Morgunblaðið - 18.11.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.11.1956, Blaðsíða 10
MORGUTSBLAÐIÐ Sunnudagur 18. nóv. 1956 vs TILKYMNIIMG frá íþróttahúsi Klt K. R.—húsið verður lokað vegna Alþýðu- sambandsþingsins alla næstu viku. Hússtjórn K. R. Til solu Ford station model 1941 í ágætu lagi, til sýnis og sölu við Leifsstyttuna kl. 3—5 í dag. Hoover — Guíustroujárnin frábæru fást nú aftur í verzlunum. Kynnið yður kosti þeirra og meðferð á Hooversýning- unni í Listamannaskálanum opin daglega kl. 1—io. — Aðgangur ókeypis. — í fáum orðum sagt Framh. af bls. 6 tíma fara til íslands, segið þá ekki nema gott eitt af lýðræðinu okkar hér! — Aðeins 5 vikum eftir að við komum hingað heim til fslands, fréttum við að að- alritstjóri kommúnistablaðsins, vinur okkar og svaramaður, hefði horfið. í ríki kommúnismans er enginn óhultur. Líttu bara á Rajk. Þeir drápu hann fyrir Tító- isma, eins og þeir komust að orði. En hann var ekki Títóisti frekar en hver annar. Hann var vinsælli en Rákosi, ef hægt er að tala um vinsældir í sömu andránni og kommúnista. Rákosi var rússneskur ríkisborgari, eins og allir Stalínistarnir. Þáð var Rajk ekki, ekki Nagy heldur. Þeir voru báðir Ungverjar. Það var eitur í beinum Rússa og þess vegna fór eins og fór. Auk þess var Rajk eini kommúnistaleið- toginn sem hafði til að bera snefil af kímnigáfu. I Búdapest voru í umferð þúsundir skrítlna um kommúnistaleiðtogana. Það mátti ekki minnast á þær. *Þær voru nokkurs konar „tabú“. En Rajk safnaði þeim saman og las þær yfir flokksbrærum sínum. Það var höfuðsynd. Ég sagði áðan að ég hefði kynnzt kommúnistum í styrjöld- inni. Fékk nokkra samúð með þeim. En þegar ég sá framan í hið rétta andlit kommúnismans, fór ég að hata hann. Sennilega hata ég hann nú og fyrirlít meira en þeir sem hafa aldrei haft sam- úð með honum. Og Andrés Alexandersson held ur áfram: Undanfarið hefur mikill „pat- ríótismi" legið í loftinu í Ung- verjalandi. Ungverjar hafa alltaf verið miklir ættjarðarvinir — og stundum hafa þjóðernistilfinning ar þeirra verið úr hófi. Það er rétt. En nú hefur þjóðin risið upp. Það var ástæða til. Á ég að segja þér eitt: ég er ákaflega stoltur af því að ungverska þjóðin skyldi hafa hugrekki til að rísa upp. I hinni nýju frelsis- baráttu virðist hver einstakling- ur vera hetja. Rússar kalla Ung- verja fasista og afturhaldsseggi. Það er þeirra siðvenja. En ég þori að fullyrða að í Ungverjalandi er enginn fasisti. Ég hlustaði á ungverskan verkamann í útvarpi nýlega. Hann sagði: — Við biðj- um aðeins um frelsi, hlutleysi og frið — szabadság — béke — semlegesség. Þetta var rödd þjóð- arinrtar allrar. Þeir sem vilja, mega kalla það fasisma. — Og nú eru þeir byrjaðir að flytja unga fólkið nauðugt til Rússlands. — Já, það lízt mér verst á. Þeir reyna vafalaust að þurrka þjóðina út. — Annars var ægi- legt að hlusta á alla þjóðina biðja Vesturveldin um hjálp. Hún kom ekki. Einn eða tveir komm- únistar báðu Rússa um hjálp. Og þeir komu. — Og hvað er framundan í Ungverjalandi? •— Það veit enginn. Þjóðin virð ist vera staðráðin í því að veita Rússum alla þá mótspyrnu sem hún getur. Þessi mótspyrna er Rússum mjög hættuleg, því að hún byggist á þjóðarhatri. Ég hef þá trú að ungverska þjóðin vinni þetta taugastríð — ein- hvern tíma. — Þú ert undrandi, þegar ég segi þjóðarhatur? Já, þið íslend- ingar skiljið það ekki. Þið eruð svo lánsamir. — Rússar hafa farið eins og eyðandi eldur um Ungverjaland. Þeir hafa rúið okkur inn að skyrtunni í mörg ár. Við óttum að greiða þeim 500 milljónir dollara í skaðabæt- ur. Við eru áreiðanlega búnir að greiða þá upphæð þrisvar sinn- um, en ekki sér högg á vatni. Þeir vilja allt. Svo til öll ung- HOOVER—umboðið Seljum á morgun kvenpeysur með tre-kvart ermum úr ull og ullarjersey, fyrir aðeins hálfvirði. SKÓSALAN