Morgunblaðið - 18.11.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.11.1956, Blaðsíða 6
MORCVNP.LAÐ1Ð Sunnudagur 18. nóv. 1956 / fáum or&um sagt: Kommúnisminn er sjúkdómur Andrés alexandersson, öðru nafni Andras Kecskés, er fæddur í Szent Tamás, Backa, sem »ú hefir verið sameinað Júgóslavíu. Móðir hans var ættuð af þessum slóðum, hún er serb- nesk í alla ættliði, en föðurætt Andrésar er ungversk. Hann er því Magyari og segist algjörlega vera alinn upp í ungversku and- rúmslofti, í ungverskri menningu. Foreldrar hans voru báðir kenn- arar, en auk þess var faðir hans einnig kirkjuorganisti í heimabæ sínum. Þegar ég spurði Andrés að því, hvort hann kynni ekki serbnesku, þó að hann hafi «ðal- lega drukkið í sig ungverska menningu, svaraði hann: — Ég er búinn að gleyma henni að mestu. Ungverskan er mitt mál, hana hef ég alltaf tal- að. — X fyrra sumar skrapp ég til Júgóslavíu að hitta móður mína. Þegar ég ætlaði að grípa til serbneskunnar, héldu allir að ég væri að tala íslenzku. ViBtal við flóttamann Andrés nam við háskólann í Búdapest ungverskar bók- menntir og dramatungí. Hann vann hjá Búdapestborg í nær tuttugu ár að námi loknu, en varð aðalritari leiklistarháskólans 1946 og gegndi því starfi til ársins 1948, er hann flúði ásamt konu sinni til íslands. Kona hans er íslenzk, Nanna Snæland, og kynntust þau í Búdapest. Þau eiga nú lítið, fallegt heimili uppi á Haðarstíg 2 hér í bæ, en vinna bæði úti, selja blöð, tóbak og sælgæti í söluturninum hjá Ey- mundsson. Þau eiga 5 ára gamla dóttur — ljósgeislann á heimil- inu. —o-0-o— ÉG FANN FLJÓTT, þegar ég heimsótti þau hjón nú í vikunni að þetta íslenzka heimili er mót- að af ungverskri gleði og lífs- fjöri. Og ekki get ég sagt að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum af skaplyndi húsbóndans. Hann er Ungverji fram í fingurgóma, eins og við íslendingar ímyndum okk- ur menn af því þjóðerni. Vingjarn legur, geðríkur og gáskafullur. — Við fórum auðvitað að rabba um Ungverjaland og flótta þeirra hjóna hingað til fslands. Þeim sagðist svo frá: — Þetta er allt eins og leikrit. 1948 var læknaráðstefna í Búda- pest og komu þá til borgarinnar tveir íslendingar, Níels Dungal prófessor og Friðrik bróðir hans, sem var í verzlunarerindum. Við höfðum ekki tekið neina ákvörð- un um að fara til íslands um þetta leyti, en spurðum þó Níels að því hvort hann áliti að við gætum fengið atvinnu heima á Islandi, ef við flýðum þangað. Sagðist hann gera ráð fyrir því. Svo leið nokkur tími. Kvöld eitt sátum við heima og röbbuðum saman. Bar þá íslands- ferð á góma aftur, og tókum við þá ákvörðun að reyna að fá vega bréf til fararinnar. Um þetta leyti var mjög erfitt að fá slík plögg. Að öllu þurfti að fara með mikilli varkárni, minnsta grunsemd gat orðið okkur að fjörtjóni. Það féll auðvitað í hlut hús- bóndans að útvega vegabréfið og fer frásögn hans af því hér á eftir: — Ég vissi að ég var „persóna grata“ í Ungverjalandi. Ég var viss um að ég gæti fengið vega- bréf, ef þau væru gefin út á ann- að borð. Ég hafði barizt undir fölsku nafni í ungverskum skæru liðasveitum gegn þýzku naz- istunum í landinu. Kynntist ég þá allmörgum forsprökkum kommúnista og það er bezt að hafa hverja sögu, eins og hún er: ég varð mjög hlynntur kommún- istum