Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 10
10 MORCVWBIAÐIÐ Miðvikudagur 6. marz 1957 Aukin verðjöfnun mjólkur er rétt- iætismúl sem verður uð nú frum í Reykjavík, Laugavegi 166 Mámskeið í modelteikningu nefst í kvöld (lifandi model), miðvikudag kl. 8 ;. h. Yæntanlegir nemendur næti há. Nokkrir nemendur geta ;innig komist að í teikni- deild skólans, sem starfar mánudaga og fimmtudaga Kl. 8—10 e. h. Uppl. í síma 1990 og 80901. íbúðaskipti Sá, sem á góða 2ja—3ja herbergja íbúð, getur fengið nýja 4ra—5 herbergja íbúð á hitaveitusvæði í skiptum. Milligjöf þarf ekki að greiðast út. KRISTINN Ó. GUÐMUNDSSON hdl. , Hafnarstræti 16. Sími 82917, klukkan 3—6. EINKARIT ARI Ung stúlka, sem hefur dvalizt erlendis að undan- förnu og hefur góða málakunnáttu, óskar eftir skrif- stofustarfi, helzt sem einkaritari, annað hvort hér eða á íslenzkri skrifstofu érlendis. Tilboð merkt: „EIINKARITARI —2204“, leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir næstkomandi laugardag. Ný sending af STRIGASKÖM fyrir kvenfólk Bláir — Bleikir Hvítir — Svartir. Skóverzlun Þórðar Péturssonar, Aðalstræti 18. LjóskopieB*ing Tökum ljóskopíur af gagnsæjum og ógagnsæjum fyrir- myndum svo sem teikningum, prentuðu og vélrituðu máli, nótum, munstrum o. fl. Fljót afgreiðsla. Vönduð vinna. LANDSTÓLPI HF. Ingólfsstræti 6, sími 82757. Verzlunarhúsnæði Á góðum stað í bænum óskast rúmgott verzlunarhús- næði til leigu strax. — Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins sem fyrst, merkt: „Verzlunarhúsnæði —7754“. Tilboð óskast í nokkrar bílgrindur og bílboddý, er verða til sýnis að Skúlatúni 4, föstudaginn 8. þ. m. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri sama dag kl. 5. Sölunefnd vamarliðseigna. iæiffl Jóns Signrðssonor olþm. við þriðjn nmræðn fjórlaga MORGUNBLAÐINU er kunn- ugt að um þessar mundir eru staddir hér í bænum sér- stakir fulltrúar norðlenzkra bænda til þess að fylgja eftir kröfum þeirra um aukna verð- jöfnun til mjólkurbúa norðan- Iands. Þykir blaðinu því rétt að birta greinargerð Jóns Sigurðs- sonar alþm., er hann mælti fyrir tillögu sinni um framlag ríkis- sjóðs tii aukinnar verðjöfnun- ar við 3ju umr. fjárlaganna: „Herra forseti. Ég á hér eina brtt, á þskj. 292, og er sú 9. og síðasta í röðinni á því þskj. Til- laga þessi, sem er við 22. gr. fjárl., er að mestu samhljóða atkv. því nær allra fundarmanna. Stjórn Stéttarsambandsins sendi ríkisstj. að sjálfsögðu þessa á- skorun, og auk þess hafa viðræð- ur farið fram um málið milli formanns Stéttarsambandsins og vissra manna innan ríkisstjórnar- innar. En þar sem enn liggur ekkert fyrir opinberlega um af- stöðu ríkisstj. til þessara mála, og 3. og síðasta umr. fjárlaganna er hafin, þá taldi ég það skyldu mína sem stjórnarnefndarmanns í Stéttarsambandi bænda, og þess eina, sem á sæti hér á hv. Alþ., að bera þessa till. fram hér á Alþingi og gera grein fyrir henni. MIKILL MUNUR Á ÚTBORGUNARVERÐI Það, sem veldur því að þessi till. er fram borin, er hinn mikli munur á útborgunarverði mjólk- ur til bænda frá mjólkurbúun- um á Suðvesturlandi og á Norð- urlandi. I fjórum búum á Suð- vesturlandi var meðalverðið fyr- ir árið 1955 kr. 2.89 pr. lítra, en í norðanbúunum fjórum var