Morgunblaðið - 16.12.1956, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.1956, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 1C. des. 1956 Jólasveinninn tilkynnir öllum bæjarbúum, að hann, ásamt seppa sínum, skuli fúslega flytja vinum ykkar og kunningjum jólapakka á aðfangadag jóla (á tímanum kl, 2—10 e.h.), ef þess er óskað. — Allar upplýsingar í síma 6883 á Þorláksmessu frá kl. 2—7 e.h. — Einnig tekið á móti pöntunum á að- fangadag kl. 1—2. HYGEA réttir yður hjálparhönd um val á: ilmvötnum steínkvötnum gjafakossum o.fl. Fyrir dömur — Fyrir herra ( Reyk j a víkurapóteki) Sími82866 H JÚLBARÐAR fyrirliggjandi í eftirtöldum stærðum: 5.20x13 (Anglia-Prefect) 5.90x13 (Consul) 6.40x13 (Zephyr Six Zodiac) 8.25x20 FORD-umboðið Kr. Kristjánsson hf., Laugaveg 168—170 — Sími 82295 Reykjavíkurbtcf Framh. af bls. 13 nokkurs Atlantshafslands, nema minnkunin sé bætt með viðbót frá sinhverjum öðrum.“ Allt er þetta harla lærdómsríkt fyrir okkur íslendinga. Önnur ríki Norðurálfu vilja hafa Banda- ríkjaher hjá ‘ sér, ekki vegna Bandaríkjanna heldur vegna eig- in öryggis. Gæzla friðarins getur ekki verið sæmilega örugg nema allar þjóðirnar, hver með sínum hætti, leggi sitt af mörkum til að halda henni við. Tíma-fyrirvari úr sögunni NORSTAD telur, að á þessum meginatriðum muni engin snögg breyting verða. Hann segir að „svipaðs og verið hefur muni ’purfa að krefjast næstu þrjú, "jögur, fimm árin, nema öll stjórn málaaðstaðan breytist gjörsam- lega í þeim heimi, sem við lifum í. Og það er mjög ólíklegt, þrátt fyrir þá afar þýðingarmiklu at- burði, sem gerzt hafa síðustu vik- urnar í Austur-Evrópu.“ Ekki er sízt vert að gera sér grein fyrir breytingunni, sem Norstad telur að orðið hafi frá 1951. Þá hafi ætlunin verið sú, að einungis nokkur hluti liðsins væri reiðubúinn á hinum eigin- lega hættudegi, D-degi, og hafi verið ráðgert að tekið gæti allt að 30 dögum að hafa allt liðið til. Síðan segir hann: „f dag, með atómvopnum, er þýðing tímans gjörólík, mánuðir og ár kunna að hafa þjappazt saman í nokkra daga og vikur. Þörf okkar nú er að hafa h.u.b. 30 hersveitir reiðubúnar á D-degi. Það eru þær hersveitir, sem eru fyrir hendi, sem raunverulega fæla frá árás, eins og nú stendur." Þetta og ýmislegt fleira fróð- legt segir Norstad hershöfðingi í viðtali sínu. Eflaust stendur ekki á stjórnarblöðunum að segja, að ekkert af þessu komi okkur við. Hér sé hershöfðingi aðeins að gera grein fyrir sínum þörfum, og allt sé miðað við að gera okk- ur íslendinga sem hræddasta. En á hverjum ber að taka mark, ef ekki fremstu sérfræðingum í sinni grein, mönnum sem mikils álits njóta hjá öllum, er til þekkja? Og víst er að engin af þessum ummælum eru sögð með okkur sérstaklega í hug, þótt þau eigi við hér ekki síður en annars staðar. íslendingar hafðir að háði VINUM okkar í Danmörku þyk- ir sumum gaman að gera mein- fýsið gabb að okkur, nú síðast með því að líkja okkur við svefn- göngumann á þakmæni, er vakn- aði við neyðaróp annarra, þegar hann sjálfur var að því kominn að stéypast fram af gaflinum. Slíkur er sá vitnisburður, sem Hermann Jónasson hefur aflað okkur með erlendum þjóðum. Blöð bæði í Þýzkalandi og Dan- mörku hafa og í flimtingum, að Islendingar hafi með samþykkt- inni frá 28. marz s.l. sýnt sama hugsunarhátt og maður, sem vill vátryggja eign sína en neitar að borga vátryggingargjaldið. Dagblað í Köln, „Kölnische Rundschau", birti hinn 24. nóv. 1956 grein eftir Cornelius, hern- aðarsérfræðing blaðsins, með þriggja dálka fyrirsögn: „Áhyggj ur um norðurhlið Atlantshafs- bandalagsins". Undirfyrirsögnin er: „ísland verður eftir sem áður mikilvæg stoð í öryggiskerfi Vest urlanda.“ í þessari grein segir m.a.: fsland ómissandi „Við höfum áður rætt um það, að ef í hart slær, þá standa og f alla varnir Evrópu, sem og vista- flutningar til heimavígstöðvanna í Evrópu, með því að hægt sé að tryggja öryggi sjóflutningalpið- arinnar yfir Atlantshafið. En ör- yggi þessarar flutningaleiðar er ógnað af flugher og flota Sovét- ríkjanna. Það er örðugleikum bundið fyrir flota Rússa á Svartahafi og Eystrasalti að sigla út á Atlants- hafið. En flotadeildir þeirra, sem bækistöðvar hafa í höfnum Norð- ur Rússlands, eiga hins vegar fremur greiðan aðgang að opnu úthafinu. Því er mikilvægt fyrir öryggi siglingaleiðarinnar yfir Atlants- hafið, að hægt sé sem allra nyrzt að hefja leit að stríðsskipum Rússa og ráðast á þau. í Evrópu er nú talað um að hafa varnirnar eins nærri óvinunum og unnt er, og hið