Morgunblaðið - 18.11.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.11.1956, Blaðsíða 3
Sunnudagur 18. nðv. 1956 MORGVNBLAÐIÐ 3 * Ur verinu TÍÐARFARIÐ UNDANFARNA viku var stirð tíð til sjávarins, stöðugt sunnan og suðvestanátt. Samt hafa tog- ararnir getað að mestu verið að veiðum, en erfitt hefur það verið á köflum. AFLI Þau skip, sem veiða á heima- miðum, hafa verið við Þverálinn og út af Horni. Það hefur geng- ið á ýmsu með aflabrögðin eins og gerist og gengur, en yfirleitt hefur verið tregt. Má segja, að afli hafi verið 10—15 lest. á sólar- hring. Er það langt frá að vera góður afli, enda oft mikill sjór og erfitt að stunda veiðar af þeim sökum. Sjómenn telja fisk enn ekki genginn þarna að neinu ráði. Tvö síðustu skipin, Neptúnus og Úranus, eru nú á heimleið frá Grænlandi og fara sennilega ekki fleiri skip til Grænlands í ár. Er talið að þau séu með góðan afla. FISKSÖLUR Þork. Máni 207 lestir RM 98.000 ísborg 164 lestir RM 87.000 Elliði 187 lestir RM 102.000 Jörundur 170 lestir RM 83.000 Jón forseti 203 lestir RM 93.000 Harðbakur 260 lestir RM 123.000 Röðull 230 lestir RM 118.000 Nokkur hluti af afla sumra skip anna var seldur til Austur-Þýzka lands fyrir fast verð. Markaður var hagstæður í Vestur-Þýzka- landi í sl. viku. FISKLANDANIR INNANLANDS voru með alminnsta móti í vik- unni, sem leið. Aðeins eitt skip og það utanbæjar, ísólfur, lagði á land afla sinn í Reykjavík, 130 lestir. Er ekki furða, þótt dauft hafi verið yfir atvinnulífinu við höfnina. Bréf Mindszenfys til Eisenhowers: „Gleymið ekki þessari litlu þ|óð” Til Dwight D. Eisenhowers, forseta, Hvíta húsinu, Washington. SEM skipbrotsmaður ung- versks frelsis hef ég sökum örlætis yðar verið tekinn um borð og fundið hæli í mínu eigin landi í sendiráði yðar. Gestrisni yðar bjargaði mér vissulega frá bráðum bana. í djúpu þakklæti sendi ég yður hjartanlegar hamingju- óskir mínar í tilefni af endur- kjöri yðar til forsetastóls Bandaríkjanna, hins göfuga embættis, sem þjónar háleit- ustu hugsjónum mannkyns- ins: Guði, kærleikanum, vizk- unni og mannlegri hamingju. Látið áhrifamátt yðar í þessari þjónustu varpa vonargeisla yfir langþjáða þjóð vora, sem á þess- ari stundu þolir fimmta dag loftárása, skothríðar og logandi dauða og vitnar með því fyrir Guði og heiminum um frelsisvilja sinn; synir hennar eru á þessari stundu þvingaðir í þrældóm; börn hennar hrópa í andarslitrun- um á hjálp, frá eyddum heim- ilum sínum, frá byrgjum og sjúkrahúsum; dætur hennar horfa á rændar vistir og óhjá- kvæmilega hungursneyð. Guð blessi yður, herra for- seti, og alla bandarísku þjóð- ina. Ég sendi heitar bænir til vors himneska föður um að hann varðveiti og leiðbeini yður og þjóð yðar að því sam- eiginlega marki ykkar að færa þessum sárþjáða heimi frið og hamingju. Megi Drottinn færa yður og þjóð yðar aukinn styrk og auðugra líf. Nú þegar þér standið á þröskuldi enn stærri framtíðar, bið ég yður að gleyma ekki þessari litlu heið- arlegu þjóð, sem gengur í gegnum þjáningar og dauða í þjónustu mannkynsins. Joseph Kardínáli Mindszenty. Þetta bréf var birt af Blaða- sambandi Norður-Ameríku, én fréttamaður þess, Leslie Balogh Bain, kom með það