Morgunblaðið - 12.04.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1957, Blaðsíða 1
20 síður Ný stjórnarfrumvörp: Skattur á stóreignir - Skyldu- sparnaður unglinga og nýtt /% álag á skatta og folla Dr. Adams var sýknaður, elns og þið vltið. Myndin að ofan var tekin að kveldi dagsins, sem kviðdómurinn gaf útskurð sinn — og situr dr. Adams á rltstjórnarskrifstofu „Evening Standard’s“ í London og les blaðið, en yfir þvera forsíðuna stendur: Dr. Adams fundinn sakiaus. — Vilja ekki ræða við Hfakarios LONDON, 11. apríl. — Tals- maður brezku stjórnarinnar lét svo um mælt í dag, að stjórnin liti Makarios ekki sem fullgildan samningsaðila um framtíð Kýpur. Fyrst og fremst yrði að taka tiilit til tyrkneska minnihlutans á eyj- unni — og svo væru skiptar skoðanir um hvort telja ætti Makarios leiðtoga gríska meiri hlutans á Kýpur — a.m.k. að svo komnu máli. Þess vegna mundi brezka stjórnin eklci fara þess á ieit við erki- biskupinn, að hann ræddi við fulltrúa hennar. — Reuter. Vísitalan 189 slig KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að út vísitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavík 1. apríl s.l. og reyndist hún vera 189 stig. Er Hnssein fsmp í höll sinni? Matsverö fasteigna allt oð 15 sinnum hærra en fasteignamatið RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær fram á Alþingi tvö frumvörp, annað í Efri deild, um húsnæðismálastofnun, byggingarsjóð ríkisins og skyldusparnað til íbúðabygginga, hitt í Neðri deild, um skatt á stóreignir. Samkvæmt hinu síðarnefnda skal á árinu 1957 leggja sérstakan skatt á eignir allra einstaklinga sem skattskyldir eru og skal skattlagningin miðuð við eignir þeirra við síðustu áramót. Reiknast skattur samkvæmt lögunum þannig, að af 1 millj. hreinni eign hjá hverjum einstaklingi greiðist enginn skattur. Af 1—l'-á millj. kr. eign greiðist 15% af því, sem er umfram eina millj. kr„ Af 1!4—3 millj. kr. eign greiðist 75 þús. kr. af 1!4 millj. og 20% af afgangi. Af 3 milij. kr. eign og þar yfir 375 þús. af 3 millj. kr., 25% af afgangi. Þegar matsverð fasteigna er ákveðið skal bætt við 200% álagi eftir að þær hafa verið metnar af landsnefnd þeirri, sem nú vinnur að samræmingu fasteignamatsins. Getur matsverðið orðið allt að 15 sinnum hærra en fasteignamatið frá 1942. BYGGINGARSJÓÐUR — SKYLDUSPARNAÐUR — NÝR SKATTUR Aðainýmælin í frumvarpinu um húsnæðismálin er að stofnað- ur skal sérstakur byggingarsjóður ríkisins, sem ætlað er að starfa við hliðina á hinu almenna veðlánakerfi, sem stofnað var með lög- um frá árinu 1955. Ennfremur er nú lagt til að lögleiddur verði skyldusparnaður unglinga á aldrinum 16—25 ára. Skulu þeir greiða 6% af launum sínum í sérstakan sjóð. Þá er í þessu frumvarpi gert ráð fyrir 1% álagi, er innheimta skal aukalega á tekju- og eignarskatt og stríðsgróðaskatt og að- fiutningsgjöld samkvæmt tollskrá með gildandi viðaukum. Er hér um að ræða nýjan skatt er renna á í byggingarsjóð. Á öðrum stað í blaðinu er gerð nánari grein fyrir þessu frv. Biðnr Khulidi að mynda stjórn innan sólarhrings 11. apríl. stjórn Nab- AMMAN OG LONDON, STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR fjórir, sem stutt hafa ulsi, er sagði af sér í gær samkvæmt beiðni Husseins konungs, gáfu í dag út sameiginlega yfirlýsingu þar sem fall stjómarinnar var fordæmt mjög. Segir og í yfirlýsingunni, að Jórdaníumenn væri staðráðnir í því að leita enn nánara samstarfs við Egypta og Sýrlendinga og síofnun ríkj asðmbands þessara þriggja ríkja yrði fyrsía skrefið, eem stigið yrði til sameinaðra Arabaríkja. í yfirlýsingunni var harkalega __________________________ ráðist á heimsvaldasinna og land- ráðamenn og kváðust forystu- menn stjórnmálaflokkanna mundu vinna gegn erlendum á- hrifum í landinu. Flokkar þessir eru þjóðlegi scsíalistaflokkurinn, þjóðernis- sinnar