir átta. Síðan hefir ekk. , eet heyrst írá Budapest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.