Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 6
6 MORGUNfílAÐlÐ Laugardagur 23. febrúar 1957 Myndin er tekin á þingi Norðurlandaráðsins í Helsinki. Fulltrúum er raðað í salinn cftir stafrófsröð og sjást hér í fremri röð, talið frá vinstri: Kjell Bondevik, Noregi; Sigurður Bjarnason; Bjarni Benediktsson; Arvid Andersson, Svíþjóð; Nina Andersen, Danmörk. í aftari röð eru, talið frá vinstri: Olavi Kajala, Finnlandi; Sigfrid Jonsson, Svíþjóð; Emil Jónsson; Hákon Johnsen, Noregi. Hvers vegna er afli brezkra tog- ara minni en íslenzkra og þýzkra? Atkvæðagrei&sla við 2. umr. fjárlaga: Hemonn á méti nyju vnrSskipi — lugnr stjérnoriiða til dreifbýlisins IFYRRADAG fór fram í Sameinuðu þingi atkvæðagreiðsla að lokinni annarri umræðu fjárlaga. Allar breytingatillögur minnihluta fjárveitinganefndar voru felldar, þær, sem ekki voru teknar afíur til þriðju umræðu, en allar breytingatillögur sem nefndin stóð óskipt að hins vegar samþykkíar nema ein, sem tekin var aftur til þriðju umræðu. Fishing News rœðir alvarlegt vandamál brezku togaraútgerðarinnar BREZKA fiskveiðitímaritið Fishing News undrast það mjög hve afli brezkra togara, sé að jafnaði miklu lakari, en afli ýmissa annarra og það þótt samanburður sé gerður á togurum, sem verið hafa að veiðum á sömu miðum og á sama tíma. Það er einnig athyglisvert, segir blaðið að þegar dregur úr fisk- löndunum vegna illviðris og aflabrests hjá brezkum togurum, þá er eins og það séu alltaf íslenzku og þýzku togararnir sem hlaupa undir bagga á brezka markaðnum og koma með mikinn og góðan afla, sem brezku togurunum tókst ekki að fá. SAMANBURÐUR Þessi munur hefur verið sér- staklega áberandi í janúar. Þann 2. janúar landaði íslenzki togar- inn Marz um 1600 kittum, en sam- dægurs kom enski togar. King Sol af sömu miðum með aðeins 1200 kit. Þann 5. janúar kom íslenzki togarinn Jón Þorláksson og land- aði 2700 kittum og samdægurs af sömu miðum enski togarinn Stoke City með um 1200 kit. Tveimur dögum síðar landaði þýzki togarinn Germania 3000 kittum frá Hvítahafinu en af brezkum togurum var hæstur Stockham með 1900 kit. Þann 10. janúar landaði þýzki togarinn Schutting 3000 kittum frá Færeyjum. Samdægurs land- aði enski togarinn Burfell 560 kittum af sömu miðum. MIKIÐ VANDAMÁL Þetta telur blaðið að sé að verða hið mesta vandamál. Brezk togaraútgerð sé að hætta að vera samkeppnisfær. Reynir blaðið síð an að leita nokkurra skýringa á málinu. Hvað við kemur afla þýzku togaranna, segir blaðið þá hafa þeir þann sið, að er þeir hafa aflað 1500—2000 kitta, koma þeir við á heimleiðinni á Rosen- garten-bankanum og fylli sig í skyndi með karfa. Brezku togara- eigendurnir hafa engan áhuga á karfaveiðum og það þótt mark- aður hafi aukizt í Engl. fyrir karfanum. Varðandi þá skýrgreiningu brezkra togaramanna, að afli þeirra sé minni en útlendinganna, af því að þeir leggi áherzlu á fiskgæðin en ekki magnið, segir Fishing News að þær röksemdir fái ekki staðizt. Afli útlendu tog- aranna sé engu lakari að gæðum. HVERNIG ERU SKIPIN MÖNNUÐ? Þá skýrir það e.t.v. eitthvað í þessu máli, að skv. samningum milli togaraeigenda og sjómanna má ekki vera nema 20 manna á- höfn á enskum togurum sem sækja á fjarlæg fiskimið. — Á þýzkum togurum eru 25 menn og á ísl. 32 menn. Þeir vinna í þrem- ur vöktum og enginn meira en 12 klst. á sólarhring. Bæði geta fleiri menn verið fljótari að ganga frá fiskinum og svo hef- ur það mikla þýðingu fyrir vinnu- þrek þeirra að fá 12 klst. hvíld. Ástandið á brezkum togurum er mjög mismunandi eftir því sem skipstjórinn vill vera láta, en það er algengt, þegar togarinn er á miðunum, að menn vinni 18 klst. á sólarhring og hafi 6 klst. hvíld. Skólomófið í handknattleik HANDKNATTLEIKSMÓTI skól- anna var fram haldið í gær og urðu þá úrslit þessi: 4. flokkur: Lindargsk. — Laugarnessk 9:6. Réttarhsk. — Gagnfrsk V. 5:6. Gangfrsk Vesturb. situr hjá. Kvennaflokkur: Verzlunarsk. — Kvennask. 