Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. febrúar 1957 GULA herbergið eftii MARY ROBERTS RINEHART Framlialdssagcm 59 fullan Ég komst einhvern veginn út í eitthvert glæpamannahverfið í New York og þar hefur mér ver- ið gefið eitthvert svefnmeðal í glas ið mitt og ég rændur. Þetta var um hádegi á laugardag og svo getið þér spurt hótelið, hvenær ég hafi komið þangað aftur. — Þetta er engin f jarverusönn- un, eins og þér vitið sjálfur, svar- aði Dane, höstugur. — Hvað gekk svona fram af yður, eins og þér orðið það? Ekki þó bréfið? Hvað sagði frú Hilliard yður í landssím ann á fimmtudag? Það var víst fremur það, sem fram af yður gekk. Og hvern haldið þér, að syst ir yðar hafi þótzt vera að vernda, þegar hún kom hingað á laugar- dagsnóttina? Ætli ekki yður? Nú varð löng þögn og Greg var sýnilega að reyna að hugsa málið og komast til botns í því. En þeg- ar hann rauf þögnina, svaraði hann ekki spurningum Danes. — Ég get ekki hugsað mér, að Elinor sé neitt við þetta riðin, sagði hann. — Ég get ekki hugs- að mér hana sem morðingja — né heldur að hún hafi farið að grafa gryfju til þess að hylja fötin. Ég hef fengizt við gröft, síðan ég kom í herinn og það hafið þér sjálfsagt líka, svo að við vitum, að það er ekki neitt kvenmannsverk. — Nei, það er það ekki, svaraði Dane, — og auk þess var jörðin grjóthörð eftir þurrkinn. En hvem ig vissi hún, að stúlkan var á leið hingað, Spencer? Því að auðvitað vissi hún það, eða var ekki svo? En einnig um þetta fór Greg undan í flæmingi. Sagðist ekki hafa vitað það sjálfur. Hún gæti hafa frétt það eftir öðrum leiðum. Dane varð ljóst, að Greg var að reyna að verjast áföllum, svo að hann stóð upp með þreytusvip. — Gott og vel, Spencer, sagði hann. — Nú hafið þér heyrt sög- una. Hvert förum við nú? — Að hitta Elinor, svaraði Greg, gremjulega. — Fjandinn hafi það, Dane, nú verður hún að leysa frá skjóðunni, hvað sem raul ar og tautar, annars lendi ég í snörunni 20. En Elinor talaði ekki þann dag- inn, né heldur nokkra næstu daga. Hún hafði fengið hitasótt, svo að enginn fékk að heimsækja hana, ekki einu sinni hennar nánustu. LTVARPIÐ Hilliard kom á mánudag, og hafði með sér hjúkrunarkonur og lækni í flugvélinni. Dane hitti hann í sjúkrahúsinu; þetta var þunglamalegur og feitur maður, frekar lágur vexti og hafði til- hneigingu til að vera hátíðlegur í framkomu og tali, og líta á þetta skot á Elinor bæði sem slys, en jafnframt sem persónulega móðg- un við sig. — Þessir fjandans veiðimenn, sagði hann, rauður af reiði. — Hafa auðvitað verið að skjóta dýr um friðunartímann. Þegar kona eins og konan mín getur ekki farið út úr húsinu, án þess að.... Honum tókst að einangra Elin- or, enda þótt aðkomulæknirinn vildi sem minnst úr veikindum hennar gera. — Það er allt í lagi með hana, sagði hann einslega við Harrison lækni. — Ofurlítill hiti, það er allt og sumt. Hann brosti ofurlítið. — Þrjár hjúkrunarkonur og ekla á þeim í landinu! Nú, hún er ekki konan hans fyrir ekki neitt. Ef hann vill borga það, kemur mér það líklega ekki við. Hann leit á Harrison. — Hvað er manneskj- an eiginlega hrædd við? Harrison setti upp undrunar- svip. — Hvað fær yður til að halda, að hún sé það? — Ég sá það á henni. Hrekkur í kút ef hurð er opnuð. Og lík- lega stafar hitinn ekki af öðru. Veit hún hver skaut á hana? — Skyldi það vera það? — Það hef ég enga hugmynd um. Hún hefur ekki nefnt það á nafn. — Kannske væri henni betra að gera það, sagði