Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 6
6 MORCVTUtLAÐlÐ MíSvHcudagur 6. marz 1957 Listkynning í skóium Halld'ór Laxness las upp / Austurbæjarskólanum i gær SKÖMMU fyrir hádegi í gær voru nemendur Gagnfræðaskóla Austurbæjar kvaddir saman í samkomusal skólans. Skólastjór- inn, Sveinbjörn Sigurjónsson, skýrði nemendum þar frá því, að skólinn hefði fengið góða heimsókn, því að þar væru komnir Halldór Kiljan Laxness, sem ætlaði að lesa upp úr verkum sínum fyrir nemendur, og Kristinn Hallsson óperusöngvari. H. K. L. Kristinn. Var þetta listkynning, sem menntamálaráðuneytið beitir sér fyrir í skólum bæjarins. Þor- steinn Hannesson óperusöngvari hefur verið ráðinn til þess að sjá um framkvæmd málsins, en ætl- unin er að kynna skólaæskunni helztu rithöfunda og tónskáld okkar svo og verk þeirra. Fyrstur tók til máls Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og fór hann nokkrum orðum um til- gang listkynningar þessarar. — Lagði hann aðaláherzlu á það, að kynning þessi skyldi verða fastur liður í starfi skólanna, en ekki einungis skemmtifundir. Sveinbjörn Sigurjónsson rakti því næst nokkur æviatriði Lax- ness — og drap á helztu skáld- verk hans. ★ ★ ★ Því næst söng Kristinn Halls- son þrjú lög við kvæði eftir skáldið, en undirleik annaðist Frits Weisshappel. Að lokum las Laxness kafla úr nýjustu sögu sinni, „Brekku- kotsannáll“, sem væntanlega kemur út innan tíðar. Var öll- um listamönnunum fagnað mjög og klappað lof í lófa. í ráði er, að á fimmtudaginn fari fram sams konar kynning í Menntaskólanum — og verða Gunnar Gunnarsson rithöfundur og verk hans kynnt þar. Þá mun röðin koma að Melaskólanum, en þar verður kynntur Árni Thor- steinsson — og Páll ísólfsson í Sj ómannaskólanum. Að frumkvæði fyrrverandi menntamálaráðherra hefur Krist- mann Guðmundsson rithöfundur einnig annazt bókmenntakynn- ingu í skólum landsins. Börnin hlusta með athygli Taka bindindishíl- stjórar tryggingar bíla sinna sjálfir? frestað til þess tíma, ennfremur stjórnarkjöri. — Hagur félags- ins er góður. Skuldir engar. Mjög mikill áhugi ríkti hjá fundarmönnum og tóku margir til máls. (Frá B. F. Ö.) Tveim bátum hleypt af stokkunum í Keflavík Keflavík, 4. marz. IGÆR, sunnudag, var tveim nýjum bátum hleypt af stokkunum hér syðra. Er það Guðbjörg GK 220, smíðaður í Dráttarbraut Keflavíkur, og Hrönn II. GK 241, sem smíðuð var í Skipasmíðastöð Njarðvík- ur. Báðir bátamir eru smíðaðir eftir sömu teikningu, er Egill Þorfinnsson skipasmíðameistari gerði. Bátamir fara til Sand- gerðis, og eiga þar heimahöfn. Eru þeir í alla staði hin glæsi- legustu skip, 57 tonna, og búnir öllum fullkomnustu siglinga- tækjum. Eru þeir eikarbyggðir, en yfirbygging úr stáli. Manna- pláss eru mjög vistleg. Frammi í Sendiherra tslands á sænskum roiary- fundi Á FUNDI Stockholms Rotary Klubb 19. þ. m. var Magnús V. Magnússon, sendiherra íslands, gestur og hélt erindi, sem hann nefndi „íslands ekonomiska ut- veckling efter andra várldskrig- et“ (Efnahagsþróunin á íslandi frá stríðslokum). Konungur 'Svía, sem er vernd- ari