Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 1
Her S.Þ. er á leið til Gaza ' og Akaba ftfóimælafiMidur i Jerusalem — Egyptar teffa fyrir hreinsuii Súez — Dulles vongóður Jerúsalem, Washington og New York, 5. marz. UM 10 ÞÚSUND MANNS söfnuðust saman í Jerúsalem í dag tQ þess að mótmæla ákvörðun ísraelstjórnar um að flytja fsraels- her úr Egyptlandi án frekari trygginga fyrir frjálsum siglingum um Súez-skurðinn og Akaba-flóa. Bar fólkið þjóðfána ísraels sveipaðan í svart sorgarklæði. Krafðist mannfjöldinn þess, að Ben Gurion segði af sér og efnt yrði til kosninga.Var það stjórnarandstaðan sem gekkst fyrir fundi þessum. Hefur hún nefnt Ben Gurion svikara við þjóðina og sagt, að hann hafi svikið rétt ísraels í hendur óvinanna. Lögreglu- lið kom þegar á vettvang, en ekki kom til neinna átaka. Leystist hópurinn smám saman upp. Ikveikja við flugvöll Rússa í Búdapest Búdapest, 5. marz. LEYNILÖGREGLA Kadar-stjórnarinnar gerir nú leit að mönnum þeim, er ætlað er, að hafi kveikt í skóginum við herflugvöllinn skammt fyrir utan Búdapest um síðustu helgi. Breiddist eldur þessi óðfluga út og náði yfir 280 ekrur lands. Brunalið átti fullt í fangi með að ráða niðurlögum hans. ★ ★ ★ Dagblaðið „Nepakarat" skýrði frá því í dag, að ranusóku hefði lcitt í ljós, að eldurinn kom sam- tímis upp á tveim stöðum í skóg- inum. — Ekki gat blaðið um skemmdir, er hlotizí hefðu af eldinum — eða um flugvöllinn, en talið er, að Rússar hafi stjórn hans á acndi. ★ ★ ★ í dag tilkynnti innanríkisráðu- neytið einnig, að fyrrverandi lög- reglufor-ingi í Norður-Ungverja- landi, Andras Tomph að nafni, hefði verið handtekinn, sakaður um að hafa barizt með „andbylt- ingarsinnunum" og gert árásir á stöðvar leynilögregiunnar og kommúnistaflokksins á mcðan á uppreisninni stóð. Nokkrir aðrir voru handteknir ásamt Tomph — og meðal þeirra voru fyrrum KRISTJÁNSANDI, 4. marz. — Einn stærsti togari, sem smíðað- ur hefir verið, Grænland frá Frakklandi, kom hingað um helg ina á leið sinni á miðin. Ástæðan var vélabilun. — Togari þessi er 1178 brúttó tonn og áhöfn hans er 57 menn. — NTB. starfsmaður ungverska sendiráðs ins í Frakklandi — og liðþjálfi úr gamla ungverska hernum. Um þessar mundir fara fram \ þingkosningar í Indlandi. — j Þetta eru aðrar almcnnu kosn- : ingarnar þar í landi síðan Ind- \ land hlaut sjálfstæði fyrir 10 S árum. Um 193 milljónir manna • hafa kosningarétt — og gizk- ^ að er á, að þegar hafi rúmur S helmingur þeirra neytt at- i kvæðisréttar síns. Mynd þessi ^ er tekin á kjörstað í sveita- s þorpinu Sikri, um 50 km. fyr- j ir norðan höfuðborgina Nýju ■ Delhi. Er fólkið að bíða eftir j því að komast í kjörkíefana. S Það sezt á hækjur í röðum ■ sínum, ósköp rólegt, karlar í ( annarri röðinni, en konur í s hinni. s Korn Inkanna vel fallið lil ræklunar í Grænlandi Gæfum vid ekki reynl MQuinoar,~kornið hér á landi! Kaupmannahöfn, 4. marz. HINN kunni stjórnmálamaður í Perú dr. Victor Raul Haga della Torre, dvelst um þessar mundir í Kaupmannahöfn. Hefur hann ur.danfarið ferðazt um Danmörk, Grænland, Noreg, Svíþjóð og Finnland og kynnt sér lýðræðið í þessum löndum. „QUINOA“ Doktorlnn, sem er áhuga- maði'r um landbúuað, segist í blaðaviðtali vera þeirrar skoð- unar, að suður-ameríska korn- teguatdin „Quinoa" geti mæta- vel þrifizt i Grænlandi yfir sumarmánuðina. Þetta er hin gamla korntegund Inkanna og er ræktuð víða í hásléttum Suður-Ameríku. Mikilvægum sönnunargögnum stolið London. SVO SEM KUNNUGT ER verður dr. Adams — sá, sem sakaður er um ekkjumorðin í Eastbourne, dreginn fyrir Old Bailey réttinn í þessum mánuði. Læknirinn hefur að undan- förnu verið að undirbúa mál sitt .— og svo hafa ákærendur einnig gert. Margt dularfullt hefur að undanförnu átt sér stað í sam- bandi við mál þetta. Tvisvar hef- ur mikilsverðum skjölum, sem leggja átti fram til stuðnings ákærunni á hendur lækninum, verið stolið. Fyrri þjófnaðurinn er mjög dularíullur — og hefur lögregl- an lítið viljað láta uppi um hann. Síðari sönnunargagnaþjófnaður- inn var framinn á dögunum. Var brotizt inn í læst hólf í bifreið eins af lögfræðingunum, sem málið sækja. Síðari þjófnaðurinn þykir taka af allan vafa um það, að hér sé um að ræða skipulagð- ar tilraunir ti lað „frelsa" dr. Adams. Þess má geta, að sérfræðingar hjá FAO hafa látið í ljós svipað- ar skoðanir um kornrækt á Græn landi og dr. della Torre. o—O—o f kvöld var boðað til fundar