Morgunblaðið - 12.04.1957, Blaðsíða 10
1P
MORGUWBL 4fíin
Föstudagur 12. apríl 1957
«r
nttfrfftMfc
tJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjami Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Ámi Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Syndir Framsóknar
gagnvart landbúnaðinum
SAGAN um afskipti Framsókn-
arflokksins af landbúnaðarmál-
um er saga mikilla mistaka og
vanefnda. Þessi flokkur hefur
ævinlega þótzt vera hinn kjörni
málsvari bændastéttarinnar. En
reynslan sýnir að honum hafa
verið ótrúlega mislagðar hendur
1 meðferð mála hennar.
Ræktunarsj óðurinn
vanræktur
Ræktunarsjóðurinn er ein af
þeim stofnunum landbúnaöarins,
sem mest gagn hefur unnið hon-
um. En hann var stofnaður á
stjórnarárum þeirra Jóns Magn-
ússonar, Jóns Þorlákssonar og
Magnúsar Guðmundssonar. Var
það ætlun þeirra að' gera hann
svo öflugan að hann væri fær um
að styðja ræktunar- og bygg-
ingarframkvæmdir í sveitum, eft-
ir þörfum á hverjum tíma.
En árið 1927 komust Fram-
sóknarmenn til valda í landinu
og mátti heita að þeir væru
óslitið við völd fram til ársins
1944 og færu með stjórn land-
búnaðarmála.
Enda þótt Búnaðarbankinn
væri stofnaður snemma á þessu
tímabili var ræktunarsjóðurinn
þó alltaf févana og fór víðsfjarri
því að hann gæti rækt hlutverk
sitt, eins og Magnús Guðmunds-
son og félagar hans höfðu haft í
byggju. Sést það greinilegast á
því, að á árinu 1944, þegar Pétur
Magnússon tekur við stjórn land-
búnaðarmálanna eru aðeins veitt
10 lán úr Ræktunarsjóðnum sam-
tals rúmlega 70 þúsundir kr.
Þannig var þá komið í lok
valdatímabils Framsóknar að
Ræktunarsjóðurinn var ger-
samlega máttlaus.
Það var eitt fyrsta verk
Péturs Magnússonar að hefjast
handa um undirbúning að efl-
ingu sjóða Búnaðarbankans,
Ræktunarsjóðsins og Bygg-
ingasjóðsins.
60 ræktunarsambönd
stofnuð
Fyrir frumkvæði hans var ný
löggjöf sett um þessa sjóði. Með
henni var lánasjéðum landbúnað-
arins tryggt 50 millj. kr. láns-
fé næstu 10 ár. Þessi löggjöf
var sarnþykkt á Alþingi á ár-
inu 1947.
Árið 1945 höfðu ennfremur ver
íð sett lög fyrir forgöngu Pét-
urs Magnússonar um jarðrækt-
ar- og húsagerðarsamþykktir í
sveitum. í sjóli þeirra voru á ár-
unum 1945—1947 stofnuð 60 rækt
unarsambönd og var í sambandi
við myndun þeirra gerð heildar-
áætlun um vélaþörf og nauðsyn-
lega ræktun í landinu.
Með setningu laganna um
landnám, nýbyggðir og endur-
byggingar í sveitum árið 1946
var ræktunarsamböndunum
svo gert kleift að hefjast
handa um stórfelld vélakaup
og ræktun í stærri stíl en áð-
ur hafði þekkzt hér á landi.
Straumhvörf með
valdatöku Sjálfstæðis'
manna
Þessar staðreyndir blasa þá við
í ræktunarmálunum:
Sjálfstæðismenn höfðu for-
göngu um myndun Ræktunar-
sjóðsins, og höfðu undirbúið öfl-
uga starfsemi hans. Á 17 ára
valdatímabili Framsóknarmanna
var sjóðurinn lengstum févana,
eins og sést á því, að árið 1944,
þegar Pétur Magnússon tekur við
landbúnaðarmálunum, námu lán-
veitingar úr honum aðeins um
70 þúsund krónum.
En þegar Pétur Magnússon
varð landbúnaðarráðherra urðu
straumhvörf í þessum málum.
Lánasjóðir landbúnaðarins voru
stórefldir. Á árinu 1947 veitti
Ræktunarsjóðurinn 30 lán að
upphæð tæpar 2 millj. kr. Árið
1948 3,5 millj. kr., 1949 5,1 millj.
kr., 1950 7,5 millj. kr., 1951 10,4
millj. kr., 1952 17,1 millj. kr.,
1953 14,4 millj. kr., 1954 22,7
millj. kr. og árið 1955 34,1 millj.
króna.
Svipuð saga gerðist hjá Bygg-
ingarsjóðnum. Lánveitingar úr
honum voru stórauknar á grund-
velli lagasetninga og fjáröflunar
nýsköpunarstj ór.rarinnar.
