Morgunblaðið - 16.12.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.1956, Blaðsíða 10
10 MORCll XBl 4 Ðlfí Sunnudagur 16. des. 1956 Húsgögn til jólagjafa Höfum innskotsborð, spilaborð, póleruð stofuborð og kommóður í fjölbreyttu úrvali. Húsgagnaverzlun Guðmundar Guðmundssonar, LAUGAVEGI 166. Reglusamur, ungur skrifstofumaður óskast nú þegar. Tæknileg þekking æskieg. Skipa- og vélaeftirlitið. Ægisgötu 10. NÝKOMIÐ Töskur í mjög fallegu úrvali ^JJattabúJ Uevflýauí(ur Laugaveg 10 Þrjú stórverk komin á murkaðinn irá Bókaíorlagi Odds Björnssonar BLAÐINU hafa borizt 5 nýjar bækur frá Bókaforlagi Odds Bjömssonar á Akureyri. Eru það „Ævintýramaðurinn“ eftir finnska höfundinn Mika Waltari, sem einnig skrifaði „Egyptann", er sama forlag gaf út hér á landi, og hlaut miklar vinsæld- ir. Þá bókin „Sú nótt gleymist aldrei eftir Walter Lord, er fjallar um Titanic-slysið, enn- fremur skáldsagan „Einskonar bros“ eftir hina ungu frönsku skáldkonu Francoise Sagan, er fræg varð fyrir söguna „Sumar- ást“, sem hér kom út í fyrra. Þá íætur forlagið einnig frá sér fara tvær barna- og unglinga- bækur, „Undraflugvélina“ eftir Ármann Kr. Einarsson og „Tóm- stundir“, sögur, leikrit og Ijóð eftir Vald. V. Snævarr. „Æ VINTÝR AM AÐ URINN“ Mika Waltari er okkur að góðu kunnur fyrir skáldsöguna „Egypt ann“, sem hlaut feikna-útbreiðslu hér á landi er hún kom út. Waltari er einn hinna kunnustu nútímahöfunda, sem byggja skáld verk sín á sögulegum viðburðum að einhverju leyti. Þannig var það með „Egyptann" og þannig er það líka með „Ævintýramann- inn“, þótt ekki sé í henni leitað eins langt aftur tímann. Ævin- týramaðurinn Mikael lifir og hrærist í hinum hrikalega heimi siðaskiptabaráttunnar. Alls stað- ar lendir hann í ævintýrum, Listmunir Söguskáldverk eflir Wallari, ásfars. eftir Francoise Sagan og frásögn um Titanic-slysið. Ennfremur 2 barnabækur Stundum er hann hetja og stunc um þorpari. Hann leggur fyrir sig margs konar störf og þvælist um alla Evrópu, ríkur eða fátæk- ur eftir því hvernig vindurinn blæs í sviptivindum uppreisnar- innar gegn páfaveldinu. — Jafnframt er bókin ástarsaga, full af kímni og að öðrum þræði saga bardaga og písla, sem sagt ævintýrafrásögn. Þýðinguna hefir Björn O. Björnsson gert eins og á „Egypt- anum“. Er hún lipur og smekk- leg. „EINSKONAR BROS“ Þetta er önnur bók þessarar frönsku stúlku, sem nú er að- eins tvítug. Ástarsaga eins og sú fyrri. Var hennar að sjálfsögðu beðið með mikilli eftirvæntingu, því að höfundurinn, Francoise Sagan, varð heimsfræg fyrir sög- unni „Sumarást". Þessi nýja skáldsaga, sem nú kemur út í snjallri íslenzkri þýð- ingu Guðna Guðmundssonar hef- ir hlotið ágæta dóma erlendra gagrirýnenda og er af þeim talin taka hinni fyrri fram. Leikur enginn vafi á því lengur að þessi franska stúlka er mikill skáld- til jólagjafa: sagnahöfundur. Bókin hefir orðið metsölubók bæði í Bandaríkjun- um og Frakklandi. Þetta er ástar- saga ungrar stúlku og miðaldra manns. Hún á elskhuga fyrir og hann er giftur. Aðstæðurnar eru því býsna erfiðar, en hvernig hin franska stúlka leysir vanda sögu- hetju sinnar fá menn aðeins að vita við lestur bókarinnar. „SÚ NÓTT GLEYMIST ALDREI“ Talið er að enginn hafi aflað sér jafnvíðtækrar þekkingar um Titanic-slysið eins og höfundur þessarar bókar, Walter Lord. Síðastliðin 28 ár, eða allt frá því hann var 10 ára gamall, hefir hann linnulaust haldið áfram að auka