Morgunblaðið - 12.04.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.04.1957, Blaðsíða 3
Fðstudagur 12. aprfl 1957 MORGUNBLAÐIÐ _ Ný stjórnarfrumvörp 10 árum og séu ársvextir af þeim 6%. Til tryggingar greiðslu skulda- bréfanna skal ríkissjóður fá veð í eign gjaldanda, og er eign veð- hæf fyrir fjárhæð, sem samsvarar matsverði hennar til þessa skatts. Hlutabréf eru ekki veðhæf. Skipa skal nefnd eftir tilnefningu Hæstaréttar, er hefur rétt til að ákveða, að niður falli kvöð á gjaldanda um veðsetningu, ef nefndin telur, að veðsetningin muni hindra eðlilegan atvinnu rekstur gjaldanda. GBEIÐSLA FÉLAGA 7. gr. Félög skulu annast greiðslu á þeim hluta skatts, sem lagður er á félagsmenn þeirra eða hluthafa vegna eigna í félögunum, þar með taldar hlutafjár- og stofn- fjáreignir. Skal sá hluti skatts- ins innheimtur hjá félögunum. Slík útborgun frá félögum vegna félagsmanna eða hluthafa telst ekki skattskyld, hvorki sem arð- ur til hluthafa né ráðstöfun á varasjóði. Fplögin hafa rétt til þess að endurkrefja félagsmenn eða hluthafa um þær skattupp- hæðir, er þau þurfa að greiða vegna eigna þeirra í félögunum, en eigi sæti þeir lakari greiðslu- kjörum en ákveðin eru samkv. 6. gr. Samvinnufélögum er þó aðeins heimilt að endurkrefja fé- lagsmenn um þann hluta af skatti, sem lagður hefur verið á séreignir þeirra í félögunum, þ. e. stofnsj óðsinnstæður þeirra. Við útreikning á þeim hluta skatts, er félagi ber að greiða, skal fyrst finna, hvað einstakl- ingi ber að greiða af nettó-eign sinni, annarri en eign í félagi. Það, sem er umfram þá fjárhæð í skatti, skal greitt af félagi. Ef um fleiri en eitt félag er að ræða, skiptist skatthluti félaganna hlut- fallslega milli þeirra eftir eign gjaldanda í þeim. Nú á félag eignarhlut í öðru félagi, og skal þá það félag greiða þann hluta skattsins, sem svarar til slíkrar eignarhlutdeildar, eftir hlutfall- inu milli þess eignarhluta og heildareignar félagsins, að hluta- fé eða stofnfé meðtöldu. Dánarbú skal annast greiðshi á þeim hluta skatts, sem lagður er á eign arftaka í búinu samkv. síðustu málsgr. 4. gr., nema því leyti sem um er að ræða skatt af eignarhluta í félagi, sem inn- heimtur er hjá því. Skattur, sem dánarbú borgar vegna arftaka, dregst frá arfahluta hans. 8. gr. Skattur samkvæmt lögum þess um er ekki frádráttarbær frá tekjum við ákvörðun tekjuskatts skv. 1. nr. 46/1954. 9. gr. Skatti þeim, sem innheimtur verður samkvæmt lögum þessum, skal skipt þannig: % hluti renni til Veðdeildar Búnaðarbanka ís- lands og % hlutar til Bygginga- sjóðs ríkisins. Skemmtikraffar allir á ,Húnavökunni' heimafengnir HINNI ÁRLEGU héraðssamkomu Húnvetninga, Húnavökunni, er nýlega lokið. Stóð hún yfir frá 2. apríl til 8. apríl. Að þessu sinni var Húnavakan fjölmennari en nokkru sinni fyrr, að því er hreppstjórinn á Blönduósi, Hermann Þórarinsson, tjáði Morgunblað- inu er það spurði hann frétta af Húnavökunni í gær. Sagði hann einnig að aldrei hefði þessi samkoma farið friðsamlegar fram en nú, og hefði hún verið héraðsbúum til hins mesta sóma í hvívetna. Tónleikar Sinfóniu- hljómsveifarinnar í kvöld SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT fslands heldur tónleika í Þjóðleikhús- inu í kvöld kl. 8,30. Stjórnandi hljómsveitarinnar verður Norð- maðurinn Olav Kielland, sem er Reykvikingum löngu kunnur ai fyrri heimsóknum sínum og hljómleikum. Einleikari með hljóm- sveitinni verður Jórunn Viðar, einn allra bezti píanóleikari okkar. Á efnisskrá eru þrjú verk: Karnival í París, hljómsveitarverk eftir Johan Svendsen. Píanó-konsert í a-moll op. 54 eftir Mozart. HEIMAFENGNIR SKEMMTIKRAFTAR Frh. af bls. 1. ur af þeirri landsnefnd, sem vinn- ur að samræmingu fasteigna- matsins, skv. 1. nr. 33/1955, en þó skal landsnefndin endurskoða mat á einstökum lóðum í kaup- stöðum og kauptúnum og annars staðar þar, sem nefndin telur ástæðu til, og breyta matinu, ef það'Helst í ósamræmi