Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 20
Veðrið A-stinningskaldi, slydda eða rigning öðru hvoru Kenning Einsfeins Sjá blaðsíðu 11. 45. tbl. — Laugardagur 23. febrúar 1957. Stýrimann tekur út af (Jranusi IGÆRMORGUN barst útgerðarstjórn Júpiters h. f. hér í Reykja- vík skeyti frá skipstjóranum á Úranusi þess efnis að annar stýrimann hefði tekið út og hann týnst. Maður þessi hét Þorsteinn Jó- hannsson frá Siglufirði, mikill dugnaðar- og reglunraður, sem búinn var að vera hálft annað ár á Úranusi og naut trausts yfir- manna sinna á skipinu og eig- enda þess. Þorsteinn var sonur hjónanna Jóhanns Jónssonar og Herdísar Þorsteinsdóttur, sem búsett enu á Siglufirði. Þorsteinn var þriðji maður' í móðurkyn frá Þorsteini Þorleifssyni í Kjörvogi á Strönd- um, sem var á sinni tíð þjóð- kunnur sjósóknari og formaður. Þorsteinn stýrimaður var bróð- ursonur Sigurjóns Jónssonar fyrr um bankaútibússtjóra á Isafirði. Auk þess sem mikill harmur er kveðinn að foreldnum þessa unga, dugandi sjómanns, lætur hann eftir sig unnustu hér í ÍBeykjavík, Önnu Árnadóttur. Togarinn Úranus var, skömmu áður en slysið varð, kominn út af Vestfjörðiam eftir að hafa fylgt togaranum Guðmundi Júní til hafnar á Patreksfirði, en svo mikill leki hafði komið að Guð- mundi Júní að hann bað fylgdar til hafnar. Tæpl. 400 fl. af áfengi teknar Dettifossi TOLLVERÐIR hafa gert mjög ýtarlega leit að áfengi um borð í De.ttifossi, sem liggur hér í Reykjavíkurhöfn. Heita má að frá því skipið kom, hafi tollverð- ir verið þar að leita áfengis. í gærkvöldi voru þeir búnir að flytja í land úr skipinu tæplega 400 flöskur, og lítils háttar af öðrum varningi. r Utvegsbankinn opnar fyrsta útibú sitt í bænum KVEIKT hefur verið á neon- ljósaskilti: Útvegsbanki ís. lands og öðru skilti yfir dyrum: lands, og öðru skilti yfir dyrum: sonar að Laugavegi 105. Skiltin gefa til kynna að þar sé Útvegs- bankinn nú að opna útibú. í dag tekur það til starfa og veitir því forstöðu Björn Hjartarson. Er þetta fyrsta útibú Útvegsbankans hér í bænum. Bankastjórar bankans buðu nokkrum gestum að skoða útibú- ið í fyrradag, en þar eru ekki mikil salarkynni, en afgreiðsla er hin vistlegasta og verða þar rekin öll venjuleg sparisjóðs- og hlaupareikningsviðskipti. Valtýr Blöndal, bankastjóri, sagði við þetta tækifæri, að það sé höfuðtilgangur bankans með þessu útibúi að auka þjónustuna við almenning og viðskiptavini bankans. Á síðari árum hefur sem kunn- ugt er aukizt mjög verzlun, iðn- aður og viðskipti í Austur- bænum og það er ætlun Útvegs- bankans með þessu að bæta fyrir- greiðsluna við hið aukna við- skiptalíf í þessum bæjarhluta. Að sjálfsögðu er bankanum mikið áhugamál, að sparisjóðs- innlögin aukist, til eflingar lána. starfsemi bankans, og leggur hann því áherzlu á, að viðskiptin geti orðið sem greiðust. Hið nýja útibú verður opið dag- lega frá kl. 10—12.30 og frá kl. 3.30—6.30. Á föstudögum verður opið til kl. 7,30, en lokað kl. 12,30 á laugardögum. Stórhýsi Sveins Egilssonar er meðal stærri bygginga í bænum. Var húsið múrhúðað í fyrrasum- ar og var það mjög smekklega gert, en þar átti Útvegsbank- inn hlut að máii í sambandi við útibúið. ' LISTI LVlRJESISSIHNH I IIJD ER B-LESTI Guðjón Ingimundur Þorvaldur Ingólfur Jona Ingibjörg Steinn Ingi Iðjufélagar! Svarið árás kommúnista í DAG og á morgun fer fram kjör stjórnar og trúnaðarmanna í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík. Hafa kosningar þess- ar vakið mikla athygli, enda vit- að mál, að kommúnistar eru nú í fyrsta sinni lafhræddir um að missa völdin í þessu gamla vígi sínu, sem þeir þráfaldlega hafa notað í þágu flokks síns. Tveir listar eru í kjöri, A-list- inn, sem skipaður er kommún- istum