sænsku rótarýklúbbanna, sótti þennan fund, og við hádegisverð- inn sat sendiherrann við hægri hlið konungs. Konungur lét í Ijós ánægju sína yfir því að fá tæki- færi til nánari kynna af fulltrúa íslands. Forseti Stockholms Rotary Klubb, Ernst G. Frick, ávarpaði 1 sendiherrann á íslenzku. er rúm fyrir sex og þar er og eldhús og matsalur. í káeíunni er rúm fyrir 4 menn. í yfirbygg- ingu er stjómpallur. íbúð skip- stjóra. í Guðbjörgu er 280 hest- afla Mannerheimvél. Sá Egill Þorfinnsson um smíði Guðbjarg- ar, Ólafur Hannesson sá um nið- ursetningu véla, raflögn annaðist Karl Guðjónsson, málningu Guðni Magnússon og Jón Ás- mundsson lagði miðstöð skipsins. Eigendur bátsins er Hlutafélagið Arnar í Sandgerði. Skipstjóri á bátnum verður Óli Jónsson. í hinum bátnum, Hrönn II., er 320 hestafla Buda-dieselvél. — Óskar Guðmundsson hefur séð um smíði bátsins. en niðursetn- ingu véla hafa þeir annazt Magn- ús Kristinsson og Jón Valdi- marsson. Raflögn annaðist Að- alsteinn Gíslason. Þennan bát á Hrönn h.f. í Sandgerði, en skip- stjóri verður Kristinn Guðjóns- son. í yfirbyggingu Hrannar er glugga-útbúnaður hinn sami og í stærri skipum, stórir gluggar sem gefa gott útsýni og lyftast upp sjálfkrafa, undan gormum, sem eru undir rúðunum inn- byggðir. ★ Bátarnir fóru ekki í reynsluför í kvöld en munu báðir hefja róðra innan skamms, jafnvel í þessari viku. — Ingvar. Agnar Kl. Jónsson sendih. í Portúgal HINN 1. marz sl. afhenti Agnar Kl. Jónsson forseta Portúgals, Francisco Lopes hershöfðingja, trúnaðarbréf sítt sem sendiherra fslands í Portúgal með aðsetri I París. (Fréttatilkynning frá utan- ríkisráðuneytinu). AÐALFUNDUR Bindindis- félags ökumanna var hald- inn laugardaginn 2. marz s.l. — Formaður skýrði frá starfsemi félagsins á s.l. ári, en helztu fram kvæmdir voru stofnun deildanna á Akranesi, Akureyri, í Hvera- gerði og Húsavík. Ennfremur aksturskeppni félagsins og glugga sýning í sýningarglugga Málar- ans. Félagsmönnum hafði fjölgað á árinu 1956 um því sem næst 160%. ★ Mikið var rætt um bílatrygg- ingamál félagsmanna. Bræðrafé- lögin í nágrannalöndum okkar tryggja sjálf bíla félaga sinna með mun hagkvæmari kjörum en önnur tryggingafélög veiía, og hafa þó getað borið sig. Voldugt bræðrafélag B.F.Ö. utanlands lánaði félagi í öðru landi stórfé til að koma af stað eigin trygg-' ingum. B.F.Ö. hefur borizt til eyrna að ef til vill stæði því sömu kjör til boða frá þessu mikla félagi. Allt þetta verður athugað nánar, enda brýn nauðsyn á, þar eð félagið telur að meðlimir þess eigi yfirleitt að njóta beztu kjara sem þekkjast um bílatrygging- ar. Fundurinn taldi, að framvegis bæri að stefna að því, að félagið yrði haft með í ráðum um opin- berar ráðstafanir í umferðarmál- um, þar eð það er eina félagið hér á landi, sem fyrst og fremst hefur bætta umferð á stefnuskrá sinni. ★ Að vori eða snemma næsta sumars verður stofnað landssam- band hinna ýmsu deilda B.F.