Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 6. marz 1957
MORCUNBLAÐ1Ð
13
Sigrí&ur Jónsdóttir, Cerði
Minning
HINN 10. október sl. lézt að
heimili sínu Gerði í Innri-Akra-
neshreppi, veglynd heiðurs-kona
Sigríður Jónsdóttir, áttatíu og
tveggja ára að aldri. Var hún
fædd á því rnikla merkisári 1874,
er íslendingar fengu stjórnar-
skrá og fjárforræði þeirra í op-
inberum málum var viðurkennt.
Sigríður var fædd á Tyrfings-
stöðum í Innri-Akraneshreppi, en
þar bjuggu þá foreldrar hennar,
Jón Ólafss. frá Litlu-Fellsöxl og
Sesselja Þórðardóttir, en hún var
systir hins landskunna stórbónda
Bjarna á Reykhóum vestra.
Það kom snemma í ljós í fari
Sigríðar, að henni var í brjóst
borin einlæg löngun og sterk þrá
til þess á eigin spýtur að brjóta
sér braut til öflunar þeirrar
fræðslu og menntunar, er hún
byggi að, og greitt gæti götu
hennar til sjálfstæðra starfa og
athafna í lífinu. Mun það engan
veginn ofmælt, að einbeitni
hennar til þess að koma þessum
vilja sínum fram, hafði verið
nokkru meiri en algengt var hjá
þeim, sem þá ólust upp í ein-
angrun og umkomuleysi. En það
sannaðist hér sem oftar, að sig-
ursæll er góður vilji. Sigríður fór
ung úr föðurgarði og farnaðist
vel á þroskabraut sinni. Hún
kynntist mörgu góðu fólki, er
reyndist henni vel og kunni að
meta störf hennar og bar traust
til hennar í hvívetna. Hún var
um nokkurra ára bil á heimili
Hannesar Hafsteins skálds og ráð
herra og Ragnheiðar konu hans.
Var Sigríði jafnan rík í huga
minningin um dvöl sína á heimili
þessara göfugu heiðurshjóna, er
hún taldi sig eiga svo margt gott
upp að unna.
Árið 1903 giftist Sigríður eftir-
lifandi manni sínum Bjarna Jóns
syni frá Gerði. Tvö fyrstu bú-
skaparár sín bjuggu þau Bjarni
og Sigríður í Reykjavík. Stund-
aði Bjarni þá trcsmíði. En hug-
ur þeirra beggja stefndi að því
að lifa sjálfstæðu lífi á heimili,
sem byggt væri upp á lífrænu
starfi. Rætur þeirra beggja stóðu
í íslenzkri mold, þar var föðurtún
þeirra. Og þótt þau veldu sér í
æsku annan vettvang um skeið,
meðan þau voru að sækja í sig
veðrið, þá lá leið þéirra aftur
heim í sveitina. Þar skyldi lífs-
starf þeirra verða unnið. Þau
Bjarni og Sigríður bjuggu jafn-
an góðu búi á eignarjörð sinni,
Gerði, og voru samvistir þeirra
farsælar. Kunni Bjarni vel að
meta mannkosti konu sinnar,
ráðdeild hennar, röskleik og
Bíóu bondinu beist 10 þús. kr. gjöf
FYRIR NOKKRU barst Bláa-
stjórnsemi. En Sigríður mat eigi
síður hinn athafnasama mann
sinn og undi vel hag sínum í
skjóli þeirrar glaðværðar og
hlýju, sem jafnan mótaði dag-
far þessa hugþekka drengskapar
manns.
Sigrígur var brjóstgóð kona.
Hún rétti mörgum hjálparhönd.
Var henni það mikil ánægja að
geta létt raunir þeirra, sem bágt
áttu og grætt sorgarsár þeirra,
er hryggir voru. Hún var rausnar
kona. Hún unni kirkju sinni, er
hún bjó í næsta nágrenni við, og
sýndi það oft í verki. Létu þau
hjón af hendi rakna myndarlega
gjöf til kirkjunnar eigi alls fyrir
löngu.
Sigríður var kona mjög frænd
rækin. Var sá þáttur ríkur i eðli
hennar. Bróðir Sigríðar, Gísli
bóndi í Galtarvík, dó frá mörgum
ungum börnum sínum. Tóku þau
Gerðishjónin tvo af sonum hans,
Geir og Jón, til fósturs og ólu upp
sem sín eigin börn. Einnig ólst
upp hjá þeim dóttursonur Sigríð-
ar. Vilhjálmur að nafni. Móður
Vilhjálms Vilhelmínu, átti Sig-
ríður áður en hún giftist Bjarna.
