Morgunblaðið - 16.03.1957, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.03.1957, Qupperneq 6
6 MORCUHBIAÐIÐ Laugardagur 16. márz 1957 Þrjátíu ár við stýrið SKYLDI ekki mörgum af yngri kynslóðinni koma það á óvart, að það eru ekki nema þrjátíu ár síðan fyrsti bíllinn kom austur í Mýrdal? Og sá bíll kom ekki landleiðina austur heldur sjó- leiðina, því að þá var ekki bílfært til Víkur. Segja má, að á þessum þrjátíu árum hafi orðið gerbylt- ing í samgöngumálum okkar Skaftfellinga, sem og flestra annarra Islendinga. Þetta og margt fleira varðandi samgöngur og bíla rifjaðist upp fyrir mér, er ég leit inn til Brands Stefánssonar, bílstjóra, eitt kvöld ið nú fyrir skemmstu. Hann er brautryðjandinn í öllum sam- göngum Skaftfellinga. f þrjátíu ár hefur hann að meira eða minna leyti annazt fólksflutninga milli Reykjavíkur og Víkur, en nú er hann hættur þeim rekstri. Um mánaðamótin jan.—febr. seldi hann Kaupfélagi Skaftfellinga bíla sína og gistihús það, sem hann hefur rekið í Vík. Rabbab v/ð Brand Stefánsson bifreidastjóra i Vik sjálfs sín og þeirra bænda austan sands, en samgöngur þar voru mjög erfiðar vegna jökulánna, sem þá voru allar óbrúaðar. Fregnir þær, sem ég hafði af ferðum hans, styrktu mig í þeirri trú, að bíllinn ætti einnig erindi hingað austur í Mýrdal. Það varð svo úr, að ég fékk fyrsta bilinn hingað í maí árið 1927. Var það „Gamli Ford“. Hann var fluttur til Víkur með strandferðaskipinu Skaftfellingi. Var hann í þrem hlutum og settur saman, er land var komið. OBRUAÐAR AR — VONDIR VEGIR — Þá hafa vegirnir víst ekki verið upp á marga fiska? — Nei, það var öðru nær. Á 13—14 km alls. Annars staðar voru aðeins ruðningar og götu- slóðar. Frá Vík varð alls ekki komizt lengra austur en að Flögu í Skaftártungu. Á þeirri leið eru 4 stórar ár, þar af aðeins ein brúuð þá, Hólmsá. Þar var alls enginn hlaðinn vegur nema ' í Kötlugili, 3—400 metra kafli. Þannig var ástandið í vegamál- unum, og eru þó aðeins 30 ár liðin síðan. — Já, mikil er breytingin á 1 ekki lengri tíma. En hvaða at- vinnu gaztu gert þér vonir um að fá fyrir bílinn, fyrst vegirnir voru ekki betri en þetta? Brandur Steíánsson við snjóbílinn — Það vantaði aidrei bjart- sýnina í þá daga. Helzt hafði ég hugsað mér að taka að mér að annast um flutning á vörum við m Það var í tilefni þessara breyt- inga, sem mig langaði til þess aðeins að rabba við hann og fá hann til þess að rifja upp gamlar minningar frá ferðum fyrri ára. SKAFTFELLINGUR Hann tekur mér vel að vanda og leysir greiðlega úr öllum spurningum. — Hvernig er það, Brandur, þú ert Skaftfellingur að ætt og uppruna? — Já, ég er fæddur í Litla- Hvammi í Mýrdal, sonur hjón- anna Stefáns Hannessonar og Steinunnar Árnadóttur. Var ég heima fram yfir tvítugsaldurinn, þó að ég færi nokkra vetur í ver til Vestmannaeyja. Líkaði mér þar mjög vel. TRÚÐI Á BÍLINN, SEM FRAMTÍÐARFARARTÆKI — Varla hefur þó áhugi þinn á bílum og ferðalögum vaknað þar? — Það er nú svo. Á þeim árum vaknaði einmitt hjá mér áhugi á því