Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 23. febrúar 1957 Æ FRA S.U.S. RITSTJÖRAR: GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON OG SVERRIR HERMANNSSON Valdimar Kristinsson: Skipulag Reykjavíkur og flugvöllurinn VOXTUR REYKJAVÍKUR Þótt ekki séu liðin nema um hundrað ár, síðan veruleg byggð tók að myndast í Reykjavík, bera eldri hlutar bæjarins greinileg- an vott um lítið eða ekkert skipu- lag í byrjun. Og síðan hefur það orðið hlutskipti Reykjavíkur, eins og flestra annarra borga, að myndast smám saman, án þess að nokkru sinni væri framsýni og fjármagn fyrir hendi, til að gera stórfelldar áætlanir fram í tim- ann, ásamt nauðsynlegum byrj- unarframkvænadum. Á síðari árum hafa þessi mál verið tekin öðrum tökum en áð- ur var. Og vart er hægt að áfell- ast forráðamenn hinna 2500 Reykvikinga árið 1880, eða þé, sem réðu fyrir málum hinna 11.600 bæjarbóa árið 1910, þótt þá renndi ekki grun í, að í árs- byrjun 1956 yrðu Reykvikingar orðnir 64.000, og 9.000 bifreiðir yrðn í bænum. Gera verður ráð fyrir, að Reykjavík og Bafnarfjörður hafi fullkomlega byggzt saman um næstu aldamót, m. a. með veru- legri byggð á Álftanesi. Á þessu svaeði búa nú (1957) nær 80 þús- undir manna, en yrðu þá vænt- aniega um 150 þúsundir. ÞRÖNGT VIBSKIPTAHVERFI begar um er að ræða almenn skipulagsmál, þá er minnsta hugsanleg framsýni að miða við þær aðstæður, sem skapast er Reykjavik verður orðin 150.000 manna borg. Einnig þarf að hafa í huga mun meiri stæltkun Reykjavikur. Erfiðasta vandamál, sem skap- ast við mikinn vöxt borga, eru þrengslin sem verða í verzlunar- hverfunum. íbúðahverfi þrengja að í öllum áttum, og er þá oft tekið það ráð að „byggja upp í loftið", en um leið vill skapast umferðaröngþveiti og margvis- legir aðrir erfiðleikar. Ljóst er hvert stefnir í Reykja- vík. Miðbærinn, sem byggður er í „kvosinni milli tveggja hæða", er orðinn allt of lítill, og verður það áfram, þótt hann eigi eftir að byggjast upp úr hinni kot- ungslegu ásýnd sem nú er. Við- skiptahverfið hefur sprengt sig út í nærliggjandi hliðargötur. og þá einkum inneftir Laugavegi. Leggja þarf grundvöll að nýjum miðbœ" af stórhug og framsýni Götumynd i Reykjavík framtíSarinnar? En hann getur ekki verið aðal- og kunnugt er, byggður af brezka verzlunargata í stórborg, er fram líða stundír. Forráðamenn Reykjavikur verða fljótlega að fara að á- kveða um rúmgott svæði fyrir nýjan „rniðbœ" (og er þá ekki sérstaklega átt við miðju bæjar- landsins, sem enginn veit ná- kvæmlega hver er eða verður), en í þvi sambandi mun fárra kosta vöi. Varla mun nokkur mæla með stað utan Seltjarnarness, og hef- ur því helzt verið rætt um svæði milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar. Ekki er það þó í góðum tengslum við „gamla mið- bæinn“, og mun varla reynast nógu rúmgott í framtíðinni. Er þá aðeins einn staður enn fyrir hendi, en það er flugvallarsvæð- ið, sem hefur upp á marga góða kosti að bjóða í þessa sambandi. Áður en þetta verður rætt frek- ar, mun vikið að ýmsu varðandi ReykjavíkurflugvölL n. FLUGVÖLLURINN Reykjavíkurflugvöllur, fyrsti flugvöllur hér & landi, var, eins hemum á styrjaldarárunum. Bæjaryfirvöldin munu eindregið hafa mótmælt byggingu hemað- arflugvallar á þessum stað, en það kom fyrir ekki Eftir