Morgunblaðið - 12.04.1957, Blaðsíða 20
Veðrið
S og SA goln. Skýjað og
sumstaðar rigning.
86. tbl. — Föstudagur 12. apríl 1957
ÍÞRÓTTIR
Sjá bls. 15.
Okurhneyksli Lúðvíks Jósefssonar og S.Í.S.:
Búið oð leigja olíuskip fyrir
65 sh. á smálest
En Hamrafellið siglir á sama tíma fyrir
160 - eitt hundrað og sextíu -
shillinga á smálest!
Árekstur varð' í gærdag á Skúlagötunni, er þessi litli bíll ætlaðt
fram úr stóra olíudrekanum. — Bílstjórinn í litla bílnum slapp
lítið meiddur, tti hann féll í öngvit og var fluttur í sjúkrahús með-
vitundarlaus en jafnaði sig þar skömmu síðar. — Mun bílstjórinn
á litla bílnum ekki hafa gætí þess, að olíubíllinn sveigði til hægii,
inn á BP olíustöðina á Klöpp. (Ljósm. B. Blöndal).
Grímseyjarluidnn
verður settur upp
Sennilega íslenzkur að uppruna -
Níu ^ etra er hann veiddist
DAS-bíó
STJÓRN Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna lét í fyrrahaust byrja
að grafa fyrir allstóru bíói sem
hyggja á við DAS-heimilið. Sem
kunnugt er, er rekið bíó til bráða
birgða í sal einum í heimilinu.
Bíóhúsið verður fyrir 500 manns.
Enn sem komið er hefur DAS
ekki fengið fjárfestingarleyfi íil
áframhaldandi framkvæmda við
samkomuhúsið. Tekjum bíósins á
að verja til þess að greiða kostn-
að fyrir þá vistmenn sem ekki
geta sjálfir greítt dvalarkostnað
sinn þar á heimilinu.
PRÓFESSOR A. C. Bouman frá
háskólanum í Leyden, er hér
staddur í boði Háskóla íslands.
Hann mun flytja tvo fyrirlestra,
og verður hinn fyrri í dag og
fjallar um Sonatorrek.
í kvæðinu kemur fram nýr og
eftirtektarverður tj áningarháttur
á einstaklingshyggju víkingaald-
ar, þar sem skáldið lætur í ljós
efasemdir sínar og jafnvel upp-
reisn gegn goðunum. Kvæðið
markar, eins og Axel Olrik hefir
sagt, aldahvörf í lífi norrænna
þjóða.
Þar sem Egill Skallagrímsson
var viðförull og hafði náin kynni
af menningu annarra þjóða, er
Stjóinmála-
námskeiðið
NÆSTI fundur á stjórnmála-
námskeiðinu um atvinnu og
verkalýðsmmál, verður hald-
inn í Valhöll í kvöld kl. 8,30.
Áríðandi að allir mæti.
NÚ HAFA olíufélögin leigt
skip til olíuflutninga hingað
fyrir 65 — sextíu og fimm shill-
inga á smálestina og lestar það
um miðjan næsta mánuð.
Á sama tíma og þetta skip
eðlilegt að skyggnast eftir því,
hvort ekki megi greina áhrif
þaðan í skáldskap hans.
Skáldið hefur orðið fyrir áhrif-
um af engilsaxneskum skáldskap,
eins og Gwyn Jones bendir á. —
Þess er að vænta, að ekki ein-
ungis ytra form heldur og inni-
hald hafi orðið Agli minnisstætt.
Fyrirlesturinn verður í fyrstu
kennslustofu og hefst kl. 8,30 að
kveldi. Öllum er heimill aðgang-
ur. (Frá H. í.)
Forstjórar happdrættisins eru
þeir Auðunn Hermannsson og
Baldvin Jónsson. Gat Baldvin
þess m.a. að af um 11 millj. kr.,
sem varið hefði verið til DAS-
heimilisins, hefði happdrættið
lagt fram um 4,5 millj. á þeim
þrem árum, sem happdrættið
hefði starfað. Öll árin hefðu
happdrættismiðarnir selzt upp.