sama á ekki síður við á 'Atlantshafinu. ísland^ sem eir mitt á milli Suður Noregs, Skot- lands og Grænlands, er einmitt sú bækistöð, sem gerir slíkar varnir á Atlantshafi framkvæm- anlegar. Auk þess er ísland ómissandi sem liður í hinni víðtæku radar- gæzlu, sem Bandaríkin halda uppi til að varna árásum að óvör- um, hvort sem er árásum mann- aðra flugvéla eða fjarstýrðra flug skeyta. Ef íslands missti við þýddi það, að inn í öryggiskerfi vestrænna þjóða stæði eftirlits- laus geiri, sem opnaði árásarflug- vélum leið allt í senn að New York, London, eða Ruhr-hérað- inu. Árásaraðilinn hremmir landið KRAFA íslenzku ríkisstjórnar- innar um brottför bandaríska herliðsins hefur því hina alvar- legustu þýðingu, ekki aðeins fyr- ir Bandaríkin, heldur fyrir NATO í heild og þar með einnig fyrir Vestur Þýzkaland. ísland hefur að vísu heitið því, að það skuli viðhalda og verja þau varnarmannvirki, sem nú hafa verið reist þar. En getur þetta ríki með svo lága íbúatölu, sem hefur ekki einn einasta vopn aðan hermann, yfir höfuð gegnt slíku hlutverki? Vér álítum að svo sé ekki. 5 Varnarlaust fsland mun, ef styrjöld brýzt út, óhjákvæmilega falla í hendur þeim aðila, sem fyrstur gerir árás og hefur þann- ig forskotið af því að koma á óvænt. Árásaraðilinn verður fyrri til að hernema landið með árás úr lofti og af sjó og taka i sínar hendur þau hemaðarmannvirki sem þar standa og færa sér í nyt landfræðilega stöðu eyjarinnar. Enn er ekki hægt að segja fyr» ir, hvernig samningum um fram- tíð hernaðarmannvirkjanna á ís- landi muni ljúka. Atlantshafs- bandalaginu og þar með einnig okkur Vestur-Þjóðverjum, er það lífsnauðsynlegt að niðurstaðan verði slík, að norður-varnarhlið- in hrynji ekki. Rússar munu hins vegar í laumi gera allt, sem þeir geta, án þess að eiga sjálfir nokkuð á hættu, til þess að höggva skarð í varnar- kerfi Atlantshafsbandalagsins." Mjög eftirtektarvert er, að þessi sérfræðingur telur að ekki nái neinni átt að láta vamarstöðv ar hér standa óvarðar. Slíkt yrði aðeins til að auka hættuna eins og Sjólfstæðismenn hafa bent á. Rauði herinn UM ÞÁ hættu sem hinum frjálsa heimi er búin af ofbeldisríkinu í austri, má lesa í nýrri bók, er enski herfræðingurinn Liddel- Hart hefur safnað til, og nefnist í hinni bandarísku útgáfu, Rauði herinn. Þarna er samankominn mikill fróðleikur, og þykir það ekki sízt eftirtektarvert, að sýnt er fram á, að Rússar eru nú einir jafnfærir í „gamaldagsstyrjöld- um“ sem atómvopna-árás. Enda er bent á, að þeim muni ekki síð- ur verða ágegnt um heimsveldis- áform sín með því að leggja lönd- in undir sig smátt og smátt en með því að gera stór-árás. Einn af þekktustu sérfræðing- um Bandaríkjanna um utanríkis- mál sagði, er hann hafði lesið bókina: „Líklegt er að sá, sem les bókina, sofi verr en ella. Hitt er ólíklegt að hann vilji afnema herkvaðning, minnka bandaríska herinn eða skerast úr leik í At- lantshafsbandalaginu." Ekkert af því, sem nú hefur verið rakið er miðað við islenzka lesendur eða að neinu leyti samið undir áhrifum íslenzkra manna, Engu að síður á það mikið erindi til okkar íslendinga og sann- ar enn einu sinni það, sem skyni bornir menn bentu á strax í vor, að bezta ráðið til að tryggjaheims friðinn er að efla Atlantshafs- bandalagið og að hver sá, sem þar skerst úr leik, er að auka hætt- una á nýrri heimsstyrjöld. Husnæðismálin ALGERT aðgerðaleysi núverandi ríkisstjórnar um lón til íbúðar- húsabygginga er nær óskiljanlegt. Hannibal Valdemarsson opinber- aði raunar fákunnáttu sína í þess um efnum, þegar hann á dögun- um lýsti yfir, að ekkert samband væri á milli möguleika til fjár- öflunar í þessu skyni og spari- fjársöfnunar landsmanna. En hún hætti með öllu, þegar núver- andi stjórn tók við. Málið er þvi erfiðara en ella. Því meira ríður á skynsamlegum aðgerðum Sjálfstæðismenn í húsnæðis- málastjórn, Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Ragnar Lárusson tóku málið upp þar. Bentu þeir á, að nú þyrfti að útvega 250 milljónir króna í þessu skyni og lögðu til að 100 millj. króna þar af yrði aflað með lántöku er- lendis. Málinu var síðan fylgt eftir á Alþingi með tillöguflutn- ingi af hálfu Sjálfstæðismanna í sömu átt. Stjórnarliðið væri ólíkt sjálfu sér, ef það samþykkti þessar til- lögur, en vonandi verða þær þó til að vekja það af værum blundi. Kopavogur! Eitt eða tvö herbergi með sérinngangi óskast. — Meiga vera i kjalara. — Tilboð merkt: „Kópavogur — 7404“, sendist Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.