Morgunblaðið - 16.03.1957, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.03.1957, Qupperneq 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 16. marz 1957 FramtíBarskí^aland Reykvíkinga í Henglinum En nú verður að nœgja upplýst skíða- brekka með dráttarbraut í Hveradölum Frá heimssókn með SKRR i Hveradali 'jVrÚ er kominn tími skíða- ’ íþróttarinnar. Nægur er snjórinn í fjöllunum hér í kring og vistlegir og glæsilegir skálar hinna ýmsu félaga bíða aðeins eftir að þeir séu not- aðir — ekki svo að skilja að enginn noti þá, þvert á móti. Það gætu aðeins fleiri notið þeirra. Nú er dagurinn farinn að lengjast og sá sem kynnist dásemdum eins dags í sólbak- aðri skíðabrekku, vill umfram allt ekki sleppa þeim gullnu tækifærum sem tii slíks gef- ast. Menn eru því hvattir til að reyna einu siuni, „verða dús“ við brekkur og sól, skála og glaða æsku. -*• DRÁTTARBRAUT Vel á minnzt, dráttarbrautar- skúrinn. Það hefur sem mörgum er kunnugt verið starfrækt drátt- arbraut í Hveradölum, sem dreg- ið hefur skíðafólkið upp snar- bratta brekkuna á augabragði. — Dráttarbrautin var á kafi í snjó núna, og brautin hefur ekki verið í notkun, vegna þess að ófært hefur verið í skálann lengi sakir fannfergis. En nú er ráði að Skíðaráðið kaupi dráttarbrautina og starfræki hana. — Okkur er nauðsyn að koma brautinni í gang, sagði Úlfar Skæringsson, form. Skíða- ráðsins, er við vorum seztir að kaffiborðum í Skíðaskálanum. Við höfum barizt mjög við að fá komið upp lýsingu brautarinnar helgar eða á laugardagskvöldum, heldur er það nauðsynlegt reyk- vískum skíðamönnum að komast oftar á skíði, sagði Úlfar. Ákveðn ar eru, svo framarlega að veður leyfi, ferðir upp eftir á þriðju- dags- og fimmtudagskvöldum. — Er þá farið frá BSR um kvöld- matarleytið, verið við æfingar í 2 tíma og komið um miðnættið í bæinn. Þessar ferðir eru opnar öllum, og þegar dráttarbrautin fer í gang næstu daga, þá er þessi kvöldstund drýgri til skíðaiðk- unar en heill bjartur dagur, þeg- ar menn ganga upp á milli. Svo að ekki sé talað um hina róman- tísku hlið málsins! ★ FRAMTÍÐARLAND Með kaupum á skíðalyftunni vili Skíðaráðið hefja aðgerðir í því áhugamáli sínu, að koma upp einni sameiginlegri mið- stöð fyrir skíðaiðkun. Það yrði dýrt spaug ef öll félögin sem skála eiga hygðust koma upp En ljósmyndavélin nær þjótandi skíðamönnunum ekki óhreyfðum. Ljósin tvö sýna hve myndin er hreyfð. — Ljósm. Jakob Albertsson. Skíðaráð Reykjavíkur — sam- nefnari allra skíðafélaganna í Reykjavík — bauð blaðamönnum í skyndiför kvöldstund eina í vikunni sem leið að skíðaskálan- um í Hveradölum. Með í förinni voru ráðamenn og nokkrir af beztu skíðamönnum bæjarins, þessum keppniskörlum, sem verða að nota hverja stund sem færi gefst, ef þeir eiga að geta staðið sig vel á skíðamótum. ★ BREKKAN UPPLÝST Þegar í Hveradali kom blasti við upplýst brekkan, glitraði til- sýndar í fögru kvöldveðrinu. — Hún stóð ekki lengi ónotuð. Skíða kapparnir voru að vörmu spori komnir á skíði sín og upp á við. Síðan komu þeir þjótandi fram af bungu brekkunnar fyrir ofan skálann, fóru í alls konar beygj- um, stórum sveigum og litlum niður eftir brekkuræmunni, sem ljósin féllu á. Skuggar þeirra voru ýmist pínulitlír við hlið þeirra eða ægistórir á undan eða eftir. Það var eins og þetta marg- faldaði ferð þeirra í sviginu niður hvíta, bratta brekkuna, þennan upplýsta depil, þessa vin í svartnætti íslenzkra fjalla. En þarna ríkti gleði og kátína, það voru ærslin, leikurinn og viljinn til að ná settu marki sem fengu