Morgunblaðið - 19.12.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.1956, Blaðsíða 12
13 MÖRCVNBLAÐIB Miðvíkudagur 1§. ðes. 1§5§ Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: SigfÚ3 Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Askriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eir.takið. Heimsmet í svikum! OÚ SKOÐUN verður nú æ al- ^ mennari meðal íslenzks al- mennings að núverandi ríkis- stjórn hafi sett heimsmet í svik- um. Hún hefur aðeins setið tæp- lega hálft ár að völdum. En á þessum tíma hafa flokkar henn- ar svikið lið fyrir lið meginhluta allra kosningaloforða sinna. Ef þáttur kommúnista er fyrst athugaður kemur þetta í ljós: Þeir lýstu því hátíðlega yfir fyrir kosningar að stjórnarskrárbrot og þingmannarán Hræðslubanda- lagsins skyldi aldrei þolað. — Kommúnistar myndu snúast gegn því þegar á þing kæmi. Þegar til þings kom voru kommúnist- ar áfjáðastir allra manna í að breiða yfir kosningasvindl Hræðslubandalagsins og sam- þykkja kjörbréf fjögra Alþýðu- flokksþingmannanna, sem skolað hafði inn á þing í skjóli stjórnar- skrór- og kosningalagabrotsins. Fyrir kosningar höfðu komm- únistar talið kaupbindingu og vísitöluskerðingu versta tilræði við hagsmuni launþega. Eftir kosningar létu þeir annan ráð- herra sinn í vinstri stjórninni beita sér fyrir setningu bráða- birgðalaga til þess að festa vísi- töluna og skerða kaupgjald. Fyrir kosningar lýstu komm- únistar því yfir að samkomulag, sem unnið var að um lausn lönd- unarbannsins í Bretlandi væri „landráð" og „þjóðsvik" Eftir kosningar varð þaö eitt fyrsta verk ráðherra þeirra að ganga að þessu samkomulagi. Gleyptu 4 þúsund hermenn Stærsta afrek kommúnista á svikaferli þeirra og ofaní- átsiðju var þó það, er þeir gleyptu í einum munnbita 4 þús. ameríska hermenn á Keflavíkurflugvelli. Kommún istar samþykktu að endur- skoðun varnarsamningsins á grundvelli þingsályktunartii- lögunnar frá 28. marz yrði hætt og að varnarliðið skuli dvelja hér áfram um óákveð- inn tíma. Síðustu svik kommúnista birt- ast svo í þeim tillögum um ráð- stafanir í efnahagsmálum, sem ríkisstjórnin er nú að leggja fyr- ir Alþingi. En þær eru fyrst og fremst fólgnar í stórhækkuðum álögum á þjóðina. Þar örlar ekki á neinni nýrri leið. mjúkir á fund kommúnista og beiddust stuðnings þeirra og samvinnu um ríkisstjórn, Þetta voru fyrstu stóru svik Hræðslubandalagsins, svik sem vissulega munu verða örlagarík í íslenzkri stjórnmálasögu. Fyrir kosningar höfðu flokkar Hræðslu bandalagsins lýst því yfir að frið arhorfur væru nú svo góðar að sjálfsagt væri að hætta við varn- ir íslanis og láta varnarliðið fara úr landi. Með þessu kosn- ingaloforði rændu þeir glæpnum frá vesalings „Þjóðvörn". En eftir að bæði ráð At- lantshafsbandalagsins og heimsástandið hafði hrakið all ar staðhæfingar Framsóknar og krata um ákjósanleik varn- arleysis íslands sneru þessir flokkar frá yfirlýsingunni frá 28. marz og ákváðu að varnar- liðið skyldi vera hér áfram. Þar með fauk það kosninga- loforðið, að sjálfsögðu vegna þess að það var alltaf byggt á hræsni og yfirborðshætti. „Ný stefna í efnahags- málum“ Svik Hræðslubandalagsins í efnahagsmálunum verða þó ekki minni en í varnarmálunum. Um þau var gefið