Morgunblaðið - 20.01.1957, Blaðsíða 15
Sunnudagur 20. janúar 1957
MORGVNBL AÐ1Ð
15
— / fáum orðum sagt
Framh. af bls. 11.
að mér og segir: Sæll Helgi! ’Það
þótti henni undarlegt. í sumar var
ég staddur í fyrsta skipti austúr
í Laxárdal og hitti þar bónda
nokkurn. Hann þekkir mig ekki
í sjón og spyr mig að nafni. Ég
segi honum það, þá fagnar hann
mér hið bezta og segir: Sæll
vertu Helgi, þig þekki ég vel.
(Við þetta svar er bundið fallegt
ævintýri - en það er önnur saga).
Síðan dró hann fram brennivíns-
p>ela og bauð mér snaps, en ég
sagði honum auðvitað, að það
væri sama og gefa bakarabarni
brauð.
— Þú vinnur hjá Guðbrandi í
Áfenginu?
— Já, ég hef oítast unnið við
einhvers konar verzlun. Um tíma
var ég í íslandsbanka. Svo var
mál með vexti, að ég hitti Guð-
mund Oddgeirsson á horninu við
Hafnarstræti og Pósthússtræti.
Það var í apríl 1915. Hann bauð
mér vinnu í Islandsbanka. Ég
sagði honum, að ég kynni ekkert
til þeirra starfa, en þó varð það
úr, að ég hitti bankastjórana að
máli. Þeir voru Hannes Hafstein,
Sighvatur Bjarnason og Tofte,
sem talaði ekkert nema dönsku.
Ég sagði þeim sem var, að ég
þekkti ekkert til bankastarfa, en
þá kváðust þeir mundu kenna
mér þau. Ég spurði hvenær ég
setti að byrja og svaraði þá Haf-
stein: Laugardag til lukku. Það
varð svo úr. Um nóttina varð
bruninn mikli í miðbænum og
var mér sagt, þegar ég vakn-
aði, að kviknað væri í íslands
banka. Þótti mér bankaferill
minn hefjast heldur óglæsilega,
eins og þú getur ímyndað þér, en
þegar ég kom I bæinn, sá ég að
þetta var á misskilningi byggt.
Það kviknaði ekkl i íslandsbanka
heldur Landsbankanum og ég
fékk tækifæri til að læra ýmislegt
sem við kemur bankastarfsemi —
og hrafl I dönsku í þokkabot. —
Tofte talaði aldrei annað.
— En svo að við snúuin okkur
nftur að ferðalögunum. Þau eru
þér auðvitað flest minnisstæð?
— Já, auðvitað.
— Nokkur minnisstæðari en
önnur?
— Má ver*. Annars er það efni
I margar bækur að skrifa um
íerðálögin. Ja, Þórisdalsförin
þótti t.d. merkileg á sínum tíma.
Ég man líka vel eftir því, þegar
við fórum með 80 manna hóp á
Skjaldbreið og Sigurður Nordal
flutti stórmerkilegt erindi um
Jónas Hallgrímsson og skáldskap
hans á tindi fjallsins. Þetta var
13. júlí 1941 — hundrað árum eft-
ir að skáldið orti Fjallið Skjald-
breiður. Það var gott veðúr á
tindinum, en rauk upp á norðan
og var komið moldrok á völlun-
um, þegar við komum niður.
— En Þórisdalsförin?
— Það hvíldi mikil leynd yfir
þessum dal, menn vissu lítið sem
ekkert um hann annað en það
sem segir í þjóðsögum. Þar er
hann t.d. kallaður Áradalur. Og
menn voru jafnvel þeirrar skoð-
unar að þarna væri allt fullt af
diaugum, forynjum og útilegu-
mönnum. Að vísu höfðu tveir
prestar farið í Þórisdal á 17. öld
og Björn Gunnlaugsson hafði
komið þar við á ferðum sínum
um landið. En það var ekki nóg.
