Morgunblaðið - 18.11.1956, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.11.1956, Blaðsíða 13
Sunnudagur 18. nóv. 1956 M OECVNJSLAÐ1Ð ' 13 Reyk javíkurbréf: Laugaraagur 17. nóvember PíóS i sorg. Mannljöldi í Búdapest syrgir fallnar frelsishetjur. (Myndin er tekin áður en rússnesku kommúnistarnir gerðu síðustu svikaárás sína á Ungverja). Hamingjuóskir - Sameiginleg ábyrgð ráðherra - Eykur ekki traustið - Heppni kommúnista - Mis- tökin - Tveggja fiokka kerfi - Óraunsæi Alþýðuflokksins - Alþýðusambandið aflient kommíin- isSum - Löndunarbanninu aflétt ~ Vinnubrögð Láðvíks - Annað liér en þar. Hamlngjuósklr ANÆGJULEGASTX atburður vikunnar fyrir okkur Islendinga var björgun skipshafnarinnar á Fylki. Þvílíkt slys, sem þar bar að, er sem betur fer sjaldgæft, ©g gengur í senn kraftaverki næst, að ekkert manntjón skyldi verða af sprengingunni, að allir skyldu komast í björgunarbát, svo slæmt sem var í sjóinn og að skip skyldi vera nógu nærri. Allir Islendingar sameinast um að óska þeim vösku drengjum, sem hér eiga hlut að, og að- standendum þeirra ynnilega til hamingju með björgun þeirra úr bráðum voða. Samelglnleg ábyrgð ráðherra TILLAGA Sjálfstæðismanna um að tryggja varnir íslands og þátt- töku allra lýðræðisflokkanna í samningunum um endurskoðun varnarsamningsins hlaut tví- ræðar móttökur á Alþingi og hef- ur úrræðaleysi valdhafanna aldrei orðið berara en nú. Yfirlýsing utamákisráðherra um, að hann telji nauðsynlegt að tryggja varnirnar, er góð svo langt sem hún nær. En eins og hann sjálfur sagði, þá er það matsatriði, hvað til þessa þurfi. Ef Guðmundi í. Guðmundssyni væri einum falið matið á þessu af hálfu íslendinga, mundu marg ir telja málinu sæmilega borgið. Gallinn er sá, að hér eiga fleiri hlut að en Guðmundur einn. Yfirlýsing sú, sem ráðuneyti hans gaf í sumar skömmu eftir, að hann verktist, var og býsna loðin og um sumt illframkvæm- anleg, eins og áður hefur verið bent á hér í blaðinu. Atvik hafa og breytzt svo síðan, að það, sem þá var talið fullnægjandi, er það ekki nú. Skal því eklti fjölyrt um yfir- lýsinguna frá { sumar en vikið að hinu, sem meiri þýðingu hef- ur, að utani'íkisráðherra hlýtur mjög að vera háður félögum sín- um í ríkisstjórninni um lausn þessa máls. Allir bera ráðheir- arnir ábyrgð á meiriháttar stjórn arráðstöfunum og er því ómögu- legt að leysa varnarmálin nema með samþykki þeirra allra, ef stjórnarsamvinna á að haldast. Eykur ekki traustið SKOÐUN Alþýðubandalags- mannanna í þessum efnum er ó- tvíræð. Þeir hafa nú hert á fyrri samþykktum um brottför varnar- liðsins og krefjast þess að viður- kennt sé, að Atlantshafssáttmál- inn sé úr gildi fallinn. Ekki höfðu þeir þó kjark til þess að tala í málinu á Alþingi íyrr en Hannibal Valdimarsson kom upp I lok umræðnanna og talaði svo loðið, að illskiljan- legt var. Engu að síður virtist hann halda fast við yfirlýsing- una frá 28. marz. Framsóknarmennirnir velta vöngum. Annan daginn segir Tíminn atburðina í Ungverja- landi hafa breytt „ásýnd heims- ins“ og „kalla á endurmat al- þjóðasamskipta“. Hinn daginn er athugasemdalaust af blaðsins hálfu birt aðsend grein, þar sem talað er um hina „nauðsynlegu ki'öfu, að hinn erlendi her hverfi héðan af landi burt“. Einum af forystumönnum ungra Fram- sóknarmanna hefur hins vegar ofboðið þessi boðskapur og segir: „Einræðisskrímsli eftirstríðs- áranna hefur nú dregið loppur frá trýpi svo augljóslega, að allir sem, ekki hafa rautt bindi fyrir augum hljóta að sjá hver voði er búinn öllum frjálsum þjóðum, sem ekki hafa styrk til varnar. Hver sá, sem á undanförnum ár- um hefur viðurkennt varnarþörf þessa lands, hlýtur að skilja, að nú er meiri þörf að vera á varð- bergi en nokkru sinni fyrr.