Morgunblaðið - 06.01.1957, Síða 11

Morgunblaðið - 06.01.1957, Síða 11
Sunnudagur 6. Janúar1957 MORCVTSBLAÐIÐ 11 HINN 4. des. s. 1. var eitt ár liðið frá því að Magnús Guðmundsson frá Akureyri fór vestur um haf til Bandaríkjanna til þess að ger- ast skíðakennari á vetrarskemmti stað Bandaríkjamanna í Sun Vally, Idaho. Magnús var kunnur skíðamaður hér heima og m. a. eitt sinn fslandsmeistari í svigi. Blaðinu hefur borist bréf frá Magnúsi þar sem hann segir frá þessu ævintýralandi skíðamann- anna. Gefum við honum nú orðið: GÓÐUR SKÍÐASNJÓR KOMINN — Tíminn hefur liðið afar fljótt að mér minnst. Ég hef nú fengið framlengingu á dvalarleyfi mínu til 3. júní næsta ár. í vetur mun ég verða skíðakennari hér í Sun Vally. Nú líður óðum að því að hér verði opnað, en það er jafnan um 15. desember ár hvert. Snjórinn kom hér fyrstu dag- ana í nóvember og hefur haldizt til þessa. Byrjað er nú að snjóa á ný og er vonast til þess að það nægi til þess að gera gott skíða- færi. Ég ætla nú að reyna að stikla á stóru í frásögn af þessum stað. EIGN JÁRNBRAUTARFÉLAGS Þar er fyrst til að taka að Sun Vally er eign einhvers stærsta járnbrautafélags Bandaríkjanna, Union Pacific Railroad. Bygging- arframkvæmdir hófust hér 1936 ©g hefur árlega verið unnið að skíðaiðkunar, mjög þurrt og af þeim sökum ekki hjarn, eins og svo oft er heima. Hér er sem sagt fullkomin meginlandsveðrátta. PARADÍS SKÍBAMANNA Það sem mér fannst einna ný- stárlegast við komuna hingað voru auðvitað hinar fullkomnu skíðalyftur, sem flytja skíðafólk- ið hratt og þægilega úr 5500 feta hæð upp í 9050 fet, en vegalengd- in eru liðugir 3 km. Við þær að- stæður, sem hér er við að búa er ekki ofsögum sagt af því að hér sé um að ræða paradís banda- rískra skíðamanna. Fjall það sem 5 af skíðalyftun- um er komið fyrir á heitir Baldy. Það er allt skógi vaxið og hefur stórfé verið varið til þess að gera í því skíðabrekkur. Ég vann var við skógarhögg síðari hluta sumars og í allt haust. Það er nokkuð erfitt, en stælir mann og mun varla hægt að fá öllu betri þjálfun fyrir skiðamenn. 20 MISMUNANDI BREKKUR Frá tindi Baldy er hægt að velja 20 mismunandi skíðabrekk- ur við allra hæfi allt frá brekk- um með 60 gráðu halla og aðrar sem ekki eru eins brattar eða ósléttar, fyrir þá sem ekki treysta sér í brattann. Snjólagið hér í Sun Vally er mjög ólíkt því sem gerist heima á íslandi. Hér snjóar þrisvar til fjórum sinnum í mánuði, oftast Bréf frá eina ísienzka skíðakennaranum, sem sfarfar erlendir, Magnúsi Guðmundssyni frá Akureyri, sem dvelur nú í Sun Yally. ÞEKKTI EKKI LOFTKÖSTIN . . . . í fyrstu kunni ég ekki að taka þessi loftköst. þetta eitt til tvö fet i senn, jafn- fallinn snjór yfir allt. Það er uppáhald allra að vera á skíðum stækkun og aukningu mannvirkja hér síðan. Hér rúmast nú 1500 til 2000 gestir til dvalar að stað- aldri og má heita að fullsetið sé. , , ., allan veturinn. Dvölin í eina viku'1 Þessum lausa og letta snjo. Það kostar 75 dollara fyrir manninn og er allt innifalið, að undan- skildu áfengi. Tvær sundlaugar eru hér og ennfremur eitthvert það stærsta vélfrysta skautasvæði sem til er utan húss. SKÍÐAKENNARAR FRÁ MÖRGUM EVRÓPULÖNDUM Við skíðaskólann eru 60 skíða- kennarar og er % þeirra frá Evrópu. Flestir eru frá Austur- ríki og er Kristjan Pravda þeirra þekktastur. Ennfremur eru hér skíðakennarar frá Ítalíu, Frakk- landi, Sviss, Svíþjóð, Noregi og svo ég frá íslandi. Hver skíðakennari hefur 10—15 nemendur í viku, en þá er skipt og nýir koma. Þannig gengur þetta allan veturinn. Ég kenndi ekki mikið á skíðum s. 