Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.03.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 6. marz 1957 MOKGVTSBLAnin 9 Sr. Gísli Brynjólfsson Eftirleit á þorranum Á snjóhíl um Síðumannaafrétt Þctta eru bílstjórarnir, sem stjórnuðu snjóbílnum. SÍÐUMENN hafa þótzt sann- færðir um það í vetur, að enn væri fé á afréttum þrátt fyrir sæmilegar heimtur í haust. Nokkru eftir nýjár fóru tveir menn inn á afrétt til aS svip- ast eftir kindum. Sú leit bar ekki árangur. Samt komust þeir á kindaför, sem sýndu að þarna innfrá var ekki með öllu fjár- laust, þótt komið væri fram undir Þorra. — Höfðu menn því hug á að grennslast nánar eftir þessu, ef tíðarfar og tækifæri leyfðu. — Sárt var að vita af fénu í bjargarleysi vetrarins og geta ekki hjálpað. AFRÉTTURINN Um Síðumannaafrétt innan- verðan liggur hraunfláki mik- ill, austan frá Lakagígum vestur að Skaftá. Hraun þetta er hluti af Skaftáreldahrauni hinu mikla, er rann 1783. Það er úfið, óslétt og illt yfirferðar. Inn af þessu hrauni liggja mikil og grösug heiðarlönd og sléttlendir mýra- flákar. Þegar þeir fara undir snjó og gadd, dregur féð sig í hraunið. Þar eru helzt einhverjir hagar og þar er skjólgott í hrak- viðrum vetrarins. — Nq^kuð aust farið sínum kunnáttuhöndum um dynomóinn nokkra stund er allt í lagi. Við höldum aftur af ttað. Skömmu eftir miðnætti erum við komnir inn í Blágil. NÓTT í BLÁGILJUM Skyldi kofinn vera í kafi. Nei, ekki aldeilis! Þótt skeflt hafi að honum er autt við dyrnar. Við þurfum ekki að hreyfa skóflu til að komast inn. En heldur er kuldalegt aðkomu. Loftið loðið af hrími, snjóföl á gólfinu. Við fáum okkur bita, hitum kaffi og skríðum í svefnpokana. Sumir sofna strax, aðrir gera ekki nema rétt að blunda lítils háttar. Kl. 6 fara menn að hreyfa sig. Það er hellt upp á könnuna, mat> azt og skeggrætt um hvernig haga skuli leitinni. Það er af- ráðið að fjórir skuli fara vestur hraunið og út á Landbrotsafrétt, hinir tveir ætla að leita mið- svæðis og fara í snjóbílnum aust- ur á Buga fyrir sunnan Blæng, Nokkru fyrir birtu leggja fjór- menningarnir af stað. Þeh’ hverfa út í hraunið í fölri tungls- birtunni þennan bitra þorra- morgun. Við óskum þeim góðrar ferðar. Skyldu þeir verða bún- eigendur þessara spora — tvö lítil, hvít lömb, gimbur og hrút- ur. Ósköp eru þau létt og rýr. Þau hafa misst af mæðrum sín- um í haust; ein hafa þau orðið að berjast fyrir tilverunni í myrkrum skammdegisins og hrak viðrunum í vetur. Hvernig áttu þau að rata til byggða? Þau vita ekki að nein byggð er til. Mikið eru þau mæðuleg. Það sér á dökkan díl, nema hvað ein- staka steinn stendur upp úr á hæstu skerjunum. Hér gæti engin skepna lifað. Sólin ' er komin hátt á loft og laugar hvíta kalda fannbreiðuna í gullnum geislum sínum. Héðan er dýrlegt útsýni. Við sjáum austur á Vatnajökul og vestur á Mýrdalsjökul og ótal fjöll til allra átta. Þau eru öil klædd í hvítan serk mjallarinn- ar. Brattar skriður í austurhlíð- um Leiðólfsfells skera sig einar úr. En við erum ekki komnir hingað til að dást að útsýninu, heldur til að leita að fé. Nú er ekki til setunnar boðið. Við stígum á bílinn og höldum í vesturátt og það er skyggnzt um þar sem líklegast er að kind- ur haldi sig — meðfram Hellisá, í Ámundabotnum o. ,v. Þar er ekkert líf að sjá utan ein rjúpa, sem hnípir á blásnu barði þar sem grynnztur er snjórinn. FLEIRA FÉ FINNST Æynd þessi sýnir Leiðólfsfell. Leiðólfur kappi bjó ið Á, en annað bú átti hann undir Leiðólfsfelli. Ljósmyndirnar tók G. Br. arlega í hraunjaðrinum er leit- armannakofi. Þar heitir í Blá- giljum. FERÐIN HAFIN Þegar snjóbíllinn kom hingað austur í póstferð um miðjan febrúar, gripu Síðumenn tæki- færið og fengu hann til að flytia sig inn á afrétt. Réðust sex leit- armenn í förina og auk þess tveir bílstjórar. Ætlunin var að halda inn í Blágil, leggja sig þar um nóttina og leita svo í hraun- inu og víðar næsta dag, eftir því sem veður og færi gæfist. Lagt var upp í ferðina kl. 7 að kvöldi miðvikudaginn í þriðju viku þorra. FERÐIN INN EFTIR ir að finna fé í kvöld, þegar við- hittum þá aítur vestur undir Leiðólfsfelli? TVÖ LÖMB KOMA í LEITIRNAR Nú yfirgefum við kofann og höldum vestur með hraunbrún- inni í snjóbílnum. Það er farið að birta. Tunglið er að hverfa bak við Sveinstind, en dagur að renna upp á austurloftið. Feg- urðin er dásamleg hér inni í öræfakyrrðinni. Leitarmenn stíga út úr bílnum og fara að svipast um eftir kindum. Von bráðar koma þeir á för. Þarna eru nokls- ur lítil spor í fanndragi undir stórum steini. Ótvírætt merki um líf í þessari hvítu, þöglu auðn. Eftir skamma leit finnast er eins og lífsþreyta margra ára speglist í barnslegum svip þeirra. Við gefum þeim hey. Þau draga nokkur strá en hætta svo að éta. Það hefur enginn verið til að kenna þeim átið hérna inni á öræfunum! EKIÐ UM ÖRÆFIN Nú fara leitarmenn aftur út í hraunið. Við fylgjumst með þeim í snjóbílnum. En þeir finna ekki fleira fé. Samt kann það að vera þarna. Það er ekki auð- velt áð leita af sér allan grun í hrauninu. Þeir koma til okk- ar í bílinn og við ökum í austur- átt, austur með Galta og Varm- árfelli, austur á Buga fyrir sunn- an Blæng. Þarna er allt ein sam- felld hjarnbreiða svo að hvergi Enn á ný halda leitarmenn- irnir tveir út á hraunið. Við ökum fram yfir Hellisá og út með henni norðan við Geirlands- hraun. Við ætlum að skyggnast um eftir félögunum fjórum, sem fóru úr kofanum um morgun- inn. — Við höfum ekki lengi farið, er við sjáum mann á vakki í hraunbrúninni hand- an árinnar. Þetta er einn fjór- menninganna. Hann kemur með þær fréttir, að þeir hafi fundið fimm kindur, þrjár ær og tvö lömb. Annað þeirra var svo að framkomið að því varð strax að lóga. Það var ómarkaður hrút- ur. Við hjólpumst að því að handsama féð. Ærnar eru furðu sprækar eftir hagleysið og harð- indin. Hinir þrír, sem lengra fóru Framh. á bls. 15. Veðri var svo farið að norðan- kæla var á og heiðríkja, tungl í fyllingu og bjart sem um dag væri, hjarn yfir öllu. Ákjósan- legra ferðaveður var ekki hægt að hugsa sér. Við fórum yfir Skaftá á brúnni hjá Heiði. Þegar nokkuð inn í heiðarnar kom, voru hjólin tek- in undan bílnum og skíðin sett í staðinn, enda fór nú snjórinn vaxandi eftir því sem innar dró. Við fórum upp Helgastaða- fjall og inn Hurðarbök. Þar eru djúp gil og brekkur erfiðar enda þótt snjórinn sé mikill og hvergi mjög laus. í íunglsbirtunni er hægt að velja beztu leiðina, svo að ferðin sækist vel. Aðeins