Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐ1Ð Laugardagur 23 febrúar 195T Sparisjóður Reykjavíkur kaupir Skólavörðustíg 11 SPARISJÓÐUB Reykjavíkur og nágrennis hefur nýleg /pt c ,ni a á Skólavörðustíg 11 af erfingjum Benedikts Sveinsson- ar alþingismanns. Eignin er á hornlóð og liggur sem kunnugt er að þremur götum, Skólavörðu- stíg, Grettisgötu og Vegamóta- stíg. Lóðin er eignarlóó, að stærð 965 fermetrar og eru a henn tvö gömul hús. Vegna legu sinnar og stærðar er lóðin meðal verðmæt- ustu lóða í bænum. Söluverð eignarinnar var á- kveðið skv. samkomulagsmati kr. 2.400.000 af matsnefnd fulltrúa beggja aðila og borgardómaran- um í Reykjavík, sem var odda- maður í nefndinni. Enginn á- greiningur var um verðið milli matsmannanna. Þjóðviljinn hefur ráðizt á 3jama Benediktsson í þessu til- efni og gefur í skyn, að hann hafi notað sér aðstöðu sína i stjóm Sarisjóðs Reykjavíkur til þess að láta hann kaupa eignina of háu verði. Bjami Benediktsson hafði eng- i . afskipti af þessum kaupum £ stjórn Sparisjóðsins og var ekki á fundi, þegar kaupin voru rædd þar. Matsmennirnir ákváðu verð eignarinnar og voru í því efni að sjálfsögðu bundnir af gangverði hliðstæðra eigna í bænum, en lóðir í miðbænum eru mjög verð mætar og hefur verð þeirra lengi farið hækkandi í krónutölu, og hafa nýlega verið seldar lóðir á tvöfalt hærra verði hver fer- metri ,en þessi Ióð. Fyrir þremur árum keyptu menn nákomnir Þjóðviljanum eign í nágrenni við Skólavörðu- stig 11 fyrir allmiklu hærra verð, ef miðað er við lóðarstærð og að gömul hús, sem flytja þarf burtu séu talin einskis virði, í báðum tilfellum. í framtíðinni mun hús Spari- sjóðs Reykjavíkur rísa á lóðinni á Skólavörðustíg 11 og ágæt stað setning þess greiða fyrir við- skiptum sparisjóðsins. Sáttafimdur SÍÐDEGIS í gær boðaði sátta- semjari ríkisins, Torfi Hjartar- son, samninganefndir deiluaðila í farmannadeilunni, á fyrsta sáttafund sem fram hefur farið íðan verkfallið á verzlunarflot- anum hófst hinn 191 þ. m. Her S.Þ. öflugur Kairo, 22. febrúar. — Einkaskeyti frá Reuter. BURNS yfirmaður gæzluliðs S. Þ. upplýsti í dag, að herlið hans væri nú orðið öflugt og sjálfu sér nógt um alla aðflutninga. í því eru nú 5500 hermenn, búnir hinum fullkomnustu vopnum. Það hefur gnægð flutningatækja og hefur lagt sínar eigin síma- línur og samgönguleiðir yfir Sinai-eyðimörkina. XvikmyndosýBÍBf ísL-amer. fél. I' SLENZK-AMERÍSKA félagið efnir til kvikmyndasýningar í Gamla Bíói kl. 2 í dag, laugardag. Þar verða sýndar nýjar fréttamyndir um störf slökkviliðsmanna í Bandarikjimum, iþróttir kvenna og fróðlegar svipmyndir úr sögu bílanna allt frá byrjun til vorra tíma. ^VIÐ LANDAMÆRAVÖRZLU Þetta öfluga gæzlulið S. Þ. er hvenær sem er reiðubúið að taka að sér landamæragæzlu á landa- mærum Egyptalands og ísraels. Herliðið mun afla sér hinna íull- komnustu tækja til landamæra- gæzlunnar, þar á meðal rafeinda- tækja, sem gera auðvelt að fylgj- ast með ferðum manna við landa- mærin. Þá er kvikmynd um flugskeyti og geimferðir. Er mynd þessi m. a. tekin úr flugskeyti, sem sent er upp í háloftin, og er fróðlegt að líta jörðina úr þessari miklu hæð. Að lokum verður sýnd ný kvik- mynd, er lýsir undirbúningi og reynsluflugi á hinni nýju flug- leið yfir Norðurheimsskautið. Gefur myndin góða hugmynd um alla þá miklu erfiðleika, sem yfir- stiga þarf, áður en hægt er að hefja reglubundið farþegaflug á hinum norðlægu slóðum. Á morg- un mun SAS flugfélagið hefja ferðir frá Norðurlöndum yfir Norðurheimsskautið til Tókýo, og fjallar