Morgunblaðið - 06.11.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.1956, Blaðsíða 12
n MÖRGUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 6. nðv. 1956 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Þjóðarmorð, sem vekur harm og reiði IUNGVERJALANDI er hinn Rauði her Sovét Rússlands nú að fremja þjöðarmorð. Skrið- drekum, fallbyssum og flugher er nú einbeitt að því að brytja niður smáþjóð, sem hefur risið einhuga upp gegn kúgurum sín- um. Um það verður naumast deilt, að hér er um að ræða einhverjar svívirðilegustu og ljótustu aðfar- ir, sem sagan greinir. Allur heim- urinn er vitni að því, að ung- versk alþýða reis upp og mót- mælti kúgun kommúnista. Ung- verski herinn og ungverskir menntamenn studdu þessi mót- mæli. Jafnvel sumir leiðtogar kommúnista í Ungverjalandi þorðu ekki annað en að láta und- an vilja fólksins og krefjast þess að oki Rússa og Rauða hersins yrði létt af þjóðinni. Quislingsstjórn kommúnista mynduð Þegar hér var komið sá hin fámenna klíka kommúnista í Ung verjalandi hvert stefndi. Hún og Rússar voru að missa tökin á Ungverjum. Eitt leppríkjanna var að sprengja af sér fjötra kommúnismans. Þessari þróun vildi Moskvuvaldið ekki una. Það sendi heri sína gráa fyrir járnum til árása á hina fámennu en frelsisunnandi ungversku þjóð. Budapest, hin fagra ungverska höfuðborg á bökkum Dónár varð fyrst fyrir hrammi ofbeldisins. Jafnhliða létu Rússar einn lepp sinn mynda Quislingsstjórn í Ungverjalandi. Ungverjar eiga samúð alls heimsins. Ungverjar eiga í dag samúð alls heimsins. Hinn frjálsi heimur hef- ur heyrt neyðaróp þeirra og ör- væntingarfulla bæn um hjálp. Fyrr eða síðar munu grimmdar- seggirnir, Quislingarnir og hinir rússnesku kúgarar, verða sigrað- ir og hraktir burt af ungverskri grund. En í bili er hætt við því að Ungverjar séu ofurseldir kvöl- urum sínum. Hjarta íslendinga slær með Ungverjum Hér á íslandi slær hjarta hvers ærlegs lýðræðissinna með ungversku þjóðinni. ís- lenzkir menntamenn hafa vottað henni og öllum þjóðum er fyrir slíkum ofbeldisárásum verða, einlæga samúð sína. Á hverju einasta íslenzku heimili lýðræðissinnaðs fóiks vekja fregnirnar um þjóðar- morð kommúnista í Ungverja- landi djúpan harm og réttláta reiði. Bregða íslenzkir komm- únistar enn yfir gærunni? Það hefur vakið athygli að ís- lenzkir kommúnistar hafa til þessa forðazt að segja eitt styggð aryrði um hið svívirðilega grimmdaratferli Rússa í Ung- verjalandi. En nú finna leiðtog- ar íslenzkra kommúnista að svo kalt andar að þeim að erfitt er um skjól. Þess vegna má búast við því, að „Alþýðubandalag“ Einars Olgeirssonar reyni enn einu sinni að bregða yfir sig nýrri gæru og þykist nú hvergi vilja nærri koma grimmdarverk- um Rauða hersins og „félaganna" í Moskvu. En fslendingar muna dýrðaróð kommúnista hér á landi til Rauða hersins, sem þeir oft hafa sagt að hafi „frelsað“ leppríkin, sem nú stynja undir hinu rússneska oki. Kommúnistum þýðir þess vegna ekki að bregða á ný yfir sig dulargervi. Það vita allir að þeir eru „félagar“ og skoðana- bræður mannanna í Kreml, sem gáfu fyrirskipanirnar um það að myrða hina ungversku þjóð og ræna hana frelsi sínu. Einar Ol- geirsson er nýkominn frá viðræð- um við þá á vegum hinnar ís- lenzku ríkisstjórnar. Smánarblettur inni. Það er vissulega sorglegur smánarblettur á íslenzku þjóð- inni, en kommúnistar, skoðana- bræður og „félagar" mannanna, sem standa að þjóðarmorðinu og Quislingsstjórninni í Ungverja- landi, skuli nú sitja í ríkisstjórn á íslandi og eiga hvað drýgstan þátt í að móta utanríkisstefnu landsins. Af því leiðir það einn- ig, að hér er allt öðru vísi brugð- izt við harmleiknum í Ungverja- landi af hálfu þings og stjórnar en t.d. meðal frændþjóða okkar á Norðurlöndum. í Danmörku flyt ur forsætisráðherrann útvarps- ávarp, þar sem hann lýsir yfir samúð dönsku þjóðarinnar með