Morgunblaðið - 05.04.1957, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.04.1957, Qupperneq 3
FÖstudagur 5. apríl 1957 MORCVNBLAÐIÐ S Kona landkönnuðarins, Dagmar Freuchen hefur teiknað tizku- myndir í 13 dr HINGAÐ til lands kom í fyrra dag hinn heimskunni vísinda- maður Peter Freuchen í boði Stúdentafélags Reykjavíkur, ásamt konu sinni frú Dagraar Freuchen. Frúin fellur alloft í skugga hins fræga eigin- manns hennar, en þar sem við höfum nú heyrt svo mikið um hann, er ekki úr vegi að kynnast frú Dagmar ofurlítið. Mbl. hitti hana að máli á Hótel Borg í gær. VORTIZKAN Frú Dagmar vinnur við hið þekkta bandaríska tízkutímarit Vouge, að teikningum. Hún er ekki tízkuteiknari í þess orðs fyllstu merkingu.. heldur teiknar hún eftir myndum og sýnmgum seril ritstjórar blaðsins segja fyr- ir um. — Þér gætuð þá e.t.v. sagt okk ur eitthvað um tízkuna í dag, — Tízkan í dag. Já, það má segja að í rauninni sé ekkert nýtt sem kom fram á vortízkusýning- unni í París, sem ég er nýlega komin frá. — Og þó, — allflestir kjólarnir voru úr chiffon, mikið bará doppóttum efnum, og að- altízkulitir vorsins og sumarsins eru alla vega gulir litir, appel- sínulitur (orange) beige, rautt og laxableikt. — Hverjir af hinum frönsku meisturum falla yður bezt í geð? — Mér finnst einna mest til um Lanvin, Dior, Balmain og Fath. Þá kom núna fram ungur maður í fyrsta sinn, Guy Lar- ouehe, sem sýndi mikið af kné- stuttum pilsum og öðrum fötum fyrir ungar stúlkur. Lanvin sýndi mikið af kjólum með japönsku sniði, víðum erm- um og hattar hans voru einnig japanskir og sumir með prjón- um að japönskum sið. Hattar Diors voru síðari að aftan en framan, mjög klæðilegir. — Hver voru helztu hattaefn- in? — Chiffon og eiginlega ekkert nema chiffon. Stangað í sumum höttunum og draperað í öðrum. — Þá voru einnig kynstrin öll af stráhöttum. — Skórnir? — Þeir voru ákaflega „smart“, langir og mjóir með örmjóum en háum hælum. — Er ekki Madam Chanel komin aftur á sjónarsviðið? — Jú. Hún var eins og kunnugt er mjög fræg á árunum 1920— 30. Nú er hún byrjuð aftur og á vorsýningunum átti hún m.a. ullarpils og jakka, sem fóðraður var með silki og útsaumuð silki- blússa við. Slíkur klæðnaður er mjög vinsæll meðal Bandaríkja- manna og nýtur Chanel geysi- mikilla vinsælda vestan hafs. ER DONSK — En svo við snúum okkur að yður sjálfri, þér eruð fædd í Danmörku? — Já, en ég hef nú verið 20 ár í Bandaríkjunum og hef fengið bandarískan ríkisborgararétt. Maðurinn minn hefur aftur á mpti haldið sínum danska ríkis- borgararétti. — Hafið þér unnið lengi við Vouge? — Já, ég er búin að vera þar í 13 ár, en áður en ég kom þangað teiknaði ég fyrir Harpers Bazar, sem einnig er mjög þekkt tízku- tímarit og sl. 12 ár hef ég kennt tízkuteikningu við Art Students League, sem er mjög þekktur listaskóli í New York. Hann er Ullarpilsið og fóðraði jakkinn eftir Chanel vekur mikla athygli í New York. Bætt sambúð á vinnustað Þessi klæðnaður er frá Dior. — Þarna sést hvernlg hatturinn er siðari að aftan en framan. FRAMKVÆMDARÁÐ Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar (ILO) hélt nýlega fund í Genf til þess að ræða hvaða ráðstafanir stofn- unin gæti gert til að stuðla að bættri sambúð verkamanna og vinnuveitenda á vinnustað. Var samþykkt, að stofnunin léti til skarar skríða í þessum efnum, m.a. með því að láta nú þegar fara fram ýtarlega rannsókn á ástandinu í þessum efnum i ein- stökum löndum. Þá var ákveðið, að ILO skyldi veita aðstoð þeim ríkisstjórnum og einstaklingum, er áhuga hafa á þessu máli, og þó einkum frumstæðum þjóðum er kynnu að óska aðstoðar á þessu sviði atvinnumálanna. Fundurinn samþykkti m.a., að ILO skyldi hafa til taks sérfræð- inga, sem gætu ráðið ríkisstjórn- um, verkalýðsfélögum og vinnu- veitendafélögum heilt á þessum sviðum. Það var talið mikilsvert, að yfirvöldum, sem koma vilja á sáttasemjarakerfi hjá sér, yrði veitt til þess aðstoð, svo og þeirn er hafa í hyggju að stuðla að rétti verkamanna til að semja á félagslegum grundvelli um kjör sín, eða sem gera vilja aðrar ráð- stafanir til þess að góð samvinna haldist milli verkamanna og vinnuveitenda. Þá er í ráði, að senda út af örkinni sérfræðinga til landa, sem óska að kynna sér nýjung- ar á sviði sambúðarinnar miili