fyrst eftir stríðið. Margir þeirra voru vinir mínir, að minnsta kosti fyrst framan af. Ég þekkti t.d., Peter Gabor, lög- reglustjóra í Búdapest mjög vel og var þess fullviss að hann léti mig fá vegabréf, ef ég færi fram á það. Ég gat einnig notað að yfirskini veikindi konu minnar, bent á að heilsu hennar væn þannig háttað að hún þyrfti að komast í annað loftslag. Klukkan eitt daginn eftir hitti ég Peter Gabor lögreglustjóra að máli. Skýrði ég fyrir honum áform mitt, bað um vegabréf til íslands, en kvaðst auðvitað mundu koma aftur innan skamms tíma. Þetta gekk allt að óskum. Daginn eftir hélt ég á vegabréf- inu 1 hendinni. Það hlýtur að vera mjög erfitt fyrir þig að skilja, hvað þarna hafði gerzt. En ungverskan á Islanái athugaðu það bara, að flestir fengu aldrei neitt vegabréf, og þeir sem voru svo heppnir að komast yfir þessi dýrmætu plögg, þurftu yfirleitt að bíða eftir þeim mánuðum ef ékki árum saman. Aðstaða mín var því óvenjugóð, enda datt engum manni í hug að ég kæmi aldrei aftur til Ungverja lands. En þess verður að geta að íslenzk stjórnarvöld brugðust bæði fljótt og vel við, þegar ég bað um inngöngu í landið. — Það má skjóta því hér inn í að við hefðum aldrei komizt út úr landinu, ef við hefðum fengið vegabréfið einum degi síðar. Á- stæðan var sú að öll vegabréf sem gefin voru út eftir þennan tíma voru afturkölluð vegna mála ferlanna á hendur Mindszenty og svo nefndum Títóistum. Hamingj- an var okkur sannarlega hliðholl, það má nú segja. Og nú er komið að burtför- inni — eða eigum við heldur að segja flóttanum. Hjónin segja nú bæði frá: — Auðvitað mátti engan gruna, hvað við hugðumst fyrir. Smá- vægileg mistök gátu kostað okkur lífið. Við urðum því að skilja allt eftir í íbúð okkar, eins og við værum staðráðin í að koma heim aftur. Gátum ekki selt nokkurn einasta hlut, því að maður vissi aldrei, hvenær bankað yrði og öryggislögreglan stæði í dyrunum reiðubúin að hefja húsrannsókn. Það kom iðulega fyrir, jafnt á nótt sem degi. Einkum sat lög- reglan um að gera húsrannsókn hjá þeim sem fengið höfðu vega- bréf, því að auðvelt var að sjá, hvort húsráðendur höfðu selt bú- slóð sína eða ekki. Við vissum til þess að Ungverjar sem fengið höfðu vegabréf og ætluðu að fara úr landi voru handteknir á síð- ustu stungu vegna þess að komm- únistar grunuðu þá um græsku — og þá varð ákvörðunarstaður- inn einhver annar en ráð hafði verið fyrir gert. Það er alveg víst! Við vorum í einu svitakófi alla leiðina til Svíþjóðar. Við bjugg- umst alltaf við því að verða hand tekin á hverri stundu. Það var hryllileg tilfinning. Þegar við áttum að fara með sænsku ferj- unni frá Odraport í Póllandi til Svíþjóðar kom fyrir atvik sem við gleymum aldrei. Með ferj- unni áttu að fara 150 Gyðingar sem af einhverjum orsökum höfðu fengið útflytjendaleyfi til Bandaríkjanna. Meðal þeirra voru hjón með 6—7 mánaða garíi- alt barn og aldraða ömmu þess. Þau voru komin um borð, þegar maðurinn tók eftir því að hann hafði gleymt lítilli ferðatösku í landi. Tók hann þá ákvörðun að skreppa og sækja hana. En í sama mimd kemur flokkur lög- reglu- og hermanna, tekur sér stöðu á hafnarbakkanum og ræðst á manninn, þegar hann ætl ar um borð aftur. Þarna urðu sviptingar upp á líf og dauða. Mannauminginn reyndi