frá Búdapest til Vínarborgar. r Urkomusamf hausi MYKJUNESI, 12. nóv. — Nú styttir daginn óðum og skamm- degismyrkrið grúfir yfir. Miklar rigningar hafa gengið yfir að undanförnu. Mun langt liðið síð- an jafnúrkomusamt haust hefur komið og að þessu sinni. Fé gengur ennþá úti, enda yfir leitt ekki venja að fara að gefa hér fyrr en líður að jólum, nema að taki fyrir haga af völdum snjóa. SÖNGNÁMSKEIÐ Um þessar mundir standa yfir söngnámskeið hjá kirkjukórum Marteinstungu og Skarðssóknar. Leiðbeinandi er Jakob Tryggva- son frá Akureyri. Er allmikill á- hugi ríkjandi hér í þessum mál- um, en það sem háir mest er að illa gengur að fá organleikara til að spila i kirkjunum. — M. G. A BEZT AÐ AUGLÝSA W I MORGUNBLAÐINU Bátarnii Það hefur verið tregur fiskur hjá bátunum s.l. viku, enda óstillt í sjó, en það er svo með ýsuna, að hún fæst ekki nema í sæmilega góðu. Aflinn hefur verið frá einu tonni og upp í 3—4 tonn. Eru bát- amir með langa línu sumir hverj- ir. Þeir á Skógarfossi voru að steina niður þorskanet í vikunni. Keilavík SÍLDVEIÐIN Sérstök ótíð hamlaði mjög síld- veiðunum sl. viku, almennt var róið á þriðjudaginn. Einn bátur, Leo, frá Vestmannaeyjum var þó á sjó á föstudaginn, og fékk 50 tunnur, en missti megnið af netj- unum. Brim var allmikið og vind ur, mikið í netjunum og sukku þau. Menn eiga þetta alltaf á hættu, þegar svo er ástatt og finnst þeim, sem eru vanir þess- um veiðum, að þeir geti ekki lagt netin nema í sæmilega góðu veðri og allsléttum sjó, ef von á að vera um mikla veiði, því þá reynir svo mikið á netin. Tveir bátar fóru út ígær. BYRJAÐIR MEÐ ÞORSKANET Þrír bátar eru búnir að leggja þorskanet og hafa aflað vel, upp í 8 og 8V2 lest í róðri í aðeins 20 net. Á LÍNUN^ hefur verið tregur afli upp á síðkastið hjá þeim tveimur litlu þilfarsbátum og nokkrum trill- um, sem þær veiðar stunda. Stutt er farið og litlu til kostað, en við línuna er alltaf mikil vinna. Akrones Landlega var frá því á sunnu- dag og þar til á föstudag, er flest- ir reknetjabátarnir fóru út. Einn bátur lagði. þó á mánu- daginn og fékk 82 tunnur af síld og þrír bátar á aðfaranótt þriðju dagsins. Lá hjá þeim stundar- korn og fengu ekkert sem hét. Vestmannaeyjar ÓTÍÐ OG VEIÐARFÆRATJÓN Það má segja, að ótíð hafi haml að sjósókn alla vikuna, einn bát- ur, Farsæll, réri þó á föstudag- inn. Tveir reknetjabátar, Stígandi og Frosti, komu í vikunni að sunn an og höfðu misst öll net sín í slæmu veðri full af síld. FISK- OG MJÖLFLUTNINGUR Lagarfoss tók í vikunni 12.000 kassa af freðfiski og Fjallfoss 550 lestir af fiskimjöli. SKORTUR Á SKIPSTJÓRUM OG STÝRIMÖNNUM Til vandræða horfir, hve fáir ungir menn læra sjómannafræði. Á síðustu vertíð þurftu % hlutar af stýrimönnum bátaflotans að fá undanþágu til að mega gegna stýrimannastarfinu. Væri nauð- synlegt að athuga, hvort ekki væri tiltækilega að leyfa piltuna að nema siglingafræði að meira eða minna leyti á 2. eða 3. Vetri þeirra í gagnfræðaskóla. Myndi það auka áhuga þeirra á sjó- mennsku og skipstjórn, auk þess sem það myndi létta þeim námið síðar og gera þeim að ódýrara. Siglingatíma ættu þeir að geta lokið að nárhi loknu og áður en þeir fengju stýrimannaréttindi. SIGLINGAR