Þeim Bjarna og Sigríði varð
þriggja barna auðið og eru þau
öll á lífi:
Böðvar, trésmíðameistari, bú-
settur í Reykjavík, kvæntur
Ragnhildi Jónsdóttur. Eiga þau
fimm börn upp komin.
Seselja Ásta, gift Ármanni Guð
mundssyni trésmíðameistara i
Reykjavíír, eiga þau sex upp
komin börn.
Guðríður Indíana, gift Guðna
Eggertssyni, sem tekið hefur við
búi í Gerði, og dvelur Bjarani hjá
dóttur sinni og tengdasyni. Þau
Indíana og Guðni eiga tvo börn
upp komin.
Sigríður var fríðleikskona og
gjörfuleg, háttprrúð í framgöngu
og bar svipmót hennar vott um
röskleik og stjórnsemi.
En hið innra sló raungott og
hlýtt hjarta.
Pétur Ottesen.
Fyrir
Fermingars túlkur
Lakk- og russkinnsskór með lágum hæl
Skinnskór, með kvarthæl.
svartir, bláir og ljósbrúnir.
Skóverzlun Þórðar Péturssonar,
Aðalstræti 18.
MB-WICK - UR-WICK
Lykteyðandi og lofthreinsandi undraefni.
Njótið ferska loftsins innan húss allt árið.
Aðalumboð:
ÖLAFUR GÍSLASON & CO. H. F.
Sími 81370
2 ja. herbergja íbúð
Höfum til sölu 2ja herbergja íbúð í Eskihlíð.
Stærð 65—70 ferm.
Nánari upplýsingar gefur
Fasteigna & Verðbréfasalan,
(Lárus Jóhannesson hrl.)
Suðurgötu 4.
Símar: 3294 og 4314.
Bandinu stórgjöf frá frú Ingi-
björgu Magnúsdóttur, prests-
•kkju frá Laufási við Eyjafjörð.
Var það sparisjóðsbók með
tíu þús. kr. innstæðu, og er gjöf
þessi geSin til minningar um for-
Vekið stónaukna aðdáun...
eldra frú Ingibjargar, séra Magn
ús Jónsson prest í Laufási, hinn
alkunna bindindisfrömuð og
konu hans Vilborgu Sigurðar-
dóttur.
Frú Ingibjörg leggur svo fyrir
að af þessu fé skuli stofna sjóð
er beri nafn foreldra hennar og
tekur sjóðurinn við gjöfum og á-
heitum. Tilgangur hans er „að
Styrkja bindindis og hjálparstarf
það, sem áfengisvarnafélagið
Bláa-Bandið hefir með höndurn".
Stjórn Bláa-Bandsins nefir a
hendi stjórn sjóðsins og veitir fé
úr honum, og meðan eitthvert af
börnum frú Ingibjargar er á lífi
skal eitt þeirra eiga sæti í sjóð-
stjórninni.
Fyrir hönd Bláa-Bandsins hefi
ég tekið við þessari rausnarlegu
gjöf frú Ingibjargar Magnúsdótt-
ur og þakka hana hér með fyrir
félagsins hönd. Hún sýnir hug
þessarar ágætu konu til þess mál
efnis sem faðir hennar bar svo
mjög fyrir brjósti, og jafnframt
skilning hennar á því verkefni,
sem Bláa-Bandið er að reyna að
leysa af hendi.
Sjóðnum, sem heitir Minning-
arsjóður séra Magnúsar Jóns-
sonar og Vilborgar Sigurðardótt-
ur, hefir nú verið sett skipulags-
skrá og tekur hann hér eftir
við gjöfum og áheitum. Verður
því fé sem sjóðnum kann að ber-
ast varið til starfsemi Bláa-
Bandsins eða til styrktar sjúkl-
ingum þar.
Ég þakka frú Ingibjörgu Magn
úsdóttur þessa höfðinglegu og
vinsamlegu gjöf og óska henni
allra heilla.
Reykjavik 5. febr. 1957.
Jónas Guðmundsson.
HIÐ BLÁA WVHJ SKIUB lfDUR
Hmsim ummm matrn
[ K-OMO 19/3-2187-50
Munið, að augu fjöldans hvíla á yður, —
það verður tekið eftir fötum yðar. Þér getið
fengið hreinan þvott með algengu þvotta-
dufti, en ekkert nema hið bláa Omo skilar
yður mjallhvítum þvotti. Mislitu fötin koma
líka skærari úr ilmandi Omo froðu heldur
en þér hafið áður séð. Þetta er af þvf, að
Omo nær burtu hverskonar óhreinindum,
hverjum bletti, hversu grómtekin sem föt-
in eru. Reynið hið bláa Omo næst. Þér
finnið muninn, þegar þér notið Omo.