útrás. Niðri við drátt- arbrautarskúrinn lá Jakob Al- bertsson á maganum og tók myndir í sífellu, m.a. þær er hér fylgja. og tekizt það fyrir aðstoð og vel- vild rafveitustjóra Reykjavíkur, sem lét okkur í té staura og kast- ara og velvild Steingríms veit- ingamanns hér í Skíðaskálanum, sem lætur okkur í té rafmagnið, — eins og fleira. ★ Á ÞRIÐJUDÖGUM OG FIMMTUDÖGUM . Tilgangurinn með því að fá brautina upplýsta er ekki einung is sá að hafa hana upplýsta um dráttarbrautum, og þær gætu aldrei orðið fullkomnar. Finna verður framtíðarskíðaland Reykvíkinga og samstilla skíðaferðir þangað að miklu leyti, þó að sjálfsögðu verði skíðaskálarnir áfr;rm notaðir engu minna en nú er. Að þessu framtíðarskíðalandi þarf ekki að leita. Það eru allir sammála um það, að það er í Henglinum, helzt í Marardal. Frh. á bls. 19. Svona var umhorfs á veginum við Hamrahlíð góðviðris-sunnudag einn um daginn. Hundruð bíla stóðu á veginum meðan eigendur þeirra og gestir þeirra voru við iðkun skíðaíþrótta. — Ljósm. Guðm. Ágústsson. Það er vel bjart í brautinni — sem um miðjan dag og hún er laðandi til að sjá í myrkrinu. — Ljósm. J. A. ! Bridge -jyáttur j Einmenningsmeistari Tafl- og Bridgeklúbbsins varð Hjalti Elí- asson og einmenningsmeistari Bridgefélagsins varð Guðm. Ó. Guðmundsson. Báðir þessir menn eru í röð sterkustu spilamanna landsins, og má segja að sigurinn hafi ekki verið óvæntur, þar sem þeir voru báðir búnir að taka forystuna fyrir siðustu umferð. Fyrsta umferð í parakeppninni var spiluð á mánudaginn og eru efstu pörin þessi: Marg. Jensd. og Jóhann Jóns- son með 206 stig. ______________l Guðríður Guðmundsd. og Sveinn Helgason með 194 stig. Karitas Sigurðsson og Kristján Ásgeirsson með 193 stig. Elín Jónsd. og Guðl. Guðmunds son með 190 stig. Næsta umferð verður spiluð á mánudaginn í Skátheimilinu. Reykjavíkur meistarakeppnin í tvímenning hefst á sunnudag- inn og standa öll félögin í Rvík að henni. Tilkynning um þátt- töku skal hafa borizt fyrir laug- ardag til Eggerts Benónýssonar. Spurnarþóttui III 11. Sveitakeppni, báðir á hættu: V. N. A. S. U 1 G 2 V ? Þú ert Suður og átt ♦ 6-3 V K-10-5 ♦ Á-6-3 A D-7-6-3-2 Hvað segir þú? 12. Rúbertubridge, N-S á hættu: N. A. S. V. 2 G pass 2 ♦ pass 3 G pass ? Þú ert Suður og átt * 4 V D-5-3 * K-G-8-6-4-2 * D-10-2 Hvað segir þú? 13. Rúbertubridge, báðir á hættu: V. N. A. S. 14 2 V pass ? Þú ert Suður og átt ♦ K-6 V K-10-6-5-4 ♦ Á-6-3 X K-7-3 Hvað segir þú? 14. Sveitakeppni, N-S á hættu: V. N. A. S. 1 ♦ pass pass dobl 1 A pass 2 ♦ ? Þú ert Suður og átt ♦ D-9-5-4-3 V Á-K-10-2 ♦ Á-6 X K-6 Hvað segir þú? 15. Parakeppni.báðír á hættu: N. A. S. V. 1 * pass 2 ♦ pass 3 * pass ? Þú ert Suður og átt ♦ 10-4 V Á-7-5 ♦ Á-9-6-5-3 X Á-4-3 Hvað segir þú? Svör við spurnurþætti II dæmi 6 dæmi 7 dæmi 8 dæmi 9 dæmi 10 Róbert Sigmundsson .. 2 G dobl dobl 3 * 2 G Guðm. Ó. Guðmundsson pass pass 1 G 4 * 3 G Guðlaugur Guðmundss. 3 * pass 2 ♦ 4 X 3 G Stefán Stefánsson .... 3 * 2 V dobl 4 X 3 G Gunnlaugur Kristjánss. 3 X pass dobl 4 * 3 G Sagnir og skoðanir bridgeþáttarins: 3 lauf, gefa upp skiptinguna og ifm leið góða opnun. Pass er bezt, en sé eitthvað sagt, þá dobl, sem gefur upp að báðir hálitirnir eru sagnfærir. Þetta er aldrei gróðadobl: Pass: Gildrupass, því andstæðingarnir- segja aftur. 4 spaðar: Við höfum ekki eftir neinu að bíða, úr því félagi er búinn að segja, að hann eigi minnstu opnun. 3 grönd: Sjálfsagt að reyna game með 8 slagi og níunda ef spaði kemur út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.