Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 16
Veðrið Allhvass norðan eða norðaustan léttskýjað 54. tbl. — Miðvikudagur G. marz 1957. Eftirleif á þorranum Sjá blaðsíðu 9. Fáheyrt brask meb samtök verkalýbsins Þetta er líkanið af hinu nýja hverfi við Elliðavog. — Gatan Eiliðavogur merkt 1 verður tveggja akbrauta gata, 28 m breið. Aðrar götur má nefna t.d. að númer 2 er Skipasund og númer 3 er fyrirhugað framhald HoXtavegar. Hverfið verður þar sem nu ei*u svoneinuir Holta- garðar. Fjölbýiishúsin verða 3— 4 hæða, níu að tölu og íbúðirnar 2—3 herbergja. — Skýjakljúfur- inn sem sker sig úr fremst á myndinni, var utan við sjálfa hugmyndasamkeppnina. Er það eins konar „piparhöll", því það hús er hugsað aðeins fyrir ein- hieypinga. Þá sést mikill leik- vangur hverfisins, og verða á- horfendastúkur bílskúrar. Einn- ig verður skemmtigarður með barnaheimili, á móti leikvang- inum. Fyrir hverfið allt verð« saineiginlcg kyndistöð, og þvotta hús og þar verða að sjálfsögðu verzlanir. vÞjóbviljinn" lýsir göngu Hannibals á fund Hermanns ¥j.TÓÐVILJINN birti í gær langa grein um stjórnmálaviðhorfið. * Snýst mikill hluti hennar um síðasta þing Alþýðusambands íslands. í frásögn þessari kemur það greinilega í ljós, hve fáheyrt brask kommúnistar hafa ieyft sér með heildarsamtök verkalýðsins undanfarið. Er þar m. a. skýrt frá því, að þeir hafi stungið upp á því, að í miðstjórn sambandsins skyldu eiga sæti „þrír sósíalist- ar, þrír úr hópi vinstri Alþýðufiokksmanna, fjó'rir af hálfu hægri Alþý ðuf lokksmanna og ellefti maðurinn forseti sambandsins Hannibal Valdemarsson. Bærinn byrjar 1 vor á nýju 220 íbúða hverfi skammt frá Kieppi Lokið hugmyndasamkeppiii meðal arkitekta um till. uppdrætti að húsunum TVEIR arkitektar og nemandi í „arkitektur“ skiptu með sér fyrstu verðlaununum í hugmyndasamkeppni um íbúðarhúsahverfi við nýja götu í námunda við Kleppsspítalann, sem Reykjavíkurbær efndi til í haust er leið, en í gærdag kunngjörði dómnefnd sem um þetta fjallaði úrslitin. manna á húsagerð er mikill og almennur hér í bænum, og þangað geta menn án efa sótt mikinn fróðleik og gagnlegan. Tilgangur bæjarráðs með sam- keppni þessari var að fá fram hugmyndir að ódýrum og hag- kvæmum íbúðum í vel gerðum húsum, sem myndi samstætt og gott íbúðarhverfi. Er þetta í fyrsta skipti sem efnt er til slíkrar hugmyndasam- keppni milli arkitekta um fyrir- komulag og byggingarmáta í raðhúsum og fjölbýlishúsum. — Áður hafði skiplagsnefnd bæjar- ins gert skipulagsuppdrætti að hverfinu. íbúðarhúsin í þessu nýja hverfi eru liður í áætlun bæjarstjórnar Reykjavíkur um að byggja 330 íbúðir næstu 4 ár, til þess að út- rýma bröggum og öðru lélegu húsnæði. Ráðgert er, að bygging- arframkvæmdir í hverfi þessu hefjist nú í vor. Bæjarráð hefur með samkeppni þessari valið til samstarfs arkitekta og aðra bygg- ingafróða menn, er beztar hug- myndir sýndu við lausn verkefnis ins. Arkitektar þeir sem 1. verð- laununum skiptu með sér voru þeir Guðmundur Kr. Pétursson og Gunnlaugur Halldórssön ann- ars vegar, en hins vegiar stud. ark. Sigurjón Sveinsson frá Siglufirði, sem nú er við nám í „arkitektur" í Þrándheimi. Varð dómnefndin sammála um að uppdrættir þeirra — en Guð- mundur Kr. og Gunnlaugur