Morgunblaðið - 19.12.1956, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.12.1956, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. des. 1956 GULA ||! herbertfið eítir MARY ROBERTS RINEHART Framhaldssagan 9 Hún svaraði, að hún myndt bjargast, og síðan horfði hún á eftir honum, niður eftir braut- inni, sveiflandi stafnum, sein hann gekk jafnan við, en bakið var beint og hann bar höfuðið hátt. Hún horfði á eftir honum og vor- kenndi þeim báðum, honum fyrir trú sína, en sjálfri sér fyrir van- trú sína á það, að Don væri enn á lífi, en í huga hennar var hann nú orðið ekki annað en endur- minning. Hún var í þungu skapi, þegar hún kom heim í húsið. Hún fann Maggie við eldavél- ina, með ketilinn sjóðandi og andlitið atað sóti. Ja — Ég kveikti upp í maskmunni, sagði hún, — annars væru þessar stelpugálur enn að hnipra sig við arininn. Og svo sagði ég Fredu að fara að gera herbergið yðar í stand. Undir eins og hún er búin að búa um rúmið.... Carol skellti matvörunum á borðið. — Lucy Norton fótbrotn- aði, Maggie, og er í spítala, sagði hún. Maggie sneri sér við og brá sýnilega. — Hvernig atvikaðist það? — Hérna í húsinu, svaraði Carol og sparkaði af sér skónum. — Hún datt niður stigann. Og svo gengur einhver reyfarasga um það, að hún hafi fundið einhvern hérna uppi á lofti og verið að flýja undan honum. — Og hvenær átti þetta að hafa verið? spurði Maggie, sem var að opna kaffipakkann. — Á laugardagsnóttina var. Það var auðvitað koldimmt í hús- inu. Hún leit á fætur sér, sem voru aumir eftir gönguna, og tók að nudda annan. — Og Georg er líka á spítalanum. Það var tek- inn úr honum botnlanginn. ÍTVARPIÐ Miðvikudagur 19. desember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 18,30 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvinsson). 18,45 Fiskimál: Ólafur B. Björnsson ritstjóri talar um fraeðsluþaetti Fiskifélagsins. 19,00 Óperulög. — 19,10 Þingfréttir. — Tónleikar. — 20.30 Daglegt mál (Grímur Helga son kand. mag.). 20,35 Lestur forn j rita: Grettis saga; VI. (Einar Ói. Sveinsson prófessor). 21,10 „Brúð kaupsferðin". — Sveinn Ásgeirs- son hagfræðingur sér um þáttinn. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — Kvæði kvöldsins. 22,10 Upplestur: a) Loftur Guðmundsson les úr bók inni „Hamingjustundir á hættu- slóðum" eftir Robert C. Ruark. b) Ævar Kvaran les úr bókinni „1 leit af Paradís" eftir Olle Strand- berg. 22,40 Létt lög (plötur). 23,20 Dagskrárlok. Fimmtudagur 20. desember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni“, sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlendsdótt ir). 18,30 Framburðarkennsla í dönsku, ensku og esperantó. 19,00 Harmonikulög. — 19,10 Þingfrétt- ir. — Tónleikar. 20,30 Frásaga: Á söguslóðum Gamla testamentis- ins; áttundi og síðasti hluti (Þór- ir Þórðarson dósent). 20,55 Tón- leikar (plötur). 21,30 Útvarpssag- an: „Gerpla“, eftir Halldór Kiljan Laxness; XII. (Höfundur les). — 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — Kvæði kvöldsins. 22,10 Upplestur. 