Þeir yfirgáfu Framsókn
Þessi saga sannar, að Fram-
sóknarmenn vanræktu lána-
stofnanir landbúnaðarins, en
Sjálfstæðismenn höfðu for-
ystu um eflingu þeirra. Niður-
staðan varð líka sú, að ýmsir<
þeir menn í Framsóknar-
flokknum, sem voru einlæg-
astir vinir bænda og beztan
skilning höfðu á hagsmuna-
málum þeirra, yfirgáfu flokk-
inn.
Tryggvi Þórhallsson, Jón í
Stóradal, Halldór Stefánsson,
Hannes Jónsson og Þorsteinn
Briem sögðu sig úr flokknum. —
Þeir áttu ekki lengur samleið
með sínum gömlu félögum, sem
að verulegu leyti höfðu misst
sjónar á hagsmunum bændastétt-
arinnar og hneigðust í vaxandi
mæli til sósíalisma og ríkisrekstr
ar. Nokkru síðar snerist Jónas
Jónsson frá Hriflu einnig frá
Framsóknarflokknum.
Brottför þessara manna úr
flokknum er ef til vill betri
sönnun um það en nokkuð
annað að hann hafði brugðizt
bændum og lagt inn á nýjar
og óheillavænlegar brautir.
Sagan endurtekur sig
Sagan endurtekur sig. Nú
hefur Framsóknarflokkurinn
stigið það óheillaskref að taka
kommúnista upp af eyðimerk-
urgöngu þeirra og hefja við
þá stjórnarsamstarf. Engin
stétt er andstæðari kommún-
istum en bændastéttin. Engir
menn eru því tortryggnari
gagnvart núverandí stjórnar-
samstarfi en bændur. Það mun
Framsóknarflokkurinn finna
fyrr en varir.
UTAN UR HEIMI
Þriggja ára las hann dagblöðin
Tíu ára lærir hann hebresku
á
dögunum sögðum
við frá 10 ára snáða í New York,
Robert Strom að nafni, sem get-
ið hafði sér góðan orðstír fyrir
frábæra vísindaþekkingu og
góða frammistöðu í þeim efnum
í sjónvarpsspurningaþætti. —
Robert litli hefur nú þegar unn-
ið 128 þús. dali — og enn mun
hann halda áfram. Ef heppnin
verður með honum og þekking-
in er nægilega mikil á hann kost
á því að vinna 256 þús. dali.
Robert er annar tveggja sona
hjóna í Bronx í New York. Faðir
hans er kennari í rafmagnsfræði,
en móðir hans gat sér frægðar á
háskólaárum sínum fyrir góða
frammistöðu í tungumálum og
bókmenntum. Nú hefur hún lagt
allt slíkt á hilluna — og lætur
sér nægja að vera húsmóðir á
heimili sínu.
og ungversku
En það er ekki gott að halda
Robert lengi við sama umræðu-
efni. Hann er eins og allir krakk-
ar, hleypur úr einu í annað. Og
að lokum tælir hann blaðamann-
inn til þess að leika með sér
kúluspil. Fljótt kemur í ljós, að
Robert er enginn viðvaningur í
kúluspilinu — og blaðamaður-
inn verður þegar að lúta í,lægra
haldi.
0,
B,
’ laðamaður í New
York heimsótti Strom-hjónin á
dögunum og dvaldist dagstund
með fjölskyldunni. Búa hjónin
með sonum sínum í íburðarlítilli
íbúð, fjögurra herbergja. Bróðir
Roberts, Stephan, er 14 ára —
og var ekki laust við að hann
öfundaði litla bróður yfir þeirri
frægð, sem hann nýtur nú. Fað-
g á eftir sezt hann
inn í stofu og rabbar við for-
eldra Roberts. Rock and roll
glymur nú um alla íbúðina —
og faðir hans hleypur til og læt-
ur aftur hurðina að herbergi
snáðans.
Það er langt síðan bera fór
á undraverðum hæfileikum
Roberts. Hann var farinn að iala
töluvert hálfs árs að aldri og
þegar hann var þriggja ára las
hann „New York Times“ reglu-
lega. „En ég var lengi að kenna
honum að þrífa sig. Það var
erfitt" — sagði móðir hans. í
fyrra byrjaði Robert að læra
hraðritun, og hann fór einnig að
Robert litli með 64 þús. dala
tvær
ir þeirra telur eldri bróðurinn
samt ekki standa þeim yngri neitt
að baki. Stephan er hins vegar
á gelgjuskeiðinu, og forráðamenn
sjónvarpsins töldu, að framkoma
hans yrði ekki eins skemmtileg
og framkoma Roberts.
mt eir bræður hafa sitt
hvort herbergið. Á heimilinu er
Robert alveg eins og allir aðrir
strákar, ærslafullur á stundum
og getur verið dálítið óstýrilátur.