verkafólks og vinnuveitenda. Einnig er í ráði, að ILO veiti embættismönnurn námsstyrki til að kynna sér þessi mál. Þá voru uppi raddir um, að ILO ætti að stofna til námskeiða fyrir verkalýðsleiðtoga og verkstjóra, þar sem þeir gætu kynnt sér allar nýjungar og aðferðir til þess að gott sam- komulag haldist milli þessara aðila. Loks var samþykkt, að ILO léti prenta handbækur, sem nota mætti til kennslu eða sjálfsmenntunar í þessum efn- um. Máli Ádams læknis :kki frestað LONDON, 3. apríl — Dómar- inn í máli enska læknisins John Bodkins Adams, hafnaði í dag ósk verjandans að mál- sókninni gegn lækninum yrði frestað á þeim forsendum að saksóknaranum hefði ekki tekizt að fella grun á Adams. Dómarinn kvað upp þann úr- skurð að það yrði hlutverk kviðdómsins að kveða á um, hvort læknirinn yrði talinn sekur. —Reuter. Sendiherra í Belgíu HINN 28. marz sl. afhenti Agnar Kl. Jónsson Belgíukonungi trún- aðarbréf sitt sem sendiherra ís- lands í Belgíu með aðsetri í París. (Frá utanríkisráðuneytinu). Frú Dagmar Freuchen. orðinn yfir 90 ára gamall og er eingöngu rekinn fyrir það fé er nemendurnir greiða í námsgjöld, og ákveða þeir sjálfir hverjir eru kennarar o.s.frv. Og svo að lokum, hvernig lýst yður á það litla, sem þér hafið séð af íslandi og fslendingum? — Ég verð að segja að mér lízt vel á allt sem ég hef séð og ég varð undrandi þegar ég sá Reykjavík. Hélt ég ekki að hún (Ljósm.: Studio) væri eins stór og raun ber vitni, og hér er allt svo hreint og loftið svo tært og gott. Lízt mér fólkið gjörvulegt og konurnar hafa hreinlegt og fall- egt yfirlit. Við hjónin hlökkum mikið til þess að fá tækifæri til þess að ferðast eitthvað um hér á meðan við stöndum við, en héðan höldum við heimleiðis fyrrihluta næstu viku, sagði frú Dagmar að lokum. — A. Bj. Hinn víðþekkli Smelana- kvarfetf heldur hér 3 tónleika EINS og áður hefur verið skýrt frá er hinn víðkunni tékkneski Smetana-kvartett kominn hingað á vegum Tónlistarfélagsins, og leikur hann hér á tveimur tónleikum, er ætlaðir eru styrktar- félögum Tónlistarfélagsins. Verða þessir tónleikar í Austurbæjar- bíói á föstudags- og laugardagskvöld kl. 7. Þá verða einir tónleikar fyrir almenning og verða þeii í Austurbæjarbíói á mánudagskvöld klukkan 7. Smetanakvartettinn er nú á heimleið til Tékkóslóvakíu eftir hljómleikaför um Bandaríkin. Héldu þeir þar 32 tónleika á 27 stöðum við mjög góðar undir- tektir og blaðadómar eru sérlega góðir. Smetanakvartettinn er og einn frægasti kvartett heimsins sinnar tegundar, og sá bezti sem Tékkar eiga, en þar stendur kammermúsik á mjög háu stigi. Blaðamenn ræddu í gær við þá fjórmenninga ásamt forráða- mönnum Tónlistarfélagsins, Ragn ar Jónsson í Smára og Björn Jónsson. Ragnar sagði að tvo tón- listarviðburði bæri að hans dómi hæst í sögu Tónlistarfélagsins. Það væri koma Pragar-kvartetts- ins 1937 og koma Busch-kvartetts ins fyrir um 10 árum. Nú kæmi þessi heimsfrægi Smetanakvart- ett og mætti búast við að þess atburðar yrði lengi minnst í sögu félagsins. NAFNIÐ Smetanakvartettinn ber nafn hins víðþekkta tékkneska tón- skálds, Smetana. Þeir félagar kváðu nafnið ekki einungis vera valið honum til heiðurs, heldur sem einskonar takmark um að þeim mætti auðnast að leika í hans anda. En Smetana er mjög dáður af Tékkum og hann er svo þjóðlegur í tilfinningum, að hann þykir ná betur til þjóðarsálar- innar en Dvorsak, sem er þó frægastur tékkneskra tónskálda út á við. í 11 ÁR Þeir félagar hafa leikið sam- an í 11 ár eða frá því að kvart- ettinn var stofnaður. Þeir eru á aldrinum 28—37 ára, en bættu því við, að þeir væru ennþá yngri í anda. Á tónleikunum hér leika þeir verk eftir Mozart, Janácek og Smetana. A almenningstón- leikunum á mánudaginn verður breytt efnisskrá og leika þeir þá verk eftir Beethoven, Bramhs og Dvorsak. Kvartettinn skipa: Jirí Novak 1. fiðla, Lubomír Kost- ecký 2. fiðla, dr. Milan Skampa, viola og Antonín Kohout selló. Héðan halda þeir heim en eft- ir 2 vikur fara þeir hljómleika- för um Þýzkland, síðan leika þeir á tónlistarhátíð í Prag, en halda þaðan til tónlistarhátíðar- innar í Bergen í maí-lok. Smetanakvartettinn, frá vinstri: Novák, fyrsta fiðla; Kosíecky, önnur fiðla; Kohout, selló; dr. Skampa, vióla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.