allt til þess að komast um borð aftur, því að þá var hann hólpinn — Andrés Alexandersson: Heimþrá síðustu daga. ferjan var sænskt land. En það var árangurslaust. Hann komst ekki, gafst upp á hafnarbakkan- um, yfirbugaður og viti sínu fjær af hræðslu, í höndum þeirra manna sem áttu að gæta hags- muna ríkisvaldsins — kommún- ismans. Hryllilegri örlög var vart hægt að hugsa sér. Kona hans lét ömmuna fá barnið og gekk þegjandi í land aftur til manns síns. Skipið lagði frá landi og Járntjaldið féll milli okkar, hinna hamingjusömu, og hinna sem eft- ir urðu; fórnardýranna sem kröfðust þess eins að fá að ala barn sitt upp í frjálsum, áhyggju- lausum og öruggum heimi. — Og nú héldum við heim til fslands, snauð að veraldlegum gæðum, en alsæl yfir skiptunum. Á fs- landi getur öllum liðið vel sem nenna að vinna. Það er mesta lýðræðisland sem um getur. —o - 0 ■ o— OG NÚ ERU þau hjón lcomin heilu og höldnu heim til fslands og geta því sagt satt og rétt frá ástandinu í Ungverjalandi án sfcrifar úr dagiega lífinu PALMI HANNNESSON rektor Menntaskólans í Reykjavík hringdi til mín í gær og bað mig fyrir greinarkorn í tilefni af því, að gamall menntskælingur ræddi um tónlistarsjóði skólans og spurðist fyrir um plötusafn hans. Rektor hefir orðið: Röng fregn. EF BLÖÐIN hér í bænum hafa sagt frá því, að stofnaður hafi verið tónlistarklúbbur í Menntaskólanum, þá er sú fregn á misskilningi byggð. Eins og skólaskýrslur bera með sér hefir tónlistarklúbbur eða tónlistar- nefnd starfað í skólanum um mörg undanfarin ár, en að sjálf- sögðu má kalla, að tónlistarstarf- semi skólans sé endurvakin ár hvert, er skólinn hefur starf sitt, og kann misskilningurinn að stafa af því. Framan af notuðu nemendur allmikið plötusafn hraðgengra platna, er hann fékk að gjöf eða keypti. Þegar frá leið þótti nem- endum slíkur tónlistarflutningur eigi nægilega góður og var grammófónninn ekki notaður fyrr en hann var að lyktum flutt- ur austur í skólaseláð. Góð tæki. ÞEIR SEM urðu 25 ára stúdent- ar sl. vor gáíu skólanum hins vegar mjög fullkomið tæki til tónlistarflutnings (High-Fide- lity) og stendur nú til að nota það til tónlistarflutnings og jafn- vel í söngtímum. Hins vegar telja þeir, sem vit hafa á að eigi megi nota við slíkt tæki nema hæg- gengar plötur og með öllu ó- skemmdar. Fyrir því er nú efnt til þess, að skólinn eignist slíkt plötusafn og gaf Ásgrímur Jóns- son listmálari stofn að því eins og frá hefir verið skýrt. Hví er ekki flagað? SVERRIR skrifar: Eg hitti mann á götunni í gær, sem sagði: — Hví er ekki flaggað í bænum í dag, flaggað fyrir því-að 32 vöskum sjómönn- um skyldi verða bjargað úr sjáv- arháska lengst norður í hafi. Ef illa hefði farið þá hefðu fánar hér án efa verið í hálfa stöng í dag. Um daginn las ég það í því víðkunna blaði hér á landi a. m. k., Fishing News, að fyrsta sunnu daginn eftir heimkomu skipshafn airnnar af Northem Crown sem fórst í Húllinu í síðasta mánuði, er öllum var bjargað, haíi allir skipsmenn togarans mætt til guðs þjónustu ásamt fjölskyldum sín- um og þangað komu forráðamenn togaraeigenda í Grimsby, er þakkarguðsþjónustan fór fram í sjómannakirkjunni. Því hreyfi eg þessu við þig, sagði maður- inn, að þú komir þessu á fram- : færi við þá sem hér eiga hlut að' máli. Hæli