Morgunblaðið - 05.04.1957, Síða 13
Föstudagur 5. apríl 1957
M ORGUISBLAÐÍÐ
W
nefndar um leyfi til þess að fá
að byggja hóflegar íbúðir og vita
allir, hvernig slíkar leyfisveit-
ingar yrðu framkvæmdar undir
Stjóm þeirra manna, sem nú
fara með völd. Þá kemur það
ástand, sem þessir menn telja
seskilegast í húsnæðismálum sem
öðrum málum, að ríkið sé hin
allsherjar forsjá einstaklinganna.
Með fjárfestingarhömlunum verð
Ur aukið svo á húsnæðisskortinn,
að það mun þykja næg yfirskins-
ástæða til þess að setja ný húsa-
leigulög, svo að ríkið geti ráðs-
mennskazt með húseignir manna,
en með því yrði aðeins sköpuð
ný húsnæðisvandamál, sem ekki
eru til í dag. Það er þetta, sem
okkur er boðað í stjómarblöðun-
um þessa dagana. Þetta eru fram-
tíðarúrræðin, sem ríkisstjórnin er
búin að ganga með, síðan hún
tók við völdum. En fyrst nú þyk-
ir málum ltomið í slíkt öngþveiti,
að þorandi sé að sýna almenn-
ingi hugarfóstrið.
REYNT AÐ BJARGA
ÆRUNNI
Ríkisstjórnin öll ber ábyrgð á
því ófremdarástandi, sem er ver-
ið að leiða yfir okkur í húsnæð-
ismálunum. Allir stjórnarflokk-
arnir eru þess vegna hræddir við
ábyrgðina. S4 hræðsla kemur
fram í þeim fáránlegu ásökun-
um, sem þeir bera á hendur
Sjálfstæðisflokknum og ég hef
áður lýst. Þó er einn stjórnar-
flokkanna, sem mesta ábyrgðina
ber, en það eru kommúnistar,
sem fara með húsnæðismálin í
ríkisstjóminni. Þeir óttast því
mest sína ábyrgð. Þeir eru al-
varlega orðnir hræddir við hin-
ar pólitísku afleiðingar. Þeir sjá,
að það eru alltaf færri og færri,
sem trúa blekkingum ríkisstjórn-
arinnar í húsnæðismálunum og
ásökunum í garð Sjálfstæðis-
flokksins. Þetta verður þeim þess
vegna ekki til pólitískrar bjarg-
ar. Þeir eru að sjálfsögðu jafn-
ákveðnir og áður í því, að þeir
eigi ekki sökina. En þá er ekki
öðrum til að dreifa en hinum
slæmu samstarfsflokkum, Al-
þýðuflokknum og Framsóknar-
flokknum. f forystugrein í Þjóð-
viljanum 17. marz s.l. er sagt,
að ráðherrar kommúnista berjist
fyrir því dag hvern innan ríkis-
stjórnarinnar að koma fyrirheit-
unum af pappírnum út í daglegt
líf, eins og það er orðað. f sömu
, forystugrein blaðsins segir, að
það væri auðleyst að afla fjár-
magns til húsbygginga, ef ráð-
herrar Framsóknar og Alþýðu-
flokksins gætu tekið ákvörðun.
En blaðið gefur í skyn, að þess
sé víst ekki að vænta, því að
þeir séu önnum kafnir við að
undirbúa íbúðarhúsabyggingar
fyrir Bandaríkjamenn á Kefla-
Víkurflugvelli!
KENNA HVER ÖÐRUM
AFGLÖPIN
Þannig er þá komið nú, að
stjórnarflokkarnir eru farnir að
kenna hver öðrum afglöpin í hús-
næðismálunum. Þeir eiga eftir
að gera það enn betur, og sá
tími mun áreiðanlega koma, að
þeir eiga ekki nógu stór orð til
að brigzla hver öðrum um svik
í húsnæðismálunum. Þeir fáu, ef
nokkrir eru, sem enn trúa fleipri
Btjórnarflokkanna um hinn illa
erf, sem þeir hafa þótzt taka við
af Sjálfstæðisflokknum, munu þá
verða búnir að gera sér grein
fyrir hinu sanna í þessu máli.
Allur þessi skrípaleikur á ekki
eftir að skaða Sjálfstæðisflokk-
inn, en hann hefur þegar orðið
dýrkeyptur almenningi í landinu.
Almenningi eru húsnæðismálin
mikilvæg, og það er ekki í þágu
almennings, að nein ríkisstjórn
sitji ráðalaus, athafnalaus og
uppvís að skrumi einu og blekk-
ingum um svo þýðingarmikil mál.
