Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 10
lö MORGVNBLAfíin Laugardagur 23. febrúar 1957 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. A.uglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Askriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. t.50 eintakið. NiSurlœging bcejar- stjórnarminnihlutans ÞAÐ var mesti sakleysissvipur á minnihluta bæjarstjórnar Reykjavíkur í fyrradag, þegar einn allra minnsti hlutinn þar reis upp og flutti ásamt tveim öðrum pínulitlum minni- hlutum tillögu um að fjölga bæj. arfulltrúum úr 15 upp í 21 eða helzt 45. En það skauzt þó upp úr aðalflutningsmanninum, þegar hann hafði talað sig upp í nokk- urn hita að þetta væri vænlegt ráð til þess að fella meirihluta Sjálfstæðismanna. Raunar var þó sá rökstuðningur heldur óljós, en þarna kom fram hið sama og hjá Hræðslubandalaginu fyrr og síð- ar, að það væri ekki annað en að breyta kosningalögunum eða þá að fara í kringum þau, til þess að ná meirihluta, sem annars er ekki hægt að fá. Það kom líka upp hjá öðrum flutningsmanni tillögunnar, að ef bæjarfulltrúum væri fjölgað ættu smáhópar manna eða jafn- vel sérstök bæjarhverfi hægari leik að koma inn sérstökum bæj- arfulltrúa fyrir sig og var svo sem hann teldi slíkt eðlilegt og bæjarfélaginu hollt. Eins og nú stendur eru í minnihluta bæjar- stjórnar 7 fulltrúar og hafa þar klofnað þeir flokkar, sem klofnað gátu, þ. e. a. s. Alþýðuflokkur- inn og kommúnistár, þannig að nú eru 6 flokkar og flokkabrot innan minnihlutans, sem er þó ekki nema 7 menn. Það vantar því aðeins eina klofningu í við- bót til þess að flokkarnir og flokksbrotin séu jafnmörg og mennirnir, sem í minnihlutanum sitja. Ef horfið yrði að því ráði að fjölga bæjarfulltrúum yrði vitanlega möguleiki til að flokk- arnir og brotin yrðu enn fleiri. Þá yrði bæjarstjórnin sannkallað Gósenland glundroðans og sýnist þó vera komið nóg af svo góðu. Erlend fordæmi Það má vitaskuld lengi deila um það hve bæjarfulltrúar í bæ eins og Reykjavík, eigi að vera margir. Allir munu þó vera á einu máli um að fjöldi bæjarfulltrú- anna skipti hér ekki höfuðmáli, heldur það hvernig tekst um val þeirra. Eins og borgarstjórinn benti á i umræðunum um málið, þá er mjög misjafnt hve margir eru bæjarfulltrúar í ýmsum stór- bæjum, ef miðað er við fólks- fjölda. Er þar enga fasta reglu að finna. Milljónabæir hafa ef til vill sömu eða lægri fulltrúatölu en Reykjavík. Ef farið væri eftir þeirri reglu, sem gildir í Rúss- lalidi, en hún stendur vafalaust minnihlutanum næst hjarta, ættu bæjarfulltrúarnir hér að vera 12—13. Ef fara ætti eftir erlendum fyrirmyndum, benda þær fremur í þá átt að tala bæj- arfulltrúa hér í Reykjavik sé of há en of lág. Á skipi með kommún- istum Aðalflutningsmaður tillögunn- ar um fjölgun bæjarfulltrúa hélt mjög hástemmda ræðu um sund- urþykki minnihlutaflokkanna. — Hann sagði: Ef við stæðum sam- an væri „íhaldið" búið að marg- falla í Reykjavík. Ekki einu sinni, heldur sex sinnum. Og þá barði hann í borðið. Það er vitaskuld von að minni. hlutinn í bæjarstjórn finni til þeirrar niðurlægingar, sem hann er í og vilji reyna að bæta um það ástand. Hingað til hafa kommúnistar verið einna óðfús- astir til að sameina flokkana og flokksbrotin og er það sérstak- lega vel skiljanlegt út frá þeirra sjónarmiði. Helzta haldreipi þeirra, eins