mjólkurlítrinn á sama tíma kr. 2.48 til 2.59, og meðalverðið kr. 2.55 lítrinn. Mismunurinn á meðalverði til bænda sunnan- lands og norðan var því 34 aurar á litra. Það, sem veldur þessum mikla mismun, er, að norðanbúin hafa miklu minni neyzlumjólkursölu, og verða því að vinna úr miklu af sinni mjólk, smjör, skyr, ost og þurrmjólk, og birgja Reykja- vík og aðra bæi víðs vegar um land af þessum vörum. Þetta gef- ur miklu minna í aðra hönd en nýmjólkursalan hér í Reykjavík og nágrenni, sem sunnanbúin sitja ein að, lögum samkvæmt. Verðmiðlunargjaldið, sem nú er tekið til að jafna þennan mis- mun, nemur sjö aurum á lítra á alla selda mjólk og er notað til verðjöfnunar milli norðanbú- anna, en er aðeins um helming- ur af því, sem þyrfti að vera. Áskorun aðalfundar Stéttarsam- bands bænda á ríkisvaldið er því, að ríkið greiði til viðbótar sem næst sjö aurum á hvern seldan mjólkurlítra , til verðjöfnunar milli þessara búa, sem lægst verð fá. MIÐAR AÐ ÞVÍ AÐ JAFNA ADSTÖÐU FRAMLEIDENDA Má ætla, að þetta mundi kosta ríkissjóð í kringum tvær millj. króna, því mjólkurfram- leiðsla norðanbúanna er tæpur þriðjungur af mjólkurmagni allra mjólkurbúanna. Það, sem hrindir þessari áskorun af stað, er almenn óánægja norðanbænda með mjólkurverðið. Bændum norðanlands er reiknuð mjólkin til tekna í verðlagsgrundvellin- run á miklu hærra verði en þeir fá nokkru sinni fyrir hana, þeg- ar stéttarbræður þeirra hér sunn- anlands fá sumir hverjir fullt verðlagsgrundvallarverð. En kostnaður við búreksturinn er mjög líkur á báðum stöðum. Þessi aðstöðumunur veldur því, að ástæða er til að óttast aultið aðstreymi til Suðvesturlandsins úr þessum héruðum, ef ekki tekst að jafna svo um munar þennan mikla verðmismun. Tillagan miðar að því að jafna aðstöðu þeirra mjólkurframleið- enda, er mjólkursölu stunda, án þess að rýra kjör þeirra bænda, er betur vegnar, enda væri það hin mesta ósanngirni, meðan sunnanbændur fá ekki almennt einu sinni það verð, sem þeim er reiknað í verðlagsgrundvellin- um, þótt nokkrir þeirra nái þvL Þá m^, benda á, að í Noregi fá bændur, sem mjólkursölu stunda, en eiga við erfiðleika að etja, t.d. í fjallabyggðunum norsku, eins konar erfiðleikaupp- bót í hærra mjólkurverði, sem ríkið greiðir, og miðar að því að halda fólkinu í þessum byggð- um. AÐSTREYMIÐ TIL S.-V.LANDS Fanney Jónsdótlir IVfinireiiig í HÚSINU Háaleitisveg 24 bjuggu hljóðlát og hamingjusöm hjón. Þau gengu í hjónaband fyrir sextán árum, reistu sér vist- legt og aðlaðandi heimili og út- hýstu einveru beggja með sam- búð sinni. Nú er konan látin, en maðurinn lifir einn eftir og kveður lífsförunaut sinn með sárri sorg. Kveðjuathöfnin er í dag. Fanney Jónsdóttir var fædd í Reykjavík hinn 15. febniar 1905. Foreldrar hennar voru hjónin Jón heitinn Guðmundsson, sjó- maður hér í bæ og Jónína Sig- urðardóttir, sem enn lifir í hárri elli. Föður sinn missti Fanney af slysförum á sjó, er hún var aðeins tveggja ára gömul. Hún ólst síðan upp hjá móður sinni og fósturföður, Helga Jónssyni, bónda að Fellsenda í Þingvalla- sveit. Þar dva'ldi .hún fram til 18 ára aldurs, er hún skyndilega Hjólharðar og siöngtor 700x15 500x16 (Ford Junior) 525x16 (Moskowitch) 600x16 (Fordson-Jepp) 750x20 Ford-umhoSið