Morgunblaðið - 05.04.1957, Qupperneq 20
Veðrið
Þykknar upp með SA-átt.
PIoícipeMíiMííji
>»
80. tbl. — Föstudagur 5. apríl 1957.
Kosningarnar í Indlandi
Sjá grein á blaðsíðu 11.
Beykjavik veitir sama Iródrótt é
átsvar rg álnrsðið um tekjuskatt
Listkynning Morgunbla&sins
Borgarstjóri beitir sér fyrir að athuga hvort
útsvarsfrádráttur sjómanna aukizt verulega
FYRIR nokkrum vikum, eða um það leyti, þegar Alþingí
fjallaði um skattfrádrátt sjómanna, ræddi Gunnar Thor-
oddsen borgarstjóri við formann niðurjöfnunarnefndar um
moguleika á því að sjómönnum yrði veittur ennþá meiri frá-
dráttur við álagningu útsvara, heldur en fólst í stjórnar-
frumvarpinu um álagningu tekjuskatts. Hefur formaður
nefndarinnar þetta nú til athugunar.
Við álagningu útsvara í Reykjavík hefur það verið regla, að
sami frádráttur sé veittur eins og lög segja fyrir um við tekju-
skatt. í sumum kaupstöðum landsins er sjómönnum þó ekki veittur
eins mikill frádráttur.
Þessar athyglisverðu upplýs-
ingar komu fram við umraeður í
bæjarstjórn Reykjavíkur í gær.
Upphaf þeirra var það að
Þórður Björnsson lagði fram til-
lögu um að beina því til niður-
HÍP bárust stór-
gjafir í gær
GLATT VAR Á HJALLA í
Félagsheimili prentara í gærdag,
en þar var minnst 60 ára afmæl-
is Hins íslenzka prentarafélags.
Á svölum hússins blökktu fánar,
og þangað var fjölmennt. Bárust
félaginu mesti fjöldi gjafa frá
einstaklingum og félagssamtök-
um og skeytaregn með hamingju
óskum rigndi yfir stjórn félags-
ins og margar fallegar blóma-
körfur voru því sendar. Félag
prenstmiðjueigenda og Ríkis-
prentsmiðjan Gutenberg gáfu
mjög vandaðan radíógrammófón
með segulbandsupptökutæki, Al-
þýðusamband íslands gaf pianó.
Þá gaf starfsfólkið í Prentsmiðj-
unni Odda h.f. stækkaðar myndir
af 12 forvígismönnum H.Í.P.,
sem stóðu að stofnun þess fyrir
60 árum. Eddu-konur, konur
prentara, gáfu 10 þús. kr. til þess
að skreyta félagsheimilið. Ýms-
ar aðrar góðar gjafir bárust og
færði Magnús Ástmarsson, for-
maður félagsins, gefendum inni-
legar þakkir. Konur prentara í
Kvenfélaginu Edda, önnuðust
rausnarlegar kaffiveitingar, en
„opið hús“ var í Félagsheimilinu
í gær og kom þangað fjöldi gesta.
jöfnunarnefndar að veita sjó-
mönnum verulegan frádrátt við
ákvörðun útsvars. Ekki kom
Þórður samt með neina ákveðna
uppástungu um það hve mikill
frádrátturinn skyldi vera. Hann
minnti á það, að þegar rætt var
á þingi nýlega um skattfrádrátt
sjómanna hefðu heyrzt sterkar
raddir um að með því frumvarpi
væri elski nógu langt gengið.
Enda væri nú orðið vandræða-
ástand á fiskiflotanum, þegar
gera yrði hann út með útlendum
sjómönnum. Taldi Þórður óhjá-
kvæmilegt fyrir Reykjavíkurbæ
að horfast í augu við þennan
vanda með því að veita sjómönn-
um sérstakan frádrátt á útsvari.
MINNST JAFNMIKIÐ
Við umræður um þetta mál,
kom það í ljós, að þessi til-
laga Þórðar Björnssonar var
óþörf með öliu. Borgarstjóri
Gunnar Thoroddsen upplýsti
á fundinum, að það hefði um
langt skeið verið regla hjá
niðurjöínunarnefnd að veita
sama frádrátt á útsvari eins
og lög kvæðu á um varðandi
tekjuskatt. Því færi einnig jvo
nú. að minnsta kosti jafnmik-
ill frádráttur yrði veittur við
útsvar eins og hin nýju lög
um skatt sjómanna ákvæðu.
