Morgunblaðið - 16.12.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.12.1956, Blaðsíða 3
Sunnudagur 16. des. 1956 MORGVNBLAÐ1Ð 3 Olíuokur SIS andúð og vekur almenna fordæmingu Kommúnistaráðherrann hefur vald til að ákveða farmgjöldin lægri en nofar Jboð ekki bandi við flutning á aðalnauð- synjavöru framleiðslunnar til landsins. VERÐUR HAMRAFELUIÐ UEIGT ÚR LAXDI? er þess vegna út í bláinn. Aðal- atriðið, er, að þegar hið íslenzka olíuskip var keypt var reiknað með því að það gæti gefíð góðan hagnað með farmgjöldum, sem var aðeins brot af þeim sem nú hafa verið ákveðin. En Olíufélag- ið hefur séð sér leik á borði að okra á leigu skipsins. Þetta okur hyggst það framk\ æma í skjóli freklegrar misbe: tingar ríkis valdsins, sem hefur ákvörðun flutningsgjaldanna í sinni hendi. Hér er vissulega um ljótan leik að ræða. íslenzkur sjávar- útvegur, sjómenn og útvegs- menn, sem eiga að borga olí- una hafa verið gerðir að mjólk urkúm ósvífinna gróðrabralls manr.a. Auðvitað bitnar svo okrið á þjóðinni í heild. Þannig er „vinstri stefnan“ i framkvæmd. Þannig gætir hin nýja ríkisstjórn Hermanns Jónas sonar og kommúnista hagsmuna framleiðslunnar. HI® FÁHEYRÐA gróðabrall Olíufélagsins h.f. og SÍS með olíu- flutningana hefur vakið almenna andúð um land allt. Þjóð- in fordæmir harðlega þá gróðafíkn og fjárplógsstarfsemi, sem í því felst, að Olíufélagið ætlar sér að græða milljónatugi á nokkr- um mánuðum fram yfir það, sem hóflegt getur talizt og reiknað var með þegar kaup hins nýja olíuskips voru ákveðin. »OF MIKIL FJÁRFESTING“ Blað kommúnista, sem ekki hefur þorað annað en fordæma gróðrabrall Olí'J.félagsins og S.Í.S. birtir í gær hugleiðingar um sam- vinnufélögin og verzlunarhætti þeirra. Kemst blaðið að þeirri niðurstöðu, að lítill munur sé á samvinnuverzlun og einkaverzl- un hér á landi. Samvinnuverzl- unin sé yfirleitt lítið hagstæðari. Síðan spyr kommúnistablaðið, hvgr sé ástæða þess og kemst því næst að orði á þessa leið: „Hún (ástæðan) er sú að samvinnu- hreyfingin á ísiandi hefur nú um langt skeið ekki notað yfirburði sína til að lækka verðlag, heldur til þess að auka fjárfestingu sína, gera verzlunarkerfi sitt æ víðtækara og traustara. Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur farið hamförum á þessu sviði". Enn segir „Þjóðviljinn": „Allt hefur þetta kostað ó- hemjulegt fé, og verulegur hluti þess er tekinn með verzlunar- gróða, upphæðir, sem hefðu get- að orðið til beinna kjarabóta hafa í staðinn farið í fjárfest- Oliufélagið fyrir að nota ekki tækifærið, sem því gafst með komu Hamrafells til þess að halda olíuverðinu niðri. Kemst blaðið þá að orði á þessa leið: „En svo er að sjá sem alls ekki eigi að hagnýta þetta tækifæri heldur aðeins að halda áfram að safna fjárfestingargróða. Hamra- fell á að flytja olíu til landsins á okurverði---------“ En kommúnistar góðir, hvers vegna látið þið ekki við- skiptamálaráðherrann ykkar banni þetta okur? Hann heíur vald til þess að ákveða farm- gjöldin. Það cr undir hans verndarvæng, sem Olíufél&gið ætlar sér að græða mill.jóna- tugi á nokkrum mánuðum, fram yfir eðlilegan hagnað. Almenningur fer þess vegna ekki í neinar grafgötur um það, að kommúnistar eru sam ábyrgir ríkisstjórninni í heild fyrir hið einstæða gróðabrall Olifélagsins og S.Í.S. í sam- Tímmn lætur í gær liggja að bví, að eiginlega væri réttast að leigja Hamrafellið úr landi fyrst Mbl. sé svo ókurteist að gagnrýna íarmgjaldaokur Olíufélagsins. „Hamrafell myndi hafa stórfelld- ar gjaldeyristekjur ef það flytti olíu erlendis", segir blaðið!! Ætli Eimskipafélag íslands og önnur íslenzk skipafélög gætu ekki sagt eitthvað svipað. En ís- ler.zkum skipum er ætlað það hlutverk að flytja vörur, hvort sem er olía eða annað, fyrir Is- lendánga fyrst og fremst. Nei, Tíminn getur ekki varið það, að Olíufélagið tekur 160 shillinga farmgjald fyrir olíu- smálestina þegar sannanlegt er að það getur flutt hana með góðum hagnaði fyrir 60—> 80 shillinga. Þetta er hrikalegt okur, sem engum íslendingi myndi líðast nema S.