Morgunblaðið - 20.01.1957, Qupperneq 14
«. \ ft % \ ý» w Vi fv «1. H U
14
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 20. janúar 1957
Ef... þá gæti
salan orðið há
SVO hagstæour hefur Bretlands-
markaður verið fyrir isl. fisk í
þessum mánuði, að nú mun að-
eins ein sala fara fram til við-
bótar þar í þessum mánuði. Gæti
þá orðið um mjög góða sölu að
ræða, því í Bretlandi er nú mjög
litill fiskur ú boðstólum, vegna
þess h\e erfiðlega hefur gengið
á djúpmiðum veðurs vegna, hvort
heldur er hér við land eða þá á
öðrum fjarlægum miðum hér í
norðurhöfum. Togarinn Gylfi
seldi í Bretlandi í gær, en fisk-
urinn mun ekki hafa verið sér-
lega góður, því salan varð 8343
sterlingspund.
Þegar næstu togarasölu er lok-
i« í Bretlandi er iöndunarkvót-
inn fullur fyrir janúarmánuð.
Mynd
er af himbrima á eggjum, tekin af Birni Björnssyni
frá Norðfirði.
Merkilegar fuglamyndir sýnd-
ar á kvöldvöku Ferðafélagsins
Rjúpnamyndir Björns Björnssonar vökfu athygli
SÍÐASTLIÐIÐ fimmtudags-
kvöld hélt Ferðafélag ís-
lands skemmti- og fræðslufund í
Sjálfstæðishúsinu. Var þeð fyrsti
fundur félagsins á hinu nýbyrj-
aða ári. Fjölmenni var, svo sem
ævinlega á slíkum fundum fé-
lagsins.
FUGLAMYNDIR
Sýndar voru litskuggamyndir
af íslenzkum fuglum, sem Bjöm
Bjömsson á Norðfirði hefur tek-
ið; en hann er einn af snjöllustu
ljósmyndurum á Iandinu og þó
sérstaklega þekktur fyrir ljós-
myndir sínar áf fuglum. Finnur
Guðmundsson skýrði mynd-
„Hann tók þátt í
„gagnbyltingunni" 44
VÍNARBORG, 18. jan. — Búda-
pestútvarpið sagði. frá því í dag,
að kvislingsstjórn Kadars hefði
tilkynnt brezka hermálafulltrú-
anum í Búdapest ,að hann væri
„persona non grata“ og þess
væri vænzt, að hann færi. úr
landi innan 48 klukkustunda. —
Kadarstjórnin heldur því fram,
að hermálafulltrúinn, James
Cowley, hafi tekið mikinn þátt
í októberbyltingu ungverskrar
alþýðu. . — Reuter.
irnar og hélt fyrirlestur um
fugla.
GÓDAR MYNDIR
Voru margar myndanna góðar
og sumar ágætar, og nutu sín
mjög vel með skýringum dr.
Finns Guðmundssonar. Sýndar
voru milli 40 og 50 fuglamyndir
og einnig voru sýndar myndir úr
hreiðrum. Sérstaklega vöktu at-
hygli rjúpnamyndir Bjöms, sem
voru afburða vel teknar.
MYNDAGETRAUN
Að myndasýningunni lokinni
fór fram myndagetraun. Brugðið
var upp mörgum myndum, ein-
göngu af fossum, viða á landinu.
Að lökum var dansað til kl. 1.
Creiða ber heimilislœkni
5 kr. fyrir hvert viðtal og
10 kr. fyrir hverja vitjun
LÆKNAFÉLAG Reykjavíkur
gaf út tilkynningu um það 29. des.
s.l. að samlagsmönnum I Sjúkra-
samlagi Reykjavikur beri að
greiða heimilislækni sinum kr. 5
fyrir hvert viðtal á stofu og kr.