TIL BRETLANDS Eftir 4 ára stríð er nú lokið hinni svokölluðu landhelgisdeilu íslendinga og Breta. Ekki hafa þessi mái legið þungt á íslend- ingum upp á síðkastið, þó að þeir hafi að sjálfsögðu óskað þess að eiga ekki í deilum við Breta að óþörfu, en þeir eru frá fornu fari mikil viðskipta- og vinaþjóð fs- lendinga. En hinn mikli innlendi fiskiðnaður hefur breytt viðhorfi manna til slíkra siglinga almennt. HÁR MARKAÐUR Það er vitað, að undanfarið hef ur verið hár markaður í Bret- landi. Það er hann oft um þetta leyti og í desember og janúar vegna fiskleysis, bæði af völdum ótíðar í skammdeginu og svo hinu, að afli er þá’ekki að ráði. Úr því kemur fram í febrúar og fiskur er genginn að suðvestur- landinu, getur markaðurinn kol- fallið. Um skeið — Dawsontímabilið — settu íslendingar stolt sitt í að brjóta löndunarbannið, en »4 virðist vera lítil hrifning og nán- ast eins og setja eigi fótinn fyrir þessi áratuga gömlu viðskipti, sem togaraútgerð hefur löngum byggzt á frá fyrstu tíð. HingaS til hefur þó útflutningsleyfi tog- ara fyrir að sigla með afla sinm verið formsatriði eitt. En h að verður nú? TVÆR HLIÐAR Á þessu máli, eins og flestum, eru tvær eða fleiri hliðar. Fólkið þarf að hafa jafna og góða atvinnu, ef mögulegt er, og verður ekki sagt með sanni, að svo hafi ekki verið undanfarinm hálfan annan áratug. Fiskvinnsl- an hefur á þessu tímabili verið snar þáttur, kannske sá þriðji veigamesti í atvinnulífi þjóðar- innar næst á eftir útgerð og land- landbúnaði. Svo verða gjaldeyr- istekjurnar tvöfaldar við að vinna fiskinn í landinu. Aftur á móti er óhagstæðara fyrir útgerð ina á vissum tímum árs að selja aflann innalands en að sigla út með þann. FRELSI Nú eru togarar gerðir út með mjög miklum halla, það ber öll- um saman um. Þegar svo er, má segja og hvort sem væri, að það sé hart að meina mönnum að sitja við þann eldinn, sem bezt brenn- ur. Svo er það skerðing á frelsí, atvinnufrelsi, og er það kannske veigamest, að þvinga menn með valdboði til að tapa meiru en þeir þurfa. Hvað segði kaupmaðurinn eða kaupfélagið, ef þeim væri fyrirskipað að selja vöruna svo og svo mikið undir því verði, sem hún kostaði þá. FLEIRI SKIP. — BETUR BÚID AÐ ÚTGERÐINNI íslendingar hafa lengst af þurft að stríða við að koma útflutnings- vöru sinni í verð. Er því nú skyndilega svo farið, að ekki sé hægt að fullnægja eftirspurninni? Sé svo, er ráð að bæta úr því með því að fá fleiri skip, en búa jafn- framt þannig að þeirri útgerð, að hún þurfi ekki að bera minna úr býtum en önnur, sem kynni að sigla með aflann, án þess að draga þá útgerð niður eða beita hana valdboði. Gunnar cg Leynifélagið Bláa orengjabókin 1956 er komin út Þetta er bráðskemmtileg ©g 6- venju spennandi drengja- og ung- lingabók. Gunnar og félagar hans mynda meS sér leynifélagsskap til þess að kom- ast fyrir glæpi og afbrot. — Þeir lenda í fjölda ævintýra og mörgum þrekraunum, en koma að lokum upp um óbótamennina. Gunnar og leynifélagið er heil- brigð bók og holl aflestrar — auk þess sem bún er ósvikinn skemmti- lestur. Munið, að Bláu bækurnar bregðust aldrei. Bókfeílsútgáfan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.