kommúnistar og Baath Harad. Komin heim LONDON, 11. apríl. — Elísa- bet II. og maður hennar, Filip prins, komu í kvöid flugleiðis til London úr hinni opinberu hcimsókn til Frakklands. Vis- count-flugvél sótti þau til Lille, en af flugvellinum í London óku þau rakleitt til Windsor-kastaia, þar sem börn þeirra, Charles prins og Anna prinsessa, hafa dvalizt í fjar- veru foreldranna. — Reuter. FRUMVARPIÐ UM SKATT Á STÓREIGNIR Hér fara á eftir helztu ákvæði frv. um skatt á stóreignir: 1. gr. Á árinu 1957 skal leggja sér- stakan skatt á eignir allra ein- staklinga, sem skattskyldir eru samkvæmt 1. og 2. kafla laga nr. 46/1954, og skal skattálagningin miðuð við eignir þeirra hinn 31. des. 1956. 2. gr. Mat á verðmæti eigna skal fara fram eftir ákvæðum laga nr. 46/1954, um tekjuskatt og eignar- skatt, og hrein eign skal ákveðin Hefur Hussein konungur farið þess á leit við stjórnina, að hún sitji þar til ný stjórn hefur verið mynduð, en ástæð- an fyrir lausnarbeiðninni cr eins og kunnugt cr sú, að Huss ein hefur ekki fallið þjónkun hennar við Rússa. — Hef- ur konungur farið þess á leit við Hussein Khalidi, að hann geri tilraun til þess að mynda stjórn innan sólarhrings. — Khalidi er 63 ára að aldri, var áður utanríkisráðherra en sagði af sér fyrir einu ári vegna heilsubrests. Frh. á bls. 19. 77 Viö erum enn í útlegS — segir Makarios tt Nairobi, 11. apríl: ltAAKARIOS ERKIBISKUP kom í dag til Nairobi í Kenya, en eftir fjögurra daga dvöl þar mun hann halda flugleiðis til Aþenu og ræða þar við grísku stjórnina um Kýpurmálin. Við komuna í dag ræddi erki- biskupinn við blaðamenn — og Singagore LONDON, 11. apríl. — í dag undirrituðu fulltrúar Breta og Singapore samning þess efnis, að Singapore hljóti fullt sjálfstæði innan brezka samveldisins á næsta ári. Munu kosningar fara fram í Singapore áður en sjálf- stæði verður lýst yfir. kvað hann sig og prelátana, sem voru með honum á Seyehell, enn vera í útlegð. Þeir væru að vísu ekki fang ar, en útlagar yrðu þeir þang- að til þeir fengju að hverfa aftur heim til Kýpur. Hins vegar kvaðst Makarios þess fullviss, að ekki liði langur tími þar til hann kæmist aftur til Kýpur. Um Kýpurmálin vildi hann lít- ið segja, því að hann sagðist éiga eftir að kynna sér ástandið til hlítar. Sagði hann þó, að far- sæl og réttlát lausn Kýpurdeild- Framh á bls. 19 4 kooiust af RIO DE JANEIRO, 11. apríl. — Leitarflokkar náðu í dag að flaki brazilízku flugvélarinn ar, sem í gær var á leið frá Rio de Janeiro til Sao Paulo, en rakst á fjallstind á eyjunni Anchieta, undan strönd Sao Paulo. Fundust aðeins þrjár kon- ur á lífi og einn karlmaður, „flugfreyr“. 30 manns voru með flugvélinni, þar af 5 manna áhöfn. eins og þar segir með eftirtöldum breytingum: 1. Fasteignir skulu metnar með því verði, sem ákveðið verð- Framh. á bls. 3. í 200 km. kæð NÝJA MEXICO, 11. apríl: — í dag var skotið á loft frá tilrauija- stöð hersins í Nýju Mexico eld- flaug, sem hafði innanborðs sjálf- virk mælitæki sams konar og þau er verða í gervihnettinum, er Bandaríkjamenn munu skjóta út fyrir lofthjúp jarðar á þessu ári. Var þetta gert í rannsóknarskyni — og heppnaðist vel. Eldfalugin sveif lengi yfir eyðimörkinni í 200 km hæð. — Reuter. Nýtt flugfélag i Svipjoo STOKKHÓLMI, 11. apríl: — f dag var stofnað nýtt flugfélag í Svíþjóð. Aðalhluthafar eru SAS og „Blaðaflugfélagið“ en það var stofnað fyrir skömmu til þess að annast dreifingu sænsku dagblað- anna. Munu flugvélar „Blaðaflug- félagsins“ ganga til þessa ný- stofnaða félags og einnig mun SAS láta af hendi nokkrar Da- kota-flugvélar. Mun þetta nýja félag einungis annast innanlandssamgöngur og meginverkefni þess verður hið sama og gamla „Blaðaflugfélags- ins“. SAS mun að mestu leytd sjá um reskturinn. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.