að reyna að finna einhver ráð til þess að auðvelda sam- göngur úr Mýrdalnum suður til Reykjavíkur. Sú ferð tók þá eina tvo til þrjá daga. Fyrst var farið á hestum héðan úr Mýrdalnum út yfir Þverá, en vestan við hana tóku bílarnir við. Mig langaði mikið til þess að reyna að brjót- ast á bíl alla þessa leið, eða a.m.k. komast á bíl frá Vík að Markar- fljóti. Færði ég þetta í tal við marga bílstjóra, en þeir töldu allir, að ófært mundi vera að komast á bíl yfir Markarfljótið eða aðrar jökulár á þessari leið. Auk þess mundu brekkurnar í Mýrdalnum verða mikill farar- tálmi. Þessar upplýsingar voru ekki mikil uppörvun fyrir mig, en ég var alltaf sannfærður um, að þessa leið mætti fara á bílum. Eini maðurinn, sem ætíð hvatti mig í þessu, var faðir minn. Hvatning hans var mér mikils virði. Árið 1926 fékk hinn kunni at- orkumaður, Bjarni Runólfsson í Hólmi á Landbroti, sér bíl. Þennan bíl notaði hann í þágu Mynd þessi var tekin, þegar brúna á Múlakvísl tók af fyrir nokkr- um árum. Brandur ekur yfir eina kvíslina. leiðinni frá Vík að Garðsauka utan Þverár eru 10 stór jökul- vötn. Af þeim var aðeins Jökulsá brúuð. Auk þeirra eru 11 minni ár á þessari leið auk margra smá- lækja, sem þá voru allar óbrú- aðar. Á þessum 90 km mun hlað- inn vegur aðeins hafa verið um uppskipun hér í Vík úr flæðar- málinu upp að verzlunarhúsun- um. Ennfremur flutning frá slát- urhúsunum um sláturtíðina. Var talið, að þessir flutningar mundu árlega vera um 900 tonn. Áður var allt flutt á hestvögnum. Kostaði sá flutningur kr. 3.50 á tonnið, en ég bauðst til þess að sjá um hann fyrir kr. 1.55. Enn- fremur þóttist ég viss um, að næg atvinna mundi skapast fyrir bílinn, þegar hann á annað borð væri kominn hingað í héraðið. Alltaf langaði mig einnig til þess að reyna að brjótast á bílnum út að Markarfljóti, og ef það tæk- ist, að taka að mér fólksflutninga þangað. Sama máli gegndi einnig um leiðina austur að Flögu. — Hvernig stóðust svo þessar áætlanir þínar? — Það er óhætt að segja, að þær stóðust framar beztu vonum. Flutningur á vörum fyrir verzl- anirnar í Vík gekk ágætlega. Forráðamenn verzlananna sýndu ágætan skilning á þessari nýjung. Vil ég einkum nefna þar til tvo menn, sem enn eru báðir á lífi, þá Jón Halldórsson og Einar Er- lendsson. Auk þess féll til mikil vinna hjá hinum og þessum fyrsta sumarið, einkum þó hjá þeim bræðrum í Suður-Vík. Ekk- ert fór ég út fyrir Mýrdalinn þetta fyrsta sumar. FARÞEGAFLUTNINGAR HEFJAST í apríl vorið eftir lagði ég upp í fyrstu ferð mína út að Selja- landi undir Eyjafjöllum. Sú ferð gekk með afbrigðum vel, miklu betur en mig hafði nokkurn tíma órað fyrir. Ég var aðeins þrjá klukkutíma að fara þessa leið, sem er um 60 km. Það þótti góð- ur hraði þá, þótt hraðar sé farið nú í dag. Taldi ég ný sannað, að ég hefði haft á réttu að standa um notkun bíla á þessari leið. í maí fór ég svo fyrstu ferð mína með far- sbrifar úr daqlega lífinu IDAG birti ég bréf frá Þjóð- leikhússstjóra: Góði Velvakandi! I grein yðar fyrir fáum