aðkomulæknirinn og fór úr sloppnum. — Jæja, lækn ir, það var þá víst ekki meira. Þakka yður fyrir móttökurnar. Tim hafði komið sama daginn, sem Greg játaði, en hafði litið meðferðis af fróðleik, sem Dane vissi ekki þegar. Tim var í illu skapi. — Hvern fjandann ertu að senda mig svona út og suður, og veizt svo allt, sem ég gref upp. Ferðataskan hafði heldur ekki gefið teljandi upplýsingar. — í henni hafði ekki verið annað en undirföt og tveir kjólar, allt vand að, og svo mynd af ungbarni, svo sem tveggja mánaða gömlu. — Þú veizt hvemig svona ung- ar eru myndaðir, venjulega. Lapp imar upp í loftið og allsberir. Lag legur krakki. Strákur. — Svo hún átti þá barn? — Átti, já, það gæti kannske skýrt málið. Tim var ekki lengi að komast úr góða skapinu aftur, þegar hann heyrði, að næst ætti hann að vakta Carol heima hjá henni og hjálpa Maggie, sem nú var orð in þar ein eftir af starfsfólki. Hann stikaði út í eldhúsið til Alex. — Hver fjandinn gengur að honum? spurði hann og benti á Dane, sem var kominn út fyrir dyr. — Er hann orðinn vitlaus? Eða kannske bara vislaus í stelp- unni, þarna í nágrannahúsinu? Það getur orðið honum dýrt spaug að halda mig lengi við diskaþvott. — Hann gefur fjandann í pen- ingana, svaraði Alex. — Á nóg af þeim, eða að minnsta kosti kerl ingin hún mamma hans. Karlinn var öldungadeildarmaður meðan hann lifði. Þetta oVÍræða svar þaggaði nið- ur í Tim í bili. Þá sagði hann: — Hvað er þetta með, að Hilli- ard hafi verið skotin? Blöðin eru full af því. Var einhver að skjóta dýr? — Það mun vera trúlegast, svar aði Alex og brosti meinfýsnislega. 1 júní-mánuði í húðarrigningu klukkan eitt um nótt! Tim blístraði. — Þú ættir að lána mér eina af þessum ágætu svuntum þínum. Ég á að fara að þvo upp leirtau og vaka svo alla nóttina, mér til hvíldar. Svo að ég þarf engin náttföt. Dane hafði nú ekkert að gera, þar sem Elinor var innilokuð og engin leið að fá að tala við hana. Hann var nú orðinn þess ful'lviss, að hún hefði ekki verið ein síns liðs, nóttina sem stúlkan var myrt. En þetta skeyti, sem hann fékk frá Washington og sagði að-. eins, að svarið væri nei, hafði ekki bent honum á neinn sérstakan að gruna. Og Floyd var enn að snuðra. Þrátt fyrir alla tor- tryggni sína, hafði hann rannsak- að Grenihlíð. Og hann gat vel ver- ið búinn að fiiina, að það var G., en ekki C., sem stóð innan í hringn um. Og svo var Carol, sem hor- aðist með hverjum degi, sem leið. Hann fór gegnum minnisgreinar sínar daginn sem Tim kom, breytti þeim og skýrði þær nán- ar og tölusetti þær, eins og hann var vanur. (1) Líkið í skápnum. Vandlega fyrirkomið og hálffært í loðjakk- ann. Aðeins í annarri erminni. — Hafði það verið gert eftir að stúlk an dó? (2) Giftingarhringurinn á fingri líksins. Þrátt fyrir stafina í honum, þverneitaði Greg að þekkja nokkuð til hans. (Mætti ef til vill fá nánari vitneskju um það atriði í Los Angeles). (3) íkveikjan á skápnum. Bókamarkaðurinn í Listamannaskálanum heldur áfram. Þar fást eftirtaldar bækur: Úrvals skáldsögur: Horfnar stundir eftir Rachel Field .. kr. 50,00 (Aðeins örfá eintöku). IJpp 111»*«) seglin eftir Alan Villiers .... — 50,00 (Bókin heitir á frummálinu: Pioneers of the Seven Seas, og þykir mjög góð, enda er höfundur hennar víðkunnur. Þetta er bók fyrir karlmenn — og þó sérstaklega fyrir sjómenn). Bókin er stórlækkuS. Vegir skiljast eftir W. Corsari..