Það var eins og menn héldu fast
við trúna á þjóðsögurnar og —
— já, og svo hefur þjóðsagan í
Grettissögu vafalaust haft sín á-
hrif?
— Heyrðu góði minn, svarar
Helgi í miklum vígahug og ég sé
að Þórisdalur er gleymdur á svip-
stundu, heyrðu, það er alltaf ver-
ið að segja að íslendingasögurnar
séu ekkert nema þjóðsögur og
skáldskapur. Ég er á öðru máli.
Ég er sannfærður um, að sögurn-
ar segja yfirleitt frá staðreynd-
um. Sannsögulegum atburðum.
★
Og svo kemur eftirfarandi saga
Helga frá Brennu um bardagann
við Grettisodda. Kannski finnst
einhverjum, að hún styrki sann-
fræði sögunnar:
— Það var sumarið 1954. Ég
var gestur Jóhannesar á Borg við
Hítará, ásamt Guðbrandi Magn-
ússyni, forstjóra, og enskum vin-
kaupmanni, Thorm Newman að
nafni. Dag einn var hann að veið-
um við svokallaðan Grettisodda,
sem gengur út í ána vestanverða,
en ég sat nokkru neðar og las í
bók. Laxinn var tregur, en veðr-
ið gott. Newman fer allt í einu
yfir ána og kastar, þar sem Tálmi
fellur í hana, en veiðir ekkert.
Hann leggur þá stöngina á
öxl sér, gengur til mín og
segir: Helgi, hefur verið háð
orrusta hér? Ég segi: . Af
hverju haldið þér það? — Af þvi
svarar hann. að ég hef verið að
horfa hér á orrustu og féllu 10—
14 menn og margir særðust. —
Ég áttaði mig ekki á, hvað þetta
gæti verið og sagði Jóhannesi sög-
una, þegar heirn kom.Jóhannes
áttar sig strax og segir: Jú, veiztu
það ekki, hér var bardaginn háð-
ur við Mýramenn. — Newman
hafði með öðrum orðutn séð bar-
daga, sem háður var fyrir um
900 árum, og hafði hann þó aldrei
lesið aðra í&lendingasögu en
Njálu.
Og Helgi bætir við:
— Þú getur flett upp á þessu í
Greítlu, mig minnir, að það sé
sagt frá bardaganum í 60.
kapítula.
— Já, þetta er skemmtileg saga.
En Helgi, við vorum að tala um
Þórisdalsförina, hvað —------
— Ég má ekki vera að þessu
lengur. Þú getur líka séð allt um
Þórisdalsförina í Eimreiðinni.
Svona er Helgi. Kann ekki við
sig inn'án fjögurra veggja. — M.
Fjórði maðurinn
pctSS
Smásaga eftir Codfried Bomans han« úr sér og sá þá þrjá, sem
eftir voru, standa út í horni.
SPILAKLÚBBURINN hafði
aldrei almennnilega getað
komið sér niður á, hvort af kaffi-
húsunum tveimur væri skemmti-
legra. Starnwiel hélt með „Nám-
unni“ af því þar voru bjálkar í
þakinu. Honum fannst þá eins
og hann sæti í káetu eða litlum
kofa, sagði hann. Starnwiel var
piparsveinn og hafði þessa löng-
un í hóglífi, sem stafar af skorti
á lífsþægindum. Honum fannst
notalegt að sitja undir lágu
bjálkaþakinu í „Námunni“, þeg-
ar stormurinn vældi við glugg-
ana. Honum fannst hann þá vera
svo öruggur. Oft hafði hann hugs
að um hve gaman það væri, ef
hann sjálfur gæti komizt yfir
íbúð. En honum blöskraði allt
umstangið við að kvænast. Næsta
ár, hugsaði hann, eða eftir tvö
ár. Það væri nógur tími. Þannig
var Stamwiel.
