Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 23. febrúar 1957 skortir meiri ein- ni í íslenzka leiklist Leiklisfin er ekki brauðstrit og hlufverk leikdómaraer ekki I»AÐ skortir meiri alvöru og einlægni í íslenzka leik- list. Hún hefir verið um of stöðnuð á síðustu árum. Við eigum f jölda ungra og áhuga- samra leikara, sem eru fúsir til starfsins, en okkur vantar fleiri leikstjóra. Og fleiri heimsóknir erlendra leik- stjóra. Höfuðverkefnið á næstu árum hlýtur að verða að hæta úr þessu; leiklistinni hér á eftir að fara mikið fram, frá því sem nú er. Við þurfum meiri túlkunarmögu- leika í leikhúsum okkar, nýj- ar hugmyndir, meira líf og meira starf. Leiklistin má aldrei verða brauðstrit, hún er það göfug list, að henni er aðeins unnt að þjóna með alvöru, áhuga og einlægni. fjessi orð mælti Jón Sig- urbjörnsson er ég spjallaði við hann um lífið og leiklistina hér um daginn. Jón er einn af efnilegustu ungu leikurunum sem komið hafa fram á sjónarsviðið á síðustu árum og nú er hann formaður Leikfélags Reykja- víkur. Jón er góður fulltrúi fyrir hina atorkusömu og þróttmiklu ungu leikara, sem síðustu árin hafa unnið sér nöfn og frægð í íslenzkri leik- list. Hópur þeirra er allstór og fer sífellt vaxandi, og það sem sérstaklega einkennir hina yngri íslenzku leikara- kynslóð er áhuginn á starf- inu að þróun íslenzkrar leiklistar og viljinn til þess að mennta sig sem bezt til að hæðast he/dur leiðbeina Sp/allað við Jón Sigurbjörnsson tormann Leiktélags Reykiavíkur þess hlutverks sem bíður þeirra: að skapa íslenzk leik- hús svo ágætt að sýningar þar standi hvergi að baki þeim leiksýningum, sem beztar gerast með menningarþjóðum álfunnar, sem langa leiklist- arsögu eiga sér að baki. Mig langaði til þess að leika frá því ég var í gagn- fræðaskóla hér í Reykjavík, seg- ir Jón þegar við hefjum rabbið. Hingað kom hann ungur piltur eins og svo margir aðrir til þess að sjá sig um í heiminum og menntast. Hann kom frá Borg- arnesi, þar sem hann hafði lengst af alizt upp, til Reykjavíkur 1940, og hóf gagnfræðanám. Að vísu hafði Jón þá leikið bæði með skátunum í Borgarnesi og Ungmennafélaginu þar meðan hann var enn heima, en það var ekki fyrr en hér fyrir sunnan að hann „fékk bakteríuna" eins og hann orðar það. Fyrsta vet- urinn sinn í gagnfræðaskólanum sá hann næstum því hverja ein- ustu kvikmynd, sem þá var sýnd hér í kvikmyndahúsum í Reykja- vík, lék í skólaleiknum og varð; staðráðirm í því að verða leik-j ari. I>á var hann ótján ára ið’ aldri, fæddur 1922 að Ölvalds- stöðum í Mýrasýslu, en fluttist komungur að árum til Borgar- ness. En Jón sat ekki aðgerðalaus,] þegar hann hafði ákveðið aðj leggja leiklistina fyrir sig. Hann' innritaðist í leikskólann hjá Lárusi Pálssyni og þar var hann í tvo vetur og lauk þaðan prófi. Jafnframt því hóf hann nám í píanóleik í Tónlisfarskólanum 1943 og tók að syngja með Karla- kór Reykjavíkur. Eftir að hafa dvalizt nokkur ár hér í bænum við nám, en heima hjá sér í Borgarnesi á sumrum, fór Jón með Karlakór Reykjavíkur í söngför til Bandaríkjanna árið 1946. En þegar kórinn sneri heim úr þeirri för varð Jón eftir og hóf leiklistarnám vestanhafs. Innritaðist ,hann þar við gamlan og góðan skóla, „The American Academy og Dramatic Arts“, en hann er einn af elztu leiklistar- skólum Bandaríkjanna og nýtur mikils álits þar í landi. í>ar voru þann vetur við nóm um 350 nem- endur. Við þennan skóla stund- aði Jón nám í tvo vetur. Sjálfur segir hann svo frá, að á þess- um námstíma hafi hann lært geysilega mikið í leiklist og feng- ið nýjan og dýpri skilning á þeim viðfangsefnum, sem leik- arinn á við að etja. Að náminu loknu sneri Jón aft- ur heim hingað til lands 1948. I>á venti hann sínu kvæði í Eitt eftirlætishlutverk Jóns er Biff í „Sölumaður deyr“. Indriði Waage lék föðurinn. kross og gerðist bifreiðastjóri í Borgarnesi það sumar. En vet- urinn 1949 kom hann í fyrsta Úr „Lykill að leyndarmáii“. Jón Sigurbjörnsson og Helga Backman. Úr heilagri Jóhönnu eftir Bernard Shaw. sinn fram á íslenzku leiksviði. Þá setti Leikfélag Reykjavíkur „Hamlet" á svið, en í þeirri sýn- ingu lék Jón Hóras. — Það var mikill viðburður.