dög- um, sem þér skrifið út af leikriti sem Jón Dan hefur samið og eitt sinn var rætt um að sýna í Þjóð- leikhúsinu takið þér upp alveg nýjan og óvæntan- tón í garð Þ j óðleikhússins. M Óhreint í pokanum ÉR kom þessi „nýi tónn“ mjög á óvart þar eð að undanförnu hefur hvað eftir annað verið rætt vinsamlega um þjóðleikhúsið og starf þess í dálk- um yðar, og glaðzt. yfir hrós- verðu leikritavali þess, eins og þér hafið áður komizt að orði. Nú er allt í einu talað með mik- illi fyrirlitningu um leiksýningar Þjóðleikhússins í vetur og dylgj- að um, að eitthvað hljóti að vera óhreint í pokanum í sambandi við ofannefnt leikrit Jóns Dan Að svo sé er algjör misskilningur. Nokkru eftir nýár tilkynnti ég höfundi umrædds leikrits, að Þjóðleikhúsið treysti sér ekki tii þess að sýna þetta leikrit hans í vetur og þonum því frjálst að ráðstafa því til sýningar annars staðar. Sá sem rétt átti á svörum, varðandi umrætt leikrit, fékk þau skýr og afdráttarlaus, og því um engan misskilning að ræða okkar á milli. Mér þykir að sjálfsögðu leitt að geta ekki svalað forvitni „Velvakanda“ með því að sýna nefnt leikrit, en það er því miður of dýr greiði. í grein yðar kemur í ljós að þér hafið ekki lesið leik- ritið, sem þér krefjizt að Þjóð- leikhúsið sýni. Þess vegna vildi ég ráðleggja yður að lesa leik- ritið. Það er að minnsta kosti ódýrara en að sýna það. íslenzk leikrit — Mikið tap ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur í vet- ur sýnt tvö ný íslenzk leikrit og tapað á þeim sýningum nokk- ur hundruð þúsundum króna, eingöngu vegna þess hve fóir vildu sjá þau. Auk alls stofn- kostnaðar var fleiri þúsund króna tap á hverri sýningu. — Leikrit eins og „Fyrir kóngsins mekt“, sem að mínu áliti vat að mörgu leyti ágætt leikrit, var gkki hægt að halda áfram að sýna, þegar áhorfendafjöldinn var kominn niður í 40 manns á sýningu, en kostnaður 22 þúsund krónur á kvöldi. Auk þess er það býsna tilgangslaust að sýna leikrit, kvöld eftir kvöld, fyrir nær tómum bekkjum. Ég held að öllum, sem með nokkurri sanngirni vilja líta á þetta mál, sé það ljóst, að það er mikil ósanngirni að krefjast þess að Þjóðleikhúsið fórni meira fé og starfskröftum en þegar hef- ur verið gert á þessu- leikán til þess að sýna ný íslenzk leikrit, sem litlar eða engar líkur eru tii að verði sótt. Jafnvel þótt telja mætti þau sæmilegar bókmennt- ir. Þjóðleikhúsið hlýtur að fórna miklu fyrir íslenzka leikritagerð. En einhver takmörk hljóta þó að vera. Ekki næg efni ÞEGAR þeir, sem um leikrita val fjalla, sjá engar minnstu iíkur til þess að það leikrit, sem hér um ræðir, myndi fá meiri að- sókn en' hin tvö, sem sýnd hafa verið i vetur, og með miklu tapi, má tæpast ætlast til þess að leik-“ húsið taki enn á sig fyrirsjáan- lega stórfelldar byrðar með því að taka slíkt leikrit til sýningar. Nei, Þjóðleikhúsið hefur blátt áfram ekki efni á að sýna leikrit Jóns Dan og það er ástæðan til þess að það er ekki tekið til sýn- ingar. Guðl. Rosenkranz, þjóðleikhússstjóri. ★ í dag ætlar