Kommenijn lifði af eignutn sín-
um og hann tók „Einhyrningin“
fram yfir „Námuna“. Það væri
rýmra þar, sagði hann og maður
hefði að minnsta kosti svigrúm
fyrir fæturaa. Auk þess væri
engin ástæða til að óttast að
snafsinn væri dreginn af manni.
Glasið væri fullt, þegar það væri
borið fram, alltaf fullt. Komm-
enijn þótti gaman að fá sér
tár. Höfuðið á honum var stórt
og rautt og hann blés þegar hann
gekk upp stiga. Wieliga læknir
haíði sagt við hann: ,,Þú skalt
foraðst geðshræringar og þá get-
ur þú lifað lengi og svo væri
pípa betri heldur en vindill. Og
einu glasi minna.“ Kommenijn
féllst á að þetta væri gott ráð.
Einu sinni hafði hann meúa að
segja tekið þá ákvörðun að byrja
á morgun. Þannig var Komm-
enij.
Bikker og Hespens mynduðu
eins konar miðflokk: Bikker var
latur við að hugsa Og Hespens
var óákveðinn. Stundmn fannst
þeim „Einhyrningurinn” skárri
og stundum féll þeim betur við
„Námuna" og smátt og smátt
varð það að vana að skipta kvöld
unum á milli þessara tveggja
kaffistofa. Bikker gat verið dá-
lítið hryssingslegur og honum
stóð svo að segja á sama. „Ef
maður hefur þægilegt sæti, þá er
það nóg“, Og maður sæti í raun-
inni alls staðar vel og alltaf væri
hægt að taka eina og aðra á-
kvörðun. Hespens var alltaf í
efa. Stundum þegar hann vakti
á nætumar, fór hann að hugsa
um þennan flokkadrátt út af
kaffihúsunum. Báðir hefðu eitt-
hvað til síns máis. Það væri bezt
að yfirvega þetta eitthvað nánar.
Hespens hugsaði mikið og svo
var hann málari. Oft datt honum
í hug: „Ef ég gæti nú hætt þessu
klessuverki með myllur og barna
höfuð og gæti farið að eiga við
eitthvað af lífi og sál. Eitthvað
stórt“. Hann hló íbygginn við
aessa hugsun. Hann hafði tekið
þá föstu ákvörðun að gera ein-
hvem tímann eitthvað og ein-
hvers staðar. Þannig voru þeir
Bikker og Hespens.
Eitt kvöld hittust þessir fjór-
ir vinir í Námunni. Önnur rúb-
ertan var rétt að byrja. Klukk-
an var hátf tólf. Það var ein-
mitt stund til hátíölegrar yfir-
vegunar.
Starnwiel raðaði spilunum og
hlustaði á vindinn. Svo sagði
hann: „Oft dettur mér í hug:
Hvað verður manni úr lífinu?
Árin líða framhjá og ekkert ger-
ist. Tvö lauf.“
„Ég segi pass“, sagði Hespens.
„Tvö hjörtu“, muldraði Bikk-
er.
Kommenijn horfði yfir vindil-
inn og niður í spilin. „Já, mér
hefur oft dottið í hug að fara
í ferðalag", sagði hann. „Vera
alveg þurr á ferðinni, fá mér
aðeins við og við pípu. Og líta
vel í kringum mig og læra eitt-
hvað. Eg hefi ferðaáætlunina
heima hjá mér, Ítalía, Grikkland,
Tyrkland og síðan yfir Egypta-
land og Túnis aftur heim. Það
væri skolli skemmtileg ferð. Ég
dobla“.
„Ég dobla aftur", sagði Stam-
wiel strax.
„Kommenijn á að láta út.
Augnablik!" Hann lagði spilin
niður á borðið og hélt áfram:
„Er það ekki undarlegt. Alltaf
ætlar maður að gera eitthvað.
Og aldrei gerir maður neitt. Oft
finnst mér þetta leiðinlegt. Við
spilum og spilum og svo hugs-
ar maður: Bara ef eitthvað gerð-
ist. En guð má vita hvað það
svo sem ætti að vera."