ATHUGUN
Á MEIRI FRÁDRÆTTI
En borgarstjóri bætti því við,
að er málið var til umræðu á
Alþingi, hefði hann rætt við for-
mann niðurjöfnunarnefndar um
það hvort ekki væri hægt að
veita sjómönnum meiri frádrátt
á útsvari heldur en hin nýju lög
ákveða á tekjuskatti. Væri nefnd
arformaðurinn nú að athuga
Æskstn ú ekki aSgang
að vist a iiskiskipum
f UMRÆÐUM í bæjarstjórn í gær um útsvarsfrádrátt sjómanna
létu tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ljós, að fleira
þyrfti að gera til að laða unga menn til sjómennsku en að veita
þeim frádrátt í opinberum gjöld.um. Þeir sögðu báðir að skatt-
frádrátturinn væri spor í rétta átt. Hann væri þó ekki nein fulln-
eðarlausn á þessu vandamáli.
þetta og óskaði hann eftir að til-
lögu Þórðar yrði frestað meðan
sú athugun stæði yfir.
Ýmsir fleiri tóku tii máls
við þessa umræðu. M. a. fagn-
aði Guðbjartur Ólafsson því
að Þórður Björnsson hefði hér
gerzt slíkur málsvari sjó-
mannastéttarinnar. Því miður
væru litlar líkur til að full-
trúar kommúnista og Alþýðu-
flokksins í bæjarstjórn myndu
styðja þessa tiliögu hans um
aukinn frádrátt sjómanna, því
að á Alþingi hefðu þingmenn
þessara flokka fellt allar til-
lögur Sjálfstæðismanna um
raunhæfan frádrátt sjómönn-
um til handa.
Þórður Björnsson féllst á það
að málinu yrði frestað og var svo
gert. Hann þakkaði borgarstjóra
fyrir hinar greinargóðu upplýs-
ingar.
Þessi mynd er af einu málverka frú Kristínar Jónsdóttur, listmál-
ara, sem verið hafa til sýnis þessa viku á vegum Listkynningar
Morgunblaðsins. Heitir hún „Ferðafólk". Nokkur af málverknnum
hafa þegar selzt.
Ætli unga fólkið sé hrætt
við bólusetningarnálina?
Borgarlæknir verður að senda því orðsend-
ingu vegna lítillar aðsóknar
BORGARLÆKNISEMBÆTTIÐ hefur orðið að snúa sér til blað-
anna hér í bænum, til þess að reyna að vekja nokkur þúsund
manns af værum svefni. Er hér um að ræða fólk á aldrinum 16—25
ára, sem boðað hefur verið til bólusetningar gegn mænuveiki. —
Hefur aðeins lítill hluti þessa fólks látið bólusetja sig. Sumir gizka
á að líklega sé fólkið hrætt við nálina í bóluefnissprautunni.
UNGLINGAR Á SKIPIN
Guðbjartur Ólafsson vakti máls
á því að þegar vantaði menn á
fiskiskipin, þá væri alltaf óskað
eftir vönum sjómönnum. Vegna
þessa fengi æskan ekki ■>Tist á
skipunum. Áður fyrr voru ung-
lingar ráðnir á skip sem hálf-
drættingar og var þá ekki ætlazt
til að þeir legðu fram eins mikla
vinnu og fullorðnir menn. Nú er
þetta ekki til og æskan á ekki
lengur þann skóla sem nauðsyn-
legur er til þess að hún laðist að
sjávarútveginum. Þessu taldi
Guðbjartur nauðsynlegt að kippa
í lag.
SKÓLASKIP
Einar Thoroddsen tók undir orð
Guðbjartar. Hann sagði að það
hefði um langt skeið verið hin
mestu vandræði á fiskiskipaflot-
anum, bæði á togurunum og línu-
skipunum að noíast yrði við allt-
of mikið af óvönum mönnum.
Þetta mætti ekki skilja svo að
hann væri að kasta rýrð á sjó-
mannastéttina, heldur hefði þetta
verið þróunin og stafaði það af
því að unglingum væri ekki gefið
tækifæri til að hljóta skólun á
sjónum.
Einar sagði að bezta lausnin
á þessu væri að reka skóla
skip. Ríkið og aðrir aðiljar
ættu að beita sér fyrir því, og
væri það eitt grundvallarat-
riðið til að breyta þeirri þró-
un sem nú ætti sér stað flóít-
anum frá sjómeiuiskunni.
„Eldslökkingar-
lið“
ÞÓRSHÖFN — í ráði er að stofna
slökkvilið í Klakksvík. Mun það
sennilega verða skipað 12 mönn-
um. Á það að heita „Klakks-
víkar eldslökkingarlið".
2 íslondsmet
í Sundhöllinni
Sundmót KR fór fram í Sund-
höllinni í gærkvöldi. Þar
vonu sett 2 ísl. met. Guðm.