Velvakandi sér ekki að ræða þetta mál frekar en á það verður drepið í dálkunum hér á morgun. þega þessa leið. í þeirri ferð vobu með mér þrír kunningjar mínir, þau Kristín Bjarnadóttir, Brynj- ólfur Sveinsson og Kristján Zoffíasson. Með þessum ferðum rættist sá draumur minn að stytta ferðalagið frá Vík til Reykjavíkur um einn dag. Þetta sumar fór ég allmargar ferðir og gekk oftast að óskum, og vetur- inn eftir fór ég í fyrsta skipti á bíl alla leið frá Vík til Reykja- víkur. — Þurftir þú ekki fljótlega að auka bílakostinn og endurnýja? — Jú, þess gerðist bráðlega þörf. Fyrstu sjö árin eignaðist ég alls 8 bíla. Má geta nærri um, hvernig þeir hafa verið útleiknir af þessum ferðum í jökulvötnum og vegleysum. SÉRLEYFISHAFI — Þá hefur þú sennilega eign- azt viðurnefnið Vatna-Brandur. En hvenær varðst þú sérleyfis- hafi á þessari leið? — Ja, það er nú saga að segja frá því. Árið 1934 voru fyrstu sérleyfin veitt. Ég hafði gert mér miklar vonir um að fá sérleyfið. Seldi ég því alla bíla mína og lagði drög að því að fá stóran bíl, sem gæti annazt sérleyfisferðirn- ar. En þetta fór mjög á annan veg. Sérleyfinu var skipt milli þriggja aðila. Var mér aðeins veittur 14 hluti þess. Það var mér allsendis ónóg, svo að ég varð nauðugur viljugur að víkja burt af þessari leið, sem ég þó hafði brotið 7 árum áður. Gerðist ég bílstjóri hjá sérleyfishafanum í Reykjavík og varð að flytjast suður til þess að geta stundað aksturinn. Var ég við þetta í 6 ár, en sagði þá starfinu lausu. Þá var mér boðið sérleyfið allt, ef ég vildi starfrækja það. Tók ég því boði og rak það síðan í 15 ár eða þar til 1. febrúar sl. — Og nú ertu að fullu og öllu hættur sérleyfisakstrinum og bú- inn að selja alla „útgerðina"? — Já, mér var nauðugur einn kostur. Hef ég þar sömu sögu að segja og svo margir aðrir sér- leyfishafar víðs vegar um land. Skilningur þeirra manna, er hafa sérleyfismálin með höndum, er oft næsta lítill, að því er snertir það að tryggja afkomu sérleyfis- hafanna. Það verður að sjá svo um, að rekstur sérleyfisaksturs sé þannig, að fjárhagsleg afkoma sé að fullu tryggð. Það ætti að vera aukaatriði, hver sérleyfis- hafinn er. Hitt ætti að vera aðal- atriðið, að sérleyfishafinn ræki starf sitt vel, uppfylli þær skyld- ur, sem honum eru á herðar lagð- ar og fullnægi þörfum þeirra, sem farkost hans nota. Nú síðustu ár hafa sífellt fleiri leyfi verið veitt til mannflutn- inga með vörubílum og mjólkur- bílum. Það hefur aftur valdið því, að mörg sérleyfin geta ekki leng- ur borið sig fjárhagslega, þegar ekið er til tiltölulega strjál- byggðra héraða. Afleiðingin hlýtur því að verða versnandi þjónusta við fólkið og oft fer svo að lokum, að sérleyfishafinn hef- ur ekki lengur fjárhagslegt bol- magn til þess að stunda rekstur- inn og verður að hætta. SNJÓBÍLL — GISTIHÚS — Þú varst búinn að eignast snjóbíl. Hann hefur auðvitað fylgt í kaupunum? — Já, ég lét hann fylgja hin- um bílunum. Sá, sem annast

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.