voru með uppdrátt merktan númer 6, en Sigurjón nr. 72 —, væru greinilega beztir. Taldi dómnefnd in þó að raðhúsin væru nokkuð betri.hjá þeim Guðmundi Kr. og Gunnlaugi, en aftur á móti væru fjölbýlishúsin hjá Sigurjóni betri en hjá hinum kollegunum tveim. Síðar segir nefndin í forsend- um sínum: Hins vegar er það álit nefndarinnar að æskilegt sé að skilja ekki að raðhús og fjöl- býlishús hvorrar tillögu fyrir sig, vegna heildarsvips hverfisins og því hefur dómnefndin talið rétt að gera ekki upp á milli tillagn- anna og veitir sameiginlega 1. og 2. verðlaun og byggja megi eftir hvorri tillögu fyrir sig eða báðum sameiginlega. Veitt voru 3. verðlaun fyrir raðhús og fjölbýlishús og hlutu þau Kjartan Sveinsson bygginga- fræðingur og Aðalsteinn Ricther arkitekt. Tvenn aukaverðlaun voru veitt fyrir raðhús. Þessir tillöguuppdrættir voru í gær settir upp í „bogasal“ Þjóð- minjasafnsins þar sem þeir verða ásamt líkani af þessu nýja hverfi til sýnis fyrir almenning næstu daga, frá kl. 2—10 á kvöldin. Munu vafalaust margir leggja leið sína í „bogasalinn", því áhugi Verkefnið var að gera upp- drætti að smáíbúðum fyrir efna- litlar fjölskyldur, með allt að 5 fjölskyldumeðlimum. Eins og fyrr segir, er tilgang- urinn með hugmyndasamkeppni þessari að fá fram tillöguupp- drætti að hentugum íbúðum, til þess að leysa húsnæðisþörf þess fólks, er býr við ófullkomið hús- næði. Rík áherzla vérður lögð á hag- kvæman byggingarmáta og góða nýtingu grunnflatar íbúðarinnar, t. d. með tilliti til svefnstæða, enda sé gerð grein fyrir hús- gagnaskipun. Keppendur áttu eftir eigin mati að deila íbúðarfletinum þann- ig að hann komi að sem mestum notum fyrir mismunandi stórar og samsettar fjölskyldur. í dómnefndinni áttu sæti þeir: Einar Sveinsson húsameistari Reykjavíkurbæjar, Jóhann Haf- stein bæjarfulltrúi og Gunnar Ólafsson, er allir voru fulltrúar Reykjavíkurbæjar í nefndinni, en þar áttu ennfremur sæti tveir fulltrúar Arkitektafélagsins, þeir Sigmundur Halldórsson og Skúli H. Norðdahl. ■® Síðan kemst kommúnistablað | ið að orði á þessa leið: „Áður en til þessa kom hafði Hannibal gengið á fund Hermanns Jónas- sonar og spurt um það, hvort Framsókn óskaði eftir að fá mann í sambandsstjórn. Hann fékk það svar að þess væri ekki óskað af Framsóknarflokknum. Auðvitað hefði verið skylt að taka tillit til óska Framsóknar- flokksins í því efni, ef einhverjar hefðu verið.“ Stjórnmála- námskeið Heimdallar í KVÖLD kl. 8,30 hefst 8. fundur stutt kvikmynd, eins og venja í stjórnmálanámskeiði Heimdall- ar í Vaihöll, Suðurgötu 39. Mun þá Valgarð Briem, lögfræðingur, flytja erindi um sjávarútvegs- mál, en á eftir verður málfund- ur. Að lokum verður svo sýnd hefur verið. Þátttakendum í námskeiðinu, svo og öðrum Heimdellingum, sem sækja vilja fundinn í kvöld er bent á að mæta stundvíslega kl. 8,30. Stjórn Heimdallar FUS. Þeir hrifust af tiltœki krakkanna sem lögðust út Samninga- fundurígær- í GÆRKVÖLDI klukkan 5 hófst enn á ný samningafundur hjá sáttasemjara í sjómannadeilunni. í alla fyrrinótt stóð fundur yfir og lauk ekki fyrr en klukkan um 6 í gærmorgun. Seint í gærkvöldi höfðu engar fregnir borizt af fundi þeim er þá stóð yfir og ekki vildu menn spá um hvers árangurs væri að vænta, en