Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. febrúar 1957 MORGUNTiLAfílÐ 13 ráð fyrir að komi til með að búa á Álftanesi í framtíðinni. Ef slík brú yrði byggð, myndu þeir verða í aðeins fárra mínútna aksturs fjarlægð frá aðalhverf- um borgarinnar. Með því að breyta flugbraut- unum síðar í breiðgötur, myndi malbikun á þeim núna aðeins vera til bóta. Vel staðsettu og góðu flugskýli mætti breyta í sýninga- eða íþróttahöll, eða eitthvað annað sem heppilegt þætti. Flugstöðvarbygginguna mætti leggja undir umferðarmið- stöðina, sem áður var vikið að, þegar að því kæmi að stæ-kka hana, og skrifstoíuhúsnæði á efri hæðunum yrði auðvitað í fulli* gildi þótt aðstæður breytt- ust. FRAMTIÐARSYN Lækjargata varð um 33 m eft- ir breikkunina og Aðalstræti á að verða 44 m breitt. Getur það því ekki talizt of mikill stórhug- ur, þótt gert sé ráð fyrir 65—70 m breiðum aðalgötum í stórborg, sem Reykjavík án efa verður. (Brautir Reykjavíkurflugvallar eru óvenju breiðar — eða 90 m). Með 70 m breidd mætti hafa 8 m gangstéttir hvorurn megin og 2 m í miðju, fjórar raðir af skásettum bílastæðum og síðan fjórfaldar akstursbrautir í hvora átt (2 fyrir hraðan akstur og 2 vagna bílastæðanna hvoru meg- in). Hús við slikar götur mættu ekki vera lægri en 10 hæða, en helzt ekki hærri en 12—14 ’næða. Mætti hugsa sér, að tvær verzl- unarhæðir yrðu byggðar sam- felldar, en síðan risu hin ein- stöku hús upp úr með nokkru bili á milli. Auðvitað myndi allt þetta svæði ekki fullbyggjast nema á mjög löngum tíma, og yrði fyrst lögð áherzla á eina götu. Þar sem breiðgöturnar skærust, yrði geysistórt torg, og þyrftu þar að rísa veglegar byggingar er fram liðu stundir, t. d. Alþingishús og ráðuneytisbyggingar. Að öðru leyti yrði fyrst og fremst um við- skiptahverfi að ræða, með stór- um og smáum verzlununa og sæg skrifstofa. „Gamli miðbærinn" myndi áfram gegna mikilvægu hlut- verki. Þar væri stjórn borgar- innar, bankar og tryggingafélög, ásamt skrifstofum skipafélaga og stórkaupmanna. Er slík sérhæf- ing bæjarkjarna mjög algeng í stórum borgum. En hvenær ætti að leggja nið- ur flugvöllinn og byrja að byggja við flugbrautirnar? Um það er ekki hægt að koma með ákveðn- ar tillögur — aðstæður verða að ráða. Svo sem það, hvernig liði byggingu nýs flugvallar, og margt fleira. En þar sem um yrði að ræða mestu stórvirki í sögu Reykjavíkur, væri óneitan- lega skemmtilegt ef borginni yrði afhentur flugvöllurinn árið 1974, en þá verða liðin 1100 ár frá því er Ingólfur tólc sér búsetu í Reykjavík. Veglegt aimælishól Heimdallar Myndirnar hér að ofan voru teknar á afmælishófi Heimdallar í Sjálfstaeðishúsinu 16. þessa mánaðar. Sæmdir gullmerki Heimdallar á afmælishátíð félagsins (talið frá vinstri): Geir Hallgrímsson, lögfræðingur, Ásgeir Pétursson, lög- fræðingur, Már Jóhannsson, skrifstofustjóri og Þorvaidur Garðar Kristjánsson, lögfræðingur. HINN 16. febrúar sl. átti Heim- dallur, félag ungra Sjálfstæðis- manna, þrítugs afmæli, eins og kunnugt er. Afmælisins var minnzt með veglegu hófi í Sjálf- stæðishúsinu þá um kvöldið. — Hófið varð veizlugestum til hinn- ar mestu ánægju og hafði Heim- dallur mikinn sóma af. Formaður Heimdallar, Pétur Sr'mundsen, setti hófið, bauð gesti velkomna og flutti ræðu um starf Heimdallar og verkefni þau er félagsins biði. Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins, flutti ávarp og færði Heimdalli þakkir og árn- aðaróskir frá Sjálfstæðisflokkn- um. Ásgeir Pétursson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðis- manna, flutti ávarp og færði Heimdalli að gjöf málverk af fyrsta formanni Heimdallar, Pétri Hafstein. Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, rifjaði upp minningar frá fyrstu dögum Heimdallar. Þessu næst sungu þeir óperu- söngvararnir Guðmundur Jóns- son og Kristinn Hallssson ein- söng, tvísöng og ennfremur glunta. Að dagskrá lokinni var borinn íslenzkur veizlumatur á borð. í tilefni afmælisins voru eftir- taldir menn sæmdir gullmerki Heimdallar: Ásgeir Pétursson, form. Heimdallar 1950—1952, Geir Hallgrímsson, form. 1952— 1954, Þorvaldur Garðar Kristj- ánsson, form. 1954—1956 og Már Jóhannsson skrifstofustjóri Sjálf stæðisflokksins. Heimdalli bárust fjöldi bréfa og heillaóska. Ennfremur færði Vörður, félag Sjálfstæðismanna í Reykjavík, félaginu 20 mann- töfl að gjöf. i LESBÓK BARNANNA Strúturinn R \ SIVI U S Einu sinni lenti Ras- mus í rigningu, þegar hann fór út á göngu. Bara, að ég gæti nú fengið regn- hlíf, hugsaði Rasmus. Þá sá hann, hvar negra- kóngurinn var með stóra regnhlíf. Þessa regnhlíf get ég áreiðanlega fengið lánaða, þegar ég fer heim, hugsaði Rasmus með sérv En litlu negrarnir tveir höfðu gaman af að stvíða Rasmusi og laumuðust til að dæla vatni í regnhlíf- ina. Þegar aumingja Ras- mus spennti hana upp, steyptist vatnið yfir hann en negrastrákarnir tveir skemmtu sér ágætlega. Rasmus var einu sinni að vökva fallegu blómin í garðinum sínum með garð slöngu. Þá gægðist lög- regluþjónninn yfir girð- inguna. Rasmus, vcgna vatnsleysis er bannað að vökva blómin með garð- slöngu, sagði lögreglu- þjónninn reiður, þú verð- ur að nota vatnskönnuna. Það get ég svo sem gert, svaraði Rasmus, og svo gerði hann það eins og þú sérð á myndinni. — En heldur þú að lögreglu- þjónninn hafi verið á- npsgður? Skrítlur Mamma, af hverju hef- ur pabbi ekkert hár á höfðinu? Það er af þvi, að hann hugsar svo mikið. Já, en mamma, af hverju hefur þú svona mikið hár? Af því . , , , svona farðu strax að lesa lex- íurnar þínar. Kennarinn: Hvað er stormur? Andrés litli: Það . . . það er vindur, sem er að flýta sér. Ráðningar á þrautum í síðasta blaði. 1. Orðið, sem finna átti var: H—8T—ÍMI—Háttatími 2. Eldspítnaþrautin: ELLEFU 1. árg. ^ Kitstjóri: Kristján J. Gunnnrsson 23. febr. 1957 Prófessorirm segir frá HÉR SJÁIÐ þið mynd af einu frægasta eldfjalli í heimi. Auðvitað þekkið þið myndina strax. — Það er Hekla. Fyrsta gos í Heklu eftir að ísland byggðist var ár- ið 1104. Þá er talið ,að eyðst hafi vegna öskufalls byggðin í innri hluta Þjórsárdals, á Hruna- mannaafrétti og víðar. Síðan hafa um 20 gos orðið í Heklu eða næsta nágrenni hennar. Mestu Heklugosin, auk gosins 1104 hafa verið árin 1300, 1510, 1693 og 1766. I gosinu árið 1510 var grjótflugið úr fjallinu mjög mikið. Þess er þá getið í annálum, að í Skálholti, serri er um 45 km frá Heklu, hafi steinn úr gosmekkinum rotað mann, er stóð úti fyrir karldyrum. Á miðöldum og allt Einu sinni kom Skoti nokkur til hótels, þar sem auglýst var ókeypis bíla- geymsla. Skotinn spurði veitingamanninn, hvort þettá væri rétt. „Já“, svar- fram á 19. öld var því trúað um alla Evrópu, að eldgígurinn í Heklu næði alla leið niður til Vítis. Mætti sjá svarta fugla hverfa niður í eldinn í Heklugjá og voru það sál- ir fordæmdra á leið í kvalastaðinn. Síðasta Heklugos hófst 29. marz árið 1947. Þá hafði liðið lengri tími frá næsta gosi á undan en nokkru sinni áður síðan sögur fara af Heklu —, 102 ár. í þessu gosi steig mökkurinn úr fjallinu 30 km upp í loftið. Fyrir gosið 1947 var hæð Heklu 1447 metrar, en er nú eftir gosið 1491 metri. Þótt Hekla sé kom- in til ára sinna —, jarð- fræðingar telja hana a. m. k. 6000—7000 ára gamla —, er hún því enn- þá að vaxa. Hún hefur hækkað um 44 metra í siðasta gosi. aði hann, „hvaða herbergi á ég að ætla yður, herra minn?“ „Herbergi", svaraði Skotinn, ,ég sef auðvitað í bílnum“. Skotasaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.