Morgunblaðið - 18.11.1956, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.11.1956, Blaðsíða 18
18 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. nóv. 1956 Píslarvætti Ifiagverja RUGLXNGUR varð á köflum í síðari hluta ræðu Sigurðar Lín- dals, sem birtist á æskulýðssíðu Mbl. s. 1. föstudag. Endir ræð- unnar fer því hér á eftir: MANNGERÐ , KOMMÚNISMANS Einn sagnfræðinga kommún- ista segir í tímaritinu Rétti árið 1949: „Sósíalisminn hefur skap- að nýja manngerð". Þegar haft er í huga, að hér er kommúnismi kallaður sósíalismi, er það ljóst, að sagnfræðingurinn hefur hitt naglann á höfuðið. Það er einmitt önnur mann- gerð, sem kommúnisminn þarfn- ast og hana er leitazt við að skapa. Þessa manntegund einkenn- ir einkum, þumbaldaleg sjálf- umglöð þröngsýni, þannig að ákveðnar aðfengnar hugmynd ir um æskilegt þjóðfélag telj- ast einar réttar og það hvernig sem allt veltist, ískaldur, and- laus og jafnframt þaulhugs- aður ruddaskapur, sem rétt- lætt getur allt ofbeldi og öll hryðjuverk, er teljast í þágu framkvæmda á þessum fyrir- fram gefnu hugmynðakredd- um, einfeldnisleg aðdáun á öllu því sem hægt er að kenna við kommúnisma, algert and- legt þurftarleysi og helstirðn- aðar hugsanavenjur. Þar, sem þessi nýja mannteg- und hefur verið sköpuð, skipta atburðir eins og þeir, sem eru að gerast í Ungverjalandi engu máli. Þeir hafa eftir sem áður „jafn bjargfasta trú á sósíalismanum og kommúnismanum". Þetta er sá fagnaðarboðskapur um manninn sem kommúnistar hafa flutt og flytja enn. Ég veit ekki hvernig þessari sköpun nýrrar manngerðar miðar hér á fslandi. Það mun þó senni- IMYTÍZKIi, FRÁBÆRiR VARA- HLUTIR TIL RAFLAOIMA, STERKVR OG ÁFERÐAFALLEGIR Lampaxtæðí, utanáliggjandi rofar og takkarofar, alls konar vartappar, spennubreytar. Stungur og tenglar af öllum gerðum til heimilisnota og iðnaðarþarfa. ÖTFLYTJENDUR WMBSLÉMMO Hungarian Trading Company for Electrical Equipment and Supplies. Letters: Budapest 62, P.O.B. 377/h /Hungary/ Telegrams: TRANSELECTRO BUDPEST lega koma í Ijós áður en langur tími er liðinn, þegar viðbrögð kommúnista gagnvart atburðun- um í Ungverjalandi koma í ljós. Hitt er víst, að sáralítið hefur ágengt orðið um endursköpun þessa í Ungverjalandi, það hafa atburðirnir síðustu daga sannað rækilega, svo að ekki verður um villzt. Sá boðskapur verður hér eftir ekki kæfður, hversu margir sem þeir skriðdrekar verða, er Rússar senda inn í landið, og sú skot- hríð sem þeir nú halda uppi mun heldur ekki þagga hann niður. HLUTUR ÍSLENDINGA Ungverjar hafa fórnað lífi sínu og útheít blóði sínu. Eftir er þá okkar hlutur ís- lendinga. Hann er að vísu drjúg- um minni einungis sá að við höldum vöku okkar og gætum! grundvallarverðmæta. Kommún-1 istar hreiðra um sig í þjóðfélagi! okkar og það fyrir tilstilli ým- issa lýðræðisafla. Slíkar og því líkar aðfarir eru gjarnan réttlætt- ar með orðunum: frjálslyndi, öfgaleysi og víðsýni. Hitt verður öllum mönnum að vera ljóst, að allar eiga dyggðir þessar sér nokkur tak- mörk — það er ekki hægt að sýna