Ö. og ný lög samin. Var aðalfundi Reynt verður að bjarga norska selveiðiskipinu Kirkjubæjarklaustri, 2. marz. SELFANGARINN Polar Quest, sem strandaði í Meðallandi s. 1. laugardag, er enn í líku horfi, enda hefur lítið brim verið und- anfarna daga, þó er skipið farið að hallast allmikið og kominn í það mikill sjór. Um fjöru er nú hægt að ganga þurrum fótum út í skipið. Sex manna björgunarleiðangur úr Reykjavík er nú staddur í Meðallandi. Hafa þeir aðsetur í nýbyggðu húsi á Fljótum, sem er næsti bær við strandstaðinn. Þegar er búið að bjarga ýmsu úr skipinu, t. d. öllum dýrmæt- um siglingatækjum og talsverðu af niðursuðuvöru. Önnur matvæli sem mikið var af í skipinu, eru nú orðin skemmd af sjó og olíu. í dag hefur verið unnið að því að dæla olíu af geymum skips- ins, í tunnur, sem síðan er kastað í sjóinn og dregnar á land. Þegar fréttaritari Mbl. kom á strandstaðinn um fjöruna í dag, voru þar menn frá flestum bæj- um í Meðallandi, sem unnu að björgun olíunnar. Er hér um mikil verðmæti að ræða. Eyjólfur Eyjólfsson hreppstjóri á Hnausum í Meðallandi, sagði að aldrei fyrr hafi á Meðallands- fjörum strandað skip frá jafn norðlægum stað og Polar Quesí, en það er frá Tromsö og er einn af þrem stærstu selföngurum Norðmanna, 315 tonna skip, átta ára gamalt. Eyjólfur kvaðst aft- ur á móti muna eftir skipbrots- mönnum frá Aden í Austurálfu og kvað þá lengst hafa komið sunnan til að gista hina sendnu strönd Meðallandsins. í ráði er að reyna að bjarga skipinu sjálfu er það hefur verið létt. Hafa verið gerðar ráðstaf- anir til þess að senda frá Reykja- vík öflugar sjódælur, sem settar verða út í skipið þá er aðstæður leyfa. —G. B. shrifar úr daglega lifinu Vakti forvitni. IHAUST kallaði þjóðleikhús- stjóri fréttamenn á sinn fund og skýrði þeim frá verk- efnum Þjóðleikhússins í vetur. Var vetrardagskráin allgóð, ekki sízt vegna þess að ráðgert var að sýna íslenzk verk >. leikárinu; það er nú einu sinni svo, að mönnum leikur mikil forvitni á að vita, hvernig þau hafa tekizt, eins og eðlilegt er. Oftast eru þó mótttökurnar hinir verstu, enda hafa íslenzkir leikritahöfundar ekki náð þeim tökum á leikhús- inu sem nauðsynlegt er. Má þó sennilega undanskilja Agnar Þórðarson, því að ólíkt var Kjam orkan meira sviðsverk en við eigum að venjast í íslenzkum leikritum síðustu ára, þó að hún hafi e. t. v. ekki verið stórkost- legar bókmenntir. En það er ann- að mál. Eins og gröfiu. EITT af þeim leikritum sem var á sýningarskrá Þjóðleik- hússins í vetur, er eftir ungan höfund, Jón Dan, sem getið hefir sér prýðilegt orð fyrir smásög- ur sínar, enda er hann smekk- maður á mál og stíl c-g á lýrísk- ari tón en margir hinna gall- hörðu prósahöfunda. Hafa unn- endur íslenzkrar leiklistar verið talsvert forvitnir að kynnast leikritinu sem Þjóðleikhúsið hyggst sýna eftir hann og okk- ur borizt fyrirspurnir um, hve nær það verði sýnt. Fyrir nokkru lagði Velvakandi þá spurningu fyrir Þjóðleikhúsið, en hefir ekk- ert svar fengið. Þar eru allir hljóðir eins og gröfin. — Ef ég man rétt, var gert ráð fyrir að leikrit Jóns yrði sýrit í sl. mán- uði, en ekki hefir orðið af því, hvernig sem á því stendur. En ef einhver væri svo fróður um innanríkismál Þjóðleikhússins, að