EÐLI HÚSNÆÐISMÁLANNA
Því má ekki gleyma, að hús-
næðismálin eru ein allra þýð-
ingarmestu mál hvers þjóðfélags.
Það er ekki einungis, að húsnæði
er öllum mönnum nauðsynlegt,
heldur hefur húsnæðisástandið,
sem þjóðin býr við hin víðtæk-
ustu áihrif. Þrátt fyrir allt, sem
gert er nú í heilbrigðismálum, er
gott húsnæði bezta heilsugæzlan.
Húsnæðið með sínum séríbúðum
er undirstaða heimilislífsins.
Heimilið er í kristnu þjóðfélagi
aðaluppeldisstofnun hinnar ungu
kynslóðar, þrátt fyrir allt, sem
kostað er til skóla og mennta-
mála. Húsakostur þjóðarinnar
hefur bein áhrif á framleiðslu-
getu hennar og þar með alla
hennar hagi. Og húsnæðismálin
hafa ennþá sérstöðu við ýmis
önnur mál, að þótt tiltölulega
fáir búi við slæmt ástand, þá. er
það alltaf mjög alvarlegur hlut-
ur. Fólk, sem býr í heilsuspill-
andi íbúðum eða í ofþrengslum
eða getur ekki stofnað heimili
vegna húsnæðisskorts getur átt
við ósegjanlega erfiðleika að
stríða. Þeir geta haft banvæn
áhrif á heilsufar, leyst upp heim-
ilistengsl og gert framtíðarvonir
að engu. Fólk, sem þolir böl hús-
næðisskortsins, getur leiðzt til
hvers konar örþrifaráða, sem rið-
ið geta efnahag þess að fullu.
Allir heilbrigðir menn hafa sam-
úð með fólki, sem lendir í slíkum
erfiðleikum. Einmitt vegna þess-
arar sérstöðu húsnæðismálanna
verða þau oft frekar en flest
önnur mál vettvangur hins lág-
kúrulegasta lýðskrums. Skortir
þá ekki á, að farið sé hinum hug-
næmustu orðum um raunir hinna
húsnæðislausu og úthellt fögrum
tárum og meiri áherzla lögð á
þann söng en hin einu raunhæfu
úrræði, sem til bjargar eru, en
það eru auknar byggingarfram-
kvæmdir.
BEZTA RÁÐH>
Aldrei hefur þetta komið bet-
ur fram en hjá núverandi ríkis-
stjórn. Aldrei hefur heldur hlot-
izt meiri skaði af. Ríkisstjórnin
tók við húsnæðismálunum í betra
ástandi en nokkru sinni áður hef-
ur þekkzt. Þjóðin bjó við góðan
og glæsilegan húsakost og það
var um það bil verið að fullnægja
eftirspurninni eftir slíku húsnæði
og útrýma húsnæðisskortinum.
Búið var að stoína hið almenna
veðlánakerfi og þar með lagður
grundvöllur að lausn lánamál-
anna. Nú reið á að halda verk-
inu áfram. Enginn arfur nýtist
nema hans sé gætt og hann
ávaxtaður.
En ríkisstjórnin brást sinu
hlutverki. Ekki var hún einung
is aðgerðalaus. Hún hefur gerzt
ber að samvizkulausara lýð-
skrumi og blekkingum en áður
eru dæmi til. Á þennan hátt og
með öðru sínu framferði hafa
stjórnarflokkarnir kippt grund-
vellinum undan eðlilegri þróun
húsnæðismálanna. Efnahagsmál-
um þjóðarinnar hafa þeir komið
svo, að geigvænleg rýrnun spari-
fjármyndunar hefur orðið. Þar
með er lánastarfsemin til íbúða
og byggingarframkvæmdir í
voða.
Ríkisstjómin kann ekkert ráð,
og sízt það, sem bezt myndi
duga, að láta af stjórn og völd-
um.
Ödýr skófatnaður :
Kvenskór, stórt úrval Telpuskór Kven-inniskór 29,00, 35.00 kr. Barnaskór Barnagúmmístívél, frá kr. 12.00.
★ Kvenstrigaskór Uppreimaðir strigaskór, með svam-innleggi. Allar stærðir. Karlmanna sandalar Barnaskór, uppreimaðir, hvítir og brúnir.