— 50,00 (Þessi bók er skrifuð fyrir konur. Höfundur hennar, Willy Corsari, er mjög viðkunnur. Bókin er heillandi og skemmtileg, og þeir, sem hafa lesið hana, vilja gjarna lesa hana aftur. Bókin er stórlækkuð. Húmar að kveldi, Slaughter.........— 60,00 Björt mey og hrein, Slaughter....— 70,00 Dægur óttans, Slaughter........... — 66,00 I.teknir I hamingjuleit, Slaughter .. — 70,00 Telpusögtar: Hadda, telpusaga, Rachel Field.. kr. 10,00 PoIIý, Louise M. Alcott, ib........— lð.OO Pollý kemur til borgarinnar...... — 20,00 Pollý trúlofast, Louise M. Alcott .... — 20,00 Sigga og Solveig, telpusaga....... — 45,00 Dreiagjasögur: Vseringjar, kaflar úr Islendingasögum — 10,00 Hollendingurinn fljúgandi, Marryat kr. 25,00 Pétur Siinple. Marryat............ — 25,00 Svarta örin, R. L. Stevenson...... — 40,00 A flótta, Indíánasaga,............ — 14,00 Bardaginn um hjálkakofann .... — 10,00 Indíúnar í vígahug.................— 10,00 Landnemarnir ú fljótabátnum ... — 0,00 Með L.éttfeta yfir gresjuna .......— ð.OO Með Léttfeta ú bökkum >1 ississippi— 1 ð.OO Bauöi CJlfur...................... — ð.OO Viö rjóöurelda.................... — Ið.OO ÍTIfseyra......................... — 15,00 Tarzan ............................— 17,00 Sonur Tarzans..................... — 20,00 Tarzan og gimsteinar Opar........— 25,00 Tarzan og dýrin................... — 20,00 Tarzan snýr aftur................. — 16.00 Tarzan og gullna Ijónið............— 20,00 Tarzan og dvergarnir.............. — Ið.OO Tarzan, einvaldur skógarins .... — 60.00 Tarzan og tvlfarinn............... — 35,00 ViIIti Tarzan .................... — 30,00 Tarzan og Pardusmennirnir........ — 35,00 Sakamálasögur: Gerfivitinn, sakamálasaga ...... kr. 6,00 Leyndarmál I Kairó, sakamálasaga .. — 6,00 Rauði snjórinn, sakamálasaga.......— 6,00 Fást einnig í öllum blaðsölubúðum bæjarins. Hver bók er sér- stæð og valin saga, samandregin af kunnáttumönnum, og því til- valinn og handhægur lestur. Fleiri slíkar bækur koma bráðlega. Laugardagur 23. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 16,30 Veður- fregnir. — Endurtekið efni. 18,00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarps saga barnanm. „Lillí í sumar- leyfi" eftir Þórunni Elfu Magnús dóttur; III. Höfundúr les). 18,55 Tónleikar (plötur). 20,20 Leikrit Leikfélags Reykjavíkur: „Kjarn- orka og kvenhylli" eftir Agnar Þórðarson. — Leikstjóri: Gunnar R. Hansen. Leikendur: Þorsteinn Ö. Stephensen, Guðbjörg Þor- bjamardóttir, Helga Bachmann, Brynjólfur Jóhannesson, Árni Tryggvason, Margrét Magnúsdótt ir, Gísli Halldórsson, Knútur Magnússon, Nína Sveinsdóttir, Áróra Halldórsdóttir, Sigríður Hagalín, Steindór Hjörleifsson, Valdimar Lárusson o. fl. 22,20 Passíusálmur (6.). 22,30 Danslög (plötur). — 24,00 Dagskrárlok. C-^ÍXT—? MARKÚS Eftir Ed Dodd k I'M GOIN& TO ^ TURN IN, JOHNNV... I WANT TO BE ^ FEEUNG SHARP ) POR THE RACEJ m TOMORROW... OKAY, MARK... I'M GONNA . GET TASTE O' FRESW J AIR BEPORE .1 GO TO B&D.. 1) Jonni, ég var að hugsa um að fara snemma að sofa,svo að ég verði hress á morgun, þegar keppn in fer fram. — Allt í lagi, Markús. Eg ætla aðeins að fá mér ferskt loft. 2) En þegar hann gengur fram hjá kránni ,heyrir hann að karl- arnir inni eru að hæðast að Anda sem forustuhundi. 3) Jæja, Jonni, hefurðu skipt um skoðun. Þorirðu að veðja. — Eg er búinn að segja þér, ég á ekkert til að veðja með. 4) Þú átt nú samt hundaækið og þennan hund, hann Anda, ef þú ert ekki gunga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.