svohljóðandi kosn- ingaloforð í „stefnuskrá umbóta- flokkanna“, sem svo var kölluð: „Nú verður að brjóta í blað í ís- lenzkum stjórnmálum. Ef ekki verður gripið fast í taumana, mun skapast algjört öngþveiti í efnahags- og fjármálalífi þjóðar- innar--------. Þess vegna ber nú brýna nauðsyn til þess að tekin sé upp ný stefna í efnahagsmál- um þjóðarinnar. Um hana eiga allir frjálslyndir umbótamenn að sameinast". Svo mörg voru þau orð. En hvar er „nýja stefnan í efnahags- málum þjóðarinnar", sem Hræðslubandalagið lofaði? Er það moðsuðan, sem stjórnin legg- ur fyrir Alþingi í dag? Nýir skatt ar og álögur ennþá hærri og þyngri en þeir sem fyrir voru. Þannig hafa núverandi stjórnarflokkar svikið allt sem þeir lofuðu lið fyrir lið. Önn ur eins „Maraþonssvik“ hafa ekki sézt hjá nokkurri ríkis- stjórn.' UTAN UR HEIMI um Janos Kadaf, sem lagt hefur blessun sína yfir fjöldamorðin 1 Ungverjalandi að undanförnu. I I (jinu c^Coflobí • • du *ig.UlU OCý onur j^leiri ieibb i ^J(adc 1\ dögunum voru birt úrslit skoðanakönnunar þeirrar, sem árlega fer fram í Bandaríkj- unum meðal kvikmyndagagnrýn- enda og eigenda kvikmyndahúsa, um það, hverjir hafi verið að þeirra dómi 10 vinsælustu kv:k- myndaleikarar Bandaríkjanna á árinu, sem er að líða. Og röðin varð þessi: 1. Kim Novak 2. William Holden 3. Doris Day 4. Marilyn Monroe 5. Susan Hayward 5. Deborah Kerr 7. Marlon Brando 8. Frank Sinatra 9. Grace Kelly 10. Elizabeth Taylor 1\ Imenna undrun og eft irtekt hefur það vakið, að Kim Novak skyldi hljóta efsta sætið, en hún hefur hingað til hvergi komizt á blað, þegar rætt hefur verið um vinsælustu leikara al- mennt. Hún var algerlega óþekkt þar til fyrir tveim árum, að Columbia-kvikmyndafélagið tók hana í sína þjónustu — og ætlaði henni að taka við af Ritu Hay- worth. Kim Novak er 23 ára að aldri og hefur leikið í sex kvik- myndum. í þrem síðustu kvik- myndunum hefur henni heppn,- azt mjög vel að flestra dómi — en kvikmyndir þessar eru: „Pic- Kim Novak kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. ]VIike vildi reyna að ná tali af bróður sínum til þess að skora á hann að láta af þjónkun sinni við Kreml — og reyna að stöðva blóðsúthellingarnar. — Kanadablað eitt ætlaði að borga nic“, „The Man with the Golden Arm“ (sem Trípólibíó hefur sýnt að undanförnu) og „The Eddy Duchin Story“. Næst leikur hún Jeanne Eagels í samnefndri kvik- mynd. J. I ane Russell, kvik- myndaleikkonan fræga, og mað- ur hennar hafa nýlega tekið að sér munaðarlaust barn, en for- eldrarnir fórust í bifreiðaslysi. Er þetta þriðja munaðarlausa barn- ið, sem Jane tekur — og er sam- Er met Josephinu brátt í hættu? keppnin milli hennar og Jonan Crawford orðin hörð, því að Joan hefur þegar tekið fjögur í fóstur. Fyrst um sinn mun keppnin senni lega aðeins standa milli þeirra tveggja — en hver veit nema Josephine Baker, sem tekið hef- ur átta börn af margvíslegu þjóð- erni og hörundslit í fóstur, fari hvað af hverju að óttast um met sitt — og hugsa til þess að afla sér fleiri barna? Mike reyndi að tala við Janos — símtalið til Búdapest, en — er Mike hafði beðið í 24 stundir eft- ir að fá samband við bróður sinn, gafst hann upp og hélt heimleiðis. Kvaðst hann ætla að rita Janos bréf — og koma