Skóverzlunin Framnesvegi 2
Nýjoi hvöldvökur í nýjum
búningi
RitiB hefur skipt um eigendur
og ritstjóra
NÝJAR KVÖLDVÖKUR, 1. hefti þessa árgangs, eru nýkomnar
út. Kvöldvökurnar eru eitt af elztu tímaritum, sem nú eru
gefin út hér á landi; verða fimmtugar á þessu ári. Á síðastliðnu
ári urðu eigenda- og ritstjóraskipti. Þorsteinn M. Jónsson, sem
gefið hafði blaðið út í 28 ár, seldi það Kvöldvökuútgáfunni á
Akureyri, en ritstjórar eru nú Jónas Rafnar, fyrrv. yfirlæknir,
og Gísli Jónsson, menntaskólakennari. Framkvæmdastjóri ritsins
er Kristján Jónsson, bæjarfógetafulltrúi. Blaðið mun verða í svip-
uðum sniðum og áður, en hefir fengið nýja kápusíðu, sem frú
Alice Sigurðsson hefir teiknað.
Enn sem fyrr er höfuðtilgang-
ur ritsins að flytja þjóðlegan
fróðleik og góðar og skemmti-
legar sögur, en fjölbreytni i efnis
vali er nú meiri en áður.
MARGVÍSLEGT EFNI
Af efni hins nýja heftis vekur
mesta athygli upphaf að endur-
minningum og hugleiðingum
Ólafs Tryggvasonar að Hamra-
borgum við Akureyri, en hann
er víðkunnur orðinn fyrir dul-
skyggni og lækningar. Framhald
þessarar greinar mun birtast í
síðari heftum þessa árgangs og
næstu árgöngum. Þá er kvæða-
syrpa eftir Hjört Gíslason, verka
mann á Akureyri, og þáttur af
Þorsteini Þ. Þorsteinssyni, rithöf-
undi, eftir Björn R. Árnason,
fræðimann á Grund í Svarfaðar-
dal. Enn er að telja fróðl. grein
um töku togarans York City í ís-
lenzkri landhelgi. Greinin er
skrifuð af Kristjáni Jónssyni og
er hin merkasta 'heimild um töku
fyrsta erlenda togarans í 4 mílna
ísl. landhelgi. Pálmi Einarsson,
landnámsstjóri, svarar spurning-
unni: Hvað kostar að reisa ný-
býli? og er það upphaf að fræðslu
og spurningaþætti ritsins. Þá er
vísnaþáttur og nýir þættir, svo
sem Syrpa og skákþáttur undir
stjórn Júlíusar Bogasonar, og
bridgeþáttur undir stjórn Hall
dórs Helgasonar. Þá er þess að
geta, að í heftinu byrja tvær nýj-
ar framhaldssögur, sem verða
mjög spennandi. Önnur nefnist
klaustrið í Sendomir og er eftir
hinn kunna þýzka skáldsagna-
höfund, Franz1 von Grillparzer,
þýdd af Friðriki Þorvaldssyni og
Gísla Jónssyni, en hin nefnist
Brown hinn þrautseigi eftir
brezka rithöf. C. S. Forester. Þá
lýkur í þessu hefti sögunni Pit-
cairneyjan.
SMEKKLEGUR FRÁGANGUR
Heftið er prýtt nokkrum mynd-
um og er prentað á góðan pappír.
Það er 48 lesmálssíður og kostar
í lausasölu 15 kr., en verð ár-
gangsins, sem verður 176 bls., er
50 kr. Ritið er prentað í Prentsm.
Björns Jónssonar, og er frágang-
ur hinn smekklegasti.
Allan snjó ab taka
upp á Héraði
EGILSSTÖÐUM, 3. apríl. — Hér
hefir verið afbragðs veður í heila
viku og asahláka. Er allan snjó
að taka upp í byggð. Ófært er yf
ir Fagradal og Fjarðarheiði öll-
um bifreiðum nema hvað snjó-
bílar halda uppi samgöngum.
Skrifstolustúlka
Stúlka með Verzlunarskóla- eða hliðstæða mennt-
un óskast til vélritunar og annarra skrifstofustarfa.
Tilboð leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins sem
fyrst, merkt: „12“ —2560.
Til sölu
2ja herbergja íbúð á fyrstu hæð í Hlíðunum.
Sala og samníngar
Laugavegi 29 — sími 6016.
Nýtízku amerísk
kjólaefni
nýkomin.
Þýzkar
domublússur
hvítar — nýkomnar í glæsilegu úrvali.
BOSCH
i
iMotendur Dieselhreyfla!
Gætið þess að draga aldrei of lengi að láta okkur
yfirfara og innstilla fyrir ykkur olíuverkið. Illa
stillt olíuverk margfaldar olíueyðsluna og spillir
notagildi hreyfilsins.
Þaulæfður fagmaður frá BOSCH með fullkomnustu
tækjum annast viðgerðina.
Varahlutir eftir þörfum.
Bræburnir Ormsson hf.
SÍMI 1467
VESTURGÖTU 3