og B-listinn, borinn fram af lýðræðissinnum og er hann þannig skipaður: Formaður: Guðjón Sv. Sigurðsson, Harpa hf., Varaformaður: Ingimundur Erlendsson, Skógerðin hf. Ritari: Þorvaldur Ólafsson, Kassagerð Reykjavíkur. Gjaldkeri: Ingólfur Jónasson, Meðstjórnendur: O. Johnson & Kaaber. Jóna Magnúsdóttir, Andrés Andrésson hf., Ingibjörg Arnórsdóttir, Svanur hf., Steinn Ingi Jóhannsson, Feldur hf. Varastjórn: Björn Jónatansson, Kassagerð Reykjavíkur, Listkynning Morgunblaðsins StuðliB að sigri B-lisfans Búi Þorvaldsson, Víkingur hf. Svavar Guðnason, Nýja Skóverksmiðjan. KJÖRFUNDUR Kosningin hefst kl. 1 í dag og stendur til kl. 9 í kvöld. Kl. 9 í fyrramálið hefst kjörfundur aft- ur og stendur til kl. 5 e.h. og er þá kosningu lokið. í blóra við lög félagsins hafa kommúnistar valið þennan óhagstæða kosninga tíma, þar eð þeir treysta flokks- vél Sósíalistaflokksins til að smala liði þeirra á kjörstað hve- nær sem er, enda þótt öðrum Iðjufélögum komi það illa. Kosið er að Þórsgötu 1 og verð- ur þar jafnframt staðsett kosn- ingamiðstöð fyrir kommúnista. Aðra kosningabækistöð hafa þeir að Tjarnargötu 20 og eftir skrif- um „Dagsbrúnarmanns“ í Þjóð- viljanum í fyrradag að dæma verður sú þriðja á skrifstofu þess félags. VERKST J OR ALISTINN. Listi sá sem kommúnistar hafa borið fram gengur almennt með- al iðnverkafólks undir nafninu verkstjóralistinn, þar sem efstur á honum er yfirverkstjórinn Björn Bjarnason og einnig eru á listanum fleiri menn úr þeirri stétt. Er það furðuleg ósvífni, að þessir menn skuli brigzla öðrum um þjónkun við atvinnurekend- ur, sem þeir sjálfir standa miklu nær. Minninprlafla um skipverja Varðar PATREKSFIRÐI, 22. febr. — 29. jan. sl., var fest upp í Eyrar- kirkju, minningartafla um skip- verjana á togaranum Verði, sem fórust með honum 29. janúar 1950. Fyrirtækið Ó. Jóhannesson hf. gaf töflu þessa. — Karl. Þetta er mynd af einu málverka Brynjólfs Þórðarsonar, sem verið hafa til sýnis í glugga Morgun- blaðsins þes&a vikuna. Er það frá Þingvölium, málað 1931. Hvað hafa kommúnistar yert vii peninga Iðju? VIÐ þá gagnrýni, sem að undanförnu hefur verið haldið uppi á óstjórn kommúnista í Iðju, hefur m. a. komið í ljós ,að fjármunum félagsins hafa þeir varið þannig, að jafnvel úr þeirri átt bjuggust' menn varla við öðru eins. Skal hér aðeins bent á fáein dæmi þessu til sönnunar, enda erfitt um vik, þar sem gögn félagsins eru enn leyndarskjöl kommúmsta. 1. Það er staðreynd, og jafnvel Björn Bjarnason játar það umbúðalaust, að úr sjóði Iðju hafa kommúnistar ausið þúsundum króna til kaupa á flokksbækistöð kommúnista, Tjarnargötu 20. 2. Það er staðreynd að s.l. ár var kostnaður við skrifstoíu Iðju á Þórsgötu 1 mikið á annað hundrað þúsund króna. Svo gífurlegur er skrifstofukostnaðurinn, þótt vitað sé, að öll starfsemi var þar í kaldakoli og eintóm óreioa ríkjandi. Á það að heita kattarþvottur Björns Bjarna- sonar að sparka nú starfsmanni félagsins, Halldóri Péturssyni, úr stjórn eftir 15 ára starf? 3. Það er staðreynd, að Iðja á nú útistandandi mikið fé tryggt með skuldabréfum. Hverjum hafa kommúnistar lánað allt þetta fé og hvers vegna er ekki nokkur leið að fá þá til að leggja skjölin á borðið og gera einhverja grein fyrir þessari peningastarfsemi? Iðjufélagar krefjast þess og eiga heimtingu á því að fá að vita allt um þessi peningamál svo og önnur vafasöm atriði varðandi stjórn félagsins. Kommúnistar munu liggja vand- lega á allri vitneskju um óstjórn sína á Iðju, meðan þeir halda völdum í féraginu. Eina ráðið til þess að hreinsa hið grugguga andrúmsloft er því að veita þeim lausn í náð og stuðla að sigri lýðræðissinna með því að kjósa B-listann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.