Morgunblaðið - 16.12.1956, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.12.1956, Blaðsíða 17
Sunnudagur í6 des. 1956 \f O K r: T7 y r f 4 f) ] i 17 Húnvetningabækiir SÖGUFÉLAG Húnvetninga og Húnvetningaíélagio í Reykjavilc hafa á undanförnum árum gefið út nokkur merkileg rit, sem öll varða sögulegán fróðleik um settir og æviferil manna í Húna- vatnssýslu. Hafa ýmsir sögu- fróðir menn innan héraðs og ut- an ritað bækur þessar. Er þar að finna merkileg ágrip af ævi- sögum ýmissa manna og mikill fróðleikur um ættir og ævintýri þeirra, mest frá 19. öldinni og fyrstu áratugum þessarar. Þessi rit hafa komið út í safni því er hér um ræðir: 1. Brandsstaðaannáll. Gefinn út 1941. Búinn til perntunar af dr. Jóni Jóhannessýni. 2. Búnaðarfélag Svínavatns- og Bólstaðahlíðarhreppa. Aldar- minning. Gefin út 1944. — Höfundur: Jónas B. Bjarna- son og Gunnar Árnason. 3. Svipir og sagnir. — Þættir úr Húnaþingi. Gefið út 1948. Höfundar: Magnús Björns- son, Jónas Illugason, Bjarni Jónasson og Gunnar Árna- son. 4. Hlynir og hreggviðir. — Svipir og sýnir II. Gefið út 1950. Höfundar: Bjarni Jónasson, Magnús Björnsson, Jónas Ulugason, Kristín Sig- valdadóttir og Gunnar Árna- son. 5. Troðningar og tóftabrot. — Svipir og sagnir HI. Gefið út 1953. Höfundar: Jón Jóhann- esson, Kristleifur Þorsteins- son, Jónas Illugason, Sigurð- ur Nordal, Bjarni Jónasson, Magnús Björnsson, Jón Marteinsson og Gunnar Árnason. 6. Búsæld og barningur. — Svipir og sagnir IV. Gefið út 1955. Höfundar: Jón Jó- hannesson, Magnús Björns-. son, Jónas B. Bjarnason, Guðmundur Jósafatsson, Bjarni Jónasson, Pétur Þ. Ingjaldsson, Friðrik Á Brekkan og Jón Marteinsson. í þessu síðasta riti eru margar merkilegar ritgerðir eins og í hinum fyrri. Aðalritgerðirnar, er hafa að geyma mikinn og skemmtilegan fróðleik, eru tvær greinar Magnúsar Björnssonar: Nýjar Hrímfells- bækur KOMIN er út á vegum Bókaút- gáfunnar Hrímfells sj ómannasög- ur, Helvegir hafsins. Fjallar bók- in um hetjudáðir sjómanna á haf- inu. Hún er 284 blaðsíður að stærð og prentuð í Prentsmiðj- unni Odda hf. — Önnur Hrím- fellsbók í ár er: í leit að Paradís, ferðasaga frá Austur-Asíu og Kyrrahafseyjum. Hún er eftir! dr. Olle Strandberg. I Hafnamenn á Skaga og Sigurður stóri og svo ritgerð Bjarna Jónas- sonar um hinn ægilega harðinda- kafla á árunum 1881—1887. Eru þessar ritgerðir mjög fróðlegar og mikils virði fyrir alla Hún- vetninga og aðra fróðleiksfúsa menn. Einkum vil ég geta þess að ritgerðin Hafnamenn á Skaga er þannig, að allir sém eru af hinni merkilega Hafnaætt og þeir eru margir, mundu hafa mikla ánægju af, að kynna sér þann ættarfróðleik og ævintýra- sagnir, sem þar er að finna. Annars er allt þetta safn þann- ig, að hver sá Húnvetningur, sem ann sögulegúm fróðleik hefir gott af að éiga það og lesa. Er og víst um það, að margir mcnn þó ekki séu Húnvetning'ar hefðu og gott af að kynna sér þeífei rit. Þau