stöð- ugt þyngist sókn sáttasemjara í þá átt að knýja fram úrslit og leysa deiluna. ^TVEIR VINIR, 12 ára drengir, úr Tripolíbúðum við Suðurgötu, hrifust svo af því uppátæki tveggja unglinga hér á dögun- um, sem í meslu hríðarbyljunum lögðust út, að þeir ákváðu að reyna þetta sjálfir. Lágu þeir úti í fyrrinótt. Drengirnir fóru báðir að heim- an frá sér árdegis á mánudaginn, annar kl. 9 árd. en hinn kl. 11. Þeir hittust niðri í bæ og voru að leika sér allan daginn. Er kvölda tók ákváðu þeir að nú skyldu þeir ekki fara heim og liggja úti um nóttina eins og krakkarnir sem blöðin sögðu frá um daginn. VERKALYDURINN EKKI SPURÐUR Þannig flettir kommúnista- blaðið sjálft ofan af braski flokks síns með samtök verka k’ðsins. Hannibal „gengur á Ound Hermanns Jónassonar og spyr um það, hvort Framsókn óski eftir að fá mann í sam- bandsstjórn“. Verkalýðuvinn og fulltrúar hans voru hins vegar ekkert spurðir um þetta. Þeir voru aðeins peð á skákborðinu. Ef Hermanni þóknaðist að vilja fulltrúa í Alþýðusambandsstjórn þá ætl aði Hannibal að gefa honum hann af náð sinni!! Og niðurstaðan varð sú, að kommúnistar skömmtuðu sér sjálfir öll völd í Alþýðusam- bandsstjórninni. „Einingar“- viljinn var eftir allt saman ekki einlægari en svo, að meira að segja Alþýðtuflokks- menn, sem sitja þó með kommúnistum í ríkisstjórn, voru sviknir. Þannig fara kommúnistar ævinlega að, þar sem þeir hafa náð undirtökum. f fokheldu húsi, sem verið er að byggja skammt frá þar sem þeir eiga heima, dvöldu þeir svo í fyrrinótt í mestu makindum í kappkyntum miðstöðvarklefa. í gærmorgun fóru þeir niður í bæ til að selja blöð. í morgun- útvarpi var lýst eftir þeim. Kl. rúmlega níu urðu þeir á vegi manns sem þekkti þá. Þá voru þeir hinir ánægðustu niðri í Austurstræti að selja morg- unblöðin. Rétt á eftir komu svo lögreglumenn til þeirra, því fyrr- nefndur maður vissi að þeir höfðu ekki komið heim og lýst hafði verið eftir þeim. Var þá þessu ævintýri þeirra lokið. Það var hreinlega af ævintýra- löngun sem strákarnir tóku upp á þessu, og af engum öðrum sök- um, sagði rannsóknarlögreglan blaðinu í gær. Geysifjðlmennf spila kvöld! Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ efndu Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík til spilakvölds í Sjálfstæðishúsinu. Eins og að fyrri spilakvöldum félaganna, seldust miðar upp á skammri stundu og komust færri að en vildu. Spiluð var félags- vist og að henni lokinni voru verðlaun veitt, — og einnig var dregið í happdrætíi, en hver að- göngumiði gilti sem happdrættis- miði. Að því búnu var drukkið bollukaffi og flutti þá Baldvin Tryggvason lögfræðingur ávarp. Að Iokum var sýnd kvikmynd um ævi Wiisons ‘‘orseta. Var spilakvöldið hið ánægju- legasta og sýndi hin mikla að- sókn hversu vinsæl slík spila- kvöld eru meðal almennings. Hafa nokkur spilakvöld verið haldin í vetur á vegum félaganna og ávallt við húsfylli. ÞINGEYUI, 5. marz. — Ekki hef- ur gefið á sjó hér lengi að und- anteknum mánudeginum og var þá afli sæmilegur. Þrír enskir togarar liggja hér við bryggju í dag. Vegir allir í nágrenninu eru snjóþungir, en þó hefur mjólk verið flutt hingað annan hvern dag á landi. — Magnús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.