Morgunblaðið - 19.12.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.1956, Blaðsíða 1
24 síður Stórfelldir nýir skattar og tollar einu „úrræði" ríkisstjórnarinnar Jólaglaðningurinn sóftur Aframhaldandi útflutningsuppbœfur til sjávarútvegs og landbúnaðar í gær kl.. 2 síðd. byrjaði Happdrætti Háskóla íslands að borga út jólaglaðninginn, vinninga úr 12. flokki. Þegar þeir eru borgaöir, þá dugir ekkert minna en salur Tjarnarbíós til þess að afgreiðslan geti gengið sem allra greiðast og þar var þessi mynd tekin í gær- dag er biðröð glaðra viðskiptavina happdrættisins gekk fyrir þá Pétur Sigurðsson háskólaritara og Pál Pálsson gjaldkera, sem önn- uðust útborgunina. Þeir greiddu í gær alls um fjórðung milljónar. Hæsti vinningurinn kr. 250.000.00 var þar ekki með, því hann kom á miða austur á Norðfirði, en í gær voru borgaðir 50,00 kr. vinn- ingurinn og 25.000 kr. vinningurinn, — laglegur jólaglaðningur. Á morgun og á fimmtudaginn verður haldið áfram að borga út vinn- inga í Tjarnarbíói og er hugmyndin að Ijúka greiðslu vinninganna alveg þessa tvo daga. Otto John grét í réttinum KARLSRUHE, 18. des. — Otto John, fyrrum yfirmaður leyniþjónustu V-Þjóðverja, bíður nú dóms, svo sem kunn- ugt er, og er hann ákærður fyrir að hafa farið til A-þýzka lands í júlí 1954 af frjálsum vilja til þess að styðja komm- únista í áróðri þcirra. Nú hef- ur John hins vegar neitað þessum sakargiftum eftir að hann flýði yfir til V-Þýzka- lands fyrir nokkru — og hef- ur mál hans verið fyrir rétti í um það bil mánuð. Búizt er við að dómur verði kveðinn upp á laugardaginn. f dag krafðist verjandi Johns al- gerrar sýknunar — og John grét sjálfur frammi fyrir rétt- inum. Hvergi ö'rlar á neinni 99nýrri stefnu* >0 Japanir í S. Þ. NEW YORK, 18. des. — Japanir hafa í dag hlotið aðild að Sam- einuðu þjóðunum og tók japanski utanríkisráðhcrrann, Shigimitsu, sæti á Allsherjarþinginu. Skyndidómstolarnir haín ldtið lilldta 150 manns Frv. um útflufningssjóð o. fl. lagt fram á Alþingi í dag RÍKISSTJÓRNIN afhenti í gær blöðunum frumvarp sitt um hSn margboðuðu „úrræði“ til lausnar efnahagsvandamálunum. Verður það væntanlega lagt fram á Alþingi í dag. Er þetta allmikill bálkur í 40 greinum. f stórum drátttum má segja um frumvarp þetta, að í þvi felist engin ný stefna í efnahagsmálum þjóðarinnar. Kjarni þess eru ákvæði um skattheimtu, tollheimtu og stórhækkaðar álögur á þjóðina. Hefur því og verið lýst yfir af hálfu stjórnarinnar að ætlunin sé að leggja á samkvæmt því mikið á þriðja hundrað millj. kr. nýja skatta. Þar að auki er áformað að setja á þessu þingi löggjöf um nýjan stóreignaskatt, sem á að gefa um 80 millj. kr. tekjur á 5 árum. Samkvæmt þessu frv. ríkisstjórnarinnar skal sjávarútvegurinn, vélbátar, togarar og vinnslustöðvar styrktur með útflutningsuppbótum, sem eru nokkru hærri en á því ári, sem nú er að líða. Skal því fé, sem aflað er með hinum hækkuðu sköttum og tollum fyrst og fremst varið í því skyni. ÚTFLUTNINGSSJÓÐUR OG STJÓRN HANS Samkvæmt 1. gr. frv. skal stofn- áður nýr sjóður í stað framleiðslu sjóðs. Nefnist hann útflutnings- sjóður. Skal stjórn hans skipuð 5 mönnum, er ríkisstjórnin skip- ar, einn eftir tillögu Stéttarsam- bands bænda, annar eftir tillögu Landssambands útvegsmanna og þrír án tilnefningar. Fé þessa sjóðs skal varið til þess að verðbæta útflutningsaf- urðir og styðja útflutningsat- B' VÍN, 18. desember: IÚTAPESTÚTVARPIÐ skýrði frá því í dag, að meira en 400 menn hefðu verið handteknir í borginni siðasta sólarhring- inn grunaðir um að hafa haft vopn undir höndum — og verða þeir dregnir fyrir skyndidómstóla. Aðrar heimildir herma, að um 150 manns hafi þegar verið líflátnir samkvæmt úrskurði þessara dóm- stóla. Það hefur og verið tilkynnt í Búdapest, að stjórnin hafi nú hafið sérstaka herferð gegn leynisamtökum þeim, er greiða fyrir flóttamönnum yfir landamærin til Austurríkis. Ætla „kannske “ að skila stríðsföngum MOSKVA, 18. des. — Svo sem kunnugt er, hefur verið birt sam- komulag milli pólsku stjórnar- innar og Ráðstjórnarinnar þess efnis að rússneski herinn verði áfram í Póllandi, en í samkomu- lagi þessu segir, að hinn rúss- ★ ★ ★ 1 fyrsta sinn í dag