á einum stað þarf mannskapurinn að fara úr bílnum og ganga. Inn undir hrauninu er á, sem heitir Hellisá. Stundum er hún erfið yfirferðar, t. d. í vatnavöxtum á haustin. Nú er hún engin far- artálmi. Við verðum tæplega varir við hana. Allt er á kafi i fönn. En hér verður önnur töf, „Dynamorinn*1 í bílnum hættir að vinna! Það er ekki gott. En þetta fer betur en á horfist í i bili. Eftir að bílstjórarnir hafa staksteTmár í stríði við framleic- endur. Það er nú komiS í ljós, að öll samtök framleiðenda sjávaraf- urða mæla gegn samþykkt frv. þess, sem annar kommúnistaráð- herrann flytur um sölu og útflutn ing sjávarafurða. Aöeins komm- únistar í stjórn ASÍ mæla með samþykkt þess. Allur almenningur gerir sér það áreiðanlega ljóst, að samtök framleiðenda vita hetur, hvað hentar hagsmunum þeirra og þjóðarheildarinnar en komrnún- istaráðherrann, sem flytur um- rætt frumvarp. Fyrir honum Vak- ir fyrst og fremst málamynda- löggjöf vegna margra ára full- yrðinga kommúnista og Tíma- manna um misfellur í útflutn- ingsverzluninni. Ráðherrann og Tíminn eiga erfitt með að kyngja þessum stóryrðum. Þess vegna rýkur tætingsliðið upp og flytnr sýndrafrv., sem framleiðendur mótmæla einum rómi, hvar sem þeir standa í flokki, hvort sem þeir eru Sjálfstæðismenn, Fram- sóknarmenn, kratar eða jafnvel kommúnistar. Framleiðendurnir vilja tryggja hagsmuni sjávarút- vegsins og þjóðarheildarinnar. Kommúnistaráðherrann vill koma fram pólitísku metnaðar- máli sínu. Til þess að knýja það fram scgir hann samtökum fram- leiðenda stríð á hendur. f því stríði styður hann enginn nema allra þrengsta og ofstækisfyllsta Tímaklíkan. Verði honum að góðu. Hvar eru hugsjónir Alþýðuflokksins? Tveir rosknir Alþýðufjokks- menn hittust fyrir skömmu á gangi niður við Reykjavíkurhöfn. Tóku þeir tal saman um ástand og horfur í íslenzkum stjórnmál- um. „Mér finnst ánægjulegt að flokkurinn okkar skuli á ný kom- inn til valda,“ sagði annar þeirra. „En eitt finnst mér þó á skorta“, hélt hann áfram. „Hina hugsjóna legu undirstöðu í starfi og bar- áttu leiðtoga okkar virðist vanta. Gylfi er ekfci ósnyrtilegur maður. En hann þekkir of lítið til lífs og baráttu alþýðunnar. Hann er allt- af önnum kafinn við að skipa í nefndir og embætti, þar er allur hans áhugi. Guðmund f. þekkir enginn verkamaður“. „Já,“ sagði hinn Alþýðuflokks- maðurinn. „Það er vissulega mik- ið til í þessu. Við megum passa okkur á því, að ekki fari fyrir okkur eins og á tímabilinu 1934 til 1937 þegar bitlingapólitíkin lamaði flokkinn um langt skeið og klauf hann síðan til mikils ávinnings fyrir kommúnista“. Verðum að vara okkur á Hermanni. „En við verðum líka að vara okkur á öðru. Það er samneytið við Hermann. Þú manst, hvaða áhrif það hafði í gamla daga. Verkalýðurinn treystir honum ekki, nema þá einstaka kommún- isti, sem er þakklátur honum fyr- ir að hafa tekið flokk sinn með í stjórn. Framsókn er verst liðni stjórnmálaflokkurinn hér í Reykjavík. Við í verkalýðsflokk- unum megum vara okkur alvar- lega á samvinnu við hana til lengdar.“ Þetta sögðu þessir tveir AI- þýðuflokksmenn við höfnina. Á- byssjur þeirra eru vissulega ekki óeðlilegar. En þær eru þeirra mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.