þessi kvikmynd aðallega um forsögu þessara merkilegu þáttaskila í flugsamgöngunum. Aðgangur að kvikmyndasýning um Íslenzk-ameríska félagsins er ókeypis og öllum írjáls meðan húsrúm Ieyfir. ÆFINGAR LIÐSINS Sænsku hersveitimar, sem nú hafa bækistöð við suðurenda Gaza-svæðisins hafa nú um skeið æft sig í landamæragæzlu jafnt að degi og nóttu. Og Burns yfir- hershöfðingi hefur nú gefið norsku og kolumbísku hersveit- unum skipun um að hefja slíkar varðgæzluæfingar. Kreijost þvingana við ísrael Frá setningu 39. Búnaðarþings: Við erum oi gjarnir oð gleypa við nýjungum, sagði Hermann Jónasson IGÆR var 39. Búnaðarþing sett. Forseti þingsins, Þorsteinn Sigurðsson frá Vatnsleysu, flutti setningarræðu og minntist í upphafi máls sins Bjama heitins Ásgeirssonar fyrrum sendiherra, en hann var áður formaður Búnaðarfélags fslands. Rakti Þorsteinn æviferil Bjama og fór mörgum viðurkenningarorðum um þenna Iátna búnaðarfrömuð. STÖRFIN MÓTAST AF BJARTSÝNI Þorsteinn sagði nokkra þing- fulltrúa enn ókomm. sökum hinn ar miklu ófærðar. Eru 14 mál á dagskrá þingsins. Þi rseddi tor- sett ástand búnaðarmála almennt og þá miklu framþróun sem orð- iff hefir á þvi sviði, þannig að nú er svo komið að við verðum að flytja út landbunaðarafurðir. Þorsteinn lauk m-.Ii sinu með því að færa fram þá ósk að störf þingsins mættu mólast af bjart- sýni á islenzkan Iandbúnað, svo að fólk geti unað glatt við sitt hvar sem er á landinu. GLEYPA Vffl NÝJUNGUM Þá talaði landbúnzðarráðherra I- mann Jó- -on. í rpphafi máls sins gerði hann hina öru framþróun og nýjungar að um- talsefni. Sagði, að þótt hann tekti þörf fyrir að vera opnnn fyrir þvi sem nýtt er, _ á vaerum við of gjamir að gleypa við nýj- nagUML Taldi hann að sígandi lukka og jöfn ferð væri bezt. byrjað á. Þá sagði hann enn, það sem menn hafa svo oft heyrt hann áður segja, að allir sjóðir væru tómir og ekkert fé væri til í raforkuframkvæmdir eða sem- entsverksmiðjubyggingu og að ekkert hefði verið hugsað fyrir fé ta þeirra framkvæmda, þegar í þ®r var ráðizt. Þá gerði hann tilraunastarfsemi að umtalsefni og kvaðst lita svo á að hana bæri stórlega að efla og gera hana aðgengilega íyrir bændur. Taldi hann stórskaða að ekki hefði verið unnið betur að henni fyrr. Kvaðst hann ekki verða lengi við völd, ef hann kæmi ekki stóru átaki til leiðar í þessu efnL Hermann sagði að i undirbún- ingi væru ný lög á Alþingi, sem gerðu rað fyrír að 8 milljónum yrði varið til hjálpar þeim bændum, sem aftur úr hafa dreg- izt og til stuðnings frumbýling- um. Þá ræddi hann einnig um að c "a þyrfti lánastarfsemi land- búnaðarins. Ritarar voru kosnir: Hafsteinn Pétursson og Páll Pálsson. Samkv. tillögu stjórnar Bún- aðarfélags fslands voru fasta- nefndir kjörnar þannig: Fjárhagsnefnd: Benedikt Grímsson, Einar Ólafsson Guðmundur Jónsson, Garðar Halldórsson, Helgi Kristjánsson, Jón Sigurðsson, PáU Pálsson. Jarðræktarnrfnd: Ásgeir Bjarnason, Egill Jónsson, Hafsteinn Pétursson, Kristinn Guðmundssor Eggert ólafsson, Þorsteinn Sigfússon. I Búfjárræktamefnd: Baldur Baldvinsson, Jóhannes Davíðsson, Kristján Karlsson, Sigmundur Sigurðsson, Sigurður Snorrason, Bjami Bjarnason, Allsherjarnefnd: Benedikt H. Líndal, Guðmundur Erlendsson, Gunnar Guðbjartsson, Jón Gíslason, Ketill S. t ðjónsson, Sveinn Jónsson. Reikninganefnd: Guðmundur Jónsson, Jóhannes Davíðsson, Þorsteinn Sigfússon. Ræddi hann siðan fjárhagsörð- Tók Im»m» sem dæmi að I Reykjavík einni þyrfti 370 millj. kr. til þess að ljúka þeim fram- kvæmdum sem þar vaeri þegar KOSHB I NEFNDIR Þessu næst