og nú er komið, er einmitt að geta slegizt í félags- skap með öðrum til þess að geta sjálfir dulizt betur um leið. Það er því vafalaust í samræmi við hagsmuni kommúnista, ef þeir gætu haft samflot með Fram- sókn, Alþýðuflokknum og Þjóð- vörn við næstu bæjarstjórnar- kosningar. Það er svo aftur ann- að mál, hvort þeir flokkar eru fúsir til slíks samstarfs. Þó nú sé samstarf þessara flokka í ríkis- stjórn er til dæmis meira en vafa- samt, að Alþýðuflokkurinn og Þjóðvörn telji sér hag í að ganga á skip með kommum við kosn- ingar til bæjarstjórnar. En þetta er mál þessara herra. Það er á þeirra valdi og er tómt mál að spá miklu um hvernig sameiningar- tilraunir kommúnista muni tak- ast. Allar bjargir bannaðar En svo er hin hliðin, sem aðal- flutningsmaðurinn vék að. — Mundu rauðu flokkarnir hafa meiri sigurmöguleika, ef þeir byðu fram sameiginlegan lista við kosningar í janúar næsta ár? Borgarstjóri benti flutnings- manninum á dæmið frá 1938, þeg- ar Alþýðuflokkurinn og komm- únistar gengu fram sameinaðir. Þá fengu Sjálfstæðismenn 9 full- trúa af 15. Þannig var sú för. Það er engum efa bundið að ef kommúnistar og hinir flokkarnir gengju saman mundi mikill fjöldi kjósenda, sem ef til vill hefði kosið einhvern flokkanna, ef þeir hefðu haft sjálfstæðan lista, fæl. ast frá vegna kommúnistanna. — Sameiginlegur listi minnihluta- flokkanna mundi vafalaust stór- tapa líkt og 1938. Þannig má segja að minnihlutanum séu allar bjargir bannaðar. Það er sama hvort hann er sundraður eða sam einaður. Hann er án nokkurrar vonar um að getta náð meiri- hluta í Reykjavík. UTAN UR HEIMI j^ögÁ óbójyýójurinn, (Jjinci oj ijumir menn eru skrýtn- ir — og aðrir eru ekki skrýtnir. Skrýtnir menn eru líka misjafn- lega skrýtnir — og geta verið mjög skrýtnir. Undarlegt af- brigði í sjómannastéttinni okkar var t.d. matsveinninn, sem neit- aði alltaf að fara á fætur fyrr en búið var að færa honum mat- inn í rúmið. Þá má nefna Hafn- firðinginn, sem fór til Danmerk- ur, en sendi buxurnar sínar allt- af til Hafnarfjarðar — til press- unar. En Islendingar eru ekki ein- j ir um það að vera skrýtnir, því | fer fjarri. Þið hafið ef til vill 1 ekki heyrt getið um Englending- inn, sem skildi eftir pianó í neð- anjarðarjárnbrautarlest í London — einungis til þess að gera menn undrandi. E, !n þetta upplýstist ekki fyrr en á dögunum, er Englend- nn lestunum" — sagði einn lestar- þjónanna. ! ! ! En ekki er öllu lokið með þessu. „Dularfulli skóþjófnaðurinn í Kensington almenningsbókasafn- inu var líka mitt verk“ — segir sá skrýtni í auglýsingunni. „Á meðan ég sat þar og las í bók skreið vinur minn undir borðið og tók af mér skóna“. Þegar vin- urinn var farinn út rauk hrekkja- lómurinn upp til handa og fóta og kvað skónum hafa verið stol- ið af fótum sér. Fiskisagan flaug og ekki var um annað meira rætt í heimahúsum en „þögla skóþjófinn". í lengri tíma voru menn svo hræddir við þennan dularfulla „þjóf“, að aðsókn að almenningsbókasöfnum Lundúna borgar stórminnkaði. Fólk vildi sannarlega ekki tapa skónum sín- um. Já, sumir menn eru skrýtnari en aðrir. 