Gíslason ÍR setti met í 50 m
baksundi karla á 32,7 sek. og
bætti sitt fyrra met um 1/10
úr sek. Þá setti Ágústa Þor-
steinsdóttir Á met í 50 m
bringusundi kvenna á 40,3
sek. Gamla metið átti Þórdís
Árnadóttir 40,9. Bæði þessi
met eru unglingamet jafn-
framt.
Við því hafði verið búizt að
einmitt fólk á þessum aldri
myndi ekki láta á sér standa,
er röðin kæmi að því, Eru af
þessu hin mestu óþægindi fyrir
fólkið, sem vinnur að þessu og
í rauninni með öllu óverjandi og
beinlíms háskalegt.
Út af þessari tregu aðsókn hef-
ur skrifstofa borgarlæknis beðið
Mbl. fyrir eftirfarandi:
Mænusóttarbólusetning á full-
orðnu fólki hefur nú staðið yfir
um nokkurt skeið. Er ákveðið að
gefa fólki upp að 45 ára aldri
kost á henni. Það hefur komið
í ljós að fólk er mjög áhugalítið
fyrir bólusetningunni og hafa
þeir aldursflokkar, sem þegar
hafa verið boðaðir, þ.e. 16—25
ára, aðeins mætt að litlum hluta.
Af þessu tilefni þykir rétt að
vekja athygli á eftirfarandi:
Nú fer í hönd sá árstimi, sem
mænusóttar verður helzt vart, og
því nauðsynlegt að leita bólu-
setningar sem fyrst. Nokkurn
tíma þarf til að ónæmi myndist,
og getur því orðið of seint að
hefja bólusetningu þegar farald-
ur er byrjaður, aiuk þess sem þá
—3>kann að verða erfiðara um fram
Unga konau skrapp iuu í Heilsuverndarstöð; á leiðinni i búðir.
kvæmd slíkrar bólusetningar. Á
það má einnig benda að mænu-
sótt er allt að því jafntíð meðal
fullorðinna sem barna, og eftir-
köst oft alvarlegri.
Þeim tilmæum er því alva.rlega
beint til þeirra, sem vilja notfæra
sér bólusetninguna að láta slíkt
eigi dragast og koma til bólusetn-
ingar á þeim tímum, sem auglýst-
ir eru. Ennfremur skal á það
minnt, að ef fulls árangurs er
vænzt af bólusetningunni, ber að
koma til 2. og 3. bólusetningar
á tilsettum tíma. Bólusett er í
Heilsuverndarstöðinni frá kl. 9—
11 árd. og kl. 4—7 síðdegis alla
daga.
Utanríkisráð-
herra minnist
NATO-afmælis
STJÓRNARBLÖÐIN gleymdu í
gær að minnast á átta ára af-
mæli Atlantshafsbandalagsins, en
í gærkvöldi talaði Guðmundur f.
Guðmundsson, utanríkisráðherra,
um afmæli samtakanna.
Utanríkisráðherra ræddi um
nauðsyn þess fyrir ísland að
vera aðili að þessum varnarsam-
tökum frjálsra þjóða. Hann kvað
hlutleysið hvorki veita fslandi né
öðrum þjóðum heims vernd. Þá
drap ráðherrann á þá stríðshættu,
sem allir viðurkenndu nú að ver-
ið hafi í nóvembermánuði síðast-
liðnum og komst hann hér m.a.
svo að orði:
„Friðarhorfur höfðu sjaldan
verið verri og alvarlegri. Var
þetta ekki aðeins mat okkar ís-
lendinga, og annarra Noto-þjóða,
heldur kemur þetta einnig reini-
lega fram í bréfi sem Búlganin,
forsætisráðherra Sovétríkjanna,
sendi Einari Gerhardsen, for-
sætisráðherra Norðmanna, fyrir
fáum dögum. Þar segir svo orð-
rétt: Það er í rauninni engum
neitt leyndarmál að í nóvember
síðasta árs voru dagar þegar al-
varleg stríðshætta ógnaði okkur
öllum. Ég hygg að íslendingar
yfirleitt séu sammála forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna um þetta
atriði“, sagði utanríkisráðherr-
ann.
ÞÓRSHÖFN — Færeysir rithöf-
undar hafa nýlega stofnða með
sér félagssamtök til þess að gæta
réttinda sinna og útbreiða fær-
eyskar bókmenntir, eins og seg-
ir í yfirlýsingu frá hinu nýstofn-
aða félagi. Formaður þess er
William Heinesen, rithöfundur,
— og félagarnir eru 30.