Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 3
’Miðvikudagur 6. marz 1957 MORCVNBLAÐ1Ð 3 SÞ&ittí tjerðisi á boJIudtíffinn — Heyrðu, Sigrún mín. Hvað ertu búin að vinna þér inn fyrir mörgum bollum í dag með flengingum? spurði ég. Hún svarar: — Ég fór á fætur klukkan hálfsjö í morgun. Og nú er ég búin að flengja fyrir fjórt- ánþúsundníuhundruðníutíuog sex bollum. Og nú skal ég líka flengja þig! Ég verð of seinn að taka til " '' "2 fótanna. — 14997 bollur, 14998 boll- ur, 14999 bollur og fimmtán þúsund bollur. — Heldurðu að þú getir borðað þær allar ein? spurði ég. — Já, mér þykir bollur svo ógurlega góðar! Ljósm. Gunnar Sverrisson. Békamarkaðnr Helga- fells heísf i dag Á sjötfa hundraÖ bóka er þar a boðstólunum Aðalfundur Félags ísl. hljémlistarmanna Fundurinn samþykkir vítur á Alþýðublaðið FÉLAG íslenzkra hljóðfæraleikara lauk aðalfundi sínum 4. marz. Fyrir aðalfundinum lágu yfirgripsmiklar lagabreytingar og var hin helzta sú, að nafni félagsins var breytt í Félag íslenzkra hljómlistarmanna. Með nafnbreytingunni víkkar félagið út starfsemi sína og mið- ast hún ekki lengur við hljóð- færaleik eingöngu. T. d. geta söngvarar fengið inngöngu í fé- lagið. — Auk þess var það lög- fest, að félagið ræki hljómlistar- skóla í Breiðfirðingabúð, gæfi út tónlistarblað og hefði á hendi rekstur innkaupasambands fyrir félagsmenn. Loks má geta þess, Stjórn Matsveinafél. SM. F. FYRIR nokkru var haldinn aðal- fundur Matsveinafélags SMF og var listi stjórnar og trúnaðar- mannaráðs sjálfkjörinn, en hann er þannig skipaður: Magnús Guð- mundsson form., Hafnarfirði; Þórður Arason varaform., Rvík; Borgþór Sigfússon ritari, Hafn- arfirði; Bjarni Jónsson gjaldkeri, Hafnarfirði; Ingvald Andersen varagjaldkeri, Vestmannaeyjum. Meðstjórnendur: Haraldur Hjálm arsson, Reykjavík; Sigurður Magnússon, Reykjavík. Varastjórn: Guðjón Guðjóns- son, Patreksfirði; Bjarni Sumar- liðason, Hafnarfirði, og Björn Jónsson, Akranesi. að fjölgað var um 2 menn í stjórn félagsins, svo að nú er hún skipuð 5 mönnum alls. Núverandi stjórn félagsins skipa: Gunnar Egilson, sem var endurkjörinn formaður, Björn R. Einarsson ritari og Vilhjálmur Guðjónsson gjaldkeri. Nýju stjórn armeðlimirnir eru: Þorvaldur Steingrímsson varaformaður og Svavar Gests meðstjórnandi. Fundurinn samþykkti einróma vítur á Alþýðublaðið fyrir óvið- urkvæmileg skrif um stjórn og starfsemi F.Í.H. Fundurinn var vel sóttur. Alls eru nú í félaginu 120 manns og gengu 14 nýir félagsmenn í það Stjórn Fél. ísl. alvinnnflugmanna AÐALFUNDUR Félags íslenzkra atvinnuflugmanna var haldinn sl. mánudagskvöld. Stjórn félags- ins var öll endurkosin, en hana skipa: Gunnar Fredriksen form. og meðstjórnendur: Jóhannes Markússon, Snorri Snorra- son, Bjarni Jensson og Ragnar Kvaran. í DAG verður opnaður í Lista- mannaskálanum bókamax'kaður Helgafeils, en þar verða til sölu auk Helgafellsbóka bækur frá Bókaforlagi Guðmundcir Gamal- íelssonar, Menningar- og fræðslu- sambandi alþýðu og Víkings- prenti. Á markaðinum verður alls á sjötta hundrað bóka. FÆSTAR TIL í BÓKABÚDUM Ragnar Jónsson, forstjóri Helgafells, skýrði blaðamönnum svo frá í gær, að faestar bæk- urnar, sem á markaðinum væru, fengjust nú í bókabúðum, eða rúmlega 90 prósent þeirra. Um 100 bókategundir frá forlagi Guðmundar Gamalíelssonar selj- ast nú á 5—10 krónur hver. Einn- ig eldri bækur M.F.A. Bækurnar verða flokkaðar eftir efni til þess að gera kaup- endum auðveldara fyrir. Á einu borði, sagði Ragnar, verða til dæmis bækur tilvaldar til gjafa handa unglingum, þjóðsagnasöfn, ljóðasöfn og skáldsögur. í>á er þar kort, þar sem merkt er land- nám hvers landnámsmanns og merktir helztu bústaðirnir. SÍÐUSTU EINTÖKIN Þá eru þarna síðustu eintökin af 20—30 bókum, eins og til dæm- is smásögum Þorgils Gjallaniía, Sveitasögum Einars H. Kvarans og fleiri. HAPPDRÆTTI — AFSLÁTTUR Hver sá, sem kaupir fyrir 100 krónur fær happdrættismiða, sem dregið verður um á hverjum degi kl. 5, þannig að þriðji hver miði fær vinning, kr. 100. Svarar það til þess að afsláttur sé gefinn sem nemur einum þriðja verðs. Síð- asta daginn verða svo dregnir 30 miðar úr öllum miðunum og verða verðlaunin „Brekkukots- annáll", hin nýja bók