Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 6. marz 1957 MORGUVRLAÐIÐ 15 - ISRAEL Frh. af bls. 1. vegis — nema Alþjóðadóm- stóllinn gæfi annan úrskurð. Aðspurður kvað hann Bandaríkjasíjórn ekki hafa gefið ísraol neinar leynilegar tryggingar. ÖII viðskipti ísra- els og Bandaríkjanna í þessu máli hefðu verið opinber. Seinustu fréttir frá Jerúsalem herma, að þingmenn stjórnarand- stöðunnar hafi gert hróp að Ben Gurion, er hann gekk í þingsal í kvöld — og flutti þinginu skýrslu stjórnarinnar viðvíkj- andi ákvörðuninni um að hverfa með herinn úr Egyptalandi, og bað um traustsyfirlýsingu til handa stjórninni. Kvað hann ísraelsmenn hafa farið með sigur af hólmi í átök- um þessum. Þeir hefðu tryggt frjálsar siglingar um Akabaflóa og endalok yfirráða Egypta á Gazaræmunni. Hefðu ísraels- menn sýnt heiminum, að þeir hygðu ekki á landvinninga, held- ur aðeins að leita réttar síns. ★ Seinustu fréttir frá New York herma, að Golda Meier, utanríkisráðherra ísraels hafi látið svo um mælt í tali við fréttamenn, að ísraelsmenn mundu aldrei sætta sig við það, að Egyptar fengju yfir- stjórn Gaza-ræmunnar í sín- ar hendur. Hún sagðist og vona, að Ísraeísmemi þyrftu aldrei framar að beita her sín- um tii þess að fá réttlætis- kröíum landsins framgengt. EGGERT CLAESSEN GtJSTAV A. SVEINSSON hæílaréuarlögmenn. Þórshamri við Templarasund. ~L0 FTUR h.t. Faslelgnaeigenda- félög utan Reykjav. STJÓRN Fasteignaeigendafélags Reykjavíkur, heitir á húseigendur í kauptúnum og kaupstöðum landsins, að efna til félagsskapar innan vébanda hvers kauptúns og kaupstaðar, og sé markmið félags ins að vernda rétt húseigenda og vinna að því að fasteignir á hverj- um stað séu sem tryggust eign. Fasteignaeigendafélag Reykja- víkur, sem á 34 ára starfsferil að baki um þessar mundir, og hefur því öðlazt nokkra reynslu, vill gjarnan styðja stofnun hús- eigendafélaga í öðrum lögsagnar- umdæmum landsins. Félagsstjórnin biður þá húseig- endur í kauptúnum og kaupstöð- um ,sem kynnu að óska upplýs- inga og aðstoðar í þessu skyni, að skrifa framkvæmdastjóra félags- ins, Fáli S. Pálssyni, hæstaréttar- lögmanni, pósthólfi 1177, Reykja- vík, eða gera honum aðvart á annan hátt. — f eltkleit Framh. af bls. 9 vestur koma nú til okkar. Þeir hafa ekki fundið neinar kindur. Þegar við erum allir komnir í bílinn, er hann hlaðinn fólki og fénaði. Okkur er ekkert að van- búnaði að halda heim. En kl. er ekki nema rúml. 4 og leitar- mönnum finnst þeir'hafa góðan tíma til að skyggnast um í Lauf- felli á heimleiðinni. Þrír þeirra ganga yfir fellið meðan við ök- um í bílnum meðfram því En þessi leit ber engan árangur. Þama er enga skepnu að sjá. --------------o--- Nú er dagsetur. Fölum roða slær upp á kuldablátt austurloft- ið, hnúkarnir á Grænafjallgarði loga í aftansólinni, landnorðan kylja rennir kófinn yfir hvíta auðnina á Lauffellsmýrum. >að verður kalt hérna innfrá í nótt. Ferðin heim gekk eins og í sögu. Þegar við komum fram á Hurðarbök, kom tunglið upp yfir Lambatungur og lýsti okkur heim. - G. Br. Styrktar- og sjúkrasjóður Verzlunarmanna- í Reykjavík AÐALFUIMDUR verður haldinn fimmtud. 7. marz í Tjarnarcafé kl. 8.30 e.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Tillögur um lagabreytingar liggja frammi hjá Sigurði Einarssyni, Ritfangaverzlun V. B. K. Stjórnin. Skipstjóra- og stýrimanna- Flyt Öllum þeim, er sýndu mér vinsemd á 65 ára afmæl- inu, með heimsókn, gjöfum og kveðjum, hjartanlegt þakklæti mitt og óska öllum vinum mínum velfarnaðar á komandi árum. Helgi Erlendsson, Hlíðarenda. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á 70 ára afmæli mínu 28. f. mán., með heimsóknum, gjöfum, skeytum, eða á annan hátt. Lifið öll heil. Guðjón Einarsson, frá Gröf. Vlálfundafélagið Öðinn Félagsfundur verður haldinn í Valhöll við Suður- götu,' fimmtudaginn 7. marz og hefst kl. 20,30. Framsöguræður flytja: Björn Óiafsson alþm.: Breyting á innheimtu skatta. Gunnar Helgason, erindreki: Verkalýðsmál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Ljósmyndastofan Ingólfsstræti 6. Pantið tíma ' síma 4772. fjölritarar og / r fjolntars Einkaumboð Finnbogi Kjartansson Austurstræti 12. — Sími 5544. Samkomisr Kristniboðshúsið Retanía Laufásvegi 13. Fórnarsamkoma í kvöld kl. 8,30. Jóhannes Ólafsson, talar. Allir velkomnir. Fíladelfía Almenn samkoma að Herjólfs- götu 8, Hafnarfirði kl. 8,30. -—- Allir velkomnir. Féictgslii Þjóðdansfélag Reykjavíkur Allar æfingar falla niður í dag. Sýningarfl. og unglingafl. æfing- ar á morgun á venjulegum tíma. Farfuglar Munið grímudansleikinn í Golf- skálanum í kvöld. Farfuglar. félagið ALDAIM Spilað verður í Tjarnarcafé í kvöld klukkan 9, og hefst þá keppni um flugferðir til Vestmannaeyja og stendur í 3 kvöld. Keppni um flugfar til Akureyrar, sem hófst 27. febr., heldur áfram. Nefndin. Siifurtunglið Opið í kvöld til klukkan 11,30 Hin vinsæla hljómsveit R I B A leikur. Söngvari Grétar Oddsson Húsið opnað kl. 8 — Ókeypis aðgangur. Sími: 82611. Silfurtunglið. Skátaskemmtunin 1957 verður endurtekin miðvikudaginn I. O. G. T. St. Einingin nr. 14 Fundur á kvöld kl. 8,15 (uppi). Venjuleg fundarstörf. Kl. 9 hefst Öskndagsfagnaður. Þar verður bögglauppboð, gamanvísnasöngur, skemmtiþáttur og hljóðfæraleikur. Félagar! fjölmennið stundvís- lega. Æðstitemplar. St. Daníelsher nr. 4 fer I heimsókn til st. Sóley nr. 242 £ kvöld. Farið frá Álfafelli kl. 8. St. Sóley nr. 242. Munið afmælisfundinn í kvöld, sem jafnframt er 500. fundur stúkunnar. — St. Daníelsher kem- ur í heimsókn. Góð skemmtiatriði, kaffi og dans. Æ.t. Vinna Hreingerningar Vönduð vinna. Sími b462. 6. marz klukkan 8. Aðgöngumiðar í Skátaheimilinu kl. 2 í dag. Sjómannadagskabarettinn Forsala Aðgöngumiðasalan er í Austurhæjarbíói daglega frá klukkan 2—10. Miðapantanir í síma 1384. Jarðarför konunnar minnar FANNEYJAR JÓNSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudag 6. marz kl. 1,30. Þorleifur Ó. Guðmundsson. Útför GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR Hoftúni, Stokkseyri, sem andaðist 26. febrúar, fer fram laugardaginn 9. marz og hefst með bæn að heimili hennar, kl. 1,30 e. h. — Blóm afbeðin. • Bjarnþór Bjarnason. Útför móður okkar SÓLVEIGAR JÓNSDÓTTUR Kirkjubóli, fer fram frá Laugarneskirkju, fimmtu- daginn 7. marz kl. 2 eftir hádegi. Blóm vinsamleg- ast afþökkuð. Regína Magnúsdóttir, Björgvin Magnússon, Magnús J. Magnússon. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jeirðarför AÐALSTEINS AÐALSTEINSSONAR frá Þingeyri. Aðstandendur. Innilega þökkum við öllum þeim, fjær og nær, er auð- sýndu okkur hjálp og hluttekningu við andlát og jarðarför ÁSMUNDAR ÓLAFSSONAR Suðurgötu 90, Akranesi. Vandamenn. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur hjálp og hluttekningu við andlát og jarðarför eiginmanns mins og föður okkar EINARS JÓNSSONAR frá Vík í Mýrdal. Sérstaklega þökkum við systkinum hans, tengdafólki, starfsmönnum Ræsis, studentum frá M. R. 1956, stofu- félögum hans og hjúkrunarliði Heilsuverndarstöðvar- innar. Kristín Pálsdóttir og dætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.