22.30 Sinfónískir tónleikar (plöt- ur) 23,20 Dagskrárlok. — Guð minn góður! sagði Maggie og fór nú loks úr jafn- vægi. — Varð hann líka hræddur við eitthvað? Carol gafst enginn tími til að svara, því rétt í þessu vetfangi gall við átakanlegt neyðaróp, sem virtist koma einhvers staðar ofan af loftinu, og í næsta vet- fangi kom Freda, dettandi, frekar en hlaupandi, ofan stigann og féll þegar í stað í yfirlið á eldhús- gólfinu. Síðar meir minntist Carol yfir- liðs Fredu sem upphafs allrar martraðarinnar. Hún fann sjálfa sig lúta yfir stúlkuna, sem var öskugrá í framan, en lófi annarr- ar handar hennar var einkenni- lega svertur, hún minntist þess, er hún aftraði Noru að skvetta úr ausu framan í stúlkuna, en þegar hún leit upp, mættust augu þeirra Maggie. — Hún hefur líka orðið hrædd við eitthvað, sagði Maggie, og rómurinn spáði engu góðu. — Það er orðið fullmikið um slíkt hér í húsinu, finnst mér. Nora hélt enn á vatnsausunni. — Kannske hún hafi séð mús, sagði hún. — Hún er dauðhrædd við mýs. — Við skulum heldur láta hana eiga sig, sagði Carol. — Náðu í teppi handa henni, Nora. Það er of kalt fyrir hana að liggja hér á steingólfinu. Þú finnur það í línskápnum uppi. Hún laut niður og þreifaði á slagæð stúlkunnar .Hún sió hratt en kröftuglega og nú var ofur- lítill roði að koma í kinnar henn- ar aftur. Carol hafði sjálf hálf- gerðan svima. Hún fór í skóna sína og leit á Maggie. — Hvað er þetta á hendinni á Jienni? • Maggie laut niður og skoðaði hendina. — Þetta er líkast sóti, sagði hún. — Kannske hefur hún ætl- að að kveikja upp hjá yður. Ég ætia að fara og gá að þvi, annars kynni húsið að brenna ofan af okkur meðan við stöndum hérna. Samt fór hún ekki, því Freda var farin að hreyfa sig. Hún opn- aði ljósbláu augun og leit spyrj- andi kringum sig. — Hvernig stendur á þessu? spurði hún. — Það nlýtur að hafa liðið yfir mig. — Að minnsta kosti var það nokkuð líkt því, svaraði Maggie þurrlega. — Þú gerðir okkur laf- hræddar. Þér er betra að liggja kyrr stundakorn. Það er ekkert að þér. En þetta revndist vera hinn mesti misskilningur. Eftir því, sem Freda fékk meðvitu.nd, fékk hún líka minnið og snögglega tók Jólogjöi til barninuia: Hnoðleir í fallegum kössum pinmmHN Símar 1496 — 1498 Léttið húsnnóðurinni heimilisstörfin f> & •;/ ' ^ / \ ’ * I l/ j BABY strauvélin BABY er einasta borðstrauvélin sem stjórnað er með fæti og því hægt að noía báðar hendur við að hagræða þvottinum. BABY ER AFKASTAMIKIL Vegna fótstýringarinnar verður þrýstingurinn meiri en á handstýrðum borðstrauvéluni BABY STRAUVÉLIN er létt og auðveld í notkun. Verð kr. 2.350,00 B ABY strauvélin er kœrkomin iólag/öf Austurstræti 14 Sími 1687 2—4 herberg/a íbúð óskast upp úr áramótum. Upplýsingar gefur Steingrímur Guð- mundsson í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. M A R K Ú S Eftir Ed Dodd , LADY, THE POLICE ARE u' ALREADV AFTER U5...THAT'S WHY WE APtE TAKINð YOUR PLANE/ 1) — Þið getið ekki leyft ykkur að skilja okkur eftir. Ég skal kæra það fyrir lögreglunni. 2) — Frú mín góð, lögreglan er þegar á hælum okkar. Þess vegna er það sem við ætlum að taka flugvélina. 3) — Hérna er farangurinn ykkar. Nú leggjum við af stað. 4) Flugvélin hefur sig til flugs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.