10 fyrir hverja vitjun á heimili
sjúklings. Þetta er breyting frá
því sem áður var en þá þurftu
sjúklingar ekki að greiða heim-
ilislæknum sínum neitf gjaid,
hvorki fyrir vitjun né viðtal, að-
eins hið fasta sjúkrasamlagsgjald
sitt. Þessi breyting er gerð sam-
kvæmt heimild í lögum sem Al-
þingi setti í fyrra að tilhlutan
milliþinganefndar til endurskoð-
uuar tryggingalöggjöfinni. Voru
lögin samþykkt 26. marz í fyrra.
í samræmi við þessi iög hafa
Árið sem leið var Loft-
leiðum mjög hagstætt
Faiþegaflutningar jukust um tæp 30%»
ARIÐ 1956 fluttu L.oftleiðir 21.773 farþega, en það er um 5
þúsund farþegum fleira en árið áður og nemur aukningin því
29.49% miðað við 1955. — Vöruflutningar urðu 230 tonn og reyndist
það 30.71% meira en fyrra ár. Póstflutningar jukust um 38.93%
og aukning farþegakílómetra varð 25.13%. — Alls var flogið
3.110.098 km vegalengd á 9.911 flugstundum.
Á tímabilinu frá 20. maí til 15
október voru fimm vikulegár
ferðir farnar milli New York og
Norður-Evrópu með viðkomu á
l'Slandi og auk þess £rá miðjum
júlí mánuði ein terð í viku milli
íslands og meginlands Norður-
Evrópu. Upp úr miðjum október
var New York ferðunum fækkað
niður í fjórar í viku og mun svo
verða þangað tíl 20. maí í vor, en
þá er ráðgert að taka upp dagleg
ar ferðir milli New York og Norð
ur-Evrópu.
Loftleiðir tóku eina Skymaster-
flugvél á leigu í sl. ágústmánuði
og hefir félagið því nú ráð á
fjórum Skymasterflugvélum. Frá
því í haust hafa þó ekki nema
þrjár verið í förum í senn, þar
sem einhver ein þeirra hefir jafn
an verið bundin við hina lögskip-
uðu árlegu skoðun og eftirlit.
Á sl. hausti lagði félagið niður
ferðirnar til Luxembourg, en
mun hefja þær aftur að vori með
viðkomu í Glasgow.
í haust hófu Loftleiðir Skot-
landsflug að nýju og koma nú
tvisvar í viku við á Renfrew-flug
velli, sem er í námunda við
Glasgow. í ráði er að hefja flug-
ferðir til London með vorinu.
Á Nikósía. — Orðrómur gengur
um það á Kýpur, að flytja eigi
Makarios biskup frá eyjunum i
Indlandshafi til Möltu. Brezk
yfirvöld sögðu í dag að þær
fregnir væru rangar.
Hjúkrunarfélagið Líkn
leysf upp efiir 41 árs sfarf
Félagið hefur innt af höndum frábærf sfarf
á sviði heilbrigðismála
FRÉTTAMENN áttu í gær viðtal við frú Sigríði Eiríksdóttur,
sem verið hefur formaður hjúkrunarkvennafélagsins Liknar,
í tilefni þess, að félagsskapur þessi sem búinn er að starfa yfir 40
ár, verður nú lagður niður. Starfskraftar Líknar sameinast þó
aftur hjá Heilsuverndarstöðinni, sem nú leysir Líkn af hólmi eftir
mikið og gott starf.
Læknafélag Reykjavíkur og
Sjúkrasamlagið hér í bænum gert
með sér samning þar sein greiðsl-
ur til heimilislækna frá samlag-
inu eru Iækkaðar um 14% með
hliðsjón af þessu nýja uUkagjaldi, i
sem sjúklingunum er gert að
grelða samkvæmt þessum nýju
lögum, Munu læknarnir sjálfir
hafa haft frumkvæði að þessari
breytingu, en allmikið hefur
þótt bera á þvl að læknar væru
sóttir að nauðsynjalausu eða
nauðsynjalitlu og er ætlunin að
reyna að valda þvi með þessu að
slíkur siður aftakist.