Í.S. og Olíufélaginu. VERÐUR EKKI RÉTTLÆTT Þetta okur verður ekki rétt- lætt með því, að til séu ennþá hærri farmgjöld fyrir olíu á heímsmarkaðnum. Olíuskip eru tiltölulega fá í heiminum og oft- ast leigð til langs tíma. Saman- burður Tímans á faríngjöMum I Hamrafells og annarra olíuskipa „Gullnar töflur”, skáld- saga Bjarna M. Gísla- sonar SKÁLDSAGA Bjarna M. Gíslasonar, „Gullnar töflur", er komin út í íslenzkri þýðingu Guðmundar G. Hagalíns. Þessi saga kom út í Danmörku fyrir rúmum 12 árum og vakti þá mikla athygli og hlaut lofsamlega dóma. Var hún talin flytja heilbrigðan boðskap og seldist vel. ingu“. Þetta er þá skoðun kommún- ista. SÍS hefur lagt í of mikla fjárfestingu. Þess vegna er veið- lagið ekkert hagstæðara hjá sam- vinnuverzluninni en einkaverzl- uninni. í þessu sambandi mætti benda kommúnistum á það, að ekki hefur Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, sem þeir stýra lagt í neina stórfellda fjárfestingu. Engu að síður er verðlag í búðum þess ekki lægra en hjá einka- verzlunum. Eitthvað er því losaralegt víð röksemdafærslu „Þjóðviljans". „Þjóðviljinn" ræðst réttilega á „Gullnar töflur" er mikil skáld- saga. Hún er í tveimur aðalköfl- um og er bókin í heild 658 blað- síður að stærð. Svartlistarmyndii 10 málarr: géfnar ut ljósprentaðar • Anna Þorgrímsdóttir hefur ný- lega gefið út ljósprentaðar eftirmyndir af teikningum eft- ir 10 íslenzka listamenn. Er þetta sams konar útgáfa og Lithoprent sendi frá sér í fyrra af ljósprentunum á teikning- um Kjarvals. Eru teikningarn- ar á hvítum kartonpappír, Mynd Snorra Arinbjarnar sýnir sjómenn við netjabætingar. geymdar í smekklegri möppu eða umslagi. Listamenn þeir sem eiga teikn- ingar í þessu safni eruBarbara Árnason, Jóhannes Kjarval, Jón Engilberts, Hjörleifur Sig- urðsson, Snorri Arinbjarnar, Guðmunda Andrésdóttir, Nína Tryggvadóttir, Svavar Guðna- son, Gunnlaugur Scheving og Þorvaldur Skýlason. Þetta eru bæði blýants, penna og pensilteikningar og hafa listamennirnir valið þær og eru því sjálfir ábyrgir um gott val. Myndirnar eru að sjálfsögðu eins misjafnar og höfundarnir eru Nokkrar þeirra eru óhlutræn- ar, eins og myndirnar eftir Guðmundu og Þorvald. Mynd Gunnlaugs Schevings sem er linóleum-rista sýnir fólk á teigi en mynd Snorra sjó- menn gera við net. Ljósprentunin á myndum þessum virðist sérlega vönduð. Tíðkast sams konar útgáfa víða í öðrum löndum og mun það m.a. algengt að fólk kaupi slíkar útgáfur til þess að láta ramma myndirnar inn og hengja þær upp á vegg i hí- býlum sínum til skreytingar. Þtta er eina skáldsaga Bjarna M. Gíslasonar, enda hefir mestur tími hans undanfarin ár farið í að skrifa um íslenzk málefni í Danmörku og hefir ísland þar átt Bjarni H. Gíslason skeleggan málsvara. T.d. hafa tvær bækur komið frá hans hendi um handritamálið. Þá ber að geta hinanr miklu bókmenntasögu hans og ljóða- bók kom út eftir hann fyrir nokkrum árum. Bjarni er ekki fyrsti íslenzki rithöfundurinn, sem kveður sér hljóðs á erlendri tungu, og mun mörgum leika forvitni á að kynn- ast þessu verki hans. Fyrra bindið af Ijóðum Matlh. Jochumssonar komið út ISAFOLDAHPRENTSMIÐJA h.f. hefir sent frá sér fyrra bindi af ljóðmælum þjóðskáldsins vinsæla, Matthíasar Jochumsson- ar. í þessu fyrra bindi sem er 713 blaðsíður auk skýringa eru eingöngu frumort ljóð skáldsins, „flokkuð eftir efni, þar