hann gæti svarað pví, hvenær sýna á leikritið, erum við fúsir að birta það hér í dálkunum. Hitt er svo annað mál að þögn- in bendir til þess, að eitthvað sé óhreint í pokanum. Aldrei hef- ir verið nauðsynlegt að toga það út úr þjóðleikhússtjóra, ef hann hefir haft góða hluti á prjónun- um. En nú ríkir grafarþögn við Hverfisgötu. Enginn verður óbarinn biskup. ÞETTA mál er ekki til umræðu hér í dálkunum /egna þess að við höfum einhverjar óve- fengjanlegar heimildir fyrir því, að leikrit Jóns sé gott. Það er ekki heldur aðalatriðið. Hitt er kjami málsins, hvort imgir ís- lenzkir leikritahöfundar fá þær viðtökur hjá forráðamönnum leikhúsanna sem nauðsynlegt er, ef unnt á að vera að ávaxta arf- inn frá Jóhanni Sigurjónssyni og Guðmundi Kamban. Frumskil- yrði þess, að svo megi verða, er það, að ungu höfundarnir fái tækifæri til þess að koma verk- um sínum á framfæri. Þetta getur borið ágætan árangur, eins og Agnar Þórðarson hefir sýnt. Hugarfarið EINS og nú horfir, eiga íslenzk- ar leikbókmenntir ekki upp á pallborðið. Okkur er kunnugt um, að leikrit Jóns Dans hefir legið árum saman hjá Þjóðleik- húsráði. Og erm bólar ekki á því. Hvers konar vinnubrögð eru þetta eiginlega? Eru þessir háu herrar þeirrar skoðunar, að slík framkoma sé vænlegust til árang urs? Halda þeir, að íslenzkar leikbókmenntir þróist í rétta átt, ef þetta hugarfar er látið ráða? Við höfum dæmi þess, að annað er látið ganga yfir þá sem e. t. v. halda á fjöreggi íslenzkrar leik- ritunar og hina, sem frægir eru, þótt þeir hafi aldrei verið taldir í hópi leikritahöfunda. Það verð- ur enginn leikritaskáld á því einu að háttvirt Þjóðleikhúsráð og Þjóðleikhússtjóri lesi yfir handritin. En það virðast Sumir vera á annarri skoðun. Gæti bitið'. AÞESSU máli, eins og flestum öðrum, eru vafalaust margar hliðar. Sumir segja sennilega, að Þjóðleikhúsið eigi ekki að sýna þessi íslenzku leikrit. Þau séu svo léleg. Þeir sem svo hugsa, hafa enga trú á íslenzkri fram- tíð. Og það sem verra er: Þeir vilja engu fórna fyrir þess fram- tíð. — Ef þetta sjónarmið verður ofan á, er ekki um annað að gera en stofna hér kjallaraleik- hús, þótt sumir séu vantrúaðir á gagnsemi þeirra. — í síðasta hefti tímaritsins Stefnis ræða þeir Jón Dan og Agnar Þórðarson um efling íslenzkrar leikritunar og er þar margt skemmtilega sagt og athugað. Held eg, að forráða- menn leikhúsanna hefðu gott af að kynna sér skoðanir þeirra. Þó að þær séu á margan hátt ólíkar, er vafalaust hægt að hafa gagn af þeim. Eitt er víst. Við getum ekki unað þessari kyrrstöðu. Það verður að gera eitthvað. Við verðum að skapa eitthvað sjálfir. Sú þjóð sem lætur sér nægja erlenda menn- ing fær hægt, en átakanlegt and- lát. Sú þjóð sem lætur sér nægja Sveik, Peppone, Tehúsið og önn- ur skemmtileg myndasöfn er illa á vegi stödd. Það er ágætt að hafa þetta með, en þetta eru ekki leikrit, heldur skemmtilegar skyndimyndir. Og nú er Tengda- móðirin tannhvassa tekin við. — Hún er sennilega ekki hættuleg — en hún gæti bitið illa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.