“ Niðurstaðan af öllu þessu sýn- ist vera sú, að Tíminn óski þess að málinu sé frestað fyrst um sinn til þess að forða því að skýra ákvörðun þuxfi að taka. Af ræðu, sem Alþýðublaðið birti eftir Áka Jakobsson, er aft- ur á móti ljóst, að sterk öfl í Alþýðuflokknum vilja, að sjálf- sögðum afleiðingum sé tekið af atburðunum úti í heimi. Orð ut- anríkisráðherra hniga og að hinu sama. En hver er vilji stjórnarinnar í heild og hvað verður þar ofan á að lokum? Þessu er ómögulegt að svara nú, en ekki eykur það traust manna, að utanríkisráðherra skuli ekki taka því fegins hendi, þegar Sjálfstæðismenn bjóða samstarf sitt um málið. Heppni kommúnista f RÆÐU Áka Jakobssonar, sem fyrr getur, segir hann m. a.: „Eitt af þeim löndum þar sem stofnaður var kommúnistaflokk- ur að undirlagi alþjóðasambands kommúnista var ísland." Hér segir Áki frá því, sem hann sjálfur þekkir gjörla, því að hann var allt frá æskudögum í innsta hring kommúnistaflokks irxs, þangað til augu hans opn- uðust svo sem alþjóð er kimnugt. Um tillögugerð kommúnista seg- ir Áki: „Kommúnistar á íslandi hafa orðið fyrir margskonar heppni sem hefur orðið til að efla flokk þeirra. Þar ber fyrst að nefna mistök Alþýðuflokksins í sam- bandi við þátttöku sína í stjóm Hermanns Jónassonar á árxmum 1934—’37.“ Síðan heldur Áki upptalningu sinni áfram en minnist ekki á verstu „mistökin", sem sé sam- vistir Alþýðuflokksins og komm- únista í ríkisstjórn nú á ný und- ir forsæti Hei'manns Jónassonar. Mistökin ÞEGAR FUNDIÐ er að sam- vinnunni við kommúnista, eru svör lýðræðismanna í stjórnarliðinu nú til Sjálfstæðis- mánna oft þau, að Sjálfstæð- ismönnum farist ekki að finna að þessu, þar sem þeir hafi áður fyrr sjálfir unnið með komm- únistum. Slíkt svar er þó óframbærilegt. Ef rangt er að vinna með komm- únistum, verður það ekki vitund betra, þótt einhver annar hafi áður lent í' sömu villu. Sjálf- stæðismenn gáfust’og fljótt upp á þessu samstarfi og það slitnaði jafnskjótt og í ljós kom, að komm únistar settu það sem skilyrði, að utanríkismálum íslands væri stjómað með hagsmuni Rússa í stað íslendinga fyrir augum. Hvað sem um þetta er, stendur nú svo. á, að Alþýðuflokk- urinn og raunar Framsókn líka höfðu berum orðum lofað fyrir kosningar, að ekki yrði unnið með kommúnistum. Þegar sam- vinna var tekin upp við þá, var þess vegna gengið á bak ótvi- ræðra yfirlýsinga, sem kjós- endur höfðu haft í huga, þegar þeir greiddu atkvæði. „Laun syndarinnar er dauð- inn“ og hér hefir enn ásannazt, að ekki stendur á laununum fyr- ir lofoi'ðabrigðin. Engum bland- ast hugur um, að ef kommún- ar nytu nú ekki þess skjóls, að höfuðstöðvar þeirra á íslandi eru í sjálfri ríkisstjórninni, þá væru dagar þeirra taldir. Ætli „mistök Alþýðuflokks- ins í sambandi við þátttöku sína í stjórn Hermanns Jónassonar“ að þessu sinni verði kommún- istum ekki meiri „heppni“ en nokkuð annað, sem fyrir þá hef- ur borið? Tveggja flolíka kerfi SUMIR tala um það, að þróun síðustu mánaða á íslandi stefni í rétta átt, því að úr núverandi ástandi muni myndast tveggja flokka kerfi. Um það verður ekki deilt, að þar sem tveggja flokka kerfi hefur þroskazt í þjóðlífinu, svo sem í Bretlandi og Bandaríkj- unum, hefur það átt drjúgan þátt í að efla holla stjómarhætti. En ýmis skilyrði verða að vera fyrir hendi ,sem engan veginn er víst og oft mjög ólíklegt, að hvar vetna séu. Svo er t. d. hér á landi. Þróim íslenzkra stjómmála hefur verið sú nú um áratugi, að ljóst hefur verið, að ef full- komirrn klofningur yrði milli Sjálfstæðism. annars vegar og Framsóknar- og Alþýðuflokks hins vegar, hlyti kommúnistar að verða lóðið á vogarskálinni. Raunsæir menn sáu því strax í vetur, að þegar Hermann Jónas- son kom á samtökum um, að með Sjálfstæðismönnum skyldi ekki unnið, þá var hann að af- henda kommúnistum lykilinn að völdxjnum á íslandi. Óraunsæi Alþýðuflokksins EINSTAKA Alþýðuflokksmaður