Gjald það sem læknar fengu
frá Sjúkrasamlaginu í fyrra var
140—150 kr. fyrir hvert númer
(mann) en hámark númera sem
hver læknir hefur er 1250.
Þritt fyrir þessa breytingu
haldast greiöslur til sérfræðinga
óbreyttar. |
LIKN STOFNUÐ
Likn var stofnuð árið 1915.
Stóðu að stofnuninni nokkrar
konur og var frú Christepine
Bjarnhéðinsson, fyrsti form. fél.,
eða tíl 1931, að frú Sigríður
Eiríksdóttir tók við og hefur sið-
an gegnt formannsstörfum. Til-
gangur þessara stofnunar var sá,
að veita sjúkum hjálp.
BERKLAVARNASTL_iN
1919 gekkst Líkn fyrir stofnun
berklavarnastöðvarinnar sem
varð fyrsti vísirinn að skipulögð-
um berklavörnum hér meðal al-
mennings. Fyrstí íæknirinn var
Katrin Thoroddsen Ungbarna-
vetnd Líknar var stofnuð 1927.
1936 voru fengin gegnumlýsing-
artæki að berklavarnastöðinni
með aðstoð Berklavamafélags ís-
lands.
Þess má geta, að fyrstu árin
unnu ókeypis við stöðina lækn-
arnir Katrín Thoroddsen, Magn-
ús Pétursson og Sigurður Magn-
ússon.
Síðustu árin hafa átta hjúkr-
unarkonur starfað hjá félaginu,
enda hefur starfið verið umsvifa-
mikið. Síðan 1927 hafði Líkn ung-
barnavernd og var hún stóraukin
1941. Þá tók Líki, að sér 1943 eft-
irlit með barnshafandi kon„. . Þá
hefur hún annazt heimilisvitjan-
ir og skipta þær tugum þúsunda.
Fiá upphafi hafa verið farnar
slíkar vitjanir til 277.098 sjúk-
linga.
Öll þessi sjúkrahjálp hefur
verið ókeypis og greidd af for-
ráðamönnum félagsins að und-
anskildum einstöku sjúkravitjun-
um sem fólk óskaði eftir að
greiða.
Stjórn Hjúkrunarfélagsins
Líknar hóf snemma baráttu. fyrir
aukinni heilsuvernd í bænum,
með mjög takmarkað fjármagn.
Þótt seint gengi framan af og
baráttan virtist stundum vonlítil,
hefur féiagið nú að afloknu starfi
sinu séð þann draum rætast, að
hér hefur risið upp heilsuvernd-
arstöð sem að öllum útbúnaði
jafnast fyllilega á við það bezta
með stærri þjóðum og kjarni
hinnar nýju heilsuverndarstöðvar
er starfslið Liknar.
GEÐVERNDARSTOÐ
FYRIR BÖRN
Frú Sigríður sagði, að Likn
hefði látið það vera sínu siðustu
ósk til bæjaryfirvaldanna, að
komið yrði á stofn geðverndar-
stöð fyrir böm í Heilsuverndar-
stöðinni, en Líknarkonur tryðu
svc mjög á giidi slíkrar starf-
semi, að þær teldu hana ekki bera
minni árangur en þá starfeemi
sem þegar hefur verið minnzt á.
Er þegar farið að undirbúa stofn-
un slíkrar stöðvar og er ungur
læknir að kynna sér slíku starf-
semi erlendis.
STJÓRNIN
Síðustu stjóra Líknar skipuðu
eftirtaldar konor: frú Sigriður
Eiríksdóttir, formaður, frú Anna
Zimsen, frú Ragnheiður Bjama-
dóttír, sem verið hefur í stjóm
félagsins frá fyrstu tíð, frú Sig-
ríður Briem Thorsteinsson og frú
Sigrún Bjarnason.