Kr. Kristjánssen h.f. Laugavegi 168—170 Sími 82295 veiktist og varð að fara í sjúkra- hús. Var hún um tíma bæði á Farsóttarhúsinu og á Vífilsstöð- um. Strax og heilsa hennar aft- ur leyfði varð Fanney að taka höndum til vinnu, því daglegt brauð fæst ekki án fyrirhafnar. Strit imgrar stúlku fyrir nauð- þurftum var í þann tíma fólgið í vinnumennsku í sveit og síðar saumaskap í kaupstað. Hinn 27. sept. 1941 giftist Fanney Þorleifi Guðmundssyni, verkstjóra hjá byggingafélaginu Stoð, og lifðu þau hjónin æ síðan saman í farsælu og göfugu hjónabandi, enda þótt þeim yrði ekki barna auðið. Fanney var vinnuglöð og hæg- lát ágætiskona, sem unni manni sínum og húsmóðurstarfi. Hún gerði heimilið að hinum sanna hvíldar- og ánægjustað þeirra og gerði gestum og gangandi svo vel með alúð sinni og myndar- brag, að enginn fór þaðan ó- glaður í bragði. Það var ávallt eitthvað rammíslenzkt sem snerti mann, þegar maður heimsótti þau hjónin, Fanneyju og Þorleif. Maður varð aðnjótandi þeirrar ánægju, .sem íslenzk gestrisni, krydduð sögufróðleik og gaman- semi, ein megnar að veita. Það var afþreying í að flytja sig um stimd úr prjálstól nýtízkunnar og setjast á gestabekk upp á gamla móðinn. Ég mun alla tíma minn- ast þessa vistlega og þjóðlega heimilis með þakklæti og hlý- hug. Nú er Leifi minn aftur orðinn einn, en Fanney er laus undan oki sjúkdómsþjáninga, sem voru langvarandi og erfiðar hið síð- asta ár. Með rósemi hjartans og af meðfæddu þreki mættí Fánney veikindum sínum og hvergi uggandi um framtíð nýs lífs lézt hún hinn 22. íebrúar sl., en góður Guð styður Leifa í sorg og eftirsjá. Guðl. Ein. Það er mikið talað um hætt- una af látlausu aðstreymi fólks til Suðvesturlandsins frá öðrum landshlutum. TilL, sem hér liggur fyrir, er ein af þeim leiðum, sem verður að fara til að sporna við þessum flótta úr sveitunum. Ég skal játa, að það er hægt að fara aðra leið, og sem verður að fara, ef Alþ. og ríkissj. kýs hana heldur. Það er hlutverk framleiðsluráðs að hlutast til um, að bændur fái að meðaltali það verð fyrir afurðir sínar, sem verðlagsgrundvöllurinn segir til um hverju sinni, þar á meðal fyrir mjólkina. Til þess að bænd- ur fái almennt eitthvað í áttina við það mjólkurverð, þarf að hækka, eins og ég sagði áðan, sölumjólkina um sjö aura lítr- ann, og nota alla hækkunina til verðmiðlunar milli norðanbú- anna. Slík hækkun á söluverði mjólkurinnar mundi valda vísi- töluhækkun, sem gizkað er á, að mundi kosta ríkissjóð álíka upp- hæð að greiða niður og þær tvær millj. króna, sem hér er farið fram á, að ríkisstj. megi verja til verðjöfnunar milli mjólkur- búanna utan fyrsta verðjöfnunar- svæðis. Fyrir ríkissjóðinn er því nokkurn veginn sama, hvor leið- in er farin. Með till. minni er Alþ. gefinn kostur á að velja milli þessara tveggja leiða. Skýjaldjófar í Laugarásmim? SAMVINNUNEFND bæjarins um skipulagsmál, hefur nú gert til- lögu til bæjaryfirvaldanna, um að á einum fallegasta stað hér í bænum, í Laugarásnum, skammt þaðan frá sem Dvalarheimili aldraðra sjómanna stendur, verði reistir nokkrir skýjakljúfar, fimm fjölbýlishús 12 hæðir hvert. Á fundi bæjarráðs lagði nefnd- in þessar áætlanir fyrir bæjar- ráðsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.