1. vetur, en var fenginn dag og dag, til þess að kenna þegar mikið var að gera hjá skíðaskólanum. Starf mitt var hins vegar aðallega fólg- ið í hjúkrunar og leiðbeiningar- starfsemi. Veður er hér mjög hagstætt til í brekkunum myndast hryggir og dældir eftir því sem meir er verið þar á skíðum og troðast þær því ekki fyrr en allt er orðið útkrassað. Þessa smáhóla þekkja þeir fslendingar, sem verið hafa á skíðum erlendis. Fyrst 1 stað vissi ég ekki hvernig ég átti að taka öll þessi loftköst og tók það mig alllangan tíma að ná valdi yfir þeirri Rekni, sem þarf til þess að standa þetta á mikilli ferð. En með æfingunni kemur þetta. Að síðustu langar mig til þess að segja ofurlítið frá skiðalyftun- um hér. Þetta eru stállyftur með stólum fyrir fcinn mann. Hér á að byggja nýja lyftu næsta sumar og á hún að verða um 1 km á lengd með yfir 150 stólum og hefur mér verið sagt að byggingarkostn aður hennar muni nema yfir 200 Nú er það ein mín mesta skemmtun að taka beygjur í djúpum snjó. Landskeppni við Dnni 1. og 2. júll í sumnr £jAÐ ER NÚ ákveðið að Danir og íslendingar heyi landskeppni * í frjálsumíþróttum næsta sumar. Fer keppnin fram í Reykja- vík 1. og 2. júlí. Frj álsíþróttasamband fslands bauð Dönum til þessarar lands- keppni og hafa Danir þegið boðið — með þökkum. íslendingar og Danir hafa til þessa háð 3 landskeppnir í frjáls- íþróttum og hafa íslendingar alltaf farið með sigur af hólmi 1 sinni í Reykjavík, 1 sinni í Osló og á s.l. sumri í Kaupmannahöfn. Alltaf hafa keppnir þessar verið með skemmtilegustu keppnum er fslendingar hafa háð. Má búast við að svo verði enn. . . . . Svona lyftur þyrftum við að eignast heima. þarf að nota afar mjúk skíði og eru stálskíði mest notuð. Þau eru afar þunn og mjög mjúk. Mér gekk illa til þess að byrja með, að venja mig við mjöllina. Skíð- in mín voru of stíf og ég kunni ekki hina réttu tækni, svo að ekki var við góðu að búast. Ég skipti því um skíði og reyndi að breyta mér og tókst það loks og nú er það ein mín bezta skemmtun að taka beygjur í djúpum snjó. þúsund dollara. Engin smáupp- hæð það. ÞURFUM AÐ EIGNAST SKÍÐA- LYFTU HEIMA Ég vona að við getum eignast okkar eigin skíðalyftu heima og að hún þurfi ekki að kosta slíkt óhemju fé og þá er fyrst hægt aó taka til starfa og þjálfa ísienzka skíðamenn. Það er staðreynd að aðstæðurnar skapa skíðamanninn. Og svo við leiðum hugann heim á Akureyri og hugsum okkur að við höfum fengið lyftu eða lyftur í Hlíðarfjallið þá verður ekki langt að bíða árangurs, þar sera hægt er að stunda skíðaíþróttina árlangt. Hér lýkur bréfi Magnúsar með því að hann segist enn eiga eftir margt ósagt um dásemdir Sun Vally. Olympíumeistari og heimsmet- hoii kemnur hingað á þriðjadag Á ÞRIÐJUDAGINN kemur hing- að til landsins heimsmethafinn í sleggjukasti, Harold Conolly. — Hann kemur hingai frá Banda- rikjunum en er á leið til Evrópu í kynningar- og fyrirlestraferð. Hér mun Conolly halda fyrir- lestra og koma á æfingar með ísl. frjáisíþróttamönnum. Ilarold Conolly er eins og les- endum mun kunnugt, Olympíu- meistari í sleggjukasti. Ilann er kennari að starfi og á heima í Boston. Ferill hans sem sleggju- kastari er næsta skemmtilegur. Hann byrjaði æfingar sínar þann ig, að aðstoða sleggjukastara með því að kasta sleggjunni til baka til þeirra í hringinn. En svo tók þjálfarinn cftir því hve langt hann kastaði, fékk hann til æf- inga og nú er Conolly Olympíu- meistari og heimsmethafi. Þetta er góður gestur, sem ísl. íþrótta- menn munu fagna. C O N O L L Y

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.