því þannig á framfæri, sem hann annars hefði sagt í símann. Skýrði hann frá því, að Janos hefði skrifað hon- um fyrir 10 árum — og bedið hann að skrifa sér ekki lengur — og rjúfa algerlega sambandið milli þein-a. Ráðlagði hann bróð- ur sínum að dveljast áfram í Kanada — það væri „öruggara“. E Lin fræga ítalska kvik- myndaleikkona Gina Lollobrigida kom fyrir skemmstu til New York — brosandi að vanda. — Var hún í rauninni komin til þess að verða viðstödd frumsýningu á kvik- mynd sinni „Falleg en hættú- leg“, sem sýna átti í Boston. í New York fór tíminn að mestu 1. yrir nokkrum dögum sat maður nokkur á símstöð í bæ einum í Kanada og reyndi að ná sambandi við Búdapest. Maður þessi var af ungverskum ættum — og hafði komið til Kanada fyrir 28 árurrj sem innflytjandi. Mike Kadar heitir hann — og yngri bróður sinn átti hann á lífi í gamla föðurlandinu. Bróðirinn er enginn annar en kvislingurinn Gina og gervihundurinn Ferill Hræðslubanda- lagsins ekki fegurri Hér hefur verið rakinn laus- lega svikaferill kommúnista frá því að þeir komust í ríkisstjórn fyrir nokkrum mánuðum. Hann er heldur skuggalegur. En ekki er ferill Hræðslubandalagsflokk- anna fegurri. Framsókn og Al- þýðuflokkurinn lýstu því hátíð- lega yfir fyrir kosningar að bandaiag þeirra væri fyrst og fremst myndað til þess að hnekkja áhrifum kommúnism- ans í landinu, og svo auðvitað Si álfstæðisflokksins. En ekki var atkvæðataln- ingu lokið fyrr en leiðtogar þessara flokka leituðu auð- Horgull á blaðamönnum í USA GEYSILEGUR hörgull er á blaðamönnum ■ Randaríkjun- um. Hefur eftirspurnin eftir þcim aukizt mikið, sérlega vegna þess að sjónvarps- og út- varpsstöðvar sækjast mjög eftir þeim til þess að rita fyrir dag- skrár sínar og stór fyrirtæki ráða þá sem auglýsinga- og fréttamenn. — Laun blaða- manna í Bandaríkjunum eru mjög góð. Byrjendum eru þar greiddir 385 dalir í mánaðar- laun og 10% bækkuu verður eftir hálfs árs starf. Eu eldri blaðamenn hafa mun liærri laun og þeir kunnuslu allt upp í 20.000 dali á ári. Hugur bandarískra unglinga virðist þó mjög lítt heigjast að blaðamennsku. — Rann- sókn fór fram á því þetta ár hve margir af 5.280 drengjum sem voru í bezlu röð í skól- um sínum myndu leggja fyrir sig blaðamennsku. Niðurslaðan varð sú að aðeins 1,5% þeirra hugðu á starf við fréttaþjón- ustu þar sem blaðamennska var aðeins ein grein af mörgum öðr um, svo sem störf við út- varp og sjónvarp. Ellefu sinnuin fleiri nem- endur liöfðu áhuga á visindum og 22 sinnum fleiri hugðust gerast* verkfræðingar. í myndatökur og annað slíkt og meðfylgjandi mynd er einmitt tekin við það tækifæri — þar, sem hún heldur á St. Bernharðs- hundi. Þetta er þó ekki fremur venjulegur hundur en Giria er venjuleg kona, því að hundunnn er leikfang, tuskuhundur, ems og krakkarnir kalla það. En hvað um það. Gina fór til Boston í fyrrgreindu skyni. En hvað hald- ið þið? Þegar til kastanna koxn — þá bönnuðu kvikmyndagacm- rýnendur sýningu myndarmnar. Ginu rak í rogastans yiir os..u.uin feilni mannanna. Það kom fát á hana — og hún vissi ekki hvað hún átti að segja, en loksins stundi hún — brosandi: Ég elska ykkur alla. En gagnrýnendurnir skiptu ekki um skoðun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.