á meðal frumortir sálmar þess“, eins og komizt er að orði í eftirmála Áma Kristjánssonar skólastjóra, sem býr ljóðmælin undir prentun. NÆGUR SJÓDUR Ámi getur þess ennfremur að hér sé ekki um að ræða vísinda- lega heildarútgáfu á ljóðum Matthíasar, ýmsu sé sleppt sem prentað var í fyrri útgáfum þeirra — „einkum síðustu og stærstu útgáfunni, er sonur skáldsins, Magnús Matthíasson, stóð að, og út kom árið 1936, — sér í lagi lausavísum, eftirmæl- um og tækifærisljóðum alls kon- ar“. Og Árni heldur áfram: „Það er skoðun mín að samt sé nægur sjóður eftir og að fás muni sakn- að, sem mönnum var áður kunn- ugt og hugstætt“. í GÓÐAN JARÐVEG Það er ekki neinum vafa undir orpið, að útgáfa þessi falli í góðan jarðveg, ekki sízt hjá ungu kynslóðinni sem ann skáldi sínu en hefir ekki um langt skeið haft tækifæri til að cignast ljóðmæli þess. Þau hafa verið ófáanleg, svo að hér er bætt úr brýnni þörf. — Menn eru áreiðanlega sam- dóina um aö engin uppeldis- áhrif séu betri en náin kynni af ljóðum þessa þýðlynda þjóðskárds og stórmennis. 1 síðara bindinu verða þýdd ljóð og þeir sálmar Matthíasar, sem taldir eru þýddir, en eru þó fremur ortir að erlendri fyrir- mynd. — Bók þessi er prýðilega úr garði gerð og útgefendum til sóma. En hún minnir á þær skyld ur sem þjóðin á við minningu Matthíasar Jochumssonar. Vís- indaleg heildarútgáfa af verkum hans er enn aðeins draumur og ekki hefir verið komið upp minja safni í Sigurhæðum, íbúðarhúsi þjóðskáldsins, sem enn stendur með svipuðum ummerkjum og í tíð skáldsins. Merk ferðabók gefin út af Setbergi Sjóferðasaga og Slaughterbók ME Ð umsvifameiri bókaútgáfufyrirtækjum er Setberg, sem Arinbjörn Kristinsson prentari rekur. Hefir útgáfan gefið út nær tug bóka nú fyrir jólin af öllu tagi, en eitt eiga þær sam- eiginlegt, að frágangur þeirra er allur með því bezta sem hér gerist í bókagerð. Síðustu þrjár bækurnar eru nýkomnar frá útgáfunni og er bókin „Afangastaðir um allan heim“ þeirra merkust. MIKIL FERÐABÓK Það er allmikil bók, og eins og nafnið ber með sér ferðasögur frá nær því öllum heimshlutum. Hana rita ellefu þjóðkunnir ís- lendingar um minnisstæð ferða- lög sem þeir hafa farið. Árni Óla ritar frásögn: Ferð aftur í fortíð, Helgi P. Briem: í borgarastyrj- öldinni á Spáni, Gísli Halldórs- son: Frá Berlín til Hafnar fyrir 11 aura. Guðmundur Daníelsson: Drengur á fjalli. Guðmundur frá Miðdal: f heimsókn hjá Hrein- löppum. Gunnar Dal: Borg hinna dauðu. Jóhann Hannesson: Ferð inn í þokuna, Jón Eyþórsson: í Jötunheimum. Níels Dungal: För til annars heims. Sr. Sigurður Einarsson: Eftirminnileg ferð, Sigurður Þórarinsson: Gengið á Etnu. Eins og af þessu yfirliti má sjá er þetta hin girnilegasta bók til lestrar, enda hefir það löngum verið svo að fátt hafa íslendingar heldur viljað lesa sér til skemmt unar og fróðleiks en góðar ferða. | sögur. ÆVINTÝRI Á SJÓ Þá gefur Setberg út bókina „Svaðilför á Sigurfara". Er það sjóferðasaga og greinir frá ferð höfundar á skútu frá Evrópu til Afríku sumarið 1954. Höfundur- inn er Dod Osborne og hafa fleiri sjóferðasögur hans verið gefnar út í íslenzkri þýðingu. Margra grasa kennir í bókinni, sagt er m. a. frá töframönnum, 'göldrum í Afríku, leynifélögum, mannæt- um í Líberíu og ógnaröld í Mon- róvíu. SLAUGHTER ENNÁ NÝ Þá gefur Setberg og út nýja Slaughterbók, sem nefnist „Lækn ir á flótta“, en ■eins og kunnugt er renna Slaughterbækurnar út eins og heit brauð, og bera þar með kannski nokkuð sérstætt vitni bókmenntasmekk þeirrar þjóðar sem eitt sinn lærði að lesa á íslendingasögurnar. En hvað um það, þjóðin vill hafa sinn Slaughter og engar refjar og hér kemur hann, enn á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.