styrjöldina var flugvöll- urinn afhentur íslendingum. Komu þá strax fram raddir um, að leggja bæri flugvöllinn nið- ur, vegna hættunnar sem af hon- um stafaði og þess mikla land- rýmis, sem fcann tæki nálægt hjarta bæjarins. Þessu var harð- lega mótmælt af fyrirsvarsmönn- um flugmála. Og óneitanlega hafa spár þeirra rætzt um það, hve flugvöllurinn myndi verða mikil lyftistöng íslenzkum flug- samgöngum. Á hinn bóginn er það stað- reynd, að með ári hverju auk- ast erfiðleikamir við að hafa Reyk j avikurfl ug völl þar sem hann er. Flugvallarsvæðið er á þriðja hundrað ha. að stærð, eða aðeins litlu minna en Reykja- vík innan Hringbrautar; en miss- ir svo stórs svæðis, á bezta stað fyrir byggingar, verður áþreifan- legri, þegar byggðin teygir sig frá Valhúsahæð og inn að Elliða- ám. í>ar að auki takmarkar flug- völlurinn byggingar langt út íyr- ir hið eiginlega athafnasvæði sitt. Er þetta eitt af mörgu, sem hindrar eðlilega uppbyggingu miðbæjarins. Hefur flugmála- stjóri t. d. farið fram á, að ekki verði byggt hærra en 20 m yfir Vonarstræti við enda Tjaraar- innar — eða 4—5 hæða hús. Er þó búið að samþykkja að reisa ráðhús á þessum stað! Einnig er nú talið nauðsynlegt, vegna öryggis flugsins, að lækka suma ljósastaura, sem staðið hafa við Hringbrautina í nokk- ur ár, niður í 3 metra. Geta menn af þessu séð, í hvert óefni er komið, ef flugvöllurinn kem- ur í veg fyrir að hafðir séu venju legir ljósastaurar við sumar göt- ur borgarinnar. Og virðist þetta einnig benda til, í hverja hættu lííi borgaranna er stefnt með flugvellinum, þótt segja megi að furðuvel hafi blessazt til þessa. SKIPTAR SKOÐANIR Allmikið hefur verið rætt um framtið flugvallarins að undan- förnu, og hefur Bæjarráð Reykjavíkur skipað nefnd, er leggj a skal fram álitsgerð um málið. Sumir vilja leggja niður flugvöllinn sem fyrst, án þess að nokkuð komi í staðinn ann- að en flutningur flugfélaganna til Keflavíkur Þetta mun ekki koma til greina sem stendur, sázt eins og Keflavíkurveginum er nú háttað. Aðrir vilja halda flugvellinum um ófýrirsjáanlega framtíð og jafnframt byggja nýja flugbraut yfir tveggja km. langa. Getur það varla talizt framsýni, að vilja leggja í svo mikla fjárfestingu við flugvöllinn, sem vegna þarfa Reykjavikur hlýtur að verða lagður niður í síðasta lagi fyrir lok þessarar aldar, og sennilega miklu fyrr. Millivegurinn mun heppileg- astur í þessu máli. Reykjavíkur- flugvöll ætti að nota enn um alllangt skeið, og gera sem fyrst á honum nauðsynlegar endur- bætur. En strax þyrfti að tryggja landsvæði undir nýjan flugvöll, sem yrði notaður fyrir innan- landsflug í framtiðinni. Eftir að steyptur vegur hefur verið lagður til Keflavíkur, verð- ur ekki nema 40 mín. þægilegur akstur þangað frá Reykjavík og myndi það óvíða þykja löng leið út á millilandaflugvölL Og breyt- ir hér engu um staðsetning Tempelhof-flugvallar í Berlín, sem flugmönnum er svo tamt að minnast á. Allmikið er gert úr því, að flugskilyrði séu mun betri i Reykjavík en í Keflavík. Þar sem sama flugspá mun yfirleitt gefin fyrir Reykjavikur- og Keflavikurflugvöll, munu það varla margir dagar á ári, sem sá fyrmefndi er opinn en hinn lokaður. BYGGING FLUGVALLAR Þótt Keflavíkurflugvöllur virð- ist geta orðið hinn ákjósanleg- astj fyrir millilandaflugið, verð- ur