í þinghúsinu, sem er í Jerúsalem, og ætlaði Ben Gurion að gera þinginu grein fyrir ákvörðun stjórnarinnar um brottijjutning herliðsins, en stjórnin er sögð standa einhuga í málinu. Allar götur, er liggja til þinghússins voru afgirtar með gaddavírsgirðingum fyrir sól- setur — og í kvöld er öll um- ferð um þær bönnuð. Er lög- reglan á verði vel vopnuð. "o—O—o Samkvæmt upplýsingum frá yfirherstjórn herliðs S. Þ. í Egyptalandi eru sveitir úr liðinu á leið til Gaza — og búizt er við því, að þær fari inn á landssvæðið innan sólarhrings. Við gæzlu á Gaza-ræmunni taka hersveitir Indverja, Svía, Colombiumanna, Dana og Norðmanna. Ekki virðast ísraelsmenn hugsa neitt til hreyfings enn sem kom- ið er — og er búizt við því, að S. Þ. taki ekki formlega við stjórn inni fyrr en eftir nokkurn tíma — sérlega vegna þess, að Hammarskjöld hefur enn ekki skipað neinn landstjóra þar. Einnig eru hersveitir S. Þ. á leið til egypzku ræmunnar, sem ísraelsmenn hafa haft á valdi sínu við Akaba-flóa. Það eru Indónesar og Finn- ar, „em taka við gæzlu þar. Burns, yfirherforingi herliðs S. Þ., og Dayan, yfirherforingi fsraelshers, héldu fund í gær, og hefur Ben Gurion nú borizt Verður síldin móismælum og stygg uf berg- stöðugri veiði? ÞAÐ virðist vera orðið almennt álit norkra sjómanna að síldin fælist af bergmálsýptarmælum, sem notaðir eru til að leita hennar. Skýrir formaður síldarútvegsnefndar Noregs, Sven A. Ytreland frá þessu í samtali við Haugesunds Dagblad og getur þess að síldin við Noregsstrendur sé farin að hegða sér með allt öðrum hætti en fyrr, sérstaklega finnst sjómönnum hún vera miklu styggari. Ytreland bendir á það í sam- talinu, að það sé eftirtektarvert nú, að fiskiskip þurfi ekki að sigla nema einu sinni yfir síld- arbletti í sjónum, þá sé síldin rokin á brott, svo sé hún stygg. Fyrr á árum hefðu þau getað siglt oft yfir án þess að styggja fiskinn. Hann greinir frá því að það sé almennt álitið að berg- málsmælarnir hafi mjög slæm áhrif á síldina. Að lokum segir formaðurinn: — Síldin fær nú aldrei neinn frið, hvorki á hafi úti né þegar hún kemur upp að Ströndinni. Sérstaklega held ég að hinar á- köfu síldveiðar í Noiðursjónum allt árið, hafi slæm áhrif á hana. Það hræðir hana, hún verður. ó- róleg, stygg og villt. skýrsla Dayan um viðræðurnar, sem snérust aðallega um tækni- leg vandamál í sambandi við yfirstjórnarskiptin á umræddum landssvæðum. Burns er nú aftur kominn til aðalstöðva sinna, en þaðan stjórnar hann liðsflutn- ingunum. f aðalstöðvum S. Þ. í New York hefur verið ys og þys í dag. — Hammarskjöld hefur rætt við full trúa fjölmargra ríkja um hin nýju viðhorf, er skapazt hafa fyrir botni Miðjarðarhafsins með ákvörðun fsraelsmanna. Alls mun hann hafa rætt við sendi- menn 10 landa, er hlut eiga að máli. Fréttaritarar telja, að Hammarskjöld sé að útbúa skýrzlu um ísraelsmálið, er hann ætli að leggja fyrir Allsherjar- þingið, sem mun ræða málið á föstudag eða laugardag. í stuttu viðtali, er hann átti við fréttamenn í dag, sagði hann, að vopnahléslína ísraels frá 1949 mundi gilda áfram. Kurr er nú kominn upp meðal margra fulltr. hjá á.Þ. vegna dráttar þess, sem orðiö hefur á hreinsun Súez-skurðarins, en Egyptar eru sagðir gera allt, sem í þeirra valdi stend- ur til þess að seinka fram- kvæmdum. Segja fréttamenn, að Hammarskjöld vilji í lengsíu lög komast hjá því að þvinga Egypta til þess að flýta fyrir verkinu. Hér er aðallega um að ræða sokkið skipsflak, sem er með sprengjufarm, og segja sérfræð- ingar, að ekki megi fara óðslega að neinu við fjarlægingu þess. Hætta geti verið á því, að farm- uirnn springi í meðförunum — og skurðurinn hrynji saman. o—O—o Dulles átti í dag tal við blaða- menn í Washington. Gerði hann dráttinn á hreinsun Súez-skurð- arins að umræðuefni, en kvaðst vona, að Egyptar stæðu ekki lengur í veginum — og hreins- uninni yrði lokið eftir 10 daga. Kvað hann ákvörðun ísraels- stjórnar um brottflutning hers- ins hafa vakið mikla gleði í Bandaríkjunum. Ekki kvað hann Bandaríkjamenn hafa neina ástæðu til þess að gruna Egypta um að hafa í hyggju að meina Frökkum, ‘Englendingum og ísra- elsmönnum siglingar um Súez, eða að gera þær néinum skilyrð- um háðar. Itrekaði hann þá skoðun Bandaríkjastjórnar, að Súez- skurðurinn væri alþjóðleg siglingaleið. Akabaflói væri það einnig, og yrði það fram- Framh. á bls. 15 ->

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.