Ungverjum og hvetur Rússa til þess að láta af hermdarverkum sínum. í Svíþjóð flytja forsetar beggja deilda sænska þingsins einnig svipuð ávörp og sænska útvarpið beitir sér fyrir samskotum fyrir ungversku þjóðina. Á íslandi beitir forseti ann- arar þingdeiidarinnar, sem er kommúnisti, hins vegar sví- virðilegu ofbeldi tii þess að hindra leiðtoga stjórnarand- stöðunnar í að flytja Ung- verjum samúðarkveðjur. Ungverjum vottuð samúð. Morgunblaðið er þess fullvíst, að leiðtogar Sjálfstæðisflokksins á Alþingi hafa mælt fyrir munn mikils meirihluta íslenzku þjóð- arinnar er þeir vottuðu ung- versku þjóðinni samúð í hörm- ungum hennar og baráttu fyrir frelsi sínú. Morgunblaðið tekur undir þessar samúðarkveðjur um leið og það lætur þá von í ljós, að hinn góði málstaður hennar megi að lokum sigra hið kald- rifjaða og sálarlausa mannhatur, sem stjórnar því þjóðarmorði, er Rússar og heimskommúnisminn eru nú að fremja í Ungverjalandi. UTAN UR HEIMI ^Jö^rumu á fo^rumuöurinn, óem uunn neiminn •r að gerðist eitt sinn, er eftirlitsmaður nokkur var að ferðast um hérað sitt í Belgíska Kongo, að til hans bárust örvænt ingaróp og innan stundar hljóp hjá honum hópur innfæddra hróp andi orð, sem hann hafði aldrei heyrt fyrr: „Mikimus! Mikimus!" Hann tók fram byssu sína og lædd Mikki Mús ist nær til að ganga úr skugga um, hvað væri á seyði. Við þorps- hliðið mætti honum sjón, sem gerði hann máttlausan af undrun. Þarna 2000 mílur frá allri menn- ingu staulaðist á móti honum gríðarstór og klunnaleg eftirlík- ing af Mikka mús. Það var þá galdramaður þorpsins, sem hafði gripið til þess bragðs, þegar hin gömlu töfrabrögð hans voru hætt að hafa áhrif á þorpsbúa. Hann hafði kallað frám anda töfra- mannsins mikla, sem hefur lagt heiminn undir sig, Walt Disneys. útgáfum á þessum myndabókum. Söngvar úr kvikmyndum Disneys eru seldir fyrir um 250.000 doll- ara árlega, bæði nótur og plötur. Og síðan 1933 hafa alls konar vörur með dýramyndum Disneys verið seldar fyrir 750 milljónir dollara. Eins og stendur fram- leiða 740 fyrirtæki 2928 vöru- tegundir með dýramyndum Disn- eys. Af þessu er augljóst, að Disney er einn áhrifamesti ein- staklingur samtímans. Hann hef- ur, ef svo má segja, gert barna- sögur og ævintýri fyrri alda úr- elt fyrirbæri eða gefið þeim nýtt líf. Nú er talað um Mjallhvítu Disneys og Öskubusku Disneys. Hann hefur skapað Gæsamömmu, eða réttara sagt Gæsapabba, 20. aldarinnar. Og þannig mætti lengi telja. i rátt fyrir allt þetta segja þeir sem til þekkja, að Disney hafi hvorki verzlunarvit, kímnigáfu né listræna hæfileika. Hann er talinn eiga forvitni, á- ræði og ímyndunarafl „upp- finningamannsins í bílskúrnum“, sem Edison og Ford áttu í svo ríkum mæli. Hann hefur til að bera öll einkenni hins ameríska sérvitrings. Di isney er algerlega sjálfmenntaður maður og hefur unnið sig upp af frábærum dugn- aði. Hann vinnur að jafnaði 14 A hundruðum þúsunda kvikmyndatjalda um gervalla jörðina hafa sköpunarverk Disn- eys glatt hjörtu manna af öllum litum, tungum og háttum: mýs sem tala og keðjureykja, íkornar í samfestingum, gullfiskar með kynþokka, málhaltar endur, hund ar á skautum, grísir sem leika á píanó, hænur sem syngja óperu- aríur o. s. frv. Til viðbótar við þessar skemmtilegu óraunveru- legu stælingar úr dýraríkinu hef- ur Disney framleitt stórfróðlegar kvikmyndir um líf náttúrunnar eins og það er í verUleikanum, vöxt og líf jurta og dýra í allri sinni fegurð og grimmd. liðnum 25 árum hefur'um billjón manns — rúm- ur þriðji hluti allra íbúa jarð- arinnar — séð a. m. k. eina af þeim rúmlega 660 kvikmynd- um, sem Disney hefur gert. Flest- ar þeirra eru til á 14 tungumál- um. Og þeir sem kynnast verk- um Disneys verða aldrei full- saddir. Mánaðarlega seljast 30 milljónir eintaka af ódýrum myndabókum Disneys í 26 lönd- um. Og síðan 1935 hafa selzt um 100 