mun raunar hafa látið sér detta í hug, að hægt væri að bindast samtökum um að vinna aldrei með kommúnistum, þó að fullum fjandskap væri að öðru leyti haldið uppi milli lýðræðisflokk- anna. Þetta hljómar vel í bili en stenzt ekki gagrrrýni. Afl atkvæða ræður að sjálf- sögðu úi'slitum mála á Alþingi. Kommúnistar, sem þangað eru kosnir, hafa atkvæðisrétt ekki síður en aðrir. Á meðan enginn hinna flokkanna hefur hreinan meirihluta og þeir koma sér ekki saman, hljóta kommúnistar því að ráða úrslit- um mála. Fram hjá þessari stað- reynd verður ekki komizt. Hún verður ekki umflúin með neinu öðru móti en því, að hinir flokk- arnir semji um samstarf sín á milli til myndunar meirihluta á Alþingi. Og eins og til háttar hér verður Sjálfstæðisflokkurinn að vera aðili þess samstarfs, því að ella verður það allt of veikt. Svo myndi t. d. hafa farið, ef Hræðslubandalagið hefði fengið hreinan meirihluta á Alþingi með eitthvað svipuðu fylgi hjá þjóð- inni og það raunverulega fékk. Stjóm þess hefði ekki haft þann bakhjarl hjá almenningi, sem allar stjórnir verða að hafa í lýðfrjálsum löndum. Alþýðusambandið afhent kommúnistum EF ALLIR lýðræðisflokkarnir vinna saman er t. d. hægt að tryggja þeim yfirráðin í Alþýðu- sambandi íslands. Án samstarfs Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks er nokkurn veginn víst, að kommúnistar eru þar alls ráð- andi. Verkamenn úr Sjálfstæðis- flokknum voru í haust fúsir til samstarfs við Alþýðuflokksmenn, þrátt fyrir stjórnarandstöðu Sjálfstæðismanna. Meginþorri Alþýðuflokksmanna vildi þetta einnig, en þá skárust foringjarn- ir í leikinn. Að kröfu Hermanns Jónassonar heimtuðu þeir sam- starf við kommúnista og knúðu það fram í nokkrum félögum. Með því voru völd Hannibals Valdimarssonar og kommúnista tryggð í þessum öflugu samtök- um næsta kjörtímabil. Hermann Jónasson gerði sér auðvitað ljóst, hvað hann var að gera. En kommúnistar höfðu lyklavöldin og sögðust loka fyrir honum Stjórnarráðinu, ef hann legði þetta ekki á borð með sér. Löndunarbanninu afléít HEILINDIN í stjórnarsamstarf- inu sjást einkar glöggt af árásum Þjóðviljans sl. fimmtudag á Guð- mund í. Guðmundsson fyrir lausn löndunardeilunnar við Breta. Að þessari lausn hefur lengi verið unnið og er á engan hallað, þótt sagt sé, að þar eiga þeir mestar þakkir skyldar af hálfu íslendinga Ólafur Thors og Pétur Benediktsson. Málið er þó, að nokkru leyst & óhagstæðari hátt en þessir menn höfðu lagt grxxndvöll að. Þjóð- viljinn hefur mánuðum saman haldið uppi harðvítugum árásum á Ólaf Thors af þessu tilefni. Blaðið er því í afleitri klípu, þegar ríkisstjórn, sem tveir kommúnistar eiga sæti í, leysir málið ver en vonir stóðu til, með- an kommúnistar létu sem verst. Þjóðv. reynir að bjarga sér úr klípunni með því að skrökva því upp, að Ólafur Thors hafi viljað fallast á frekari skuldbind ingar gagnvart Bretum. Allt er það gersamlega tilhæfulaust. Vinnubrögð Lúðvíks VIÐBRÖGÐIN eru að öðru leyti býsna kátleg. Þjóðviljinn talar um Guðmund í. Guðmundsson „utanríkisráðherra Alþýðuflokks ins“ í mótsetningu við „íslenzku ríkisstjórnina". Blaðið gengur jafnvel svo langt, að segja, að það, sem Hans G. Andersen, sendiherra, hefur út í löndum lýst yfir af hálfu íslenzkra stjórnvalda, sé „algerlega per- sónuleg afstaða hans til máls- ins“. Hið sanna í málinu er að Hans G. Andersen hefur ekkert gert annað en það, sem utanríkisráðu- neytið hefur lagt fyrir hann. — Utanríkisráðherra hefur og hald- ið sér innan síns verkahrings, enda mun hann hafa fengið sam- þykki meðráðherra sinna annara en kommúnista til athafna sinna. Og hvað sem um það er, þá er víst, að allt, sem gert hef- ur verið í málin, er fullgilt. Hitt er og áreiðanlegt, að eftir ís- lenzkum stjómlögum ber Lúðvík Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.