Morgunblaðið - 19.12.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.12.1956, Blaðsíða 3
Míðvikudagur 19. des. 1956 MORCUKBL 4 Ð1Ð S Milljónaokur undir vernd ríkisstjórnarinnar Hver eru meginatriðin i Hamra- fellsokrinu ? „TÍMINN“ hefur reynt kð leiða athyglina frá því sem máli skipt- ir í sambandi við farmgjaldaok- ur S.Í.S. og Olíufélagsins h.f. en meginatriði þess máls eru þessi: 1. Enda þótt viðurkenndur rekstrarkostnaður Hamra- fellsins sé í haesta lagi 70—80 sh. á hvert olíutonn, sem það flytur, leyfir ríkisstjórnin eig- endum skipsins að taka 160 sh. fyrir tonnið eða m. ö. o. 80—90 sh. meira en skipið þarf, en þetta yfirverð nemur nærri 200 kr. á smálest. 2. Þetta yfirverð eða farm- gjaldaokur verður almenning- ur að borga í einni eða ann- arri mynd, sem kemur fram í hækkuðum álögum eða hækk- uðu olíuverði til neytenda. Þetta eru meginatriðin og verð- ur ekki fram hjá þeim komizt þó Tíminn reyni að leiða athygl- ina frá þeim, með því að skrökva Hafdis og Heiðar FYRIR nokkrum dögum, er ég var á rölti um bseinn, staðnæmd- ist ég við bókabúðarglugga, og kom auga á snotra bók, sem bar nafnið „Hafdís og Heiðar". Fyr- ir nokkrum árum barst mér í hendur bók með sama nafni eftir skáldkonuna Hugrúnu, og skild- ist mér, að það ætti að vera fyrri hluti. Loksins var þá síðari hlut- inn kominn út. Þar sem mér fannst fyrri bók- in skemmtileg, brá ég mér inn 1 búðina og keypti þessa bók. Ég varð heldur ekki fyrir vonbrigð- um, því hún er í senn spennandi, fræðandi og prýðilega stíluð. Þar að aukl flytur hún ákveðinn boð- skap, sem er nauðsynlegur ung- um sem öldnum. Það er eitthvað við bækur Hugrúnar, bæði ljóð og sögur, sem er í ætt við vorið. Einnig hefur hún kímnigáfu o'j góða frásagnarhæfileika til að bera. Málið er gott og bókin að öllu leyti aðgengileg, — tilvalin jólagjöf. Ein af þeim bókum, sem bæði ungir og gamlir hafa gaman af að lesa. Skáldkonan hefur góð- an skilning á lífinu, og á marg- þættum viðfangsefnum þess og vandamálum, og túlkar þau vel. Þó ég lesi mikið, er ég ekki vanur að skrifa um bækur, en í þetta sinn fékk ég sérstaka löng- un til þess að minna á þessa prýðilegu bók. Hún er ódýr og tilvalin jólagjöf handa unga fólkinu. V. R. Stúlka óskast Hatnarbíó því að Sjálfstæðismenn hafi tafið fyrir því að íslendingar eignuðust olíuskip. Það hefur ekki verið vakin athygli á því hér í blaðinu áður, þó ástæða hefði verið til, að Framsóknarmenn hafi staðið í vegi fyrir því að Eimskipaíélag íslands gæti endurnýjað gömlu skipin. Hafa Framsóknarmenn þráfaldlega neitað Eimskip um nauðsynleg leyfi til skipaútveg- unar. Það fer því illa í munni þeirra að gefa í skyn að Sjálf- stæðismenn vilji láta erlend auð- félög græða á flutningunum til íslands, þar sem Sjálfstæðismenn hafa ætíð barizt fyrir því að skipastóll landsins væri aukinn. Tíminn segir í gær, að Sjálf- stæðismenn telji þjóðhættulegt að S.f.S. og Olíufélagið h.f. eignist olíuskip. En hvernig má það vera þegar Sjálfstæðismenn veittu leyfi og alla aðra fyrirgreiðslu til þess að skipakaupin mættu tak- ast. Sjálfstæðismenn fagna því auðvitað að íslendingar eignist olíuskip en gera kröfu til þess, að íslenzkum hagsmunum sé þjón að með rekstri þessa skips eins og annarra íslenzkra flutnings- skipa, sem fyrir opinbera tilhlut- un annast vöruflutninga fyrir landsmenn og verða að sætta sig við hæfilega verðlagningu á sinni þjónustu. Sú undantekning frá þessu, sem gerð er þegar Hamra- fellinu er leyft að okra á farm- gjöldunum er óforsvaranleg ráð- stöfun, sem almenningur fordæm- ir. Mest virði að fá að vera i ríkisstjórn Kommúnistar á undanhaldi i Dagsbrún FUNDUR var haldinn í Verkamannafélaginu Dagsbrún í fyrra kvöld. Ritari Dagsbrúnar hafði