Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. marz 1957 WfutstfrfðMfr Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritsijórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Verzlunarmálin í höndum kommúnista AÐ er stefna Framsóknar- floliksins að létta hömlum af verzluninni. Frjáls verzlun er almenningi hagstæðust, því að þá geta samvinnufélögin óhindrað útvegað mönnum vörur við sann- virði og opinbert eftirlit með verðlagi er þá óþarft.“ Þessi orð gat að líta í „Tím- anum“ fyrir ekki löngu síðan en þá vom Framsóknarmenn aðilar að ríkisstjóm, sem haft hafði forgöngu um að losa um höftin og bæta verzlunarhætti í land- inu. f>að tókst líka á tiltölulega skömmum tíma að afnema vöru- skortinn og safna nokkrum birgðum í landinu. Hinn svo- nefndi „svarti markaður" og bið- raðirnar alræmdu duttu úr sög- unni. Samkeppni hófst um verð- lag milli einstaklinga og fyrir- tækja innbyrðis. Auk þess var svo það „öryggi almennings", sem „Tíminn" talar oft um og fólst í því að „samvinnufélögin gætu óhindrað útvegað mönnum vörur við sannvirði“ og þannig haft aðhald um verðlag í landinu — gert „opinbert eftirlit með verð- lagi óþarft“ eins og Tíminn orð- aði það. Þróunin eftir afléttingu haftanna. Þróunin varð sú að verðlag í landina myndaðist á eðlilegan hátt af því að vöruframboð var nóg og samkeppni milli fyrir- tækja innbyrðis um vöruúrval og vöruverð. Dreifingarkostnaður á vörum var í samræmi við annan tilkostnað í landinu og vegna samkeppninnar urðu allir verzl- unaraðilar að kappkosta að halda honum niðri svo sem frekast var unnt. Það varð líka svo að verð- lag var, þegar á . heildina var litið, yfirleitt hið sama hjá ein- staklingsverzlunum og sam- vinnuverzlunum. Úsöluverðið í búðunum var mjög líkt og þó verð tiltekinna vara gæti, af ein- um og öðrum ástæðum, verið eitthvað mismunandi hjá einstök- um verzlunum, skipti sá munur sjaldnast verulegu máii og breytti engu um heildarmynd Tvær ástæður Þegar lögin um útflutnings- sjóð voru samþykkt var fyrirsjá- anlegt að vörur mundu hækka stórkostlega. Verðlagsmólin eru í höndum kommúnista og gripu þeir nú til þess ráðs að setja reglur um verðlagningu, sem ekki eru í neinu samræmi við kostnað við innkaup og dreifingu vara í landinu. Þessar reglur eru svo fjarstæðukenndar að þær hljóta að hafa í för með sér minna vöruúrval, eyðingu birgða og versnandi verzlunarþjónustu við almenning. Þessar reglur settu kommúnistar með Hermann Jónasson að bakhjarli og gilti þá einu þótt kaupfólögin teldu, að hér væri gengið miklu lengra en fært væri og starfsemi þeirra teflt í tvísýnu. Það hefði mátt búast við að álit kaupfélaganna í þessu efni hefði fengið meiri hljómgrunn í Xnnflutningsnefnd en raun varð á, en að svo varð ekki, kom af tvennu: í fyrsta lagi var það pólitísk nauðsyn fyrir ríkisstjórnina að komast fram hjá fyrirsjáanlegum afleiðingum álaganna nýju og í öðru lagi var svo um beina ofsóknarherferð að ræða gegn einstaklingsverzlun- um og þá ekki hirt um, í hita bardagans, þó kaupfélögin yrðu einnig fyrir barðinu á hinum nýju ráðstöfunum. Hitt er svo aftur fullljóst að hvorki kaup- menn né kaupfélög geta staðið undir því að halda uppi þeirri verzlunarstarfsemi, sem þjóðar- búskapurinn þarfnast, ef þessir aðilar fá ekki það sem til þarf að standa undir nauðsyntegum kostnaði við vörudreifingu. Verzl unin hlýtur að dragast saman. Nú er