Halldórs Laxness, sem kemur út þann dag. ÁSGRÍMUR OG ÞORVALDUR Á bókaútsölunni verða til sýn- is tvö málverk, eftirprentanir. Tekið verður á móti ásknfend- um að þeim, en um 250 þannig myndir verða seldar einstakling- um. Önnur þessara mynda er ,Blóm“ eftir Ásgrím Jónsson, en hitt er mynd eftir Þorvald Skúla- son. Eru listamennirnir báðir mjög ánægðir með, hvernig eftir- líkingin hefur tekizt. Pilnik hlont 43*/2 vinning al 50 STÓRMEISTARINN Pilnik tefldi á mánudagskvöldið fjöltefli í Keflavík á 50 borðum. Hann vann 41 skák, 5 urðu jafntefli ag 4 tapaði hann. Þeir sem unnu Pilnik voru Ólafur Thordersen, Jón Kristjánsson, Borgþór H. Jónsson og Páll G. Jónsson. ^Songgram forsætisráðh. í Síam. Lýðræðissinnor iengn hreinon meirihlnta í F.Í.H. HINIR herfilegu ósigrar, sem kommúnistar urðu fyrir, er þeir misstu bæði Iðju og Trésmiðafél- agið hinn 24. febrúar sl. hafa komið Þjóðviljanum svo gjör- samlega úr jafnvægi, að sjaldan hafa sézt í því blaði fáránlegri upphrópanir en nú síðustu dag- ana og er þá mikið sagt. Hver æsifréttin af annarri er birt á foi-síðu blaðsins um „sigra“ kommúnista og „hraklegar ófar- ir“ lýðræðissinna. Má með sanni segja um Þjóð- viljann að litlu verði Vöggur feginn þessa dagana, þegar naum ur meirihluti kommúnista í ör- fáum af fámennustu verklýðs- félögunum í Reykjavík er orð- inn efni í gleiðletraðar margra dálka fyrirsagnir á forsíðu Þjóð- viljans. I gær keyrði þó um þverbak þegar Þjóðviljinn birti á forsíðU þriggja dálka fregn um „herfi- lega hrakför" lýðræðissinna við stjórnarkjör í Félagi íslenzkra hljómlistarmanna. Sannleikurinn er hins vegar sá, að þarna er hlutunum alveg snúið við. Um nokkurt skeið hafa kommúnistar haft meiri- hlutann í stjórn F.Í.H. en á að- alfundinum á máudaginn var misstu þeir þennan meirihluta, því að þeir sjálfir tileinka sér aðeins tvo menn í stjórn félags- ins: formanninn og ritarann. „Hin herfilega hrakför" lýð- ræðissinna á máli Þjóðviljans var því fólgin í því að nú hafa lýðræðissinnar hreinan meiri- hluta í stjórn F.Í.H. Tvísýnt ástand í Síam Stjórnin sökuð um kosningasvindl — og óttast valdarán „vissra samtaka" IFYRRI viku fóru fram þing- kosningar í Síam. Er talning atkvæða var langt komin varð það ljóst, að stjórnin hlaut naum- an meirihluta atkvæða. Stjórnar- andstaðan bar stjórnina þá þeim sökum, að hún hefði haft brögð í frammi — og væru úrslitin alls ekki sönn mynd af þjóðarviljan- um. Á aðfaranótt laugardags boð- aði forsætisráðherrann, Song- gram, til stjórnarfundar — og, er honum lauk í dögun, lýsti Songgram yfir neyðarástandi í landinn. Sagði hann stjórnina hafs .ua ástæðu til þess að ætl .,viss samtök" sem studd væru með erlendu fjármagni, hefðu í hyggju að steypa stjórn landsins úr stóli með bfbeldi. □ Þegar eftir - yfirlýsingu for- sætisráðherrans tók herinn að streyma inn í höfuðborgina Bankok — og tók öflugur her- vörður, studdur skriðdrekum og vélbyssum, sér stöðu við allar opinberar byggingar í borginni Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar. — Sýningardagur í dag í Sj álfstæðishúsinu. — Opið frá kiukkan 2—7 — svo og aðra mikilvæga staði. Herinn tók einnig að sér gæzlu erlendra sendiráða í borginni. Einnig sást til orrustuflugvéla yfir borginni. Svipaða sögu er að segja úr öðrum hlutum landsins. í ávarpi til landsmanna kvatti forsætisráðherrann fólk til þess að sýna stillingu — og hafa sig sem minnst í frammi. Ekki er vitað til þess, að komið hafi til alvarlegra átaka. Var Thanarat hershöfðingja, aðstoðar-varnarmálaráðherra, fengið í hendur óskorað vald yfir her og lögreglu — og sagði for- sætisráðherrann, að ekki kæmist á eðlilegt líf í landinu fyrr en stjórnarvöldin hefðu gert ráð- stafanir, sem komið gætu í veg fyrir að ofbeldisöfl hrifsuðu völd- in í sínar hendur. Mikið er rætt um ásakanir stjórnarandstöðunnar á hend- ur stjórninni í Síam. Hefur. eitt af aðalmálgögnum stjóm- arinnar skýrt svo frá, að sjálf- sagt sé að láta fara fram rétt- arrannsókn á því, hvort ásak- anirnar um kosningasvindl eigi við rök að styðjast. Segir blaðið, að stjórnin muni láta efna til nýrra kosninga, ef sannað verði, að brögð hafi verið í tafli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.