skýra blöðin í Ungvei-jalandi frá flóttamanna- straumnum til Austurríkis — og segir þar, að um 151,000 manns séu flúnir — og um 67,000 þessa fólks muni verða áfram í Aust- urríki. ★ ★ ★ Flóttamenn, sem komu síðast yfir laridamærin skýra frá því, að rússneslci herinn hafi víðast hvar umkringt verksmiðjur og iðjuver, en verkamenn hafi hins vegar framleiðsluna algerlega í hendi sér. Sums staðar hati frelsissveitir heil héruð svo að segja á sínu valdi — svo sem bæinn Miskolcz. Aðrir skýra frá því, að frelsissveitir berjist víða enn við Rússa. ★ ★ ★ Einnig herma fregnir, að sieg- ið hafi í bardaga með rússnesk- um hermönnum, sem voru fyrir i landinu, er uppreisnin brauzt út Fiamh. á bls. 2. Spaak segir: S.Þ. gagnslaus stofnun New York, 18. des. IGREIN, sem hinn væntanlegi framkvæmdastjóri Nato, belgíski utanríkisráðherrann Paul-Henri Spaak, skrifar í bandarískt tímarit, fer hann hörðum orðum um frammistööu S.Þ. í afskiptum þeirra af heimsmálunum að undanförnu. Segir Spaak, að samtökin hafi herferðir Arabaríkjanna gegn aldrei staðið jafnnálægt því að bregðast vonum alheims — og cinmitt síðustu vikurhar. Augu S.Þ. hafi algeriega verið lokuð fyrir atburðum þeim, sem sam- tökin hefðu átt að skipta sér af — og afskipti þeirra af Súez- deilunni nú væru skopleg. S.Þ. hefðu látið það afskiptalaust, að ísraelsskipum var meinað að sigla um Súez-skurðinn, þær hefðu einnig látið afskiptalausar ísraelsmönnum og viðbúnað þann, sem Arabar liefðu til þess að afmá fsrael — og einnig hefðu þau látið vopnasölu Egypta til Alsír afskiptalausa. S.Þ. hefðu staðið álengdar — aðgerðalaus- ar, er stofnskrá þeirra var þann- ig þverbrotin. Spaak segir, að vinda verði bráðan bug að því að breyta stofnskránni — og afnema m. a. neitunarvaldið. neski her skuli halda sig í bæki- stöðvum sínum — og allir liðs- flutningar verði að fara fram samkvæmt leyfi pólsku stjórnar- innar. Moskvuútvarpið ræddi samninginn í dag — og sagði m.a., að það væri nauðsynlegt að hafa rússneskan her í Póllandi vegna yfirgangsstefnu V-Þjóðverja og árásarhættunnar þaðan. Einnig sagði útvarpið að fyrirheit hafi verið gefið um það, að hafinn yrði heimflutningur pólskra stríðsfanga, sem enn eru í nauð ungarvinnu í Rússlandi. . Ekki dregið úr styrk Noto 9 Dulles skýrði frá því á blaðamannafundi í dag, að Bandaríkin hygðust ekki draga úr herafla sínum í V.-Evrópu, því að slíkt mundi verða til þess að draga úr styrk NATO. 9 Einnig sagði Dulles, að Bandaríkin mundu á engan hátt reyna að færa sér í nyt aðstöðu Rússa gagnvart A.-Evrópuríkj- unurn. 9 Dulles skýrði og frá því, að í ráði væri að bjóða Tito til Bandat-íkjanna. vinnuvegi landsmanna á þann hátt, sem nánar er tiltekið í frv. STYRKUR TIL TOGARANNA Samkvæmt frumvarpinu skulu daggreiðslur til togara, sem byggðir eru eftir 1946, vera fyrir hvern dag, sem skipinu er haldið til veiða, sem hér segir: 1) Á saltfiskveiðum kr, 6000 á dag. 2) Á ísfiskiveiðum fyrir innan landsmarkað kr. 5000 á dag. 3) Á ísfiskveiðum þegar land- að er erlendis kr. 3500 á dag. Þessu til viðbótar skal greiða togurum þeim, sem komu tii landsins eftir 1949, kr. 600 fyrir hvern dag, sem skipinu er haldið til veiða. Þá eru ákvæði um greiðslu- frest á afborgun lána, er stofn- lánadeild sjávarútvegsins hefir veitt til kaupa á togurum. STUÐNINGUR VHE) BÁTA- ÚTVEGINN Gert er ráð fyrir að ríkissjóður greiði vátryggingariðgj öld fiski- báta þannig: Sé úthaldstími tái fiskveiða miðað við eitt ár 9 mánuðir eða lengur, skal greiða hálft ársiðgjald, en sé úthalds- tíminn skemmri, lækkar iðgjalds. greiðslan hlutfallslega. Greiða skal bátaútvegsmönn- um úr útflutningssjóði útflutn- ingsuppbætur, sem nema 24,45 af hundraði af fob. verði freðfisks, saltfisks og skreiðar, sem fram- leitt er eftir 1. jan. 1957. Enn fremur skal greiða bátaútflutn- ingsmönnum 14,18 af hundraði fob. verðs útfluttra hrogna, sem framleidd eru á árinu 1957. VERÐBÆTUR TIL FISK- VINNSLUSTÖÐVA Þá skal samkvæmt frumvarp- inu greiða fiskvinnslustöðvum verðuppbætur úr útflutnings- sjóði. Skulu þær vera, sem hér segir: 1) Á allan smáfisk af bátum, sem tekinn er til vinnslu til út- •Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.