Með auknum fjölda vinninga
verður miðaverðið nú hækkað
tekur olíu til flutnings fyrir 65
sh. lestar Hamrafellið olíu sem
það flytur hingað fyrir 160 —
eitt hundrað og sextíu — shill-
inga á smálestina.
Munar því hvorki meira né
minna en 95 — níutíu og fimm
— shillingum á hverri smálest
sem Hamrafellið er dýrara en
þetta skip, sem nú hefur verið
leigt. Þennan mismun borgar
þjóðin í vasa Sambands ísl. sam-
vinnufélaga og Olíufélagsins h.f.
Sést nú svo glögglega sem
verða má hvílíkt glapræði okur-
samningurinn um Hamrafells-
flutningana var. Má segja að
ekki hafi framsýni Lúðvíks Jós-
efssonar verið mikil eða lágu
annarlegar ástæður að baki, sem
urðu til þess að hann skattlagði
þjóðina um milljónir á milljónir
ofan, sem renna til SÍS og Olíu-
félagsins? Það er blóðugt að
hugsa sér að slíkt okur á al-
menningi skuli geta átt sér stað
og það að tilhlutan sjálfrar ríkis-
stjómar landsins.
upp í 20 kr. en það var 10 kr.
Auðunn Hermannsson gat þess
meðal anpars að nú myndu við-
skiptamenn fá afhenta, er þeir
keyptu miða sína, prentaða skrá
yfir alla vinninga happdrættis-
ins, en þar eru m.a.: Einbýlishús
í Ásgarði 6, Reykjavík, 11 full-
gerðar íbúðir — þrjár 2ja her-
bergja, fjórar 3ja herbergja og
fjórar 4ra herbergja íbúðir. 24
bílar, þar af 11 atvinnubílar, sum-
arbústaður á Þingvöllum, vélbát-
ar, ferð til Bermuda-eyjanna fyr-
ir tvo, auk 7 annarra utanlands-
ferða, hljóðfæri, bifhjól, útvarps-
grammófónar, og margir aðrir
vinningar: húsgögn og heimilis-
tæki, eftir eigin vali.
Heildarverðmæti vinninganna
(innkaupsverð) er átta millj. kr.
eða 51.3% af veltu, sem er 6.3%
hærra en í fyrra og samsvarar
einni milljón króna hækkun í
vinningum.
Sala miða hefst 15. þ. m.
AKUREYRI, 11. apríl: — Æsku-
lýðsheimili templara gengst fyr-
ir starfsfræðsludegi hér í bæ nk.
sunnudag með svipuðu sniði og
verið hefir í Reykjavík.
Ólafur Gunnarsson, sálfr., er
kominn hingað norður til að veita
þessari upplýsingastarfsemi for-
stöðu, en hún fer fram í barna-
¥ GÆRKVÖLDI klukkan 8,30
J. kallaði Þór Guðjónsson, veiði-
málastjóri, á blaðamenn og sýndi
þeim hinn víðfræga Grímseyjar-
lax. Var þetta geysilega falleg
skepna. Eins og áður segir mæld-
ist hann 132 sm á lengd, 49 pund
vó hann og er sennilega meira því
fiskurinn var blóðgaður er hann
veiddist. Mesta ummál er 72 sm.
Þór veiðimálastjóri sagði að
við athugun hefði komið í ljós að
lax þessi var 9 vetra, og hefur
hann verið þrjá vetur í fersku
vatni og sex í sjó. Hann hefur
hrygnt tvisvar, í fyrra skiptið er
hann var ca. 10 punda og síðan
öðru sinni, þá 120 sm langur og
þá um 30 pund að þyngd. Var
hann búinn að vera um það bil
ár í sjó er hann kom í netið hjá
Grímseyingnum á mánudaginn
var.
Hafði laxinn fest hausinn í
þorskanetinu og vöðlað því utan
um sig og mjög af honum dregið
er hann náðist. Allar líkur benda
til, sagði Þór, að laxinn sé ís-
lenzkur að uppruna þó hann sé
TÍMINN birtir í gær smágrein
um kauphækkunina sem S.Í.S.
framkvæmdi í desember sl. til
starfsmanna sinna. Sta'ðfestir
forstjórinn þar, að rétt sé með
farið það, sem Mbl. sagði um
það mál.