það hins vegar svo að nýju álögurnar eru byggðar á því að gjaldeyrissala og inn- flutningur séu svipuð í ár og í fyrra. Það er því ljóst að sú aðferð að taka ekki tillit til raun verulegs rekstrarkostnaðar verzl- ana, hlýtur að leiða af sér að verzlunin lamist en þá fá ríkis- sjóður og útflutningssjóður heldur ekki það, sem ríkisstjórn- in gerði ráð fyrir og taldi nauð- synlegt. Það er því glöggt að um leið og ríkisstjórnin stefnir verzl- unarstarfseminni í landinu í tví- sýnu, svo ekki sé meira sagt, kippir hún grundvellinum undan þeirri lagasetningu, sem hún hefur haldið fram að ætti að vera til að bjarga framleiðslu atvinnuvegunum og hvort er þá nokkuð, sem vinnst? — um Churchill, Alec Guinnes, sálmana og spilavítið E inhverju sinni, fyrir mörgum árum, spurði blaðamað- ur einn Winston Churchill að því, hvers vegna hann væri allt- af með vindil, þegar hann kæmi Churchill er haettur að reykja, en . . . opinberlega fram. „Nú, það er einmitt það, sem fólkið bíður eftir“ — svaraði Churchill. En nú sjáum við það í erlend- um blöðum, að læknar gamla stjórnmálaforingjans hafa bann- að honyím aRar reykingar vegna hrakandi heilsu. Ekki mun Churchill hafa géngið neitt sér- lega erfiðlega að hætta reyking- unum, en vindlana hefur hann ekki lagt á hilluna. Enn eigum við sennilega eftir að sjá myndir af „gamla manninum“ með vind- ilinn, sem hann tyggur nú í stað þess að reykja hann. Ambassador V-Þjóð- -verja í Moskvu, dr. Haas, er sagður geta brugðið á leik, þegar viðeigandi er. Eftirfarandi saga er höfð eftir honum úr sam- kvæmi einu, er hann tók þátt í á dögunum. Ég gekk hér um daginn inn í Intourist-veitingahúsið í Moskvu, til snæðings. Við næsta borð sátu tveir Frakkar úr sendiráði þeirra í borginni. Skyndilega hrópaði annar þeirra til þjóns-ns: „Ein af þess.im bollum er svo hörð, að hnífurinn vinnur ekki einu sinni á henni . . . .“ „Þetta stendur heima, herra minn“ — svaraði þjóninni, „en þér skuluð bara borða hinar. Þessi — er nefnilega hljóð- neminn“. S agt er, að Churchill, sem nýlega var á ferð í Suður- Frakklandi —- og'hafði þá m.a. viðkomu í Monaco, hafi hitt föð- ur Tucker, prest Monacofurstans, að máli. Spurði Churchill prest- inn m.a. að því, hvers vegna sálmar nr. 1—36 í sálma- bók Monaco-kirkjunnar væru aldrei sungnir við messur í fursta dæminu. Og faðir Tucker afhjúp- aði leyndardóminn: Brezki kvikmyndaleikarinn Alec Guinnes (sá, sem hefur leik- ið í tveim myndum hér að und- anförnu: „Konumorðingjarnir" og ,,Leynilögreglupresturinn“) hlýddi eitt sinn messu í dóm- kirkjunni í Monaco — og bar síðasti sálmurinn, sem sunginn var, númerið 32 í sálmabókinni. Spilavíti var ekki langt undan, og Alec Guinnes hélt beina leið þangað, er guðsþjónustunni var lokið, og lagði mikið fé í „gæfu- hjólið“ — á nr. 32. Vann hann 14.000 sterlingspund á þessu númeri. Og fiskisagan flaug. Næstu sunnudaga safnaðist svo mikill mannfjöldi að kirkjunni, er komið var að guðsþjónustu, að aðeins lítíil hluti fjöldans komst inn í kirkjuna. Horfði þetta til svo mikilla vand- ræða, að ákveðið var, að við guðsþjónustur skyldu ekki sungnir sálmar 1—36, en núm erin á „hamingjuhjólinu“ eru einmitt 36. ★ Lengsta kvæði, sem ort hefir verið (a.m.k. á síðari árum), orti enska skáldið Edward Boucher, og var átta ár að. birtist sem framhaldssaga i vikublaðinu „Harbor Week- ly“ — og tók birting hennar 41 ár. -fc