Morgunblaðið - 06.01.1957, Page 15

Morgunblaðið - 06.01.1957, Page 15
Sunnudagur 6. janúar 1957 MORCUN RLAÐIÐ 1S Elín Davíðsdóttir — Minning .1 ELÍN DAVÍÐSDÓTTIR húsfreyja frá Sauðadalsá á Vatnsnesi, and- aðist á sjúkrahúsinu á Hvamms- tanga 7. des. s.l., og var jarðsett í Kirkjuhvammi, af sóknarprest- inum séra Gisla Kolbeins, laug- ardaginn 15. s.m., rúmlega 82 ára gömul. Hún var fædd 17. júní 1874, á Hóli í Köldukinn, S.-Þing. örlög manna virðast æði oft ganga fyrirfram ákveðnum leið- um, þó mér — og mörgum öðrum •— falli miður að hugsa þannig, að hin svokallaða guðlega for- sjón, hafi hönd í bagga með spor- um okkar mannanna, í einstökum atriðum. En hvað sem um það er, lýtur hér út fyrir, að móðir mín sáluga hafi komið Elínu, óafvitandi þó, á slóð þá sem ævi hennar lá eftir. Hún réði Elínu, sem hún var þá búin að kynnast að dugnaði og mannkostum, til stjúpmóður sinnar Jónínu Jónsdóttur í Höfn- um á Skaga. Reyndist hún ekki síður vel, en mamma hafði um hana sagt Þetta haust sem hún var í Höfnum vildi svo til, að bátur, í fiskiróðri af Vatnsnesi vestan- verðu, varð að hleypa undan sunn an eða suð-vestan roki norður Húnaflóa. Hann náði lendingu í Hafna- búðum, sem var ein af mörgum útróðrarstöðvum við flóann. Þó ekki væri lendingin þarna vel varin frá náttúrunnar hendi, mun hún hafa verið einkennilega happasæl. Hvergi hefi ég séð það skráð, eða heyrt þess getið, að nokkur maður hafi farist þaðan, og það jafnvel þó ólendandi væri þar, en bátar í róðri. Þessum sjóhröktu mönnum var þar tekið opnum örmum. Einn skipverjanna hét Eggert Eggertsson. Engum af félögum hans mun hafa dottið í hug, er þeir fóru heimleiðis daginn eftir, að hann mundi vorið eftir sækja konuefn- ið sitt norður að Höfnum. Þó varð það. Skyldi þarna ekki hafa verið „ást við fyrstu sýn?“ Þau hjónin, Elín og Eggert, bjuggu saman um 30 ára skeið, eða þar til að hann lést, 1930. Eignuðust þau sex börn. Þrjú dóu í bernsku, en hin þrjú er síðan fæddust lifa öll. Tveir synirnir, Gunnlaugur og Þormóður búa á Sauðadalsá, og hjá þeim hefur hún dvalist, lengst af síðan hún missti manninn. Dóttirin, sem búsett er í Reykjavík, hefur þó haft hana hjá sér tíma og tíma, en hana lang- aði alltaf í græna grasið og hvíta snjóinn. Dóttursynirnir fóru að sjálf- sögðu í sumardvöl til ömmu, og frænda sinna, og nú síðast, fékk sá eldri, Rafn, viðbót við jóla- fríið sitt, frá Menntaskólanum á Akureyri, til þess að fylgja ömmu til grafar. Ævisaga Elínar verður, að lík- indum ekki skráð. Ævistarf hennar var búskapar- baslið alkunna, eins og flestra sem unnu sveitastörfin á fyrstu tugum þessarar aldar. Hún fékk erfiða reynslu er hún missti börnin sín þrjú. En óbuguð og hress var hún til þess síðasta. Mér duttu fornkonurnar okkar í hug er ég sá Elínu, og talaði við hana. Hún var ekki eins og fólk er flest. Þessi fátæklegu orð eru um hana sögð, eins og við mæðginin þekktum hana. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Við sjáumst seinna Elín mín. Guð geymi þig. Árni B. Knudsen. Hilmar Garðars héraðsdómslögmaður. Málflutningsskrifstofa GamlaBíó. Ingólfsstræti. Félagslíf Körfuknattleiksdeild K.R. Æfing í dag kl. 11—12 f.h. hjá meistara og öðrum flokki. — Mæt- ið allir. — Stjórnin. Félag austfirzkra kvenna heldur nýársfagnað þriðjudag- inn 8. janúar kl. 8,30 í Grófin 1. Sameiginleg kaffidrykkja, dans o. fleira. — Stjórnin. Handknattleiksmeistaramót lslands hefst 29. janúar 1957. Keppt verður í öllum flokkum karla og kvenna. Þátttökutilkynningar ósk ast sendar fyrir 14. janúar á skrif stofu I.B.R., Hólatorgi 2. H. K. R. R. KnattspyrnufélagiS Valur Skemmtifundur kl. 2 í dag í fé- lagsheimilinu fyrir 3. og 4. flokk. Aðrir Valsmenn að sjálfsögðu vel- komnir. 1. Ávarp. 2. Erindi: Vil- hjálmur Einarsson Olympíukappi segir frá Olympíuleikunum og sýnir kvikmynd þaðan. 