Og hann er ekkert frábrugðmn
öðru æskufólki að því leyti, að
hann er hvað hrifnastur af Elvis
Presley, enda á hann sand hljórn-
platna hans.
ávísun. Nú hefur hann fengið
slíkar.
fást við hebresku í frístundum
— „eiginlega af því að honum
fundust stafirnir svo skrýtnir",
sagði móðir hans.
H
L erbergi Roberts er
stórt og rúmgott. Þar á hann
píanó, plötuspilara (til þess að
leika Presley) og segulband —
og hann setur bandið af stað
undir eins og blaðamaðurinn
byrjar að tala við hann. Segist
hann gera það af öryggisástæð-
um — til þess að blaðamaðurinn
geti ekki skrifað neitt annað en
milli þeirra fer. „Ég geri það
alltaf, þegar blaðamenn koma“
— segir hann.
O ex ára að aldri lærði
hann á ritvél, lagði mikla rækt
við reikning og lærði á skömm-
um tíma bókstafareikning og
rúmfræði — og safnaði auk þess
gömlum vekjaraklukkum.
Og ekki alls fyrir löngu bætti
hann einni námsgreininni við.
Hann er sem sé farinn að læra
ungversku. Ekki vegna þess að
fjöldi ungverskra flóttamanna
kemur nú til Bandaríkjanna,
heldur vegna þess, að móðir hans
og vinkona hennar talast alltaf
við á ungversku, þegar þær vilja
ekki láta Robert vita hvað um
er rætt. Þetta fer í taugarnar á
honum — og hann sá ekki
annað ráð vænna til þess að
venja þær af þessum ósið en að
læra málið sjálfur.
0
g það er eitt, sem
fer í taugarnar á mér“ — segir
faðir Roberts. „Það er, a8 fólk
álítur börn eins konar minnis-
vélar. Minni barna er ekki eins
konar Ijósmyndafilma. Leyndar-
dómurinn liggur í hinum marg-
greinda skilningi barnsins. Barn-
ið lærir ekki vegna þess að það
man, heldur vegna þess að það
skilur. Synir mínir eru ekki bet-
ur gefnir en þorri annarra barna.
En munurinn er sá, að mörg slík
börn alast upp með fólki, sem
ekki skilur þau og er ekki fært
um að hjálpa þeim. Slík börn
byrja ekki að læra fyrr en þau
eru orðin það þroskuð, að þau
skilja sjálf hve námið hefur
mikið gildi. Það verður að vekja
hvöt barnsins til þess að læra
áður en það skilur sjálft gildi
lærdómsins. Strax á fyrsta
aldursári sýndu synir okkar
mikla forvitni og fróðleiksfýsn
— og við reyndum að hjálpa
þeim. Við höfum aldrei þvingað
þá til þess að læra, aðeins gefið
þeim bækurnar og útbúnaðinn.
mt að er von mín, að
atburður þessi, frammistaða
Roberts litla í sjónvarpsþættin-
um, verði ef til vill til þess, að
fólk gefi börnum sínum meiri
gaum og reyni að hjálpa þeim
áður en þau fara- að hjálpa sér
sjálf. Það er of seint að fara að
læra, þegar komið er í æðri
skóla“.
Yoru rússneskar könnunar-
vélar yfir Bretlandi \
LUNDÚNUM — Fréttir herma, að radamet brezka hersins hafi
sl. laugardag verið notað eins og hættuástand ríkti. Brezka
flughernum, RAF, var einnig fyrirskipað að hafa auga með
ókennilegum hlutum, sem vart hafði orðið við yfir Bretlandseyj-
um. Kvaðst herstjórnin líta „mjög alvarlegum augum á ástandið“.
Brezku blöðin ræða mál þetta
af kappi og segia, að það sé
mjög dularfullt. Eitt blaðanna
varpar fram þeirri spurningu,
hvort rússneskar könnunarvélar
hafi sveimað yfir Bretlandseyj-
um.
Rannsókn á máli þessu stendur
nú yfir. Hefir hún leitt í ljós,
að einhver hlutur hafði komið
fram á radarskermi í West
Freugh í Skotlandi sl. fimmtu-
dag. Flaug hann yfir vesturströnd
Skotlands, en menn sáu hann
ekki með berum augum.
Síðar kom hlutur þessi fram á
radarskermi um 100 km frá
West Freugh. Yfirmaður her-
síöðvarinnar þar sagði við blaða-
menn, að hann mætti hvorki
skýra frá stöðu né stefnu hlutar-
ins, en bætti við: Það er ekki
vafi á því, að eitthvað hefir
verið á sveimi þarna. Radarinn
hefir áreiðanlega ekki brugðið
á leik. — Yfirmenn brezka flug-
hersins eru ekki frá því, að
þarna hafi verið um að ræða
rússneska flugvél á heimleið frá
heimskautasvæðunum.