millj. eintaka af dýrari tíma á dag og tekur sér aldrei sumarfrí. Einasta tómstundaiðk- un hans er barnalest á teinum, sem hann ekur um garðinn heima hjá sér. Teinarnir eru um hálfrar mílu langir. Hann hefur aldrei getað lesið bók, en lætur aðra segja sér efni þeirra bóka, sem hann hefur áhuga á. Hann lifir í dagdraumum sínum og skapar verk sín úr þeim. Hann er vinnu- harður og ráðríkur og þolir ekk- ert glens. Hann hefur rekið menn fyrir að tala háðulega um eitt- hvert dýranna, sem hann skap- / ASvörunarspjöld fyrir gangandi VEGASPJÖLDIN, sem sett voru upp hér rétt utan við bæinn í vor með áskorun til ökumanna um að fara gætilega, hafa tví- mælalaust haft mikil áhrif. En væri ekki rétt einmitt nú þegar dagurinn styttist óðum, að setja upp stór spjöld í úthverfunum, þar sem gangandi eru áminntir um að ganga á móti bílaumferð- inni. Og til þess að þetta sjáist sæmilega í myrkrinu, mætti lýsa spjöldin upp, því ella koma þau að takmörkuðu gagni eftir að dimmt er orðið. Þetta er hug- mynd sem einn af lesendum Mbl. hreyfði við það í gær. Hann taldi að hér hefði Slysavarnafélagið mikið verk að vinna. Slysavarnir á landi eru ekki ómerkilegri þátt- ur í slíku starfi en varnir á sjó. Hve mörg slys hafa ekki einmitt orðið vegna þess að bílamir hafa ekið aftan á hina gangandil aði. En hann er jafnframt mjög blátt áfram í allri umgengni og hefur ímugust á yfirdrifinni kurteisL S alvador Dali, sem einu sinni vann fyrir Disney í 3 mán- uði, segir um hann: „Töfrarnir við Disney eru sakleysi í fram- komu. Hann hefur til að bera sakleysi og feimnisleysi barnsins. Hann lítur enn á heiminn af ó- spilltri undrun og hefur ótrúlega samúð með öllu sem lifir. Ekkert var honum eðlilegra eða sjálf- sagðara en að hugsa sér, að mýs og íkornar hefðu alveg sömu til— finningar og við“. Disney mundi eflaust taka undir þessi ummæli. „Margt skemmtilegasta fólkið, sem ég hef hitt, eru dýr“, sagði hann einu sinni. Og auðvitað eru mýs honum hjartfólgnastar alha dýra. Hann leyfir engar músa- gildrur í híbýlum sínum. En hitt er jafnsatt, að í rauninni eiga „dýr“ hans ekkert skylt við dýr merkurinnar, enda hefur hann alið allan sinn aldur í borgum. Ðisney fæddist 5. des. 1901, hinn fjórði af fimm börn- um foreldra sinna. Faðir hans var húsasmiður. Bróðir hans Roy var mjög samrýndur honum, og hafa þeir um langt skeið starfað sam- an við kvikmyndirnar. Þegar hann var 16 ára, fóru Bandaríkja- menn í stríðið, og ákvað hann þá að fara til Frakklands sem sjúkrabílstjóri, falsaði fæðingar- ár sitt og fékk móður sína til að skrifa undir leyfið til að fara. Þegar hann kom heim’eftir stríð- ið, ákvað hann að gerast list- málari eða leikari. Hann hóf að teikna skrípamyndir og græddist brátt svo mikið fé, að hann hélt til Hollywood, þar sem hann hitti Roy bróður sinn, nýkominn af berklahæli. Á næstu árum fram- leiddu þeir 24 myndir í safni, sem þeir nefndu Alice í Myndalandi og 52 myndir um Osvald kanínu. f upphafi tók það 8 menn heilan mánuð að framleiða hverja mynd, og hún seldist fyrir 750 dollara, svo oft var þröngt í búi. Árið 1927 lenti Disney í deilum við stuðningsmenn sína og varð að hætta framleiðslu. Það var þá, sem hann fékk hugmyndina að Mikka mús, og á næstu 20 ár- um óx starfslið hans úr 20 upp í 1000. Fyrstu löngu kvikmynd ina, Mjallhvítu, gerði hann 1937, og hún hefur fært honum um 15 milljónir dollara tekjur. Fantasía borgaði sig ekki, en síðar komu aðrar kvikmyndir, sem allar hafa fært honum offjár: Pinocchio, Dumbo, Bambi, Öskubuska, Alica í Undralandi, Peter Pan og marg- Andrés Önd ar fleiri. Á árunum 1950—53 gerði hann nokkrar venjulegar kvikmyndir með góðum leikur- um, svo sem Gulleyjuna, Hróa Hött, Sverðið og rósina og Rob Roy. Síðasta kvikmynd hans er Sæfarinn, sem fékk Óskar- verðlaunin og er nú sýnd í Gamla bíói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.