Sonarsynir MacmiHans
stríða vinum Butlers
Á FIMMTUDAGINN, áður en
vitað var, hvor þeirra Mac-
millans og Butlers yrði for-
sætisráðherra, safnaðist múg-
ur manns fyrir utan bústað
Butlers á Sraith Square 3 til
að votta honum hollustu sína
og stuðning. Allt í einu sáu
menn hvar stórt skilti, letrað
rauðum stöfum, birtist i glugg
anum á Smith Square 4. Á því
stóð: „Macmillan verði for-
sætisráðhe*ra“.
Smith Square 4 er hús
Maurice Macmillans þing-
manns, sem er sonur forsætis-
ráðherrans. Kona hans sagði,
að þar hefðu verið börn þeirra
hjóna, sem gerðu skUtið tU að
lýsa SÍNUM stuðningi við
afa. — Þótti þetta einkar
skemmtileg glettni. Bömin
eru Alexander 13 ára, Joshua
9 ára og Adam 8 ára.
Anna Ú. Björnsdóttir
IVIinningarorð
LAUGARDAGINN 12. þ. m. and-
aðist á Landakotsspítala frú
Anna Ú. Björnsdóttir. Hún var
fædd hér i bænum 10. jan. 1902.
Foreldrar hennar voru Björn
Hannesson, sjómaður og Sesselja
Þórðardóttir. Þau hjón voru
skyld að nokkru, bæði komin af
hinni kunnu Bergsætt. Úlla, eins
og hún var oftast kölluð, var ein
af 6 systkinum og ólst upp með
foreldrum sínum tU 10 ára ald-
urs, en var þá tekin í fóstur af
L. Kaaber, bankastjóra og fyrri
konu hans, frú Astrid. Reyndust
þau hjón henni með ágætum og'
hlaut hún hina beztu menntun,
sem þá var völ á, bæði hér á
landi og í Danmörku. Var hún
hjá þessari fjöiskyldu þar til hún
giftist 1924 Torfa Þórðarsyni,
stjórnarráðsfulltrúa. Eignuðust
þau hjón 3 böm, og eru þau öll
gift, dæturnar tvær búsettar hér
í bænum en sonurinn við verk-
fræðinám í Þýzkalandi.
Ég sem þetta rita kynntist frú
Úllu, þegar bömin voru farin
að ganga í framhaldsskóla og
minmst ávallt þessa beimilis með
þakklæti síðan. Þarna kom fram
hjá húsmóðurinni hin mikla fórn
arlund, að hugsa alltaf um æsk-
una og framtíð hennar. Á heim-
ilinu voru sífelldar annir því
mörg skólasystkini þurftu að
mætast þar, og urðu þá oft fjör-
ugar umræður um ýmis mál er
efst voru á baugi á þeim tíma.
Alltaf fylgdist húsmóðirin með,
gladdist yfir sigrum ungling-
anna, tók þátt í áhyggjum þeirra,
leiðbeindi og uppörvaði. Veit ég
:tð mörg okkar, ekki sízt þau er
voru utan af landi, stöndum í
mikilli þakklætusskuld við þessa
ágætu konu, þvi þetta var á
þeim árunum, um og eftir síð-
ustu stycjöld, er miklir umbrota-
t'mnr voru í ö!lu þjóðlífi voru
eins og kunnugt er, en trúin á
það að hið góða mundi sigra, var
óbifanleg hjá henni.
Því miður fór heilsu frú Úllu
mjög að hraka skömmu síðar og
gat hún því ekki sinnt eins mik-
ið þessunr. áhugamálum sínum
eins og hún heíði óskað, an ávallt
var þó sami áhuginn til að leið-
beina og hjálpa. Á síðustu árum
naut hún þeirrar ánægju að sjá
7 bamabörn sín vaxa dálítið úr
grasá, enda var hugur hennar all-
ur hjá þeim þar til yfir lauk.
Það er gott að hafa kynnzt
svona góðri og ástríkri móður.
Blessuð sé minning hennar.
S. H.