'l r / 4 '9 /t 5#T,5j *"* *'-' 1 Birgitta Bardot er nú ein frægasta kvikmyndaleikkona Frakka. Á dögunum gerði hún sér ferð heim til Picassos, knúði dyra, kynnti sig — og sagðist vera komin til þess að kynnast listmálaranum af eigin raun. Ekki hafði Picasso neitt á móti gestinum, var hinn alúðlegasti — og sýndi henni nýjustu málverk sín. Þessi mynd var tekin af þeim, er þau sátu úti í garði Picassos og ræddu um landsins gagn og nauðsynjar. ingur þessi auglýsti í Times, að hann væri mesti háðfugl og snill- ingur, sem móðir jörð hefði alið. Hann fékk nokkra unga menn til þess að hjálpa sér að koma pianó- inu inn í neðanjarðarjárnbrautar- lestina — og lestarþjónarnir hjálpuðu jafnvel til. En pianóið stóð óhaggað. Enginn virtist eiga það. Á endanum drógu lestarþjón arnir það aftur út úr lestinni, er það hafði verið flutt fram og aftur um borgina. , „Það er stærsti óskilamunur, sem fundizt hefur í neðanjarðar- ítalskt blað birtir þessa mynd — og undirskriftin er: Tilgangs-tákn. 0, g þá er hér saga um mann nokkurn í Miinchen, sem tók þátt í mikilli uppskeruhátíð þar. Á slíkum hátíðum er alltaf mjög glatt á hjalla — og menn gera sér „glaðan dag“. Það var áliðið nætur, er fyrr- greindur maður ranglaði heim á leið og göturnar voru svo að segja auðar. Allt í einu hóf hann upp raust sína og kallaði eitthvert mannsnafn í ákafa. Lögregluþjónn var þar nær- staddur og hljóp á vettvang: — Hættið þér þessum hrópum. Þér raskið næturró heiðarlegs fólks. — Því miður herra minn, ég verða að hrópa svona hátt. — Verðið þér? — Já, ég er að kalla á hann bróður minn........ — Þér þurfið ekki að hrópa af öllum kröftum. — Jú, ég verð. — Hvers vegna? — Hann á heima í Köln. Gina hefur nú vopnaðan lífvörð. mt ess hefur víst verið getið áður í blaðinu, að Gina Lollobrigida eigi innan tíðar von á barni — stúlku, að því er hún segir. Þessi fregn hefur vakið engu minni athygli á Vesturlönd- um en sams konar fregn um Grace Kelly vakti á sínum tíma. Enda þótt Gina hafi haldið kyrru fyrir í höll sinni í Róm, hefur hún ekki getað þverfótað fyrir fréttariturum og blaðaljósmynd- urum, sem ku vera orðnir svo mikil plága umhverfis höllina, að Gina er orðin taugaóstyrk — og kveður þá við annan tón en áð- ur, því að fréttaritarar hafa hing- að til verið „augasteinar“ Ginu. Hefur hún nú gripið til rót- tækra varúðarráðstafana — og sett vopnaðan vörð um höll sína — til þess að verjast á- gangi fréttaritaranna. Dag og nótt gæta hennar tveir vopn- aðir leynilögreglumenn auk þriggja varðhunda. Auk þess hafa eiginmaður hennar, garð- yrkjumaður og einkabifreiða- stjóri vígbúizt — svo að ekki er aðgangurinn greiður. E, ikki er okkur kunnugt um það, hvort hjón telji sitt í hvoru lagi fram til skatts í Skot- landi. Eftirfarandi Skotasaga gæti þó gefið það til kynna: Tveir skotar tóku tal saman — og ræddu að vanda um fjármál. Annar var (aldrei slíku vant þar í landi) mjög bjartsýnn og lét vel yfir sínum hag. Upp úr dúrn- um kom, að ástæðan var sú, að kona hans var nú farin að vinna úti. — Já, konan mín er farin að vinna. Á næturnar þrífur hún skrifstofur, á kvöldin leikur hún á píanó á veitingastað, síðdegis er hún við miðasölu i kvikmynda- húsi — ‘og þetta gefur nokkuð í aðra hönd, þegar öll kurl koma til grafa. — En kæri vinur. Sefur konan þín þá aldrei? — Ha, jú, hvað er þetta maður. Hún á daglega frí frá kl. 10 á morgnana til kl. 2 e.h. — og þá vinnur hún í auglýsingadeild stórrar sængurverksmiðju — og sefur undir sæng af nýjustu gerð — úti í auglýsingaglugga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.