í lífi minu, seg- ir Jón og auðvitað hafði ég beð- ið hans með eftirvæntingu. Og geysilega var það gaman. Fyrir leik sinn í hlutverki Hórasar fékk Jón ágæta dóma, svo hann mátti vel við una, eft- ir sína fyrstu göngu á íslenzku leiksviði, enda hafði hann þá þegar aflað sér góðrar undir- stöðumenntunar í leiklist, bæði hér heima og erlendis. Um sumarið stofnaði Jón, ásamt fimm öðrum ung- um og lítt þekktum leikurum leikflokk, sem ferðaðist um land- ið og sýndi leikritið Candida eftir Georg Bernard Shaw víða um land. Þessi flokkur varð mjög vinsæll hjá fólki úti um land; það var á fyrsta ári Þjóð- leikhússins og engar leikferðir höfðu þá enn verið farnar af þess hálfu út á landsbyggðina svo leikflokk úr höfuðborginni var alls staðar tekið tveimur hönd- um og þótti koman góður við- burður. Leikstjórinn var annar ungur og efnilegur leikari, Gunn- ar Eyjólfss., sem nú dvelst vest- anhafs. í Candidu lék Jón hlut- verk prestsins, en það er eitt af' eftirlætishlutverkum hans fyrr og síðar. Eftir þessi leikferðalög með Sex í bíl um sumarið hélt Jón aftur til Bandaríkjanna um haustið 1950 og hugðist leggja enn stund á leiklistarnám og söngnám. Vestra dvaldist Jón þennan vetur. Auk námsins sótti hann mjög leikhús og var oft að tjaldabaki og horfði á leikæfing- ar, en á öllu pví er unnt að læra marga nytsama hluti, og oft má segja að góðar leiksýningar, sem margar gerast á hverjum vetri á Broadway, séu einhver bezti skólinn fyrir unga leik- ara í list sinni. Söngurinn var önnur grein, sem Jón lagði stund á þennan vetur, en hann gerði sér far um á þessum árum að hljóta kennslu í söng jafnt leik- listinni. Um vorið kom hann aftur heim og þá var Þjóðleikhúsið tekið til starfa. Jón fékk strax um haust- ið 1950 hlutverlc í Þjóðleikhús- inu, í leikritinu „Óvænt heim- sókn“ eftir brezka rithöfundinn J. B. Priestley. Þar lék hann hlutverk Geralds Crofts, elsk- huga ungu stúllcunnar, en það er næsta ógeðfellt hlutverk frá höfundarins hendi. Haustið 1951 lagði Jón enn á ný utan til náms, en í þetta skipti til Ítalíu. Þar lagði hann stund á söng og dvaldist í Mílanó nær óslitið fram til 1954 við námið. Söng hann nokkur hlutverk í óperum meðan hann dvaldist á Ítalíu, m. a. í Rigoletto í ítalska smá- bænum Pescari á Adríahafs- ströndinni. Áð söngnámi loknu kom Jón heim og hóf að leika við Þjóðleikhúsið, þar sem hann fór með mörg hlutverk, bæði í leikritum og þeim óperum, sem settar hafa verið á svið í leik- húsinu á undanförnum árum. í þessum hlutverkum hefir Jón orðið kunnur íslenzkum leikhús- gestum og komizt í fremstu röð ungu leikaranna og jafnframt getið sér orð sem söngvari. Hefir hann m. a. leikið í Flekkaðar hendur, Sölumaður deyr, Landið gleymda, Ætlar konan að deyja, Töfraflautunni og La Boheme. Eins og áður er sagt er Jón nú formaður Leikfélags Reykja- víkur og annaðist í fyrsta sinn leikstjórn er hann setti „Tann- hvöss tengdamanna" á svið í Iðnó. Þá hefir hann og farið með önnur hlutverk hjá Leikfélag- inu, svo sem í Nóa og Systur Maríu. að er löngum svo, að leikar- ar eiga sér eftirlætis hlut- verk. Sumir festa þó aldrei ást á neinu sérstöku hlutverki, og þá viljandi til þess að hlekkjast ekki einni persónu, gervi eða „týpu“, sem þeir bera síðan lengi merki og eiga einatt erfitt með að kasta af sér á'lagaham hennar í nýjum hlutverkum. Jón er einn þeirra leikara, sem aldrei hefir látið sig dreyma um óskahlutverk. .— Þá eru engin vonbrigði, ef maður fær það ekki, segir hann. En þegar ég spyr hann hvort hann eigi sér ekki að heldur nein uppáhaldshlutverk, svarar hann játandi. Einna bezt hefir mér fallið að fara með hlutverk son- arins, Biff, í „Sölumaður deyr“, eftir Arthur Miller, segir Jón. Harmleikurinn í söguþræðin- um grípur mann föstum órjúf- andi tökum, sálarangistin er djúp og sönn og hlutverkið c. er heillandi, svo snilldarvel hefur höfundurinn ritað það. Þá hefi ég mikið uppáhald á hlutverki Starks tannlæknis í Brúin til mánans eftir Clifford Odets. — Leikritið er ágætlega skrifað, byggingin mjög dramatísk og samskipti persónanna falla manni einkar vel í geð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.