yfirlýstum fjandmenn um þjóðfélagsins takmarka- lítið umburðarlyndi, og vissu- lega er hægt að vera bæði frjálslyndur og víðsýnn, þótt slík samtök sem kommúnista- flokkar séu eigi til oddaað- stöðu leidd í þjóðfélaginu. Það er sannarlega mál til þess komið, að íslendingar leggi niður þann molbúa og útskagahugsun- arhátt sem hér er að verki og þó framar öðru að þeir hætti að afsaka hann og réttlæta með einhverju yfirskinsfrjálslyndi. VESTRÆN MENNINGAR- ARELEIFÐ Innsti kjarni sameiginlegrar menningar vesturlanda er enn óspilltur, og við höfum ástæðu til þess að vona, að yngingar- máttur hans sé slíkur, að sigra megi aðsteðjandi vandamál. Á okkur hvílir sú ábyrgð að ávaxta þennan arf, svo að frarn- þróun megi haldast. En þegar slíkt verk er fram undan, stendur okkur næst að líta í eigin barm á þann þátt menn- ingararfsins, sem frá þjóð okkar er runninn og lífga með sjálf- um okkur það, sem hann hefur að geyma lífrænast á sviði mann- ræktar og heimsskoðunar. Yrði það allri framþróun drjúg um hollara en þær dauðu 19. aldar bókstafskenningar komm- únista, sem allt mannkynið er löngu vaxið upp úr, og leitt hafa slíkt böl yfir einstaklinga og þjóðir sem nú er ljóst orðið. Fjarlæg þjóð er nú að úthella blóði sínu fyrir málstað frels* isnis. Hún hefur vísað veginn. Á þetta höfum við viljað minna í dag um leið og við hvetjum til þess að gefa atburðum þessum nákVæman gaum. Svo og öðrum þeim atburðum sem í aðsigi vhð- ast vera handan járntjalds. UMMÆLI ÞÓRBERGS Þá vil ég um leið biðja menn að hafa í huga ummæli eins höfuðrithöfunda kommúnista, Þórbergs Þórðarsonar, en á þau held ég, að allir geti fallizt: „Og valdhafar þjóðanna myndu hafa gott af að minn- ast þess, áður en það er um seinan, að ekkert það ríki, sem beitir þegna sína kúgun og ofbeldi á sér siðferðilegan til- verurétt“. PÍSLARVOTTAR FRELSISINS Það svartnætt kúgunar, morða og mannréttindarána, sem komm- únisminn hefur nú leitt yfir Ung- verjaland gefur vissulega ekki nein fyrirheit um það siðferðis- afl, sem megna mundi að létta af fári þessu. En neyðarköllum ungversku- þjóðarinnar, sem við höfum heyrt í dag, munum við aldrei gleyma, og þau verða hvorki kæfð með dreyra né dýflissum. Enn hefur frelsið eignazt marga píslarvotta og enn sem fyrr mun hlóð píslarvottanna verða útsæði frelsishugsjón- anna. IHatvontverzlunin Til sölu er matvöruverzlun og einbýlishús á mjög góðum stað í bænum. Báðar eignirnar seljast saman. Eignaskipti æskileg. Tilboð sendist Mbl. fyrir 25. nóv. merkt: „Verzlun 1957 —3369“. KNATTSPYRMJFELAGIÐ VIKIMGUR TAV f BREIÐFIRÐINGABÚÐ í DAG - HEFST KL. I E. H. 7 500* VINNIIMGAR ★ 1200 nýjar hljómplötur Piötuspiiarar — Eplakassa — Leikföng — Spiladósir. Aðgöngumiðar á dansieiki í hundraðatali. AGÆTT TÆKIFÆRI TIL AÐ: NJÓTA ÁNÆGJULEGRAR STUNDAR HLJÓTA VERÐMÆTAN VINNING OG STYÐJA UM LEIÐ GOTT MÁLEFNI KK-sextettinn og Þórunn Pálsdóttir leika og syngja milli klukkan 3,30 og 4.30. M. a. hin vinsælu Rock ’n’ Roll lög. GLÆSILEGT HAPPDRÆTTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.