Reykjavfk að hafa einhvem flugvöll nær vegna innanlands- flugsins. Standa vonir til að hann þyrfti ekki að vera mjög stór, þar sem nota mætti flug- vélar, sem ekki þurfa langar brautir til flugtaks; og aldrei stærri, en stærsti annar flugvöll- ur á landinu, sem notaður yrði vegna innanlandsflugsins. Það sýnist algjör óþarfi, að nýr Reykjavikurflugvöllur hefði nema tvær flugbrautir.. Enda er ein af þremur núverandi flug- brautum langminnzt notuð, og í neyðartilfellum mætti alltaf fljúga til Keflavikur. Vegna byggðar Reykjavikur væri nýr flugvöllur sjálfsagt bezt kominn í hrauninu fyrir sunnan Hafnarfjörð nálægt Krýsuvíkur- veginum. Annars hefur verið sagt, að heppilegasti staðurinn væri á Álftanesi. Álftanes má helzt ekki skerða mikið, þvi þar munu verða dýrmætar bygging- arlóðir áður en varir. HeppUegt væri, ef nota mætti Bessastaða- nesið, og er sú hugmynd sýnd á meðfylgjandi teikningu. Margoft hefur verið rætt um nauðsyn þess að byggja nýjá flugstöðvarbyggingu, fyrir skrif- stofur flugumferðarstjómar, flug málastjóra og flugfélaganna, á- samt farþegaafgreiðslu, veitinga- sal og öðru því, sem viðkemur fluginu. Sú ágæta tillaga hefur komið fram, að í sömu byggingu verði umferðarmiðstöð fyrir langferðabifreiðir og strætis- vagnastöð. Staðsetning hefur verið hugsuð í Aldamótagörðun- um, suðvestur af Kennaraskól- anum. Er það hin mesta nauð- syn samgöngumálum Reykja- víkur, að úr þessum framkvæmd- um verði sem fyrst. Nýlega kom fram tillaga frá flugmálastjóm, um að reisa „flugtum" á næst- unni. Bendir þetta til vantrúar á, að úr hinum meiri fram- kvæmdum geti orðið í bráð. Annað nauðsynjamál er bygg- ing fullkomins flugskýlis, og hið þriðja, að sett verði nýtt slitlag á flugbrautimar. Þessar framkvæmdir myndu fyllilega samrýmast þeim tillög- um, sem hér verða að lokum settar fram um framtið flugvall- arins. HI. NÝR „MIDBÆB" Eins og sagt var í I. kafla hér að framan, mun flugvallar- svæðið heppilegasti staður fyrir helzta viðskiptahverfi Reykja. víkur í framtíðinni. Það er stórt, vel staðsett og getur verið í mjög góðum tengslum við „gamla miðbæinn". Yrði svæði þetta skipulagt af stórhug, gæti Reykjavík fengið á sig þá mynd, sem margar stór- borgir mættu öfunda hana af. Gæti þá svo farið, að flugvöll- urinn hefði ekki aðeins orðið lyftistöng islenzkum flugmálum á sínum tíma, heldur einnig framsýnu og stórhuga skipulagi í höfuðborg landsins. Flugbrautimar ætti að mjókka nokkuð og nota þær siðan sem breiðgötur. (Mætti ofalaust finna góða lausn á því máli). Tíl þessa er staðsetning þeirra hin ákjós- anlegasta. Ein brautin (breið- gatan) myndi framlengd í Mikla- torg og hinum megin í bogagötu, sem yrði framhald af Ægissiðu meðfram Skerjafirði og Fossvogi. Ónnur yrði framlengd í áttina að „gamla miðbænum" og ráðhús- inu við Tjömina. — Yrði það sennilega aðalgata bwgarinnar. Framhald þeirrar þriðju myndi látin liggja í boga rneð Öskju- hlíð, en mynda torg hinum meg- in ásamt Suðurgötu og Ægissíðu nálægt Þormóðsstöðum. Siðar meir mætti hugsa sér að byggð yrði brú frá þessu torgi um Hólma að Eyri 4 ÁlftanesL Myrvdi slik brú mikilvæg vegna hugsanlegs flugvallar, en þó enn mikilvægari fyrir tugþúsundir Reykvikinga, sem gera veröur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.