Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 4
4 mokCTJNnr, 4ðið Miðvi'kudagur 6. marz 1957 — Dagbók — Fyrir skömmu var skýrt frá því í „Utan úr heimi“, a3 kominn væri fram á sjónarsviöið í Bandaríkj- unum ný „stjarna“, sem líkleg þætti til þess að skáka „rock and roll“ og Presley. Þetta er ungur maður, Pat Boon að nafni. Syngur hann og stígur um leið hægan dans. Myndirnar hér að ofan eru af honum í dansinum — og er glöggt, að þessi dans er mjög frábrugðinn „rock and roll“. Engu að síður er hrifning unga fólksins mjög mikil. son, gjaldkeri og Steingrímur Bjarnason, ritari. Varamenn eru þeir: Guðmundur Ásbjöi’nsson, varaformað r; Þorkell Nikulás- son, varagjaldkeri og vararitari Hálfdán Viborg. Blinda fólkiS á Grundarstíg 11, hefur beðið blaðið að flytja stúk unni Fróni beztu þakkir fyrir vin- samlegt boð, og ágæta skemmtun ásamt veitingum í Bindindishöll- inni hinn 28. febr. Blöð og tímarit KirkjuritiS, 2. hefti þessa árgans er komið út. Efni: Þorhallur biskup Bjarna son, Pistlar, Sálmur, Sitt af hverju, Sólskin á jólum, Kveðja íslendinga, Vers eftir Bólu-Hjálm ar, Olnbogabörn samfélag»His, Við áramót, Málning og fegrun kirkna, Afríkusvertingjar og tæknin, Andlegt frelsi, Bækur, Fréttir, Óveitt prestaköll og • Gengið • Gullverð ísl. krónu: 100 gullkr. = 738,95 pappírskr. Sölugengi kr. 45.70 — 16.32 — 16.90 — 236.30 — 228.50 — 315.50 — 7.09 — 46.63 — 32.90 — 376.00 — 431.10 — 226.67 — 391.30 — 26.02 1 1 1 100 100 100 Sterlingspund . Bandarík j adollar Kanadadollar danskar kr. ... norskar kr...... sænskar kr. ... 100 finnsk mörk ... 1000 franskir frankar 100 belgiskir frankar 100 svissneskir fr. . 100 Gyllini ........ 100 tékkneskar kr. . 100 vestur-þýzk mörk 1000 Lírur ........... w -rntff níar^tuífcliffími f dag er 65. dagur ársins. 6. marz. Miðyikudagur. Öskudagur. Árdegisflæði kl. 7,50. Síðdegisflæði kl. 2(1,12. Slyrtava rð-tof'a Reykjavíkur í Heilsuvemdarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. .(fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs-apó- teki, sími 1330. — Ennfremur eru Holts-apótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjar-apótek op- in daglega til kl. 8, nema á laug- ardögum G1 kl. 4. Þrjú síðast tal- in apótek eru öll opin á sunnudög- um milli kl. 1 og 4. Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20 nema á laugardögum 9—16 og á sunnudög um 13—16. Sími 82006. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9, er opið daglega 9—19, nema á laugardögum kl. 9—16 og á sunnu dögum 13—16. Sími 4759. Hafnarfjarðar- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13— 16. Hafnarfjörður: — Næturlækn- ir er Ólafur Ólafsson, sími 9536. Akureyri. Næturvörður er í Akureyrar- apóteki, sími 1032. Næturlæknir er Sigurður Ólason. I.O.O.F. 7=138368% = • Messur • Laugarneskirkja. Föstuguðs- þjónusta í kvöld kl. 8,30, séra Garðar Svavarsson. Hallgrímskirkja. Föstumessa í kvöld kl. 8,30, séra Sigurjón Áma- son. Fríkirkjan. Föstumessa í kvöld kl. 8,30. — Þorsteinn Björnsson. SkíSafélögin t Reykjavík efna til skíðaferðar í dag í Hveradali kl. 10,30 frá BSR. SkíSafélag Reykjavíkur Aðalfundur í kvöld kl. 20,30 í Kaffi Höll. Sólheimadrengurinn Ó. Þ. 50 kr. Þakklát móðir 25 kr. SlasaSi maSurinn Ástbjörg kr. 50. Henny kr. 150. Hringurinn Fundur í kvöld kl. 8,30, Garða- stræti 8. • Brúðkaup • í fyrri viku voru gefin saman í hjónaband af séra Guðmundi Guðmundssyni á Útskálum, ung- frú Guðný Árnadóttir og Höskuld ur Goði Karlsson íþróttakennari. Heimili ungu hjónanna er að Suð urgötu 49 í Keflavík. Laugardaginn 2. marz voru gef- in saman í hjónaband af séra Garðari Svavarssyni, Margrét Erla Bjömsdóttir, Kleppsveg 184 og Páll Pétursson, Ásvallagötu 33. Heimili þeirra verður að Ás- ▼allagötu 33. • Hjónaefni • S. 1. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Anna Sigur- bergsdóttir, Laugateig 4 og Tómas Símonarson, Guðrúnargötu 7. • Skipafréttir • Skipadeild SÍS Hvassafell er á Skagaströnd, fer þaðan til Stykkishólms, Vest- mannaeyja og Borgamess. Am- arfell er í Borgarnesi. Jökulfell losar áburð á Austf jarðahöfn- um. Dísarfell fór framhjá Gíbralt- ar 3. þ. m. á leið til Reykjavíkur. Litlafell er í Reykjavík. Helga- fell er á Siglufirði. Hamrafell er í Reykjavík. SkipaútgerS ríkisins Hekla, Herðubreið og Skjald- breið eru í Reykjavík. Þyrill kom til Karlshamn í gær. Skaftfell- ingur fer* frá Reykjavík í dag til Vestmannaeyja. Baldur fór frá Reykjavík í gær til Gilsfjarðar- hafna. Eimskipafélag íslands Brúarfoss fer í dag frá Thors- havn til Reykjavíkur. — Dettifoss er í Reykjavík. — Fjallfoss fór I gær frá Hamborg til Antwerpen, Hull og Reykjavíkur. — Goðafoss kom til Ventspils 3. marz fer það- an til Reykjavíkur. — Gullfoss er í Reykjavík. — Lagarfoss kom til New York 2. marz fer þaðan til Reykjavíkur. — Reykjafoss er í Reykjavík. — Tröllafoss kom til New York 2. níarz fer þaðan til Reykjavíkur. — Tungufoss er í Reykjavík. • Flugferðir • Flugfélag fsland Millilandaflug: Millilandaflugvélin Sólfaxi fer til Osló, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 8,00 í dag. Flug- vélin er væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 18,00 á morgun. Innanlandsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, ísafjarðar, Sands og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir),. Bíldu- dals, Egilsstaða, Isafjarðar, Patreksf jarðar, Kópaskers og V estmannaeyj a. Kvenfélag ISeskirkju Bazar verður haldinn laugar- daginn 9. marz í félagsheimili kirkjunnar. Tekið á móti gjöfum til bazarsins í félagsheimilinu fimmtudag og föstudag milli kl. 3.30 og 5 síðdegis. Lungnakrabbi og lóbaksneyzla Brezka læknablaðið, British Medical Journal, hefur fyrir nokkru birt niðurstöður rann- sókna á dauðsföllum lækna af lungnakrabba síðustu fimm árin. Slík dauðsföli urðu 40 sinnum fleiri meðal lækna, er voru miklir reykingamenn, en hinna sem reyktu alls ekki. Meðal þeirra, sem reyktu ekki, var dánartalan 0,07 á hver tíu þúsund, en hinna miklu reykinga- manna var dánartalan af völdum lungnakrabba 1,66. Vitnunum um skaðsemi tóbaks- neyzlunnar fjölgar nú óðum í hópi vísindamanna og hinna sér- fróðu. Má telja líklégt, að æsku- menn færi sér í nyt þann vitnis- burð og láti tóbaksnotkunina deyja út með eldri kynslóðinni. Reyk- ingamenn eru einnig flestir á sama máli um það, að bezt sé að vera laus við þann vana. — P. S. FiskmiSstöSin 1 frétt Mbl. af stofnun Fiskmið- ' stöðvarinnar, féllu niður nöfn manna í stjórn hlutafélagsins, en í stjórn þess eiga sæti: Ari Magn- ússon, formaður; Jón Guðmunds- — Kemst ég gegnum þetta húsa sund niður að höfninni? spurði feitlagin kona, drenghnokka, á göt unni. — Það hugsa ég, ég sá að mjólk urbíll frá Selfossi fór þarna í gegn áðan. ★ — Skyldi gíraffinn ekki fá hálsbólgu þegar hann er alltaf að vaða í lappirnar? — Jú, eflaust, en sennilega ekki fyrr en tveimur mánuðum seinna. 5 mínútna krossgáta Lárétt: 1 hreinsa — 6 pening- ur — 8 vond — 10 elska — 12 reynt að framkvæma — 14 eiiding — 15 dýraliljóð — 16 stjórn —• 18 líkamshluta. Lóðrétt: 2 hróp — 3 tvíhljóði — 4 hljóta — 5 mörinn — 7 tanga — 9 herdeild — 11 nokkur — 13 vitleysa — 16 fangamark — 17 tveir eins. Lausn síðustu krossgátu. Lárétt: 1 stafn — 6 aða — 8 orf — 10 ung — 12 Sólskin —■ 14 SS — 15 ða — 16 ögn — 18 megnaði. Lóðrétt: 2 tafl — 3 að — 4 fauk — 5 kossum — 7 ógnaði — 9 rós — 11 nið — 13 sögn — 16 ÖG — 17 Na. k~ERDINAIM!Þ Farið á slysavarðstofuna ★ — Þér haldið því sem sagt fram að þér hafið ekki skotið hrein dýrið, sem fannst hjá yður við húsrannsóknina? — Herra dómari, ég er reiðu- búinn að sverja að ég held að ég hafi ekki skotið hreindýrið. — Þetta er ekki nóg. Þér verð- ið að hafa það ákveðið. —• Ég sver það, að ég held á- kveðið að ég hafi ekki skotið hrein dýrið, sagði maðurinn. — Þetta verður alltaf verra og verra, sagði dómarinn. Þér verðið að sverja að annað hvort hafið þér drepið hreindýrið eða þér haf- ið ekki drepið það. — Já, það skal ég sverja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.