við mat á öðrum fasteignum, miðað við á- ætlað söluverð. Nú er eigandi lóðar óánægður með mat lands- nefndar, og getur hann þá kært yfir því til nefndarinnar, en úr- skurði hennar um kæruatriði má skjóta til yfirnefndar, er skipuð sé fimm mönnum. Fjórir þeirra séu kosnir hlutfallskosningu í Sameinuðu Alþingi, en sá fimmti skipaður af Hæstarétti og sé hann formaður nefndarinnar. Um kærufresti og kæruúrskurðun skal setja ákvæði í rðg^igerð. Frá matsverði frystihúsa, slát- urhúsa og annarra húseigna, sem notaðar eru fyrir vinnslustöðvar sjávarafurða og landbúnaðaraí- urða, skal draga 20% — tuttugu af hundraði. Við matsverð fasteignanna, eins og það er ákveðið samkv. framansögðu, skal bæta 200% álagi. Nú hvílir. sú kvöð á fasteign, að eigi megi selja hana nema fyrir verð, sem er innan ákveð- inna takmarka, og skal þá eignin talin með því hámarksverði, ef það er lægra en matsverð sam- kvæmt lögum þessum. MAT Á FISKISKIPUM OG FLEIRA 2. Fiskiskip skulu reiknuð með vátryggingarverði að frá- dregnum 33 V3 % — þrjátíu og þremur og einum þriðja af hundraði. Önnur skip skulu talin með vátryggingarverði að frá- dregnum 20% — tuttugu af hundraði. Nú telur skipseigandi eða fjármálaráðuneytið, að rnats- verð skips í ósamræmi við mat á öðrum skipum, miðað við áætl- að söluverð, og getur þá hvor framangreindra aðila krafizí endurmats til samræmingar. Mat þetta sé framkvæmt af þriggja manna nefnd, er sé þannig skip- uð, að fjármálaráðherra tilnefni einn nefndarmann, Fiskifélag Is- lands annan og Hæstiréttur hinn þriðja. Flugvélar teljast með vátrygg- ingarverði að frádregnum 20% — tuttugu af hundraði. Um matsverð á vélum, áhöld- um og öðru lausafé, sbr. c-lið 19. gr. laga nr. 46/1954, skulu settar sérstakar reglur. Er heimilt að ákveða þar álag á bókfært verð þeirra eigna (þ. e. kostnaðarverð að frádregnum lögleyfðum a_f- skriftum), þó þannig, að mats- verðið verði ekki hærra en það verð, sem ætla má að eignirnar séu seljanlegar fyrir. 3. Ógreiddur söluskattur vegna viðskipta 1956 og ógreidd slysatrygginga- og atvinnurek- endaiðgjöld vegna ársins 1956, samkv. lögum um almannatrygg- ingar, teljast með skuldum til frádráttar eignum. Sömuleiðis ó- greidd gjöld til atvinnuleysis- tryggingasj óðs. Yfirfærslugjald samkv. lögum nr. 86/1956, um útflutningssjóð o. fl., sem leggst á erlendar skuld ir, er stofnað var til fyrir árslok 1956, telst með skuldum. Fyrirframgreiðsla upp í arf á árinu 1956, að frádregnum greidd um erfðafjárskatti, leggst við eign þess, er greiðsluna innti af hendi, en dregst frá eign viðtak- anda. Skal sá skattur, sem á þá eign lcemur, innheimtur hjá arf- leifanda, en viðtakandi eignar ber einnig ábyrgð á greiðslu hans. Ef eignarhluti í félagi hefur verið afhentur sem fyrirframgreiðsla upp í arf, skal þó sá skattur, sem á þá eign kemur, innheimtur hjá félaginu, sbr. 7. gr. 3. gr. Ákvæði 3. kafla laga nr. 46/- 1954 um skattfrelsi sparifjár gilda við álagningu skatts samkvæmt lögum þessum, og ríkisskulda- bréf og skuldabréf með ríkis- ábyrgð eru undanþegin skattin- um eftir sömu reglum. eignum félaga skipt NIÐUR Á EIGENDUR Hreinum eignum félaga, reikn- uðum samkvæmt ákvæðum laga þessara, skal skipt niður á eig- endur félaganna í réttu hlutfalli við hlutafjár- og stofnfjáreign þeirra hvers um sig, og teljast þær eignir með öðrum eignum einstaklinga við skattálagningu. | Gildir þetta einnig um eignir fé- laga, sem njóta undanþágu frá skatti samkv. sérstökum lögum. Með eignum félaga, sem skipt- ast samkvæmt framansögðu, telst ekki innstæðufé í sameignarsjóð- um, sem samkvæmt landslögum er óheimilt að skipta milli félags- manna við félagsslit, en á þá að afhendast því opinbera til varð- veizlu, sbr. lög nr. 46/1937. Eignum dánarbúa skal skipt niður á erfingja, samkvæmt regl- um erfðalaga, við útreikning á skattskyldri eign. Nú skortir full- nægjandi greinargerð um, hvern- ig búi skuli skipt, og skal það þá skattlagt sem einstaklingur. ÁLAGNING SKATTS OG GREIÐSLA HANS 5. gr. Skattur samkv. lögum þessum reiknast þannig: Af 1 milljón kr. hreinni eign hjá hverjum ein- staklingi greiðist enginn skattur. Af 1—1% millj. kr. eign greiðist 15% af því, sem er umfram 1 milljón kr. Af 1%—3 millj. kr. eign greiðist 75 þús. kr. af lki millj. og 20% af afgangi. Af 3 millj. kr. eign og þar yfir greið- ist 375 þús. kr. af 3 millj. og 25% af afgangi. TÍU ÁRA GREIÐSLUTÍMABIL 6. gr. Skatturinn skal greiðast í s?