Er þá upplýst, að S. í. S.,
stærsta fyrirtæki landsins,
hefir gengið á undan um stór-
felldar kauphækkanir með því
að hækka kaup langflestra
stafsmanna sinna í sl. des.
skólanum kl.,2—3 e. h. á sunnu-
daginn.
Forstöðumenn ýmissa starfs-
greina munu mæta þar og gefa
upplýsingar, sem óskað verður
eftir. Allir bæjarbúar eiga frjáls-
an aðgang, en sérstaklega er
þess vænzt, að ungt fólk, sem
ekki hefir þegar ákveðið starfs-
val, láti sig ekki vanta. — JOB.
óvenjustór. Staðfesti veiðimála-
stjóri að Grímseyjarlaxinn væri
stærsti lax, sem veiðzt hefði hér
svo vitað væri með vissu.
Þór Guðjónsson bar fram sér-
stakar þakkir til Siguröar P.
Björnssonar sparisjóðsstjóra á
Húsavík, fyrir að gera aðvart um
Grímseyjarlaxinn áður en hann
lenti í reykhúsinu, eins og fyrir-
hugað hafði verið, og fyrir alla
þá fyrirhöfn, sem hann hefur haft
af flutningi og geymslu laxins.
— Einnig þakkaði nann Pétri Sig
urðssyni, forstjóra Landhelgis-
gæzlunnar fyrir þann sérstaka
velvilja að láta Sæbjörgu flytja
laxinn til lands úr Grímsey, en
í eyjunni er ekki starfandi frysti-
hús en nauðsyn var á að setja
hann sem fyrst í góða kælingu.
Að lokum upplýsti veiðimála-
stjóri að laxinn yrði rannsakaður
og síðar „settur upp“ þ. e. gert
af honum líkan og roðið seít utan
á það. Mun laxinn verða almenn-
ingi til sýnis á næstunni og síðan
þegar hann hefur verið „settur
upp“.
«m 8%, og láta um leið þá
hækkun gilda aftur fyrir sig
til áramóta 1955—56.
Eftir þessa játningu forstjór-
ans, þarf ekki lengur að fara
í grafgötur um þetta mál, en
til þess var ætlazt, að það færi
leynt.
Musica sacra
NÆSTU tónleikar í tónleika-
flokki Fél. ísl. organleikara verða
í kvöld í Laugarneskirkju og hefj
ast kl. 8,30.
Organleikari kirkjunnar, Krist
inn Ingvarsson, leikur fyrst ein-
leik á hið nýja og vandaða orgel,
en síðan mun kirkjukórinn
syngja, í tveim áföngum, 10 lög
eftir innlenda og erlenda höf-
unda. Organleikari Hallgríms.
kirkju, Páll Halldórsson, annast
undirleik við kórsönginn.
Kirkjutónleikar F.Í.O. hafa náð
miklum vinsældum hjá almenn.
ingi og verið fjölsóttir. Tónleik-
arnir í kvöld verða með alþýð.
legu sniði og hinir aðgengileg-
ustu. — Aðgangur er ókeypis.
1 gær var bezta veðrið sem komið hefur hér í Reykjavík á þessu
vorí. Logn var og sólskin, vor í lofti og yfir svip vegfarenda, sem
nutu veðurblýðunnar. Nú er rauðmaginn genginn í Skerjafjörðinn
fyrir nokkru og eru rauðmagabátarnir nýmálaðir komnir fram á
sjávarkambinn, en í fjöruna sækja krakkarnir því það er alltaf
ævintýralegt að ganga í fjöru. (Ljósm.: Bjarni Pálsson).
Háskólaiyrirlestur um
Sonatorrek
Vinningum í DAS
fjölgar upp í 120
FORSTJÓRAR happdrættis D.A.S. skýrðu blöðunum frá því í
gær, að happdrættið myndi í ár stórfjölga vinningum sínum.
Á síðasta happdrættisári voru vinningarnir alls 40 ,en á happdrætt-
isári því er nú byrjar, en dregið verður í 1. flokki 3 maí, verður alls
120 vinningar, eða 10 vinningar í hverjum flokki.
Sturisiræðsludagui'
á Akureyri
Forstjóri S./.S. sfað-
festir kauphœkkunina