var kosið t nefndir þingsins sem hér segin Varaforsetar voru kosnir: Pétur Ottesen 1. Gunnar Þórðarson 2. varaf. Þessi mynd er Irá setningu Búa- aðarþings i gær. T.v. er Þorstcinn Sigurðason forseti þingsins. T. h. nokkrir fulltrúar á þinginu. Ljósm. Mbl.: ÓI. K. M. Kjör bréfanef nd: Ásgeir Bjarnason, Einar Ólafsson, Hafsteinn Pétursson, Jóhannes Davíðsson, Páll Pálsson. Næsti fundur verður haldtna n.k. mánudag og hefst kl. 10 f.h. í Tjarnarcafé uppi. Mun búnað- armálastjóri þá flytja ræðu og Sæmundur Friðriksson gefa yf- irlit yfir framkvæmdir við hina nýju byggingu Búnaðar- félagsins. New York, 22. febrúar. i SÍU og Afríku-ríki kröfðust þess formlega í kvöld á fundi Allsherjarþings S. Þ., að ísrael yrði beitt efnahagsleguin þvingunwm, ef það yrði ekki við skipun S. Þ., um brottflutn- ing herliðs frá Gaza og Akaba. Charles Malik fulltrúi Lebanon fylgdi tillögunni úr hlaði. Kftir það var þingfundi frestað fram á mánudag. Glaði Alþýðublaðritstjóiian SPEKINGURINN úr hjónabends- þætti útvarpsins, ritstjóri Al- þýðublaðsins, formaður mennta- málaráðs m.m. skrifar í dag leið- ara í blað sitt: Gleðileg breyting. Kemst hann þar svo að orði er haim þakkar menntamálaráð- herra og segir: „Gylfi Þ. Gíslason hefur beitt sér fyrir gfeðilegri breytingu í stjórn menningar- málanna". Er ekki að furða þó ritstjórinn sé ánægður, þvf að rnenntamálaráðherra hefur skipað hann formann mennta- málaráðs. Einnig hefur hann komið fyrrum fréttaritstjóra Fundu tundurdufl KJRKJUBÆJARKLAUSTRI, 22. febrúar. — Fljótshverfingar fóru á f jörur súiar núna i vikunni til að sækja timbur sem rekið hafði. Fóru þeir með tvær dráttarvélar og komu heim með allmikið af rekavið. fsinn á vötnunum var frekar veikur, enda hefur verið sérstak- lega frostlitið í vetur, nema eina viku núna á þorranum. — Rétt austan við svonefndan Nýja-Ós fundú fjörumenn tundUrdufl rek- ið í fyrradag fór svo Helgi Eiríks son á Fossi á Siðu á jeppa austur á fjöruna til að gera dufíið ó- virkt eí: með þyrfti. Duflíð ■ reyndist óvirkt en sökun® þess að allmikill klaki var á því, gat hann ekki gengitt írá þvi eins og hann vildi. Var duflið því tekið á vagn og flutt áleiðis þangað sem auðveldara og styttra er að komast að því — Gtsli. Skellinöðruþjófnaðir fíðir SKELLINÖÐRUEIGBINDUR eru tíðir gestir í skrifstofum rann- sóknarlögreglunnar um þessar mundir. Erindið er alla jafnan hið sama: Búið að stela skelli- nöðrunni miimi, númer þetta og þetta. Skýringin kemur svo á eft- ir, að einhverjir iitt vandaðir hafa gengið á það lagið, að skelli- naðran stóð ólæst á förnum vegi. Enn í gærdag kom skellinöðru- eigandi R-396 og kærði þjófnað á farartækinu. Hafði hann skilið það eftir ólæst fyrir utan Hafn- | arbió meðan hann var t bíó. blaðsins í góða stöðu: Fonnann útvarperáðs. Það er svo annað mál hvort allir eru jafnánægttir og Alþýðu- blaðsritstjórinn. T. d. stúdentar, því menntamálaráðherra varð fljótur til að greiða atkvæði gegn þvi á Alþingi, að námslánasjóð- ur þeirra yrði nú efldur, — eða íslenzkir bókavinir, sem fengið hafa þær fregnir að bókaútgáfan sé að stöðvast vegna skattpín- ingar rikisstjómarinnar. Skdk-keppnÍB 1. BORB Svart: Akicreyri (Júltus. Bogas. - Jón Ingimarss.) ABCDEFGH W w m m m m m m m mn m H m'*m M ffiji M m m m mm m m f§ 1 ■ i ■ áBCDirOH Hvitt: Reykjarifc (Ingi R. Jóhannsson) 19.-----Kg4—tS 2. BOK» Svart: Rcr*j*vík (Björn Jóhanness .-Sv. Kristmss.) A B C D B F G H ABCDSFGH Hvitt: Akureyri (Ingimar Jónss. - Kxistinn Jónss.) W. De3—ö4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.