framsögu fyrir hinum nýju skattálögum ríkisstjórnarinnar. Taldi hann þessar álögur allþungar en sagði þó, að kommúnistar álitu það meira virði að fá að s'itja í ríkisstjórn áfram heldur en að hindra að álögur yrðu lagðar á verkalýðinn. Taldi hann líklegt að þessar nýju skattaálögur mundu ekki rýra kaupmátt launa! Visur Þuru í Carði komnar í nýrri útgátu BÓKAÚTGÁFA Guðjóns Ó. Guð- jónssonar hefur nýlega gefið út Vísur Þuru í Gárði. Þura skrifar formála að bókinni og segir þar m. a.: „Ýmsir hafa haft hug á að eignast lítið vísnakver eftir mig, sem kom út haustið 1939, en er nú löngu uppselt. Ég hef því freist- ast til að endurprenta kverið með nokkrum breytingum, sem mér finnast sjálfri vera til bóta. Upphaflega lét ég vísur þessar frá mér fara gegn betri vitund og geri það reyndar 'enn. Mér er ljóst, að þær hafa ekkert að geyma, sem máli skiptir, en kunna ef til vill að vera þéim til gam- ans, sem hafa áhuga á dægu r- flugum. Hins vegar er það um seinan að rusla stökum þessum í eldinn, því að nokkrar þeirra eru þegar komnar á flæking og hafa hlotið sömu örlög og aðrar lausa- vísur, að vera afbakaðar og úr lagi færðar á ýmsan hátt. Þess vegna valdi ég þann kost að láta þær koma fyrir almenningssjónir, bæði gamlar og nýjar, mtðan ég gæti séð um það sjálf, að þær birtust óbrenglaðar. Vera má, að menn sakni hér einhverra vísna, sem landfleygar eru og mér hafa verið eignaðar, en ég á ekkert 'í, hef enga löngun til að hirða og tel jafnvel hæp- inn sóma að hafa verið bendluð við. En fyrir þau annes verður vist seint siglt“. Þessi útgáfa á vísum Þuru í Garði er hin smekklegasta. Bankastræti 7 Sími 3858 Sn irtiuöntr >niAi Heimsþekkt merki: JEAN PATON CHANEL YARDLEY Helena Rubinstein DANA RICHARD HUDNUT TWEED POND’S ELISABET POST 4711 LENTHÉRIC o. fl. o. fl. — Sérfræðileg aðstoð ■ Stjórnarliðið feldi tillöguna um 20 togara í GÆR fór fram atkvæða- greiðsla í Efri deild Alþingis um breytingartillögu þeirra Sigurðar Bjarnasonar og Jó- hanns Þ. Jósefssonar við frv. ríkisstjórnarinnar um smíði togara. Höfðu þeir lagt til að stjórninni yrði heimilað að semja um smíði 20 togara af fullkomnustu gerð I stað 15 eins og stjórnin hafði gert ráð fyrir í frv. sínu. Allt stjórnarliðið í deild- inni sameinaðist um að fella þessa tillögu Sjálfstæðismann- anna. Fór fram nafnakall um tillöguna og greiddu Sjálf- stæðismenn allir atkvæði með henni en vinstri flokkarnir allir á móti. Frv. um togarakaupin var síðan afgreitt sem lög með 13 samhljóða atkvæðum. Þrír þingdeildarmenn voru fjar- staddir. i Ýmsir Dagsbrúnarmenn tóku til máls og varð enginn til að leggja kommúnistum lið í þessu máli, en þeir sem töluðú úr þeirra hópi ræddu um allt önnur mál. Guðmundur Nikulásson og Haukur Hjartarsson tóku til máls á fundinum og spurðust m.a. fyrir um það hvort stjórn fé- lagsins mundi ekki beita sér fyrir mótmælum gegn þessum álögum á alþýðuna eins og stjórnin hefði gert í febrúar í fyrra er dýrtíð- arráðstafanirnar voru gerðar. Væri nú enn meiri þörf á því en þá, þar sem nú væri búið að taka af fólki 6 vísitölustig og álögurnar mun meiri og tilfinn- anlegri en þá. Þessu vildu kommúnistar ekki svara. Einnig voru þeir spurðir að þvi hvort stjórnin teldi að skattur á allt byggingarefni mundi draga úr húsnæðisvand- ræðunum. Vai’ð kommum einnig svarafátt við því. Ekki þorði stjórnin að bera upp neina tillögur til stuðnings ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar og var það greinilegt að fylgis- menn Dagsbrúnarstjórnarinnar voru undrandi yfir þessari af- stöðu stjórnarinnar gagnvart hinum nýju álögum. Þýzkar HÁRÞURRKUR yrirliggjandi — Verd kr. 225,00 Jfekla Austurstræti 14 Sími 1687

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.