1:2. 3. flokkur karla: Landsprófsd., A-lið — Flens- bbrg 4:7. Verzlunarsk. — Gagnfræðask. Verknáms 4:6. Gagnfrsk. A — Gagnfrsk. V 6:7. 1. flokkur: Háskólinn — Menntask. 16:13. Iðnsk. í Rvík — Vélsk. 22:17. Harðindaveðrátta við Djnp ÞÚFUM, 21. febr. — Marga und- anfarna daga hefur verið sífelld norðanátt og harðindaveð:-átta. Nú í dag er bjart og gott veður og vonast menn eftir uppstyttu á óveðrinu. Snjór er ekki mikill vestan Djúps, en komin nokkur fönn á ströndina. Hagar eru enn fyrir fénað þegar veður leyfir útbeit. — P. P. VEIÐARFÆRI OG AGI Einnig bendir blaðið á það að veiðarfæri þýzku togaranna séu nokkuð léttari en tíðkast í Eng- landi. Agi á þýzku skipunum er mjög strangur og krafizt fullkom- innar reglusemi. Líklega hafa þýzku sjómennirnir betri æfingu en þeir brezku. BJÖRGUÐU MARKAÐINUM Að lokum segir Fishing News: — Þýzkir og íslenzkir togar- ar hafa vissulega verið vel- komnir með afla sinn til brezkra hafna í janúarmánuði. Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að þeir hafa al- gerlega bjargað fiskmarkaðin- um í Grimsby. Ef þeir hefðu ekki komið, hefði engan fisk verið að fá. FEL.L.D HÆKKUN TIL VEGA Minnihlutinn lagði til að allar fjárveitingar til nýbyggingar vega í landinu yrðu hækkaðar um 15%. Var engum vegum þar mismunað en jafnt látið yfir alla ganga. Stjórnarliðið felldi sem fyrr segir þessar tillögur. Ennfremur sameinaðist stjórn arliðið um að fella till. minni- hluta fjárveitinganefndar um endurbygging þjóðvega, endur- bygging gamalla brúa og til fjall- vega. Kom þannig fram í verki hin margumtalaða umhyggja stjórn- arliða fyrir strjálbýlinu. HERMANN Á MÓTI VARDSKIPI Það vakti athygli að dóms- málaráðherra, Hermann Jónas- son greiddi atkvæði á móti til- lögu um að nýr liður skyldi tek- inn inn á fjárlög, en það var 2 millj. kr. framlag til smíði nýs varðskips. Hafði hann þó lagt þetta erindi fyrir fjárveitinga- nefnd. Nafnakall var viðhaft um tillögu þessa, en hún var felld með 29 atkvæðum gegn 14, en 9 voru fjarverandi. ÞINGMANNATILLÖGUR FELLDAR. Þá voru þær breytingatillögur einstakra þingmanna, sem upp voru bornar, felldar. Má þar nefna tillögu Frá Magnúsi Jóns- syni um að greiða helming á- fallins kostnaðar við boranir eft- ir heitu vatni í Ólafsfirði og till. frá Jóni Pálmasyni um að hækka fjárveitingu til hafnarinnar á Skagarströnd úr 100 þús. kr. í 600 þús. kr. BRÚIN Á NORÐURÁ Viðhaft var nafnakall um til- lögu frá minnihluta fjárveitinga- nefndar um að fjárveiting sú sem er í fjárlagafrumvarpinu til Norðurárbrúar í Skagafirði verði af henni tekin og féð veitt til brú- ar á Hjaltadalsá. Með því að byggja Norðurárbrú 4 km innar í dalnum, heldur en frv. sam- göngumálaráðherra hafði ákveð- ið þvert ofan í tillögur vegamála- stjóra og verkfræðinga, er nú þeg ar til nægilegt fé til þess að byggja brúna. Þess vegna var lagt til að þetta fé væri veitt til brúar á Hjalta- dalsá. En það var sem fyrr seg- ir fellt. MENNTAMÁLARÁÐHERRA Á MÓTI STÚDENTUM Felld var einnig till. minni- hluta fjárveitinganefndar um hækkað framlag til lánasjóðs stúdenta um 100 þús. kr. og vek- ur það athygli að menntamála- ráðherra greiddi atkvæði gegn tillögunni. shrifar úr daglega lifinu ] f „eftirlitsför“ ÞAÐ ER alltaf fróðlegt að skoða sig um í bókaverzlunum bæjarins og sjá, hvað þær hafa upp á að bjóða. Það hlýtur að gefa nokkra mynd af andlegu ástandi þeirra sem bækur lesa hér á landi, en jafnframt sýnir slík „eftirför" bókmenntasmekk verzlunarstjóranna. Eg vil taka það strax fram, að í öllum bóka- verzlunum bæjarins eru á boð- stólum ágætar bækur sem eiga erindi við okkur öll. En svo er hitt annað mál, að í þeim flest- um úir og grúir af alls konar bókarusli sem setur smánarblett á aldagamla bókmenningu okk- ar. Ekki vegna þess að bækurnar séu vaxnar úr íslenzkum jarðvegi heldur hins að þær eru hér til sölu og keyptar af allstórum hópi manna. Bækur þær sem hér er átt við eru flestar bandarískar að uppruna og sennilega keyptar fyrir dýrmæta dollara. Þessar vasabækur fjalla aðeins um tvennt: morð og óeðlilegar kyn- ástríður. Kápurnar eru venju- lega prýddar magaberu kven- fólki og skuggalegum náunga með skammbyssu í hendi. Sumir höfundar þessara bóka eru heims- frægir, að því er sagt er, og „bók- menntasérfræðingar" reka upp stór aúgu, ef einhver er svo for- hertur að kannast ekki við þá! En það er nú svo, að sumir hafa komizt hjá því hingað til að blanda geði við höfunda bóka eins og „The Venus Death“ og „Dead, she was beautiful“. Báðar þessar bækur (og þeirra líkar) tróna í bókaverzlunum hér í bæ. Hverj- um til góðs? Væri ekki nær að nota þann gjaldeyri sem eytt er í þær til þess að kaupa góðar Norðurlandabækur sem sjást varla hér á landi. Að vísu hefir alltaf verið hægt að fá sígild verk Norðurlandahöfunda, en sama og ekkert verið flutt inn af nýjustu bókunum. Þegar þær eru til umræðu, eru flestir íslending- ar, eins og álfar út úr hól. Sumir eru kannski þeirrar skoðunar, að það sé nóg að efna til norrænna bókasýninga einu sinni á 10 ár- um. En það er rangt. Frændur okkar eiga prýðisgóðar bók- menntir, a. m. k. geta þær keppt við Venus og dauðann! Kraftaverk — VIÐ minntumst á bandarískar glæpabækur hér að framan. En menn mega ekki skilja það svo, að frá því landi komi aðeins lélegar bókmenntir. Bandaríkja- menn eru þvert á móti að taka að sér forystuhlutverk á bók- menntasviðinu og útgáfa þeirra á góðum bókum gengur kraftaverki næst. Það er af sem áður var, þegar Eliot, Pound og fleiri góð- ir menn þurftu beinlínis að hrökklast úr landi vegna lítils á- huga Bandaríkjamanna á góðum bókum. Þá var talað um, að bók- menntalega séð væru Bandaríkin hálfgerð eyðimörk. Nú er þar gróðurríki mikið og bandarískar bókmenntir og bókaútgáfa hafa borið glæsilegri ávöxt en áður þekktist. Sem betur fer höfum við einnig notið góðs af því. Er vonandi, að haldist í horfinu — og við fáum Signet og Mentor um leið og þær koma út. Þessi merki tryggja yfirleitt góðar vasabæk- ur — og ósjaldan hinar beztu — en þar koma auðvitað mörg önnur fyrirtæki til greina. 600 titlar AÐ LOKUM langar mig að minnast lítillega á bókaúr- valið hjá Bókaverzlun Snæbjarn- ar Jónssonar um þessar mundir. Er það eitt hið glæsilegasta sem hér hefur sézt. Verzlunin hefur á boðstólum um 600 titla og eru þar á meðal fjölmörg sígild verk. Bækurnar kosta kr. 6,60 — kr. 13.20 og þykir það ekki mikill peningur nú á dögum. Þó að Budd enbrooks Th. Manns sé þarna að vísu aðeins á ensku, má ætla, að það þyki reyfarakaup að fá hana fyrir kr. 13.20. Og svo er nú þess lika að gæta, að það eru fæstir sem lesa orðið þýzku hér á landi. Þarna er því ágætt tækifæri að slá þrjár flugur í einu höggi: að kaupa góða bók á máli sem menn. skilja — og það á aðeins nokkrar krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.