fyrir tauga- sjúkiinga. OG AÐ lokum er hér stutt bréf frá taugasjúklingi, þar sem hánn hreyfir mjög athyglisverðu máli, hæli fyrir taugasjúklinga. — Mjög hefir þá vantað eitt- hvert athvarf, reist hafa verið hæli fyrir berklasjúklinga og aðra en enn hefir hæli fyrir taugasjúklinga ekki komizt í framkvæmd. Talað hefir verið um að taka Kristneshæli sem nú er óðum að tæmast til þessara nota en ekki mun það verða fyrst um sinn. Hér fer á eftir bréfið f-rá tauga sjúkling: „Getur þú sagt mér hver sá dagur verður þegar hætt verður að láta taugasjúklinga berjast áfram hjálparlausa þangað til þeir gefast upp. Eg er einmana taugasjúklingur, maður bráðum heimiiislaus og fó-lk hefir yfirleitt öðru að siiuia en svona bjálfum, svo er það furða þó að vonleysið nísti sálir okkar, sem höfum orðið fyrir þeirri ógæfu að hilast á taugum. Við höfum engan hvíldarstað og flestir ekk- ert athvarf, en bráð nauðsyn er að koma slíku upp sem fyrst.“ þess að fangelsi bíðl þelrra. É* bið þau því að segja mér eitt og annað af þjóðfélagi kommún- ismans í Ungverjalandi. Andrés hefur orðið: Ég veit ekki, hvort það er hægt að kalla þetta þjóðfélag. Og ef svo er, þá mundi ég kalla það: þjóðfélag óttans. Kommúnismina byggist á hræðsiu þegnanna. Án hennar geta þeir elcki stjórnað. Hún er eitt beittasta vopn þess- ara herra. Með því að gegnsýra þjóðina af ótta er hægt að halda henni í skefjum. Munurinn á fs- landi og Ungverjalandi kommún. ismans er þessi: í Ungverjalandi veiztu aldrei, hver bankar. — En þegar bankað er hér að morgni dags á hurðina hjá þér, þá veiztu að það er bara Morgun- blaðið. — Þú spyrð, hvað kommúnism inn sé? Ég vil svara því á þessa leið: kommúnisminn er sjúkdóm- ur. Verið er að rannsaka krabba- mein og mænuveiki, en hvers vegna er kommúnisminn ekki rannsakaður? ann er meira böl en allar pestir saman lagt. —• Eitt af því sem kommúnistar hata er kímni. Og bros mega þeir helzt ekld sjá. Þeir halda alltaf að það sé verið að brosa að þeim. Ung- verjar eru skapgóðir, léttlyndir og fullir af kímni, ef út í það fer. Kommúnisminn er því beinlínis andstæður eðli þeirra. Og þrátt fyrir þjáningar þessara ára og böl kommúnismans, hafa þeir aldrei glatað gleði sinni. — En var Ungverjaland samt ekki orðið algjört kommúnista- ríki, þegar þið flýðuð 1948? — Jú. Búið var að þurrka út andstöðuflokkana og flestir af helztu leiðtogum þeirra komnir í fangelsi. Meira að segja var Smábændaflokkurinn ekki til lengur, þó að hann hefði fengið 52% atkv. í síðustu frjálsum kosn ingum. Þá fengu kommúnistar 17,5% með svikum. Ég er sann- færður um að þeir hefðu ekki fengið meira en 5%, ef þeir hefðu ekki beitt kosningasvindli. Siðan þetta gerðist hefur ekkert lýð- ræði verið til í Ungverjalandi. Engin mannréttindi. Og ég skal segja þér smásögu sem lýsir á- standinu þar, eins og það var fyrir frelsisbaráttuna. Það breyt- ist víst áreiðanlega ekki, ef komm únistar halda völdum áfram. Sagan er á þessa leið: — Aðal- ritstjóri kommúnistablaðsins Sa- bad Nép var mikill vinur okkar og þau hjón bæði. Þegar við gift- um okkur, var hann svaramaður okkar. Einu sinni erum við að rabba saman í góðu tómi og berst þá talið að fslandi. Þá segja þau bæði: Ef þið skylduð einhvem Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.