„Eitt spark“, sagði Bikker.
„Eitt hvað?“ spurði Stam-
wiel.
„Eitt spark þyrftum við að fá
allir", sagði Bikker. „Meim þurfa
við og við að fá spark, svo að
þeir hrökkvi við. Hjarta er
tromp. Kommenijn á að láta út.“
Kommenijn lá út af og höfuð-
ið hallaðist aftur á bak yfir
stórbríkina. Augun voru lokuð
og hægri höndin hvíldi kreppt á
spilunum.
„Svefnpurka“, sagði Bikker,
„þú átt að láta út“.
En Kommenijn svaf ekki. Hann
gat ekki framar látið út. Hann
var dauður.
Þegar Paverick læknir hafði
lokið við rannsókn sina, rétti
„Fjölskyldan hefur verið iátin
vita. Þið getið farið heim. En
þama kemur þá líka doktor
Wieliga. Ef að ykkur er sama,
þá fer ég með ykkur."
Þeir fóru allir fjórir í káp-
urnar og gengu út í kalt nætur-
loftið. Þeir töluðu ekkert sam-
an. í „Einhyrningnum" sáu þeir
ljós gegnum rifu á hurðinnL
„Hvað er klukkan?" spurðá
Paverick.
„Hálfellefu", sagöi Hespens.
Állir þögðu.
„Eigum við?“ sagði Starnwiel
hikandi.
„Finnst þér það?“ spurói
Hespens. „Finnst þér það eiga
við?“
„Eiga við, eiga við“, muldraði
Bikker. „Eg fer ekki svona í
rúmið. Þetta situr enn í skrokkn-
um á mér.“
Þeir gengu inn. Þar var þægi-
lega hlýtt. Paverick gaf spilin.
„Þrjú hjörtu", sagði hann.
„Pass“, anzaði Hespens.
„Pass“ sagði Stamwiel.
Bikker tók glasið og renndi út
úr því í einum teig.
„Mikill skolli. Þetta var »1-
deilis--------. Ég segi pass“.
Gamalnieima-
skemmtun
á Akranesi
AKRANESI. — Gamalmenna-
skemmtunin var haldin hér aS
Hótel Akranesi sl. sunnudag, og
hófst með kaffidrykkju kl. 4.
Þá las sóknarpresturinn séra
Jón M. Guðjónsson hugvekju.
Fyrir og eftir hugvekjulestur-
inn voru sungnir sálmarnir: „Ó,
þá náð að eiga Jesúm“ og „HvaS
boðar nýjárs blessuð sól.“
Þá var sýnd afbragðs kvik-
mynd á vegum Upplýsingaþjón-
ustu Bandaríkjanna frá Vestur
Virginíu. Næst kvað Ragnar
Jóhannesson skólastjóri kafla úr
hinni snjöllu rimu um Odd Sig-
urgeirsson eftir örn Arnarson.
Meðan snæddur var kvöldverður
söng karlakórinn Svanir undir
stjórn Geirlaugs Árnasonar. Dans
að var og lék E.F. kvintettinn.
Fjöldasöngur var undir stjórn
frú Sigríðar Sigurðardóttur.
Kvenfélag Akraness hefir nú
starfað í 30 ár og er þetta 29.
gamalmennaskemmtunin, sem
það gengst fyrir, en henni lauk
laust fyrir miðnætti. — Oddwr.
í Reykjavík
I)
verður haldinn í fulltrúaráði og trúnaðarmannaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik í dag.
klukkan 2 e. h. í Sjálfstæðishúsinu.
Fundarefni:
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálunum
Frummælendur:
Björn Ólafsson alþm. og Ólafur Björnsson alþm.
Fulttrúar og trúnaSarmenn eru minntir á að mæta stundvíslega og sýna skírteini við innganginn. STJÓRNIN.
Fulltrúaráð og trúnaðarmannaráð Sjálfstæðisfélaga
F II IM D