Snorrabraut 36 77/ sölu Fokheld 4ra herbergja íbúð á I. hæð við Skólabraut. Bílskúrsréttindi. — Verð kr. 130 þúsund kr. Útborgun eftir samkomulagi. EINAR SIGURÐSSON, lögfræðiskrifstofa — fasteignasala, Ingólfsstræti 4 — sími 2332. Tilkynning frá Fyrirgreiðsluskrifstofunni til einstaklinga og verzlana úfei u*n land. Tökum að oss allskonar erindrekstur fyrir einstaklinga og stofnanir. Önnumst fyrir verzlanir innkaup hjá heildverzlunum á hvers konar vörum. Leitið nánari upplýsinga. Fyrirgreiðsluskrifstofan, Pósthólf 807 — sími 2469. Reykjavík. Við höfum nú fengið aftur hina viðurkendu sjálfvirku olíubrennara frá CHRYSLER AIRTEMP Tvær stærðir — Verðið mjög hagstætt ^JJ. (Ueneclihtóóon li^. Hafnarhvoli, Reykjavík, sími 1228 Röskur Sendisveinn óskast allan daginn J). (fJrynjólpóáon óJ ^JJv varan versk framleiðsla hefur farið til Rússlands í mörg ár. Ég skal nefna lítið dæmi. Þegar við fór- um frá Ungverjalandi, kostaði eitt egg í verzl., sem svarar tveim ur krónum. Rússar greiddu 1 eyri fyrir það! — Við höfum orðið að fæða rússneska herinn algjörlega — endurgjaldslaust. Þeir hafa komið til Ungverja- lands eins og Batu Khan 1230. Hann var ein af þremur sonum Ogotaj Khans. Hann lagði einnig landið í auðn. Hermenn hans nauðguðu ungverskum konum. Það hafa Rússar einnig gert. En hans ríki liðaðist í sundur. Það gerir ríki kommúnismans líka. Ég sagði áðan að rússneskir hermenn hefðu áreitt ungverskar konur. Það var sagt í Búdapest, þegar Voroshilov marskálkur var þar 1945, að hann hafi eitt sinn boðið Mindszenty kardínála í heimboð til sín. Kardínálinn af- þakltaði með þessum orðum: Ég get ekki tekið boði yðar. Milli mín og yðar, herra marskálkur, eru 250 þúsund nauðgarar ung- verskra kvenna. — Allir vita, hver urðu örlög Mindszentys. —o-O o— NÚ FÓRUM við að ræða um ýmsa aðra hluti. M.a. bar á góma yfirlýsing íslenzku stjórnarinnar þess efnis að hún muni athuga, hvort við getum tekið við ung- verskum flóttamönnum. Andrés segir þá: — Ef ungverskir flóttamenn vissu að kommúnistar eiga aðild að stjórn íslands, mundi ekki einn einasti koma hingað. Ung- verjar vita, hvað það er að hafa kommúnista í stjórn. Við förum að ræða um ung- versk skáld og Andrés segir mér af helztu skáldum Ungverja: Illyés, Szabó Lórinc, Németh, Koddlányi. — Ungverjar halda mikið upp á skáldskap sinn, segir hann ennfremur, og skáldin hafa staðið framarlega í frelsisbarátt- unni. M. a. eggjuðu þau þjóðina lögeggjan í frelsisbaráttunni, meira að segja ljóðaskáldið Zelk. Kommúnistar héldu að þeir ættu hann með húð og hári. Hann hafði líka ort kvæði um Stalín: Sonur minn sagði fyrsta orðið » í dag. Það var hvorki mamma né pabbi. Fyrsta orðið sem hann sagði var — Stalín. Jafnvel höfundur þessara lina stóð með þjóð sinni í frelsis- baráttunni. Ég er viss um að í Ungverjalandi er enginn komm- únisti lengur. Ég efast um að Kadar sé það! Áður en ég kvaddi þau hjón, sagði húsbóndinn: Ég er ánægður að vera á íslandi. En ég hef haft heimþrá síðustu daga. — M. Volla Ungverjum samúð STJÓRN Kennarafélags Iðnskól- ans biður yður vinsamlega að birta neðanskráð í blaði yðar: „Kennarar Iðnskólans í Reykja vík samankomnir á aðalfundi kennarafélagsins 11. nóv., lýsa yfir djúpri samúð með ungversku þjóðinni, í þeim miklu hörmung- um, sem yfir hana hafa dunið, vegna grimmdarlegra ofbeldisár- ása rússneskra kommúnista, og vona að ungversku þjóðinni auðnist að fá frelsi sitt að nýju“. Slormasamt á Ströndum GJÖGRI, 14. nóv. — Tíðarfar hef- ir hér undanfarið verið gott upp á landið, en afar stormasamt og þar af leiðandi gæftir slæmar fyr ir trillubáta. Mótorbáturinn Örn- inn frá Djúpavík byrjaði róðra fyrir síðustu helgi. Örninn hefir stundað rækjuveiðar í Ingólfs- firði í haust og farið með rækj- una til Hólmavíkur. — Regina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.