eru öll ódýr og æski- legra lestrarefni, en margt það er nú á tímum flæðir yfir á okk- ar bókamarkaði. Þá má einnig geta þess að Húnvetningaíélagið á Akureyri hefir ráðizt í merkileg úígáfu- störf. Að vísu nokkuð annars eðl- is, en ekki síður á merkilegum leiðum. Húnvetningaljóð, sem eru vís- ur og kvæði 66 höfunda voru gefin út 1955 og sáu um þá út- gáfu þeir Rósberg G. Snædal og Jón Rögnvaldsson. Þeirrar bók- ar hefir nokkuð verið getið í blöðum og útvai-pi og skal eg eigi fjölyrða um hana hér. Flestir ljóðavinir munu þó telja hana nokkurs virði, og vel g'etur verið, að ég minnist hennar nokkru nánar síðar. Einkum vegna þess, að þar birtist rnargt ágætra vísna frá höfundum sem alveg i eru óþekktir áður. Þá er þess að geta, að hið sama félag hóf á síðasta vori útgáfu tímariti sem heitir „Húnvctn- ingurÁ Er ritstjóri þess Rósberg G. Snædal. Þetta rit er helgað nútímanum í okkar ágæta héraði. Þar er sagt frá frarnkvæmdum stórum og smáum og margvísleg- ar fréttir úr einstökum sveitum héraðsins. Þar eru og ijóð og ann- að til gagns og gleöi. í þessu fyrsta hefti er stærsta ritgerðin eftir Pál Kolka héraðslækni og gefur hann þar glöggar lýsingar af byggingu og byggingarsögu okkar ágæta héraðssjúkrahúss á Blönduósi. Fylgja margar mynd- ir. Þetta rit fer þannig af stað að mikil ástæða er til fyrir alla framfarasinnaða Húnvetninga að I gefa því gaum, kaupa það og lesa. Er vonandi að þetta rit geti haldið áfram. Það mundi áreið- anlega bjarga frá gleymsku og glötun margvíslegum fróðleik varðandi sögu m.anna og fram- kvæmda í okkar héraði. Eiga útgefendur og ekki sízt ritstjórinn þakkir skilið fyrir áhuga sinn og framtak á þessu sviði. Það er sannarlega mikils- vert starf að vinna að því, sem allir Húnvetningar heima fyrir og burtfluttir geta sameinazt um og haft sér að ánægju. Nóg er af hinu sem leiðir til sundrungar og ógagns. Þær bækur sem hér hefir ver- ið minnzt á eru aUar til þess gerðar að auka ánægju og sóma okkar héraðs. Og þaer fást allar hér í bókaverzlunum. pt. Reykjavík, 10. des. 1956 Jón Pálmason. Hagnytar jólagjafir Glæsilegar vetrarkápur — peysufatafrakkar í úrvali. — Verð frá 795 kr. Fallegar kvenpeysur í úrvali einnig kven- pils. — Mikið úrval af hálsklútum og slæðum Kápu- og dömuhúðin Laugavegi 15 íJ.'rcr iandsfrœgu ^msar gerðir fyrirliggjandi. Q RIGINAb Q OHNER Umboðið Túngötu 7. Sisli c7. cloíinsen Símar: 2747—6647. ííl: Jóíammnishlað Bókíellsúfgáíunnar nr. 2 Sígildar gjafabækur við hagslæðu verði BlaSamanna- bókin I—IV í skinnbhndi og gjafaöskju kr. 293,00 (80 les- málsarkir) í rex. kr. 220.00. íþróttir fornmanna (ný myndskreytt útgáfa) eftir Dr. Björn Bjarn- arson, ib. 85.00. Fortíð Reykjavíkur eftir Árna Óla, ib. rex. 60.00 Sjö dauða- syndir. Sjö sannar ísl. sakamálasögur eftir Dr. Guðbrand Jónsson. Innb. í skinn 68.00 Innb. í rex. 58.00 r Bókfellsúfgáfan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.