ð- asta lagi 6 mánuðum eftir að skattupphæð var tilkynnt gjald- anda. Nú er skattur hærri en kr. i0.000.00, og er gjaldanda þá heim ilt að greiða allt að 90% af því, sem þar er fram yfir, með skulda bréfum, er hann gefur út, en ríkisstjórnin ákveður form og texta skuldabréfanna. Andvirði bréfanna greiðist með jöfnum af- borgunum á eigi lengri tima en Jón Þórarinsson og Björn Jónsson skýrðu frettamönnum frá því í gær, að Kielland hefði komið í byrjun mánaðarins og yrði hér fram að næstu mánaða- mótum. Mun hann að líkindurn stjórna Sinfóníuhljómsveitinni á öðrum tónleikum síðar í mánuð- inum. Jórunni Viðar er óþarft að kynna. Hún er löngu landskunn fyrir píanóleik sinn og mörg ágæt tónverk. Eins og sjá má á efnisskránni er mjög vel til tónleikanna vand- að og því óþarft að hvetja tón- listarunnendur til að fara. Tón- leikarnir mæla með sér sjálfir. Hið mikla fjölmenni á sam- komunni, taldi hann aðallega stafa af því, að vitað var fyrir- fram, að skemmtikraftar yrðu allir fengnir úr héraðinu, en ekki lengra að, eins og venja hefur verið til. Þá var veöur mjög hag- stætt alla dagana, og bílfæri gott, og jók það aðsóknina mikið. Stóð þetta góða veður rétt meðan Húnavakan varði, því nú er orðið ófært í Húnavatnssýslu. TVÖ LEIKRIT — MIKIÐ ERFIÐI Tvö leikrit voru sýnd á Húna- vökunni, Lénharður fógeti og var Tómas R. Tómasson leikstjóri þess og „Förin til Brasilíu", og stjórnaði Snorri Arnfinnsson því. Bæði leikritin tókust ágætlega, enda æfðu leikendur af kappi. Kvað hreppstjóri Húnvetninga hafa lagt mikið á sig til þess, að öll skemmtiatriði tækjust sem bezt og sem dæmi mætti nefna að fólkið hefði gengið á hverjum degi síðustu dagana áður en skemmtunin hófst, 15—20 km. langan veg til leikæfinga. DANS Á HVERJU KVÖLDI Alla daga vikunnar voru kvik- myndasýningar fyrir börn og fullorðna og dans á hverju kvöldi í tveim samkomuhúsum. Voru gömlu dansarnir í öðru en þeir nýju í hinu. Allar þessar dans- skemmtanir fóru fram með hin- um mesta myndarbrag og héraðs- búum til sóma. Ölvun sást yfir- leitt ekki og engin spellvirld voru unnin meðan á hátíðahöldun um stóð, þrátt fyrir mikinn gesta fjölda. KVÖLDVAKA KARLAKÓRS BÓLSTAÐAHLÍÐARHREPPS Mikinn svip setti á hátíðahöld- in kvöldvaka Karlakórs Bólstaða hlíðarhrepps, sem var að kvöldi fyrsta dags Húnavökunnar. Var þar margt til skemmtunar, svo sem söngur, gamanvísur um Hún vetninga og fleiri, leikþættir, dans og fleiri bráðsnjöll skemmti atriði. i * Ófær fil róðra KEFLAVÍK, 11. apríl: — Mb. Júlíus Björnsson frá Dalvík, sem gerir út á vetrarvertíð hér, mun verða frá róðrum um nokkurn tíma, vegna þess að togvinda hans er biluð. Er verið að gera við vinduna hér í Keflavík og mun það taka nokkurn tíma. —Ingvar. Fyrsti vorboðinn Óhætt má nú segja að vorið sé komið, þegar fyrstu lömbin eru fædd. Þessi mynd var tekin í gær að Bústaðabletti 7 hér í bænum, af fyrstu kindinni, sem blaðinu er kunnugt um að borin sé á þessu vori, og lömbunum hennar tveimur. Eru þetta allra myndarlegustu lömb, hrútur og gimbur. Móðirin er feit og falleg fjögurra vetra kind og bar hún lömb unum sínum í gærmorgun. Er „fjölskyldan í eigu Gests Hannessonar. Vissulega eru þetta venju fremur snemmborin lömb og er alllangt enn í regluleg- an sauðburð.____í sólskininu í gær undu lömbin sér hið bezta, þótt enn séu balar ekki blómgaðir. (Ljósm. vig.) V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.