Bandaríkjamaðurinn Samuel Duke hefur samið lengsta kórverk, sem nokkru sinni hefur verið skrifað. Það tók hann tólf ár. Flutning verksins áttu að annast 5000 söngvarar og 2000 hljóðfæra leikarar. Hingað til hafa ekki verið nein tök á að flytja verkið, eins og upp- haflega var áætlað — og er tónskáldið, ásamt fámennri hljómsveit og kór, að vinna að því að leika kórverkið inn á hljómplötu. Mun ætl- unin að leika það svo oft inn á plötuna, að á endanum hlýði menn á 5000 söngvara og 2000 hljóðfæraleikara. m helgina hófust reglubundnar flugferðir með þyrilvængjum milli Parísar og Briissell. Það er flugfélagið SABENA, sem annast þessar samgöngur, en París, er 13. stór- borgin, sem SABENA tekur inn í „þyrilvængjunetið“. Flugvélarnar, sem notaðar eru, eru af gerðinni Sikorsky S-58, og geta þær flutt 12 farþega. Fljúga þær með 175 km hraða á klukku- stund, og ferðin milli Parísar og Brussell mun taka 1 klst. 45 mín. Enda þótt þetta sé nokkuð lengri flugtími en algengt er með hin- um venjulegu farþegaflugvélum — þá er heildartíminn, sem fer í ferðina milli miðhluta borg- anna, mun styttri. Þyrilvængj- Sikorsky S-58 tekur 12 farþega. Heitir það „Síðustu orð móðir“ — og er 200 vísur. Lengsta skáldsaga í heimi er sögð „Játning húsmóðurinn- ar“, eftir hið nýlátna skáld, Adele Garison. Saga þessi urnar hafa nefnilega athafna- svæði í miðhluta borganna — og með því að fljúga með þeim kemst fólk hjá akstri til og frá flugvöllum, sem oft eru æði langt utan við borgirnar. Keyptu heimili J. P. Jacobsen íyrir kr. 3.300 verðlagsins. Það kom skýrt í ljós að kaup- félögin komust ekki af með minni dreifingarkostnað en kaup menn. Ef svo hefði verið, hefði útsöluverð vara hjá kaupfélög- unum hlotið að vera yfirleitt lægra en hjá kaupmönnum, en svo var ekki. Þetta sást bezt hjá KRON í Reykjavík, sem er ein stærsta verzlun bæjarins. Þar var vöruverð sízt lægra en hjá kaupmönnum og það sást ljós- lega á reikningum félagsins, sem birtir voru á prenti, að kaupfé- lagið komst ekki af með minni tilkostnað við vörudreifingu en aðrir. Við sögðwm frá því hér í blað inu ekki alls fyrir löngu, að múr ari nokkur hefði keypt fæðing- arheimili danska skáldsins J. P Jacobsens í Thisted og hygðist rífa húsið og græða á lóðinni, ef við nymum rétt. Almenningur reiddist þessu mjög og krafðisí þess, að bærinn keypti húsið, áð- ur en það yrði rifið. Forráða- menn bæjarins tvístigu lengi, áð- ur en þeir tóku ákvörðun sína, enda var húsið dýrt, því að það er mjög illa farið og hið hrör- legasta. Er álitið, að það muni kosta um 30 þús. d. kr. að lag- færa það. Síðasta daginn sem bærinn hafði luísið á hendi, var ákveð- ið að taka tilboði múrarans. Var húsið svo keypt fyrir 3.300 krón- ur, og mun vera almenn ánægja með karup þessi í fæðingarbæ skáldsins. Jacobsen er einhver mesti skáld snillingur sem Danir hafa átt og hafði mikil áhrif á stíl og hugs un yngri skálda. Sumir segja, að J. P. Jacobsen sé meðal 10 beztu skáldsafnahöfunda sem uppi hafa verið. En svo er margt sinn ið sem skinnið, ef út í það fer. Nixon varaforseti Bandaríkjanna i Afríkuför MAROKKO, 2. marz: — Nixon, varaforseti Bandaríkjanna, hóf í dag Afríkuför sína. Fyrsta landið, sem hann heimsækir, er Marokko — og tók Ben Youssef á móti honum, er flugvél hans lenti í Rabat í dag. Ræða þeir saman um málefni N-Afríku,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.