þekkingu sína á afdrifum þessa skips, sem talið var að ekki gæti sokkið. Hann hefir per- sónulega talað við fjölda þeirra, sem af komust, og haft bréfa- skipti við hina, ennfremur haft samband við skyldmenni þeirra sem fórust, pælt í gegnum rétt- arskjölin í málinu, kynnt sér uppdrætti og skýrslur er varða skipið og byggingu þess. Allt þetta hefir höfundurinn fléttað saman í frásögn, þar sem lesand- inn er sjálfur þátttakandi í at- burðunum. Sagan er lifándi frá- sögn af einhverju hinna hrika- legustu sjóslysa veraldarsögunn- ar. Bókina hefir Gísli Jónsson menntaskólakennari þýtt á gott mál. í bókinni er fjöldi mynda frá atburðunum. Kjólar — Kjólar UlSarkjölar Síðcle giskjólar Kvöldkjólar Samkvæmiskjólar IVfikið ©g fjölbreytt wrval Gullfoss Aðalsfrœti Smelltar skálar Smelltir skartgripir ★ Dýrmætustu munir fornrar gullsmíði og kirkju- silfurs eru skreyttir marglitu smellti, — hér á landi sem annars staðar. Listsýningar álitunnar hafa síðustu árin hafið hina fornu listgrein til nýs vegs — og hafa þar lagt saman hinir frægustu listamenn og færustu smiðir. Jóhannes Jóhannesson listmálari og gullsmiður hefir tekið upp hina fornu listgrein og nú um skeið unnið að henni á verkstæðum vor. um, og eru gripir hans til sölu í verzluninni. Þetta ertu kjörgripir — hver með sínum svip — sem sjálfsagt er fyrir þá að kynna sér, er vilja velja sérstæðan grip í jólagjöfina. „Fagur gripur er æ til yndis“. iliin Slpunússon ^kartjripavsrzlun I Hin marg eftirspurðu þýzku jersey náttföt og náttkjólar komin aftur í öllum stærðum BARN ABÆK l.'RNAR „Tómstundir" Vald. V. Snævarrs að Völlum í Svarfaðardal fyrr- um skólastjóra, er safn smásagna, leikrita og ljóða. Er hér um að ræða hugljúft lestrarefni, sem hollt er börnum og unglingum. Valdemar er löngu landskunnur af ritverkum sínum. Hann er ein- lægur trúmaður, gáfaður og drengur hinn bezti. Þekking hans sem skólamanns kemur og fram í þessu kveri hans, sem höfund- ur segir. sjálfur að til hafi orðið á starfsárunum í Húsavík og Nes- kaupstað. Hafi hann geymt ým- islegt, sem hann samdi fyrir bömin þar. Höf. kveðst vona að börnin lesi, leiki og syngi það sem bókin býður upp á og ef það hljóti vinsældir, muni fleira á eftir koma, því meira muni vera til. Ármann Kr. Einarsson er orð- inn kunnur fyrir skemmtile'gar barna- og unglingabækur. Hann hefir valið sér að yrkisefni verk- efni, sem eru hugstæð ungling- unum, svo sem ævintýraverk- færi tækni síðustu ára. Eins og allir, sem ungum strákum hafa kynnzt, veit hann að flugvélar og flugævintýri eru þeim einkar hugstæð og svo er Ármann langt kominn í tækninni að hann notar þyrilvængjuna í síðustu bók sinni „Undraflugvélinni". Þetta fléttar hann á skemmtilegan hátt inn í íslenzkar aðstæður og jafnvel ís- lenzkt sveitalíf. Aðalsöguhetjan í bókinni er Árni, sem einnig hefir gengið í gegnum næstu 3 bækur á undan, „Falinn fjársjóð- ur“, „Týnda flugvélin“ og „Flug- ferðin til Englands“, Allar eru bækurnar sjálfstæðar að efni, en persónur og atburciarás tengja þær að nokkru saman. Þessi bók er sem fyrri bækur Ármanns, skemmtileg og prýdd skopteikn- ingum Halldórs Péturssonar, sem gefa bókinni enn aukið gildi. Allar þessar bækur eru mjög skemmtilegar að frágangi og vandaðar. Þær eru sígildar að efni til og því heppilegar til gjafa. Þær eru prentaðar í hinu í vandvirka Prentverki Odda | Björnssonar á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.