3. Upplest ur. 4. Kvikmynd „Chaplin á hjóla skautum". — Þess er vænst að sem flestir Valsmenn mæti á þess- ttm fyrsta fundi á hinu nýbyrjaða ári. — Valur Munið jólatréskemmtunina í Valsheimilinu kl. 4 á morgun. Samkomur Hjálpræðislierinn Sunnudag kl. 11,00: Helgunar- samkoma. Kl. 14,00: Sunnudaga- skóli. Kl. 20,30: Hjálpræðissam- koma. —■ Velkomin. Bræðraborgarstíg 34 Sunnudagaskóli kl. 1. Almenn samkoma kl. 8,30. Allir velkomnir. ZION Sunnudagaskóli kl, 14. Almenn samkoma kl. 20,30. — Hafnarfjörð «r: Sunnudagaskðli kl. 10. Alm. samkoma kl. 16. Allir velkomnlr. Heimatrúboð leikmanna. Þórscafe DAIM8LEIKIJR að Þórscafé í kvöld klukkan 9. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar leikur. Aðgöngumiðasala frá kl. 5—7. Silfurtunglið Uppselt á jólatrésskemmtanirnar á laugardag og sunnu- dag. Næstu jólatrésskemmtanir á mánudag og þriðjudag. Tryggið ykkur miða í tíma. — Verð aðeins kr. 20,00. Sími 82611 SILFURTUNGLBD Nýju og gömlu dunsurnii í G.T.-húsinu í kvöld klukkan 9. „Rock ’n roll“ danssýning. Þannig á að dansa þennan margumtalaða dans. Nú skul- uð þið sjá. — Söngvari í kvöld Skapti Ólafsson. Aðgöngumiðasala kl. 8 Sími 3355. Samband Matreiðshi- og Framreiðslumanna Jólatrésfagnaður og árshátíð sambandsins verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu, miðvikudaginn 9. janúar 1957. Jóla- trésfagnaðurinn hefst kl. 3 e.h. Árshátíðin hefst kl. 10 e.h. Minnst 30 ára afmælis samtakanna. Aðgöngumiðar fyrir meðlimi félags starfsfólks í veitinga- húsum, Félags Framleiðslumanna, Félags matreiðslu- manna og Matsveinafélags S. M. F., verða seldir í Veit- ingahúsinu Nausti sunnudaginn 6. janúar og mánudaginn 7. janúar kl. 5—7 e.h. Sími 7759. Athugið að kaupa miða tímanlega. Árshátíðarnefndin. <3 VERKFRÆÐI STÖRF Þakka innilega vinum og vandamönnum allar jóla- gjafir og kveðjur. Óska þeim allrar guðs blessunar á aý- byrjuðu ári. Ingibjörg Guðmundsdóttir, frá Skáleyjum. Búðin Dansað frá kl. 3—5 DANSLEIKUR í Búðinni í kvöld klukkan 9 ★ Gunnar Ormslev og hljómsveit ★ Bregðið ykkur í Búðina. Aðgöngumiðasala frá klukkan 8 - BIJÐIN - KNATTSPYRNUFELAGI® VALUR : Jólatrésskemmtun félagsins verður að Hlíðarenda á morgun mánudag kl. 4 Aðgöngumiðar fást í verzlununum Varmá og Vísi Stjórnin 80-0-83 ) Við þökkum hjartanlega styrk og vinsemd við fráfall dóttur minnar HELGU Fyrir hönd barna hennar og systkina og annara velunnara. Bjargmundur Sveinsson Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður STEFÁNS STEFÁNSSONAR frá Krossi Þóra Stefánsdóttir, Albert Stefánsson Ólafur Pálsson Útför fósturmóður minnar GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR varður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. jan. kl. 1,30 síðdegis. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu með blómum, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Athöfninni í Fossvogskirkju verður útvarpað. F. h. vandamanna. Hannes Guðmundsson Útför móður okkar INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Gerðum, fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudag- inn 9. janúar n.k. kl. 11 f.h. Jarðsett verður frá Útskála- kirkju sama dag kl. 13,30 Athöfninni í Fossvogskirkju verður útvarpað Þórður Guðmundsson Finnbogi Guðmundsson, Jón Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir, Haukur Guðmundsson, Hjördís Guðmundsdóttir. Hjartans þakklæti færum við öllum þeim mörgu, fjær og nær, fyrir auðsýnda aðstoð og samúð við fráfall og jarð- arför eiginkonu móður og systur okkar ÞÓREYJAR HARALDÍNU EINARSDÓTTUR Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarfólki á fæðingardeild Landsspítalans fyrir alla þá umönnun og hjúkrun, sem henni var sýnd. — Guð blessi ykkur öll. Ólafur Theodórsson, börn og systkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.